Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 14
Gunnlaugur Rögnvaldsson 14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 Bílasýningin 1984 flllfil Trompið hjá Ford er þessi glæsilegi Sierra XR4i, oft nefndur fjölskyldu-sportbfll. Morgunhiaðið/G.K. Sveinn Egilsson hf.: Sportbíll fyrir fjölskylduna Sveinn Egilsson, umboð Ford og Suzuki, er með stærstu sýnendum á bflasýningunni. Tromp þeirra er Ford Sierra XR4i, óvenju- legur bfll í útliti, sportlegur og með nóg pláss. Sierre XR4i er dýrasta útgáfa Sierra- bílsins og flaggskip Ford. Vélin er 2,8 lítra með beinni innspýtingu, vinnur frísklega og skilar 160 hestöflum. í hraöakstri líður bíllinn léttilega áfram, en er dálítið þung- lamalegur í innanbæjarakstri. Útlit bíls- ins minnir dálítið á geimskutlu, en þrátt fyrir sportlegt útlit er ekki meining Ford að bíllinn sé sportbíll, heldur rúmgóður fjölskyldubíll; bíll með útlit, sem kitlar hé- gómagirndina. Annar frísklegur Ford er Éscort XR3i, skemmtilegur bíll með vel heppnað útlit. XR3i hefur stífari fjöðrun en venjulegi bíllinn og meiri vélarorku, en sömu sæti og flestan annan frágang. Ódýr- ari Excort-bíllinn, sem Ford kynnir á sýn- ingunni, er ættaður frá Brasilíu, hlutirnir í hann koma frá verksmiðjum í V. Þýska- landi, en eru settir saman á suðrænum slóðum. Suzuki-bílar eru á sýningunni, þeirra at- hyglisverðastur Pick-Up, sem byggður er upp á sama hátt og Suzuki Fox-jeppinn. Blæja er á bílnum og því er létt verk að smíða yfirbyggingu á bílinn, en hann er töluvert lengri en jeppinn. Er líklegt að margir taki þessum bíl opnum örmum. Litlu Suzuki-bílarnir eru allir á sýning- unni, en þeir hafa allir sannað það í spar- aksturskeppni hérlendis og erlendis að eyðslan er með minnsta móti. Ræsir hf.: Umtalsverð breyting á Benz Mercedez Benz 190 E, sem er á bíla- sýningunni er einn laglegasti bíll sýn- ingarinnar, rauður og rennilegur. Um- talsverð útlitsbreyting er á 190 bflnum frá hinum hefðbundna Benz, sem lítið hefur breyst á undanförnum tíu árum og bfllinn er mun sportlegri en fyrir- rennarar hans. Bfllinn á sýningunni er búinn 122 DIN hestafla og 4 cyldindr. bensínvél. Fjöðrunarkerfi Benz 190 er nýtt af nálinni, að aftan eru hvorki meira né minna en fjórar stífur á hvoru hjóli, sem hafa sjálfstæða fjöðrun eins og framhjólin. Auka þessar stífur diska- bremsur á öllum hjólum. Sætin í bílnum eru mjög stinn, sem ætti að veita góðan stuðning í lang- varandi akstri. Nokkur þrengsli eru innan í bílnum, frammí er stýrið full nálægt lærum ökumanns, a.m.k. við fyrstu kynni. Nokkur þrengsli eru afturí með framsætin í öftustu still- ingu. í heildina er plássið innan í bílnum lítið miðað við stærð bílsins. Einn fallegasti bfll sýningarinnar er Benz 190 E sem Ræsir kynnir ásamt Benz-jeppa. Morgunbladiö/GR Ólafur Kr. Guðmundsson c/o Trévirki hf. „Allir fagmenn hljóta að þekkja Thorsmans boltana og vita um þeirra festigetu, enda er Thorsmans nafnið gæöamerki sem allir geta treyst." Ef óskað er eftir sýnishornum af ofanskráöu efni frá Thorsmans þá góðfúslega fyllið þennan miða. Sýnishornin eru send án endurgjalds. X JOHAN RÖNNING HF s^rrú 8^0c3> Nafn: Heimilisfang: Staður: I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.