Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 48
Opið alla daga frá kl. 11.45-23.30. (7 //*^w -bazlkefunn Opiö öll fimmtudags-, föstu- dags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633. A US TURS TRÆTI22. (INNSTRÆTI). SÍMI 11340. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Hrakningar vélsleðamanna á hálendinu um helgina: I „Hlýtur að ganga kraftaverki næst“ — segir Sveinn Rúnar Arason, sem slapp ómeiddur eftir 50 metra fall „ÉG VISSI ekki fyrr til en ég hrapaöi, 50 metra vegalengd fram af gilbrún. I»etta gerðist svo snöggt, að ég áttaði mig ekki á því hvað gerðist fyrr en ég var kominn niður í gilbotninn. I»að, að ég skyldi sleppa nær ómeiddur, aðeins marinn, úr fallinu, hlýtur að ganga kraftaverki næst,“ sagði Sveinn Rúnar Arason er blm. Mbl. ræddi við hann í Sveinn var annar tveggja vél- sleðamanna, sem hröpuðu um 50 metra er þeir voru á leið til byggða frá Nýjadal á sunnudag. Félagi hans slapp ekki eins vel. Hann kom niður á undan sínum sleða og fékk hann síðan ofan á fæturna og gat sig hvergi hrært. Tók það Svein á þriðju klukku- stund að losa hann með frumstæð- um verkfærum, sem hann hafði við höndina. Þriðji sleðinn fór einnig fram af hengifluginu en var til allrar hamingju mannlaus. Sveinn var í hópi 22 vélsleða- manna, sem lögðu upp frá Nýjadal á sunnudag áleiðis til byggða af landsmóti vélsleðamanna. Lenti gærkvöldi. hópurinn í miklum hrakningum og urðu fyrst fimm úr hópnum við- skila við hann, síðan einn. Sá komst fyrstur allra til byggða, um kl. 23 á sunnudagskvöld og gerði viðvart. Var leit þegar hafin en gekk lítt sökum veðurofsans. Enn eru á annað hundrað manns í skálum Ferðafélagsins í Nýjadal. Viðmælandi Mbl. í Nýja- dal sagði seint í gærkvöldi, að þar liði öllum vel, skálarnir væru vel heitir og nægur matur. Enginn myndi hins vegar hugsa sér til hreyfings fyrr en á hádegi í dag hið fyrsta. Veður er enn vont þar um slóðir. Sjá nánar um hrakningana á bls. 27. Deilt um skattfrelsi spariskírteinanna ÁGREININGUR er kominn upp á milli Landsbankans og ríkisskattstjóra vegna sölu Landsbankans á Landsbankaskírteinunum svonefndu, sem bank- inn hefur auglýst rækilega upp á síðkastið. Ríkisskattstjóri, Sigurbjörn Þorbjörnsson, sendi bankastjórum Landsbankans í gær skeyti þar sem hann greinir frá þeirri skoðun sinni að sala á Landsbankabréfunum sé sala á verðbréfum og því falli þau ekki undir sömu reglur um undanþágur frá skatti og sparifé. Jónas Haralz, bankastjóri Landsbankans, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær að þetta ágreiningsatriði hefði verið leyst með því að breyta lítillega orðalagi skírteinanna þannig að nú uppfylltu þau skilyrðislaust ákvæði laga um skattfrelsi spari- fjár. Jónas sagði jafnframt að haft hefði verið samráð við Seðlabank- ann þegar skírteinin voru útbúin og að Seðlabankinn hefði í gær staðfest það álit að þarna væri um innlán að ræða. Neitaði Jónas því að um verðbréf væri að ræða, en Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkis- skattstjóri sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær að hann teldi að hér væri um verðbréf að ræða og því væru vextir af þeim undir ákveðnum kringumstæðum ekki undanþegnir tekju- og eigna skatti. Sjá nánar á bls. 47. Fernt var flutt í slysadeild eftir allharðan árekstur á mótum Kringlumýr- arbrautar og Sléttuvegar. Morgunblaðift/Július. Mörg umferðarslys um helgina: 9 manns fluttir í slysadeildina 40 árekstrar á laugardag og sunnudag NÍU manns voru fluttir í slysadeild Borgarspítalans eftir að hafa slasast í umferðarslysum um helgina. Á laugardag og sunnudag urðu 40 árekstrar í Reykjavík og 17 á föstudag. Og í gærmorgun slasaðist tvennt í umferð- arslysi á mótum Höfðatúns og Skúlagötu. Hvergi urðu alvarleg slys á fólki. Ljóst er að ökumenn aka hraðar nú þegar götur eru orðnar auðar og um leið fjölgar slysum í umferðinni. Öttast var að sex ára gamall Kringlumýrarbraut. Ökumaður drengur hefði fótbrotnað þegar og farþegi í Simca-bifreiðinni hann varð fyrir bifreið á mótum voru flutt í slysadeild, svo og Miklubrautar og Lönguhlíðar. ökumaður og farþegi í Volvo-bif- Drengurinn var á leið á hjóli reiðinni. Meiðsl þeirra voru ekki sínu yfir gangbrautina þegar talin alvarleg. hann varð fyrir bifreið, sem beygt var suður Lönguhlíð. Lík- Skömmu áður varð árekstur á legt þykir að drengurinn hafi mótum Gnoðarvogs og Skeiðar- verið á leið yfir gangbrautina V0KS- Farþegi í annarri bifreið- mót rauðu ljósi. inn' var fluttur í slysadeild. Að- Fernt var flutt í slysadeild eft- faranótt laugardagsins varð ir harðan árekstur á mótum gangandi vegfarandi fyrir^ bif- Sléttuvegar og Kringlumýrar- re'ð á mótum Kringlumýrar- brautar laust eftir klukkan 17 á brautar og Háaleitisbrautar. sunnudag. Ökumaður Volvo-bif- Hann var fluttur í slysadeild. Þá reiðar hugðist aka vestur yfir slösuðust ökumenn tveggja bif- gatnamótin þar sem eingöngu er reiða eftir árekstur á mótum ætlað umferð strætisvagna. Langagerðis og Réttarholtsveg- Hann ók í veg fyrir Simca-bif- ar; Ökumaður annarrar bifreið- reið sem ekið var norður arinnar skarst talsvert í andliti. Handtekinn fyrir árás á konu LÖGREGLAN í Reykjavík braust inn í íbúð við Laugaveg konu til hjálpar aðfaranótt laugardagsins. Maður nokkur reyndi að komast yfir konuna gegn vilja hennar og læsti íbúðinni svo hún kæmist ekki und- an. Konan veitti árásarmanninum svo harðvítuga mótspyrnu, að hann hlaut stóran skurð á andliti og var alblóðugur þegar lögreglan frelsaði konuna úr höndum hans. Konan var orðin mjög þrekuð og hafði fengið taugaáfall þegar hjálp barst, en nærstaddur maður kallaði lögregluna á vettvang. Árásarmaðurinn var úrskurðaður í gæzluvarðhald í Sakadómi Reykjavíkur til 9. maí næstkom- andi og gert að sæta geðrannsókn fyrir líkamsárás og frelsissvipt- ingu. Hann hefur tvívegis hlotið 18 mánaða fangelsisdóma fyrir nauðganir. Næsta Bond- myndin tek- in aö hluta á íslandi? SVO KANN að fara, að hluti næstu James Bond-myndar verði kvik- myndaður hérlendis í sumar. Leik- stjóri myndarinnar, John Glenn, var hér um helgina ásamt þremur að- stoðarmönnum sínum og könnuðu þeir aðstæður á helstu skíðasvæðum landsins. Roger Moore leikur aðal- hlutverkið í þessari mynd. John Pevsner, aðstoðarmaður framleiðanda myndarinnar, sagði í viðtali við blm. Mbl. að þeim fé- lögum hefði litist vel á aðstæður hérlendis. Engin ákvörðun um kvikmyndatöku hér yrði þó tekin fyrr en eftir nokkrar vikur. Sagð- ist Pevsner fastlega búast við því, að fjórmenningarnir sneru aftur hingað til lands í lok maí og þá yrði endanleg ákvörðun tekin. Sjá nánar á bls. 28. Menntaskólanemar í Hamrahlíð settu skemmtilegan svip á bæjarbraginn í gær þegar þeir héldu sfna dim- misjón. Framundan er alvara prófa og því vel til fundið að halda uppi þeim gamla góða sið aö bregða á leik. Olafur K. Magnússon tók þessa mynd af fjórum blómarósum í miðbæ Reykjavíkur. • • ^ Orn O. Johnson látinn ÖRN Ó. Johnson, fyrrverandi for- stjóri og stjórnarformaður Flugleiða, er látinn í Reykjavík, 68 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík þann 18. júlí 1915. Sonur hjónanna Ólafs John- son, stórkaupmanns og konu hans, Ilelgu P. Thorsteinsson. Örn var einn af brautryðjendum flugsins á íslandi. Hann var forstjóri Flugfélags íslands frá stofnun árið 1946 þar til samein- ing Loftleiða og Flugfélags íslands átti sér stað árið 1973. Þá varö Örn einn af þremur forstjórum hins nýja félags, Flugleiða. Hann varð stjórn- arformaður Flugleiða 1975 og lét af því embætti á aðalfundi félagsins nú fyrir skömmu er hann sagði sig úr stjórninni vegna veikinda. Örn Ó. Johnson brautskráðist frá Verzlunarskóla íslands árið 1932 og stundaði verzlunarnám í Englandi, Sviss og Þýzkalandi á árunum 1932—’34 og á Spáni og Kúbu á ár- unum 1936—’37. Þaðan hélt hann tii náms við Boeing-flugskólann i Oakland í Kaliforníu. Hann lauk at- vinnuflugmannsprófi og flugkenn- araprófi í desember 1938. Örn sneri þá heim og varð flug- maður hjá Flugmálafélagi íslands. Réðst síðan til Flugfélags Akureyr- ar sem flugmaður og framkvæmda- stjóri í júní 1939. Orn varð fram- kvæmdastjóri Flugfélags Islands þegar það var stofnað árið 1946. Því starfi gegndi hann óslitið til 1973 þegar flugfélögin voru sameinuð. Hann varð einn af þremur forstjór- um Flugleiða og síðar stjórnarfor- maður. Örn kvæntist árið 1941 eftirlif- andi konu sinni, Margréti Thors. Þau eignuðust fimm börn, sem öll eru uppkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.