Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 23
ftlovflnnftlntnft ENSKA KNATTSPYRNAN: i iii i m ii I Ibróttlr I MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 Sýningarleikur á Anfield! — Sjó nánar á bls. 26 aWr feaSI xarajfe iv m lr áwmr ’V \ lyp Atli Ásmundsson: „Það var magnað að horfa á leikinn4 Það var hreint út sagt alveg magnað að vera áhorfandi aö leik Stuttgart og Bayern í MUnchen á laugardaginn. Leikur liðanna var stórkostlegur. Knattspyrna leikin eins og hún gerist best. Og ekki skemmdi það fyrir að Ásgeir Sigurvinsson var besti maður vallarins. Hann lék af hreinni snilld allan leikinn út í gegn og bar öllum saman um það að leikur hans hefði verið á heims- mælikvarða. Það var engin spurn- ing aö hann sýndi aödáendum Bayern og forráðamönnum liösins að þeir misstu snilling þegar hann var látinn fara. Daninn Lerby sem lék á miðj- unni hjá Bayern sást ekki í leikn- um. Ég sat mitt á meðal mikilla aödáenda Bayern og þeir lofuöu leik Ásgeirs í hástert og sögöu að fyrrum þjálfari Bayern, Cesarnai, hefði gert mikil mistök aö láta hann fara, sagði Atli Ásmundsson, en hann var meðal áhorfenda á leik Stuttgart og Bayern á laugar- daginn var. — ÞR. Asgeir Sigurvinsson: „Lékum vel gegn Bayern“ MÉR TÓKST sérlega vel upp í leiknum gegn Bayern. Þetta hefur allt gengið Ijómandi vel hjá manni aö undanförnu. Ég þakka það mest aö ég er alveg laus viö öll meiðsli og hef getaö leikið af fullum krafti án nokkurra óþæg- inda, sagöi Ásgeir eftir glansleik sinn gegn Bayern. — Nú er áframhaldandi spenna í deildinni. Það var nauðsynlegt að taka stig af Bayern-liðinu og það var gott að þaö skyldi takast á úti- velli. Þetta styrkir okkur mjög á lokasprettinum. Viö eigum núna 4 heimaleiki eftir og 3 útileiki. Við lékum vel gegn Bayern og ég hef fulla trú á því að við verðum sterkir á lokasprettinum, sagði Ásgeir, en Stuttgart hefur núna mjög mikla möguleika á að hreppa meistara- titilinn. — ÞR. Þrír íslenskir sigurvegarará stórmóti í Austin • Geir tolleraðurll FH-ingar tryggöu sér fslandsmeistaratitilinn í handbolta á sunnudagskvöldið meö sigri á Stjörnunni. FH-ingar fögnuðu mikið að vonum eftir leikinn — og hér tollera þeir þjálfara sinn, Geir Hallsteinsson. Helgi Ragnarsson, liðsstjóri, fékk svo „flugferð" stuttu síöar. Morgunbiaöiö/Júiius ÍSLENSK A frjálsíþróttafólkiö sem dvelur viö nám og æfingar í Arangur fimm ára erf- iðis að koma í Ijós — segir Geir Hallsteinsson þjálfari íslandsmeistara FH „MED ÞESSUM sigri er að koma í Ijós árangur langra og erfiöra æf- inga, sem segja má aö staðið hafi yfir í fimm ár. Strákarnir hafa lagt mikið á sig sem sést á því að frá því í ágúst höfum við æft aö meö- altali sex sinnum í viku,“ sagöi Geir Hallsteinsson, þjálfari ný- bakaðra fslandsmeistara FH í handknattleik, eftir sigur liðsins á Stjörnunni á sunnudagskvöldið er titillinn var í höfn. „Árangurinn er líka i samræmi við æfingarnar. Við höfum unniö fjögur mót, Reykjanesmótiö, úti- mótið, deildarkeppnina og nú síö- ast íslandsmótiö. Aö sjálfsögöu stefnum við að þvr aö vinna fimmtu keppnina," sagði Geir og átti þar við bikarkeppnina sem stendur nú yfir. Geir sagði að strákarnir í liöinu væru ekki þeir einu sem lagt hefðu mikið á sig í þessu sambandi. „Eig- inkonur þeirra hafa sýnf mikinn skilning á þeim tíma sem í æfingar hefur fariö og eiga þær bestu þakkir skildar. Einnig vil ég þakka I aðstoöarmanni mínum og liðs- stjóra, Helga Ragnarssyni, reglu- | lega vel unnin störf. Hann hefur veriö mín stoð og stytta og skilað sínu hlutverki framúrskarandi vel," sagði Geir. — BJ. Tveir Islendingar Þýskalandsmeistarar? TALSVERDIR möguleika'r eru nú á því að tveir íslenskir íþrótta- menn verði Þýskalandsmeistarar með liöum sinum á þessu keppn- istimabili: Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnumaður hjá Stuttgart og Alfreð Gíslason handknatt- leiksmaður hjá Essen. Asgeir og félagar gerðu jafn- tefli við Bayern Munchen á úti- velli um helgina og eru aöeins einu stigi á eftir Bayern og Glad- bach, sem eru í efsta sætinu. Stuttgart á eftir eftirtalda leiki i deildinni: Fortuna Dusseldorf (h.), 1. FC Nurnberg (ú.), Kickers Offenbach (h ), Eintracht Frank- furt (h.), Werder Bremen (ú.) og Hamburger SV (ú.). Tveir erfiöir útileikir í lokin, en Bayern og Gladbach eiga mjög svipaö „prógram'' eftir. Alfreö og félagar í Essen kom- ust í efsta sæti Bundesligunnar í handbolta um helgina er liöiö vann auðveldan sigur á Hofweier, 24:14, en Grosswaldstadt sem verið hefur í efsta sætinu í allan vetur tapaöi öðrum leiknum í röð. Möguleikar Essen á meist- aratitli eru nú miklir — liöið leik- ur mjög góðan handknattleik og viröist ekki líklegt til að gefa eftir i baráttunni um meistaratitilinn. Sjá nánar á bls. 24 og 26. Bandaríkjunum gerði það mjög gott á stóru háskólamóti sem fram fór í Austin í Texas síðast- liöinn föstudag. Eins og við höf- um skýrt frá þá setti Einar Vil- hjálmsson nýtt íslandsmet í spjótkasti, kastaði 92,40 metra. Það er jafnframt nýtt bandarískt háskólamet. Einar kastaöi 303,1 fet ná- kvæmlega. Það varð uppi fótur og fit á leikvanginum þegar spjótiö flaug yfir 300 fetin og það tók dómara og starfsmenn tuttugu mínútur aö mæla kastiö. Var Einari fagnað ákaflega eftir aö metið sást á Ijósatöflu leikvangsins. Metkast Einars var síöan sýnt tvívegis í fréttatíma sjónvarpsins í Austin. j blaöinu á morgun er viðtal við Ein- ar þar sem meöal annars kemur fram að hann er aö ná mjög góðu valdi á tækni sinni i spjótinu. Þórdís Gísladóttir keppti á mót- inu og sigraði í hástökkinu, stökk 1,84 metra. Þórdís'er í mjög góðri æfingu og á án efa eftir aö setja met á næstu mótum. Vésteinn Hafsteinsson sigraði í kringlukasti á mótinu kastað 62,24 metra. Þrá- inn Hafsteinsson, bróöir hans, kastaði 54,14 metra. Þá varö íris Grönfelt önnur í spjótkasti, kastaði 53,32 metra. Óskar Jakobsson keppti sem gestur í kúluvarpinu, hann náði að kasta alveg viö 20 metra markiö í upphitun. En þegar keppni hófst fór að rigna og kasthringurinn varð sleipur. Öskari gekk þá ekki eins vel og gerði köst sín ógild. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.