Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 Brynjólfur Kristinn Friðriksson: Minning Fæddur 2. júlí 1911. Dáinn 1. apríl 1984. Það var föl yfir öllu morguninn 20. marz eins og svo oft þennan umhleypingasama vetur. Kristinn fór til vinnu fullur af starfsgleði og þreki til að takast á við nýjan dag, en á leiðinni varð hann fyrir áfalli, sem dró hann óvænt til dauða árla dags 1. apríl. Brynjólfur Kristinn Friðriksson var fæddur í Vestmannaeyjum 2. júií 1911, sonur hjónanna Friðriks Jónssonar og Sigurínu Brynjólfs- dóttur, sem kennd voru við Látra. Kristinn var elstur sjö systkina, þriggja bræðra og fjögurra systra. Guðjón, næstelsti bróðirinn, fórst við Vestmannaeyjar um tvítugt og Ingibjörg dó aðeins tveggja ára. Önnur úr systkinahópnum auk Kristins, þau Ármann, tvíbura- systurnar Klara og ólafía og Sig- urína, náðu öll að stofna sín heim- ili og auka við ættlegginn. Eins og flestir ungir menn í Eyjum varð Kristinn fyrir sterk- um áhrifum af umhverfi sínu og þróttmiklu athafnalífi. Lífsbar- áttan var hörð og allir urðu að leggja sitt af mörkunum til að halda velli. í þeirri baráttu var Kristinn engin liðleskja og sýndi fljótt þá skapgerðareiginleika, sem ávallt voru einkennandi fyrir hann, áræðni og dugnað. Lífsregl- an var mörkuð strax á unglingsár- um og strikinu haldið meðan að- stæður leyfðu. Árið 1934 kvæntist Kristinn Önnu Einarsdóttur frá London í Vestmannaeyjum, glæsilegri og gáfaðri konu. Áræðni og dugnaður Kristins sýndi sig ekki síður í framkvæmd- um fyrir fjölskylduna heldur en í athafnaiífinu, því strax og von var á fyrsta barninu, dreif hann í að reisa einbýlishús við Urðarveg, sem var mikið átak þá ekki síður en nú. Hann naut aðstoðar vina og ættmenna eins og títt var í Eyjum í þá daga, og sýnir svo einstaklega vel samhjálpina, sem alltaf hefur verið í fyrirrúmi í Vestmannaeyj- um. Fegurðarsmekkur Önnu naut sín vel við gerð þessa fyrsta heim- ilis, sem var annálað fyrir smekkvísi og myndarskap. Meðan húsið við Urðarveg var í byggingu fengu Kristinn og Anna leigt lítið hús sem hét Hvammur, og þar fæddist þeim fyrsta barnið, Erna. Kristinn lagði nótt við dag til að afla tekna og fullgera nýja heimilið, enda stundaði hann sjó- inn af kappi og tók til hendinni í landi þar sem dugnað og kunnáttu þurfti til. Að Urðarvegi fæddist svo annað barnið, Einar Friðrik. Enda þótt Kristinn hafi ávallt verið óragur við að vinna hörðum höndum og taka hvaða starfi sem bauðst, einsetti hann sér að verða óháður öðrum, bæði fjárhagslega og atvinnulega. Þessi ásetningur varð að veruleika þegar bræðurnir Ármann og Kristinn hófu útgerð. Verkaskiptin voru ákveðin, og skyldi Ármann verða formaður- inn, hann aflaði betur, en Kristinn sjá um landverkin. Um vorið 1943 var útgerðin flutt til Reykjavíkur, þar sem Ármann rekur ennþá myndarlega starfsemi á sama sviði, en Kristinn fór í vaxandi mæli að gefa sig að viðskiptum. Fyrstu árin í Reykjavík bjuggu Kristinn og Anna í Hátúni, sem þá var að byggjast upp, en að Hraun- teigi 21 fæddist þeim yngsta barn- ið, Sigríður. Ennþá réðust Krist- inn og Anna í húsbyggingu, nú að Rauðalæk 29 en frá árinu 1960 bjuggu þau að Eikjuvogi 1. Á öllum þessum stöðum var heimili þeirra Kristins og Önnu rómað fyrir smekkvísi og hlýju, þar sem gestrisnin og alúð voru ávallt í fyrirrúmi. Eftir 1956 er Kristinn alfarið búinn að hasla sér völl í viðskipta- lífinu, sem féll honum alla tíð mjög vel. Hann var drífandi og ákveðinn í öllum framkvæmdum, óragur við að breyta til og fylgdist vel með. Þann tíma sem Kristinn rak vefnaðarvöruverzlanirnar Höfn og Heiðu, var Anna honum ómetan- leg stoð, bæði innanbúðar og við útréttingar, en ekki sízt varðandi val á efnum og öllu því sem smekkvísi konunnar ein fær ráðið. Eldri börnin voru líka virkir þátttakendur í verzluninni og að- stoðuðu foreldra sína af einlægum áhuga. Einkasonurinn Einar sagði lausri stöðu til að ganga að fullu í félag við föður sinn, en sýnir það vel gagnkvæmt traust föður og sonar í einkalifi og viðskiptum. Feðgarnir ráku saman um ára- bil verzlunina Jónsbúð eða allt til ársins 1964 er þeir keyptu gam- algróið innflutningsfyrirtæki Daníel Ólafsson & co. hf. Kristinn bar ávallt fulla virð- ingu fyrir nýjum hugmyndum sonarins, setti sig vel inn í verzl- unarmáta nútímans og í samein- ingu gerðu þeir nauðsynlegar breytingar á rekstri fyrirtækisins til að koma því í það horf sem það er í dag. Daníel Ólafsson hf. stend- ur á föstum grunni og nýtur fyllsta trausts viðskiptavina sinna, bæði hér heima og erlendis. í desember 1979 andaðist Anna, eiginkona Kristins. Fráfall hennar var Kristni og allri fjölskyldunni mikið áfall, en með karlmennsku, æðruleysi og einlægri trú á endur- fund á öðru tilverustigi, náði hann á undraverðan hátt að sætta sig við þá erfiðleika, sem ástvinamiss- irinn olli. Hann hélt heimilinu í sama horfi og það var meðan Önnu naut við og var um flest sjálfum sér nógur. Yfirleitt eldaði hann mat sinn sjálfur og bauð fjölskyldunni gjarnan í matarveislur, þar sem allur undirbúningur og matseld var hans frumkvæði og fram- kvæmd. Það er mörg dulin gáfan, sem ekki kemur upp á yfirborðið fyrr en á reynir. Hann kom oft og reglulega í heimsóknir til barnanna, stoppaði ekki alltaf lengi en vildi á sinn hátt fylgjast með hvernig fjöl- skyldunum liði. Óþarfa afskipta- semi var Kristni framandi, enda lagði hann höfuðáherslu á sjálf- stæði einstaklingsins, enda voru öll boð og bönn ákaflega andstæð lífskenningu hans. Kristinn lét sér alla tíð mjög annt um barnabörnin í sinni fjöl- skyldu og tók gjarnan eitt eða fleiri með sér í ökuferðir, sem end- uðu oft í náttúruskoðun. Hann hafði einstaklega gaman af að ganga fjörur og skoða lífríkið þar. Sömuleiðis naut hann þess í ríkum mæli að skoða fugla himinsins og þó sérstaklega bjargfuglana. Þá nauða þekkti hann og teiknaði einkar vel. Þannig gat hann líka á myndrænan hátt miðlað unga fólkinu af þekkingu sinni. Hvers konar ferðalög voru Kristni hug- leikin, sérstaklega hér innanlands, og nutu mörg barnabörnin þess Móöir okkar, + UNNUR ERLENDSDÓTTIR, lést 7. aprfl. Guömundur Guömundsson, Markús Guömundsson. + Eiginmaður minn, JÚLÍUS OTTO HANSEN, andaðist þann 5. apríl á Elli- og hjúkrunarheimilinu Soltrod, Birke- red, Danmörku. Jarðarförin fer fram 12. apríl. Þuríóur Hansen Sigurbjarnardóttir og dœtur Dóttir mín og systir, SVANHILDUR B. FRIÐRIKSDÓTTIR, Skúlagötu 68, er lóst í Heilsuverndarstööinni þann 2. apríl sl., verður jarösungln frá nýju kapellunni, Fossvogi, fimmtudaginn 12. apríl kl. 13.30. Friörik Guömundsson, örn Friðríksson. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÖRN Ó. JOHNSON, Melhaga 10, Reykjavík, lést pann 7. apríl sl. Örn Johnson, Helga Petersen, Sofía Johnson, Ólafur H. Johnson, Margrét Þ. Johnson, Margrét Johnson, Ásthildur Johnson, Othar örn Petersen, Jón Ólafsson, Borghildur Pétursdóttir, Ásgeir Óskarsson og barnabörn. + Móöir okkar, KRISTÍN HAFLIDADÓTTIR, andaöist í Hrafnistu pann 8. apríl. Hafliöi Magnússon, Jóhann Magnússon, GunnarMagnússon, Ólafur K. Magnússon. + Móöir okkar, HULDA Þ. GUDMUNDSDÓTTIR, Laugarnesvegi 13, Reykjavík, + Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, LILJU GUDBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR, Álfhólsvegi 129, Kópavogi, fer fram frá Fríkirkjunni f Reykjavík miövikudaginn 11. april kl. 15.00. Jóhannes Borgfjörö Birgisson, Kristján Siguröur Birgisson, Arnþrúóur Stefánsdóttir, Lilja, Stella og Arna Valdís Kristjánsdætur. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÍOUR ODDLEIFSDÓTTIR, Fellsmúla 5, veröur jarösungin frá Dómkirkjunnl fimmtudaginn 12. april nk. kl. 15.00 Jón Jónsson, Guöni Jónsson, Þórunn Haraldsdóttir, Rútur Jónsson, Sólveig Theodórsdóttir, Heiða Jónsdóttír, Þorgeir Bergsson og barnabörn. ómælt að fá að ferðast með honum og njóta handleiðslu hans. Kristinn var virkur félagi í Oddfellow-reglunni og sótti þar fundi eins reglulega og hann gat við komið. Hann mat þennan fé- lagsskap mjög mikils og þær mannúðarhugsjónir sem reglan grundvallast á. Nú er 24 ára sambýli skyndilega lokið. Hvorki Kristinn né Anna ganga hér lengur um hús, og minningarnar einar standa eftir, ljúfar og skýrar. Ég þakka þeim báðum af alhug samfylgdina og fyrir þau forréttindi að hafa átt þau að vinum. Guðlaugur Helgason Sunnudaginn 1. apríl sl. lést á Borgarspítalanum í Reykjavík Brynjólfur Kristinn Friðriksson, eftir stutta legu þar. Kristinn, en hann notaði aðeins það nafn að fornafni, varð fyrir því áfalli á þriðjudagsmorgni 20. marz sl. að hrasa á hálku á leið til vinnu sinn- ar og detta svo illa að hann háls- brotnaði við fallið. Að því liggja öll rök að þetta fall hafi orðið hon- um að aldurtila, því að hann hafði fram að þeim tíma verið við góða heilsu og ekki kennt sér neins meins, og stundað vinnu sína uppá hvern dag að venju. Kristinn fæddist i Vestmanna- eyjum 2. júlí 1911. Foreldrar hans voru Sigurína Katrín Brynjólfs- dóttir, fædd að Vigdísarvölium, Grindavíkurhreppi, 7. maí 1884, látin 26. desember 1922, og Friðrik Jónsson, útgerðarmaður frá Látr- um, Vestmannaeyjum, fæddur að Eyjahólum í Mýrdal 7. desember 1968, látinn 29. október 1940. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum í Vestmannaeyjum ásamt systkinum, sem urðu sex, fjórar systur og tveir bræður. Ein systir- in dó í æsku og annar bróðirinn uppkominn. Á lífi eru eftirtalin systkini: Ármann, útgerðarmaður, kvæntur Ragnhildi Eyjólfsdóttur, Ólafía, gift Þorvaldi Árnasyni, skipstjóra, Klara, gift Jóni Sig- urðssyni, hafnsögumanni, og Sig- urína, sem var gift Markúsi Guð- jónssyni, verkstjóra, en hún missti mann sinn fyrir nokkrum árum. Eins og algengt var á þeim ár- um, sem Kristinn er að alast upp í Vestmannaeyjum, fór ekki mikið fyrir skólagöngu hans að loknu barnaskólanámi. Hann stundaði þó kvöldskóla í einn vetur og ann- an vetur fór hann á námskeið til þess að öðlast skipstjórnarréttindi á mótorbát og stóðst prófið með ágætum. Upp frá því stundaði hann aðallega sjóróðra og útgerð um margra ára skeið. Hann var fyrst í útgerð í félagi við Ármann bróður sinn, en síðar með öðrum aðilum allt fram til ársins 1951. Kristinn kvæntist Önnu Ein- arsdóttur frá London I Vest- mannaeyjum hinn 29. september 1934, hinni mestu ágætiskonu. Þau settu saman bú í Vestmannaeyj- um og bjuggu þar fram til ársins 1943 að þau fluttu til Reykjavíkur. Fyrst bjuggu þau að Hátúni 31, þá að Hraunteigi 21, svo að Rauðalæk Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmalis og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.