Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 47 Ágreiningur ríkisskattstjóra og Landsbankans: Ríkisskattstjóri tel- ur Landsbankaskír- teinin vera verðbréf Ríkisskattstjóri, Sigurbjörn Þor- björnsson, hcfur sent Landsbanka- stjórum skeyti þar sem hann greinir þeim frá þeirri skoðun sinni að sala á nýju Landsbankaskírteinunum sem bankinn hefur auglýst að undanfornu, sé sala á verðbréfum og falli þar af leiðandi ekki undir sömu rcglur um undanþágur frá skatti og sparifé. Ríkisskattstjóri staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði sent slíkt skeyti til Lands- bankastjóra og greindi hann frá því að hann teldi þessi bréf vera verð- bréf og því fengi auglýsingin um skírteini þessi ekki staðist, þar sem segir að skírteinin og vaxtatekjur af þeim séu skattfrjáls á sama hátt og annað sparifé í bönkum. Jónas Haralz, bankastjóri Landsbankans, sagði í samtali við blm. Morgunblað- ið í gær að þetta mál væri nú leyst á milli Landsbankans og ríkisskatt- stjóra og það hefði orðið að sam- komulagi á milli aðila að breyta orðalagi skírteinanna á þá lund, að þau uppfylltu skilyrðislaust ákvæði laga um skattfrelsi sparifjár. ■ „Ég tjáði bankastjóra Landsbanka Islands það álit mitt,“ sagði ríkis- skattstjóri, „að hér sé um sölu á verðbréfum að ræða, og kaup á þess- um verðbréfum jafnist því ekki á við innstæðu í innlendum bönkum og sparisjóðum." Ríkisskattstjóri vísaði i þessu sambandi til laga númer 75 frá 1981 um tekjuskatt og eignaskatt. í stuttu máli sagði ríkisskattstjóri að þetta þýddi það, að allir vextir væru skattskyldir, en vextir sem væru ekki tengdir atvinnurekstri, væru aftur frádráttarbærir frá tekj- um. Þó væri munur á hvort um vexti í innlendum bönkum og sparisjóðum væri að ræða, eða hvort um vexti af verðbréfum væri að ræða. Máli sínu til skýringar sagði ríkisskattstjóri m.a.: „Ef þú ert með vaxtafrádrátt vegna íbúðakaupa og ferð fram á að fá vaxtafrádrátt í framtalinu, þá skerðist sá frádráttur um þær vaxtatekjur sem þú hefur sam- kvæmt 3. tölulið 8. greinar laganna, en ekki um þær vaxtatekjur sem þú hefur samkvæmt 1. tölulið laganna, sem eru vaxtatekjur t.d. vegna inn- stæðu í bönkum og sparisjóðum. Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkis- skattstjóri sagðist því telja að í þess- um tilvikum gæti orðið um óbeina skattskyldu að ræða hjá þeim sem hefðu vaxtafrádrátt, en um slíkt væri aftur á móti ekki að ræða þegar um innstæður í bönkum og spari- sjóðum væri að ræða. Þetta væri ein- faldlega þannig að spariskírteina- eignir færu út úr eignaskattsgrunn- inum, að því marki sem þær væru Erumfluttúr Aðalstræti 9 áLaugaveg32. PÁSKAFÖTIN ÁÖLLBÖRNIN Aldrei meim úrval Laugavegi 32.sími27620 umfram skuldir, en verðbréfaeignir gerðu það ekki. Jónas Haralz, bankastjóri Lands- bankans, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær að það hefði orðið að samkomulagi að orðalagi yrði breytt á Landsbankaskírteinun- um þannig að þau uppfylltu skilyrð- islaust ákvæði laga um skattfrelsi sparifjár. Aðspurður um hvort þeir í Landsbankanum litu á Landsbanka- skírteinin sem verðbréf svaraði Jón- as Haralz: „Nei, Landsbankaskír- teinin eru innistæðuskírteini sem eru yfirlýsing um að hlutaðeigandi eigi innstæðu í Landsbankanum. Form skírteinanna var borið undir Seðlabankann og það kom aldrei annað fram en að um innlán væri að ræða í samræmi við vaxtatilkynn- ingu Seðlabankans frá 20. janúar sl. og Seðlabankinn hefur í dag staðfest það álit. Þessi skírteini eru algjör- lega undanþegin skatti, þau eru ná- kvæmlega jafn skattfrjáls og venju- legar innstæður.“ I Kaupmannahofn tengjast Flugleiðir alþjóðlegu flugkerfi SAS lOsinnumíviku! STO OSL GOT NRK SVC HEL TYO CCU BEY BGW AMM TLV UAK NBO JNB IST MUC ZRH DUS GVA ABZ AMS ZAG BEG MAD LIS BCN NCE VXO JKG BGO KRS CHI LAX NYC RIO MUD SFJ JED FRA STR LON GLA DUB MOW PAR ROM MIL Getraun Hér að ofan getur að lita skammstafanir viðkomustaða í alþjóðaflugi SAS. leystu að minnsta kosti 10 skammstafanirog sendu okkur fyrir 20. april nk., merkt „Getraun FL/SAS, Reykj- avtkurflugvelli, 101 Reykjavik. Dregið verður úr réttum lausnum, en sá heppni hlýtur Kaup- mannahafnarferð fyrir tvo að launuml Nýar leiðir fyrlr landkönnuðl nútfmans. SAS flýgur til borga um allan heim frá Kastrup- flugvelli i Kaupmannahöfn. Hér að ofan eru alþjóðlegar skammstafanir á nöfnum þessara borga. Nú geta farþegar Flugleiða notfært sér þjónustu SAS, vegna sérstaks samkomulags félaganna Hvert sem þú ætlar að fara. til Evrópu, Afríku, Asiu eða Ameríku, skaltu láta SAS og Flugleiöir koma þér á áfangastað. „SAGA CLASS" Og „EUROCLASS": Forgangsfarrými fyrlr góða farþega. FLUGLEIÐIR Gott fótk hjá traustu félagi / S4S Airlinp of the vear"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.