Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 21 Ný kaupleigu- þota Arnarflugs ARNARFLUG hefur tekið í notkun kaupleiguþotu, Boeing 737. Vélin getur Dutt 130 farþega, eða 14 tonn af vörum. Þotan var áöur í eigu Braathens, norska flugfélagsins. Hin nýja þota Arnarflugs var að koma úr árlegri skoðun þegar Arnarflug tók við henni í febrúar. Þá var vélin máluð og skipt um eldhús í henni. Nú er verið að setja í hana ný sæti. í sumar verður kaupleiguþotan í áætlunarflugi til Amsterdam, Dússeldorf og Zúrich. Einnig verð- ur vélin í leiguflugi fyrir ferða- skrifstofur milli íslands og Evrópulanda. Síðan 2. apríl hefur nýja þotan verið í ferðum milli Amsterdam og Islands og hefur einnig flogið um helgar fyrir belgískt flugfélag og verður sá háttur hafður á a.m.k. til aprílloka. Yfir 20.000 manns skoðuðu bílasýn- inguna um helgina „ÞAÐ komu yfir 20.000 manns hingað á sýninguna um helg- ina, en það er 25% meiri fjöldi en á sömu sýningu fyrir þrem- ur árum,“ sagði Jónas Stein- arsson, framkvæmdastjóri bílasýningarinnar, í samtaii við Morgunblaðið. „Ég veit ekki hvað veldur þess- ari aukningu, kannski það sé vegna þess að sýningin sé svona góð, básarnir eru margir skemmtilegir. Einnig var lítil bílasala hérlendis á sl. ári, þann- ig að fólk er kannski meira að huga að endurnýjun núna,“ sagði Jónas. Hann kvað ætlunina að gera sýninguna líflegri í vikunni með ýmsum uppákomum, m.a. koma Halli og Laddi fram nokkrum sinnum. Auk sýningar- innar í Húsgagnahöllinni eru fornbílar sýndir í Á.G.-húsinu ásamt rallbíl, sem valt illilega í keppniniii um helgina, og ýmiss konar flutningsfarartækjum. Ljósm.: Þórleifur Ólafsson. Freyjurnar í Grimsby f Grimsby á Knglandi hefur um árabil verið starfandi íslenskur kvennaklúbbur sem nefnist Freyj- urnar. í klúbbnum eru fjórtán konur og hittast þær allt árið um kring á hálfsmánaðarfresti. Konurnar halda alltaf veglega upp á 17. júní og þá er öllu fólki í Grimsby sem er af ís- lcnskum ættum boðið ásamt mök- um. Þessi mynd var tekin í mars- mánuði sl. er konurnar komu sam- an á heimili Sylvíu Haith og í fremri röð frá vinstri eru: Sylvía Haith, Ragnheiður Cartledge, Anna Þorsteinsson, Eileen Hall- dórsson og Bryndís Halldórsson. Aftari röð f.v.: Helga Gott, Ólöf Stefens, Guðfinna Guðmundsson, Ásdís Hallett, Svana Aðalsteins- son, Helga Hammond, Gyða Stenton, Pirkó Daðason, Kristrún Sigurðardóttir og Didda Ed- mondsson. EINMITT FYRIR ÞIG! Hægt er aö fá innréttingu í hvaða eldhús sem er, stór eöa lítil, viö viljum benda þeim á sem hafa mjög þröng eldhús að hægt er að gera þessi litlu ótrúlega „stór“. Hægt er aö fá margskonar aukahluti svo sem hillur fyrir búsáhöld, brauðbretti, vínrekka, o.fl. o.fl. Kynnid ykkur ferðatilbod Útsýnar ’.lrf aaiiv BíújJiijúiV tryniÓTvjl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.