Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 29 Athugasemd til Árna Johnsen al- þingismanns ATHUGASEMD vegna ummæla míns gamla vinar og félaga, Arna Jonscn alþingismanns, í Kíkisút- varpinu í kvöldfréttum 7. aprfl 1984. / Þá komu mér í hug orð Páls gamla postula: „Það góða sem ég vil, það geri ég ekki, en það vonda, sem ég vil ekki, það geri ég.“ Þingmaðurinn segir, að á nám- skeiði sem haldið var á vegum Siglingamálastofnunar ríkisins í október 1982 með skoðunar- mönnum utan af landi, hafi Vest- manneyingar boðist til að koma og sýna Sigmundsgálgann, en ekki fengið að koma. Þetta kannast ég ekki við, frekar en aðrir starfs- menn Siglingamálastofnunar, enda tel ég ólíklegt, að þeim hafi verið meinaður aðgangur að nám- skeiðinu. Hins vegar var þarna staddur skoðunarmaður úr Vestmannaeyj- um sem sýndi okkur Sigmunds- gálgann sem þá var til staðar hjá Siglingamálastofnun. Þá segir þingmaðurinn einnig, að á námskeiði, sem haldið var seinni hluta mars síðstiiðin, hafi skoðunarmönnum verið boðið til Njarðvíkur á vegum Siglinga- málastofnunar til að skoða Olsensgálgann. Þetta er ekki rétt, því að við fréttum að reyna skyldi sjálfvirk- an sleppibúnað þar suðurfrá og óskuðum við þá eftir því að fá að vera þar viðstaddir, enda vorum við flestir á eigin bifreiðum. Einn- ig fréttum við af sýningu sem halda átti í Sjómannaskólanum laugardaginn 31. mars, en því mið- ur hafði ég ekki tök á að vera þar. En þar skilst mér af fréttum, að sýndur hafi verið 3. sleppibúnað- urinn. Herra alþingismaður. Eitt sinn heyrði ég okkar virta leiðtoga, Bjarna Benediktsson, segja, að við skyldum ávallt hafa sannleikann í fyrirrúmi, þá væri vísast að friður héldist á millum manna. Albert Kemp, skipaskoðunarmaður á Austurlandi. Alþýdubank- inn býöur spari- skírteini Alþýðubankinn hf. hefur að und- anförnu haft í undirbúningi útgáfu nýrrar tegundar innlánsskírteina, sem verða boðin úr á næstu dögum. Skírteinin verða með sambæri- legum kjörum og boðið hefur verið upp á af öðrum innlánsstofnunum undanfarið. Ennfremur eru í at- hugun sérstök kjör fyrir ákveðna hópa þjóðfélagsins. Nánar verður tilkynnt um kjör og skilmála skírteina Alþýðu- bankans, þegar undirbúningi er endanlega lokið. (KrétUtilkynning) Fhtmkvæði Iðnaðarbankans. Fyrir þá forsjálu metr 5esta íeiðin -Hl aÖ raSa vti aFborgunina i Lamö le^kur -fer í á& gera a2> v ‘ hu^sa fravr j : ? í tímann J 9% . IB-lánum hef ur nú veriö gjörbreytt. Þau eru nú einstakur kostur fyrir alla þá sem sýna fyrirhyggju áöur en til framkvæmda eöa útgjalda kemur. Þú leggur upphæö, sem þú ákveður sjálfur, mánaðarlega inn á reikning í IÐNAÐARBANKANUM. Eftir aö minnsta kosti þriggja mánaöa sparnaö, áttu réttá IB-láni, sem erjafnhátt og innistæðan þín. Þú greiðir síöan lániö á jafnlöngum tíma og þú sparar, flóknara erþaö ekki. Lestu vandlega hér, þessar eru breytingarnar: Hærri vextir á IB reikningum lönaöarbankinn brýtur nú ísinn í vaxtamálum og notfærir sér heimild Seðlabankans til aö hækka innlánsvexti á IB-Iánum. Vextir af þriggja til fimm mánaöa IB-reikningum hækka úr 15% í 17%, en í 19% ef sparað er í sex mánuöi eöa lengur. 2IB spamaóur ♦ er eRki bundinn________________________ Þú getur tekið út innistæöuna þína hvenær sem er á sparnaðartímabilinu, til dæmistil aö mætaóvæntum útgjöldum. Eftirsem áöuráttu réttá IB-láni á IB-kjörum, ef þrír mánuöir eru liönir frá því spamaður hófst. 3Syigrúmí «afboreura Þú getur skapaö þér aukið svigrúm í afborgunum meö því að geyma innistæöuna þína allt aö sex mánuði, áöur en IB - lán er tekið. Lániö er þá afborgunarlaust í jafnlangan tíma og sparnaður hefur legiö óhreyföur. Haföu samband við næsta útibú okkar eöa hringdu beint í IB-símaþjónustuna í Reykjavík, síminn er: 29630 Fáöu meiri upplýsingar, eða bækling. Iðnaðarbankinn |uosai*l08W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.