Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 Óskars- verðlaun afhent Los Angelcs, apríl. AP. Óskarsvcrðlaunin átti að veita við athöfn er átti að hefjast klukk- an tvö að íslenzkum tíma í nótt. Athöfninni átti að sjónvarpa til 75 þjóða. Óskarsverðlaunin eru nú afhent í 56. sinn. Búist var við að kvikmyndin „Terms of Endearment" sópaði til sin verðlaunum, og yrði valin bezta myndin. Talið var líklegt að stjörnurnar Shirley Maclaine og Jack Nicholson ynnu til verð- launa. Meira trú- frelsi í Ung- verjalandi Vín, 6. aprfl. AP. UNGVERSKI kardinálinn Laszlo Lekai hefur hrósað stjórn Ungverjalands fyrir „greinilega hreytingu" á af- stöðu hcnnar til kirkjunnar í landinu. Nefndi hann sem dæmi, að stjórnvöld þar hafa nú heimilað trúfræðslu utan kirkna landsins. „Sá tími er liðinn, er stjórn- völd gerðu allt til þess að banna trúfræðslu og kirkju- starfsemi í landinu,“ sagði Lekai í dag. Af ísnum í sólina Skautaparið ('hristopher Dean og Jane Torville slaka nú á í sólinni á Barbados eftir erfiðar keppnir að undanförnu, þar sem frammistaða þeirra vakti mikla athygli um heim allan. E1 Salvador: Ofbeldi færist í aukana San Salvador, 9. apríl. AP. ARTURO Rivera Y Damas erkibisk- up sagði á sunnudag að ofbeldi færð- ist í aukana í El Salvador í kjölfar kosninganna í marzlok. Damas sagði að dauðasveitir hægrimanna hefðu líflátið 26 menn í síðustu viku og 80 hefðu fallið í átökum stjórnarhermanna og vinstri sinnaðra skæruliða. Stefna Bandaríkjunum fyrir Alþjóðadómstólinn Haay, 9. apríl. AP. STTJÓRN Nicaragua kvartaði í dag við Alþjóðadómstólinn í Haag yfir stuðningi Bandaríkjamanna við „leynilegar aðgerðir“ í Nicaragua, sem stjórn sandinista segir beinast gegn sér. Að sögn Carlos Arguello sendiherra Nicaragua í Hollandi hefur sandin- istastjórnin óskað eftir því að „allar aðgerðir, sem Bandaríkjamenn styðja gegn Nicaragua, verði lýstar lögleysa“. Norðmenn á línuveiðar við Grænland Osló, 9. apríl. Frá Per A. Borglund. fréltaritara Mbl. NORÐMENN eru um þessar mundir að hefja línuveiðar aö nýju við Grænland, en veiðar af þessu tagi hafa leg- ið niðri frá lokum sjöunda áratugarins. 1‘rír bátar eru á leið á Grænlandsmið og búist er við að fleiri bátar sigli þangað innan skamms, þar sem 200 lesta lúðukvóti bíður þeirra og 40 tonn af þorski. Einnig munu norskir bátar sigla til vesturstrandar Græn- lands til loðnuveiða, en það hafa þeir ekki áður gert. Tveir bátar frá Havöysund halda til þessara veiða í maí. Arguello sagði að stjórn sin hefði beðið dómstólinn að neyða Bandaríkjamenn til að hætta stuðningi við sveitir stjórnar- andstæðinga, sem eiga í útistöðum við stjórn sandinista. Bandaríkjastjórn hefur áður sagt að stjórnin í Nicaragua kynni að nota málshöfðun hjá Alþjóða- dómstólnum í áróðursskyni. Munu Bandaríkjamenn ekki taka niður- stöður dómstólsins alvarlega. Skýrt hefur verið frá því að full- trúar frá bandarísku leyniþjón- ustunni, CIA, hafi stjórnað verki er tundurdufl voru sett í sjó fyrir utan hafnarbæi Nicaragua. Hafi þeir stýrt aðgerðum frá skipi und- an strönd landsins. Víkingasveitir hafi siglt með duflin á hraðbátum frá skipinu. Sjö skip hafa laskast undanfarnar vikur af völdum tundurduflanna. Bretar hafa borið fram óform- leg mótmæli vegna staðsetningar tundurduflanna, og í bréfi til stjórnarinnar í Managua bauð Claude Cheysson utanríkisráð- herra aðstoð Frakka við að fjar- lægja duflin ef eitt eða fleiri Evr- ópuríki vildu aðstoða við það verk. Gullfundur á Grænlandi Kaupmannahofn, 9. apríl. Frá Nils Jörgen Kruun, fréttaritara Mbl. FUNDIST hefur gull á Græn- landi og hefur námafyrirtæki sótt um einkaleyfi til frekari gullleitar á þeim slóóum þar sem málmgrýti, sem reyndist inni- halda gull, fannst. Gullið fannst á svæði sem er um 50 km suður af Krederiksháb á vesturströnd- inni. Það er námafyrirtækið Greenex, sem sótt hefur um leyfi til gullleitarinnar. Fyrir- tækið starfrækir einu námu Grænlands sem unnin er, við Umanak í Norðvestur-Græn- landi, þar sem unnið er blý, zink og silfur. Forstjóri Greenex, Erik Sprunk Janssen, segir í viðtali við grænlenska blaðið Grön- landsposten, að það grýti, sem fundist hefur og inniheldur gull, lofi góðu um áframhaldið. Hann varar þó við vangavelt- um um að í uppsiglingu sé mikið gullævintýri á Græn- landi. Herstöð í Líbýu eytt í sprengingu London, 9. apríl. Al*. Andstæðingar Khadafys Líbýu- leiðtoga sprengdu eina stærstu vopnagcymslu I.íbýumanna í loft upp 25. marz sl. með þeim afleiðing- um að hundruð best þjálfuðu her- manna I.íbýu féllu eða særðust. Segir frá þessu í frétt brezka Kvikmynd gerð um grænlenzkt þjóðlíf Kaupmannahöfn, 9. apríl. Frá NiLs Jörgcn Kruun fréllarilara Mbl. Grænlenzka heimastjórnin hefur ákveðið að láta taka heimildar- kvikmynd um þjóðlíf í Grænlandi, þar sem engin kvikmynd af því tagi mun til vera. Verður myndin unnin í samvinnu við Statens Filmcentral í Danmörku. Moses Olsen, sem á sæti í heimastjórninni, segir að orðið sé brýnt að gera nútímakvik- mynd um grænlenzka samfélag- ið. Það sé nauðsynlegt að gefa útlendingum sem réttasta mynd af aðstæðum og ástandi í Græn- landi, og í því sambandi verði kvikmyndinni komið á framfæri gegnum danska sjónvarpið. „Við vitum allir hvaða óæskilegu af- leiðingar misskilningur og rang- ar hugmyndir geta haft í för með sér fyrir Grænland," sagði Olsen. Stjórnandi kvikmyndarinnar verður hinn kunni danski kvik- myndagerðarmaður Törk Haxt- hausen. Hann hefur gert mar^ar kvikmyndir um þróunarlönd, og hefur undanfarin fimm ár stýrt kvikmyndagerðarskóla í Tanz- aníu. Kvikmyndin á ekki einvörð- ungu að fjalla um menningu Grænlendinga, heldur og fisk- veiðar, aðrar veiðar og sauð- fjárrækt, svo menn fái hugmynd um hverjir séu helztu atvinnu- vegir Grænlendinga. Kvik- myndatökur hefjast nú í apríl- mánuði, og áætlað er að gerð myndarinnar verði lokið á þessu ári. blaðsins Sunday Express. Blaðið segir að í sprengingunni hafi herstöðin í Al-Abyar eyðilagst, en þar var aðsetur sjöunda her- fylkis Líbýuhers. Sprengingin hafi verið það öflug að gluggarúð- ur í Benghazi í 60 km fjarlægð titruðu. Hermt er að sjúkrahús í Benghazi hafi verið rýmd til að hægt yrði að hlúa að heilu bíl- förmunum af deyjandi hermönn- um. Blaðið segir að stjórn Khad- afys hafi reynt af fremsta megni að koma í veg fyrir að fregnir af sprengingunni bærust út, en sam- kvæmt upplýsingum vestrænna leyniþjónustumanna var spreng- ingin „meiriháttar". Baráttusöngur Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA, syngur baráttusöngva ásamt helztu leiðtogum samtaka sinna í höfuðstöðvum UNITA í Jamba í suður- hluta Angóla í vikunni. Kínverjar neita að ræða við Víetnama IVking, 9. apríl. AP. Kínverjar höfnuðu í dag tilboði Yíetnama um viðræður til að draga úr spennu á landamærum ríkjanna. Ásökuðu Víctnamar Kínverja um að senda „fjölda herfylkja" innyfir vietnömsku landamærin í aðgerðum sem heimavarðliðar hefðu brotið á bak aftur. „Það er algjör hræsni af hálfu Víetnama að þykjast viljugir til viðræðna um slökun meðfram landamærunum á sama tíma og þeir stórauka hernaðarumsvif sín við kínversku landamærin og halda áfram aðgerðum í Kambód- íu,“ sagði í tilkynningu kínverska utanríkisráðuneytisins. Eigi var minnst á þá fullyrðingu Víetnama að Kínverjar hefðu ráðist inn í Víetnam sl. föstudag. Kínverjar og Víetnamar saka hvorir aðra um hernaðarbrölt á landamærum ríkjanna undan- farna daga. Vopnaviðskipti hafa átt sér stað á þessum slóðum öðru hverju frá því ríkin háðu sex vikna stríð 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.