Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Sovéskur áróður á Hvolsvelli Yfirlýsing frá Sigmund Jóhannssyni vegna sleppibúnaðar björgunarbáta: íhugar stöðvun Sigmundsbúnaðar „Siglingamálastofnun hefur gripið til þess að segja ekki satt og rétt frá“ Jafnvel í þeim bókum sem við fáum til kennslu er um að ræða sögu- falsanir," sagði Friðrik Guðni Þorleifsson, héraðs- og skóla- bókavörður á Hvolsvelli, í Morgunblaðsviðtali á laugar- daginn þegar hann gerði lítið úr því atviki sem Morgun- blaðið hefur lýst þegar starfsmenn sovéska sendi- ráðsins í Reykjavík, erindrek- ar frá Moskvu og fulltrúar Sovétvinafélagsins MÍR dreifðu áróðri í grunnskólan- um á Hvolsvelli. Að bókavörð- ur skuli komast þannig að orði um kennslubækur í ís- lenskum skólum og grípa til fullyrðinga af þessu tagi til að bera blak af áróðursmönnum Sovétstjórnarinnar er ótrú- legt og ættu þeir aðilar sem ruku upp til handa á fóta út af umræðum um íslandssög- una fyrr í vetur nú að láta í sér heyra, vilji þeir vera sjálf- um sér samkvæmir. Morgun- blaðið minnist þess ekki að þeir sem þá máttu sæta að- kasti frá háværum skóla- mönnum fyrir gagnrýni sína hafi sakað yfirvöld um að sögufalsanir væru bornar fyrir nemendur í íslenskum skólum. Atvikalýsing frá Hvolsvelli ber með sér að erindrekar Sovétstjórnarinnar hafa siglt undir fölsku flaggi þegar þeir ruddust með áróðursrit sín inn í grunnskólann á staðn- um. Auðvitað áttu forsvars- menn skólans að setja Sovét- mönnum stólinn fyrir dyrnar um leið og hið raunverulega erindi þeirra kom í ljós, sem sé það að hvítþvo sovésk yfir- völd af öllum ódæðum sem þau hafa unnið fyrr og síðar samhliða sem ráðist er á alla sem með einum eða öðrum hætti vara almenning við hinu rétta eðli sovéskrar ofbeldisstjórnar, svo að ekki sé minnst á persónulegar sví- virðingar í garð manna eins og Alexanders Solsjenitsyn, skálds, Rudolfs Nureyev, ball- etdansara, Vladimirs Ashkenazy, píanóleikara, og fleiri landflótta Sovétmanna. Snillinga eins og þá kallar sovéska áróðursvélin „léleg eintök" í grunnskólanum á Hvolsvelli, bókaverðinum á staðnum finnst við hæfi að bera blak af ósvífninni og Guðjón Árnason, skólastjóri, telur aðfinnslur við vinnu- brögðin „hlægilegar" og til marks um að verið sé að magna upp „Rússagrýlu". En Jón R. Hjálmarsson, fræðslu- stjóri á Suðurlandi, lætur sem svo að „ótrúlegt" sé að um áróðursstarf hafi verið að ræða enda aðeins Morgun- blaðið við að styðjast í því efni og engar kvartanir borist frá foreldrum! Oft hefur sannast að emb- ættismönnum er illa við þeg- ar vakið er máls á því opin- berlega að þeim hafi orðið á mistök eða farið rangt að við afgreiðslu mála. Morgunblað- ið telur að skoða verði um- mæli þeirra Jóns R. Hjálm- arssonar og Guðjóns Arna- sonar í þessu ljósi. Þeir hlupu báðir á sig með því að hleypa sovésku erindrekunum inn í grunnskólann á Hvolsvelli. Það bætir því miður ekki úr skák að breyta mistökunum í árásir á Morgunblaðið fyrir að segja frá uppákomunni. Sjái Jón R. Hjálmarsson það ekki á bæklingi Sovétmanna að um hreinræktaðan áróður er að ræða er ekkert við því að gera og síst af öllu við Morgunblaðið að sakast út af því. Finnist Guðjóni Árnásyni „Rússagrýlan" hlægileg og því gott að skýla sér á bak við hana í stað þess að svara að- finnslum málefnalega verður ekkert við því gert. Hins veg- ar sér Friðrik Guðni Þor- leifsson, bókavörður, „ekkert athugavert við það að þessum bæklingi skyldi dreift" í skól- anum á Hvolsvelli af því að nemendur geti aflað sér upp- lýsinga sem afhjúpi lygavef- inn. Er það þannig sem fræðsla á að fara fram í skól- um? Hvers vegna „auto“? Með réttu getum við ver- ið stoltir yfir því hve vel okkur hefur gengið að laga mál okkar að nýjum að- stæðum og nýrri tækni. Út- lend orð stinga því jafnan í augu þegar þau eru notuð með áberandi hætti. Um þessar mundir fer fram alþjóðleg bílasýning í Reykjavík sem ber heitið „Auto 84“. Hvers vegna mátti hún ekki heita „Bíllinn 84“? Nýlega var vakið máls á því hér á þessum stað hvort Stjórnunarfélag Islands hefði komist að þeirri niður- stöðu að íslenskum félögum væri betur stjórnað á ensku en íslensku. Telja forráða- menn Bílgreinasambandsins það stuðla að mestri aðsókn að bílasýningu að nota „auto“ í staðinn fyrir bíl? AÐ MARGGEFNU tilefni vegna málatilbúnaðar Siglingamálastofn- unar varðandi sleppibúnað björgun- arbáta og svokallaðan Sigmunds- búnað, sé ég mig nú tilneyddan til þess að íhuga alvarlega hvort ekki sé ástæða til að fara þess á leit að hætt verði framieiðslu á Sig- mundsbúnaði, sagði Sigmund Jó- hannsson, teiknari og uppfyndinga- maöur í Vestmannaeyjum, í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Vegna rangfærslna í málatil- búnaði og vegna þess sem fram- kvæmd þessa máls hefur leitt til í öryggismálum sjómanna, tor- tryggni á þátt öryggismála og óþægindi og leiðindi fyrir þá sem helzt hafa unnið að öryggismálum sjómanna, jafnvel af Sjómanna- samtökunum, þá er nú spurning hvort betur var af stað farið en heima setið, því það er illt að sitja undir því að vera upphafsmaður- inn að þeim loddaraleik sem hefur verið í þessu máli,“ sagði Sig- mund. „Hins vegar," hélt hann áfram, „er nú búið að skipa örygg- ismálanefnd alþingismanna og þar eru menn sem ég treysti. Vissulega hefur mikið áunnist því loks er nú búið að setja endanleg tímamörk á uppsetningu sjálf- virks sleppibúnaðar gúmmíbjörg- unarbáta, en Siglingamálastofnun hefur sífellt frestað uppsetningu og gripið til þess að segja ekki satt og rétt frá. Ég hef þagað fram að þessu, en nú get ég ekki setið und- ir þessu lengur, því fyrir okkur sem sinnt höfum þessu máli af mikilli alvöru, vakti ekkert annað Rannsókn RLR hófst í lok sl. ág- úst eftir að beiðni um rannsókn á afgreiðslu ótollafgreidds varnings og innistæðulausum ávísunum úr sjóðum barst frá embætti ríkis- saksóknara. Beiðnin var byggð á athugunum sem ríkisendurskoðun gerði á embættisfærslum fógeta- embættisins. Rannsókn RLR var unnin í náinni samvinnu við emb- ætti ríkÍ8saksóknara og ríkisend- urskoðunar. Rannsóknin beindist í fyrstu að afgreiðslu ótollafgreidds varnings og að innistæðulausum ávísunum í sjóði, en síðar kom í ljós að starfsmenn höfðu tekið sér lán úr sjóðum. Kvittanir voru gefnar út til starfsmanna á ofgreidd gjöld og lánin fóðruð á þann hátt og síðan endurgreidd án vaxta eða gjalda, sem tíðkuð eru í lánastofn- unum. Árið 1980 tók bæjarfógeti sér lán úr sjóðum embættisins að upphæð 600 þúsund gkrónur, árið 1981 tók hann sér lán að upphæð 7 en að bjarga mannslífum. Ég trúi því í lengstu lög að það eitt verði látið sitja í fyrirrúmi en ekki ann- arleg sjónarmið, en vegna efa- semda er þó ekki hægt annað en þúsund krónur og 30 þúsund krón- ur árið 1982. Aðalbókari tók sér rúmlega 2 milljón gkróna lán árin 1979—1980 og 210 þúsund krónur á árunum 1981—1983. Þegar rann- sókn RLR hófst í ágúst síðastliðn- um átti aðalbókari enn ógreiddar 253 þúsund krónur, sem hann hafði fengið að láni úr sjóðum embættisins. Þá fengu nokkrir aðrir starfs- menn embættisins lán — um 4 milljónir gkróna á árunum 1979—80 og 70 þúsund krónur á árunum 1981—’83 með leyfi fóg- eta. Rannsókn RLR beindist í fyrstu að afgreiðslu á ótollafgreiddum varningi og að innistæðulausum ávísunum í sjóði. í ljós kom að fógeti hafði heimilað afhendingu á ótollafgreiddum varningi til Gestgjafans í desember 1982 og höfðu aðflutningsgjöld ekki verið greidd í maí 1983. Bæjarfógeti og aðalbókari heimiluðu einstaklingum og fyrir- að íhuga málið og má nefna sem dæmi málatilbúnað Siglingamála- stofnunar um ástæður fyrir sí- felldum frestunum og gerð belgs- ins í Sigmundsgálganum." tækjum að gera upp þinggjöld sín — skatta og gjöld — með inni- stæðulausum ávísunum um ára- mótin 1982—’83 og voru gjöldin bókuð sem greidd um áramót. Við rannsókn kom í ljós, að af þeim rúmlega 14 milljónum króna, sem töldust í sjóði um áramótin 1982—83, var um það bil helming- ur í innistæðulausum ávísunum. Nokkrar af þessum ávísunum höfðu ekki verið innleystar er rannsókn RLR hófst í ágúst í fyrra. Ríkisendurskoðun reiknaði út að miðað við 4. nóvember 1983 hefði ríkissjóður tapað 648 þúsund krónum í vöxtum, sem hefðu lagst á viðkomandi vegna vangreiddra þinggjalda, 128 þúsund krónur í vöxtum vegna söluskatts og lið- lega 30 þúsund krónur í vöxtum vegna lána starfsmanna. Rannsókn RLR hefur verið send ríkissaksóknara til ákvörðunar. „Ekki hefur verið unnið úr rann- sókn RLR hjá embætti ríkissak- sóknara og því engin ákvörðun verið tekin um frekari rannsókn né annan framgang málsins," sagði Bragi Steinarsson, vararík- issaksóknari í samtali við blm. Mbl. HH Karlseyjardeiian: Yerkfall hefst á miðnætti — Þörungavinnslan í Vinnuveitendasambandið VERKFALL skipstjórans á þangflutningaskipinu Karlsey á að hefjast á miðnætti. Ekki hafði í gærkvöldi verið boðaður sáttafundur í deilunni en hann gæti verið haldinn í dag. Það hefur haft sín áhrif á gang málsins, að Þörungavinnslan á Reykhólum hefur nú gengið í Vinnuveitendasamband íslands og þarf því Skipstjórafélag íslands að semja um kjör Karlseyjar- skipstjórans við VSÍ í stað vinnumálanefndar ríkisins. Ekki hefur verið boðaður fundur í deilu Skipstjórafélagsins og skipafélaganna. Fyrra verk- fall félagsins hefst 16. þessa mánaðar. Kjaradeilu Félags íslenskra leikara við Ríkisútvarpið var í gær vísað til meðferðar hjá rík- issáttasemjara og verður vænt- anlega boðað til fundar í deil- unni á næstu dögum. Innan fé- lagsins eru ýmsir starfshópar, s.s. leikarar, leikmyndateiknar- ar, óperusöngvarar og listdans- arar. Fundi í deilu le’ðsögumanna og ferðaskrifstofanna var slitið kl. 15:45 í gær og hefur nýr fund- ur verið boðaður kl. 14 á þriðju- daginn í næstu viku. Samninga- fundur í deilu starfsmanna ríkisverksmiðjanna hefst kl. 13:30 í dag en í ríkisverk- smiðjunum voru samningar á „ASI/VSÍ-nótunum“ felldir í síð- ustu viku. Rannsókn á bæjarfógetaembættinu í Eyjum: Bæjarfógeti og nokkr ir starfsmenn tóku sér lán úr sjóðum Bókhald embættisins rangfært til þess að gera lánin framkvæmanleg VIÐ rannsókn Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur komið í Ijós, að bæjar- fógetinn í Vestmannaeyjum hefur, ásamt aöalbókara embættisins og nokkr- um starfsmönnum, tekið sér lán úr sjóðum embættisins á árunum 1979 til 1982. Lántökurnar voru framkvæmdar á þann hátt, að þær voru bókaðar sem útborgun á ofgreiddum þinggjöldum. Til þess að lántökurnar væru fram- kvæmanlegar var bókhald embættisins rangfært hvað stöðu á þinggjalda- reikningum varðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.