Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 „Erum ánægðir með það sem við höfum séð — segir John Pevsner, aðstoðarmaður framleiöanda næstu James Bond-myndar SVO kann að fara að hluti næstu James Bond-myndar, sem hlotið hefur nafnið „A View to a Kill“ og verður tekin á þessu ári, verði tek- inn hér á landi. Leikstjóri myndar- innar, John Glenn, kom hingað til lands um helgina og kannaði að- stæður til myndatöku víðs vegar um land. í för með honum voru þeir John Pevsner, aðstoðarmaður fram- leiðanda, Peter Lamont, sem hef- ur yfirumsjón með heildarútliti myndarinnar, og John Richard- son, tæknibrellustjóri. John Glenn leikstýrði m.a. myndinni „Octopussy". Fjórmenningarnir hafa aliir unnið áður við eina eða fleiri Bond-myndanna. „Jú, mikið rétt, við erum að leita eftir heppilegum stöðum fyrir töku hluta kvikmyndarinn- ar,“ sagði John Pevsner er blm. Mbl. náði tali af honum um helg- ina þar sem hann og fylginautar hans voru staddir á Hornafirði. „Við erum ánægðir með það, sem við höfum séð til þessa. Verði af tökum hérlendis myndu það eink- um verða atriði, þar sem stað- genglar fara með hlutverk aðal- leikaranna. Leikararnir sjálfir myndu hugsanlega koma hingað til lands í örstuttan tíma ef með þyrfti." Áður en blm. ræddi við Pevsner höfðu hann og félagar hans verið að kanna aðstæður á Vatnajökli til kvikmyndatöku fyrir skíða- atriði í myndinni. Flugu þeir milli staða með Leiguflugi Sverr- is Þóroddssonar. Ætlunin var einnig að þeir könnuðu aðstæður á Húsavík, Akureyri og ísafirði áður en þeir héldu heimleiðis á sunnudag, en óljóst var hvort tíminn hrykki til. Áður höfðu þeir kannað aðstæður í Bláfjöll- um og Kerlingarfjöllum. Að sögn Pevsner er sá hængur á, að tökurnar myndu ekki hefj- ast fyrr en í júni og þá kynni snjórinn að vera horfinn af þeim stöðum, sem til álita koma. Það væri helst að Kerlingarfjöll kæmu til greina á þeim tíma. „Aðstæður þar eru ákjósanlegar og okkur er tjáð að þar sé snjór allt árið um kring. Ákvörðun í þessu efni verður hins vegar ekki tekin fyrr en síðar, en væntan- lega munum við koma hingað aft- ur í lok maí og gera upp hug okkar að þeirri ferð lokinni." Tökur á aðalhluta myndarinn- ar hefjast í Englandi í ágúst og verður Roger Moore í aðalhlut- verki. Þess má geta, að John Glenn leikstýrði síðustu Bond- myndinni, sem Moore lék í. Hét hún „Octopussy" og er íslending- Æ. I ■ i ■ ■ i • - B íl M 1 f 'Wm B 1 fcB I Fjórmenningarnir við brottlorina á sunnudag. F.v.: Lamont, Glenn, Pevsner Og Richardson. Morgunblaðið/ Einar Falur Ingóifsson. um að góðu kunn eftir að hún var sýnd hérlendis við góða aðsókn sem og fyrri myndir um spæjar- ann og ævintýramanninn James Bond, sem ekki er síður kunnur undir nafninu 007. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í júní á næsta ári. „Við höfum verið að athuga að- stæður í öðrum löndum," sagði Pevsner, „þannig að ísland er ekki einasta landið, sem við höf- um í huga. Aðstæður lofa þó góðu og þetta er alls ekki fjarlægur möguleiki. Hver niðprstaðan verður vitum við hreinlega ekki fyrr en við höfum borið bækur okkar saman á næstu vikum. ftg býst þó fastlega við því, að við komum hingað aftur í maílok." Þess má geta í lokin, að ef af tökum hér á landi verður hefur komið til tals að flytja inn sleða og sleðahunda, annaðhvort frá Grænlandi eða Noregi. Þar kann þó að vera ljón í veginum því inn- flutningur lifandi dýra er undir mjög ströngu eftirliti hérlendis og sagðist Pevsner fyllilega skilja þá afstöðu. Hann bætti því við, að þó yrði ekki víst, að sleðahundar yrðu notaðir og þeim jafnvel sleppt ef innflutningsleyfi fengj- ust ekki. Voiferð til ‘Vínarborijai ‘Terðaskrifstofart ‘Tarandi efnir til ija inkna fiápjerdar til‘Tínarborgar iq. maí— 2. júní. 9 viknr n /irn sfinrnn linfpli í minnnrninni ir 2t /iA 'ii jjji / Lnu lll r uiLU uu/ ijiu J-y • ullll — 2 vifiur á z\ra stjömu fióteli í míðborginni kr. 2 lifcur á ija stjómu fióteli í tníóborcfinni kr. rfá sœti uHj: jum. _____y....kr. 31.4.86,- miSborginni kr. 24,323.- / þessari vorferb til Vítiarborcjar fœrðu einstafcl tœkifœri til aó njóta stórkostlegra listvuiburÓa á Wiener Testwocfien, sem þá stendur sem hœst. Vínarborg er ein fegursta borg fieims. Tar rœóur lífsgleóm ríkjum. M ‘UHener ‘Festwochen gefst þér t.d. fœri á aó sjá: ‘Rakarann fá Sevilla, Sípaunabamninn, Tofaflautuna og Carmen í funni slórkostlegu Vínaróperu. Tinnig getur þú ktýtt áfrábærar sinfóníufiljómsmtir, s.s. ‘Wiener‘Píullmrm- oniTer, ‘Pfuladelpjua Symphony Orcfiestra og ‘Pfulharmonw Orcíiestra -Condon, undir sijóm manna á borÓ ríÓ /Tsákenazy, /Maazel, Osawa og Zaprosek. ‘Pú getur sótt allar gerÓir leikfiúsa, tónleika, jazzklúbba og sýningar, myndbstar- og sögusýningar. ÍT hátióinni veróur haldiÓ heimsmót brúÓuleikhúsa, ‘Days of t/ie dolls, og verÓa jjölmargar skemmtdegar sýningar í tengslum ríÓ mótió. ‘TarseÓlar í vorferóina fást einnig hjá umboÓsmönnum ‘TlugleiÓa um land allt og TerÓamiÓstöÓinni, íTÓalslrœti 9. Sdoóunarjvráir um lCusturrífii oq l/nqverjaland ‘Pótt margt verði aÓ gerast í Vín þessa daga, ríll ‘Tarandi gera þér jeróina enn skemmtilegri og jjölbreyttari. iMunu þér standa td boÓa fjöldi dagsferÓa og heimsókna á merka og fallega staÓi: ★ T)agsferÓ td ‘Wachau og sigling á ‘Dóná. ★ ‘DagsferÓ td TSurqenland, þar sem hús tónskáldsins Juzst verður skoÓaÓ. ★ ija daga ferÓ til hinnar fallegu og merku borgar Satzburg. ★ ‘Pá verour í boÓi ija daga ferÓ til ‘Budapest: ‘Einstakt tcekifœri. íslenskur fararstjóri, sem er öllu kunnugur, veróur meö í þessum jeröum. ffaiandi Vesturqötu 4, sími 17445 Sérfrœðingar í spennándi surrmrltyfis/erðuin ih n Vestmannaeyjar: Tveir bátar með hátt í 1000 tonn Yestmannaeyjum, 3. apríl. AFLI Kvjabála og togara í marsmán- uði nam alls 9.449 tonnum og heild- araflinn frá áramótum til marsloka er þá orðinn 16.742 tonn. Marsafl- inn nú er um 2.600 tonnum minni en sama mánuð í fyrra og ársaflinn rúmlega 1.500 tonnum lakari. Þess- ar tölur segja þó ekki alla söguna því bátar á vertíð nú eru 14 færri en í fvrra en fjölgað hefur um einn tog- ara. Sem dæmi um fækkun báta má geta þess að í marsmánuði nú voru 68 bátar, stórir og smáir, sem lögðu afla á land, en þeir voru 82 árið 1983. Meðalafli netabáta í löndun í mars nú var 12,7 tonn en 13 tonn í fyrra. Meðalafli togbáta nú var 10,9 tonn í löndun en 10,4 tonn í fyrra. Hjá togurum var meðalafli í löndun nú 147,5 tonn en var 148,3 í fyrra. . Afli lagður á land í Vestmanna- eyjum frá áramótum til marsloka skiptist þannig, miðað við óslægð- an fisk: Tonn Net 8.906,0 Botnvarpa 2.937,6 Lína 332,8 Handfæri 107,3 Dragnót 19,9 Togarar 4.437,9 Aflahæstu netabátar 31. mars: 1. Suðurey Ve. 500 944,7 2. Valdimar Sveinss., Ve. 22 938,5 3. Þórunn Sveinsd. VE. 401 884,3 Aflahæstu trollbátar 31. mars: 1. Smáey Ve. 144 478,9 2. Sigurfari Ve. 138 325,5 3. FrárVe. 78 271,9 Afli togara var þessi nú um mánaðamótin: 1. Breki Ve. 61 1.169,1 2. Vestmannaey Ve. 54 879,6 3. Klakkur Ve. 103 878,7 4. Sindri Ve. 60 864,9 5. Bergey Ve. 544 740,7 — hkj. Þú svalar lestrarþörf dagsins <44M<M<N444444U<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.