Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 3
I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 B 3 er hann tók upp baráttu fyrir auknu frjálsræði á írlandi, en irskt "jþjóðfélag þykir að ýmsu leyti forn- eskjulegt vegna mikilla áhrifa kaþólsku kirkjunnar á daglegt líf manna. Andstæðingar FitzGeralds segja baráttu hans fyrir fjölræði í lrlandi hafa beðið hnekki hið síðasta. En þrátt fyrir auknar vinsældir hans í kjölfar samnings- ins við Breta mun vegur stjórnar hans fyrst og fremst ráðast af hvernig henni vegnar í glímunni við efnahagsmálin. FitzGerald stýrir samsteypustjórn, sem á undir högg að sækja og allt stefnir í að örðugleikar hennar aukist. Flokksmenn hans í Fine Gael vilja strangar efnahagsaðgerðir til að grynnka á erlendum skuldum en samstarfsflokkurinn, írski verka- mannaflokkurinn, er mjög andvíg- ur frekari útgjaldalækkun. Talið er að stjórnin muni hanga saman fyrst um sinn, en í haust leit út fyrir að lífdagar hennar yrðu senn taldir. Annað hljóð kom í strokk- inn eftir samninginn við Breta og er eins og reyna eigi að nota meðbyr, sem hún hefur í kjölfar hans. Á leið út úr pólitík? Miklar líkur eru taldar á að Garrett FitzGerald dragi sig í hlé frá stjórnmálum eftir næstu kosn- ingar, sem hann er nánast dæmdur til að tapa. Hann verður sextugur á næsta ári og virðist farinn að glata þeirri bullandi ákefð, sem fleytti honum af þeim pólitízku skerjum, sem hann hefur steytt á. Andstæðingar hans segja að hon- um hafi ekki orðið verulega ágengt í baráttu sinni fyrir því fjölræði í lýðveldinu sem hann taldi nauð- synlegt svo norður-írskir mót- mælendur sæju einhvern ávinning í sameiningu við írska lýðveldið. Engu að síður verður ensk-irska samkomulagið, sem þau Tahtcher undirrituðu á dögunum, til þess að nafn þeirra beggja verður skráð á spjöld sögunnar, ekki hvað sízt ef það verður til að binda endi á borgarastríðið á Norður-Í rlandi. Byggt á The Obserrer. — ágás tók saman. Fiskeldis- menn hefja útgáfu Eldisfrétta LANDSAMBAND fiskeldis- og hafbeitarstöðva (LFH) hefur hafið útgáfu á fréttabréfi, Eldis- fréttum. Ritstjóri er Úlfar Ant- onsson líffræðingur og ábyrgðar- maður Jón Sveinsson formaður sambandsins. í leiðara Eldisfrétta segir Jón Sveinsson m.a.: „Með út- gáfu þessa fréttabréfs er stigið nýtt skref í starfi Landsam- bands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva (LFH). Það er ætlunin að blaðið verði vettvangur fisk- eldismanna um málefni fisk- eldis hér á landi og það miðli upplýsingum til eldismanna um nýjungar á sviði fiskeldis." í þessu fyrsta tölublaði eru eftirfarandi fréttir og greinar, auk leiðara: félagsfréttir, nýj- ungar hér á landi, framleiðslan árið 1985 - horfur, fisksjúk- dómar, frá Veiðimálastofnun, fréttir frá Noregi og laxafrétt- ir. Eldisfréttir verða sendar til félagsmanna LFH og annarra sem þess óska. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! JMttgtmltfftfeife Varðveisla ogefling íslenskrar inngu Menntainálaráðherra boðar til almennrar ráðstefnu um varðveislu og eflingu íslenskrar tungu sunnudaginn 1. desember nk. Ráðstefnan verður haldin í Þjóðleikhúsinu og hefst hún kl. 14.00 Dagskrá 13.15 13.45 Húsiö opnaö. Hljómskálakvintett leikur íslenzk lög i anddyri. Hljómsveit undir stjórn Páls P. Pálssonar leikur lög eftir Árna Thorsteinsson og Emil Thoroddsen í útsetningu Jóns Þórarinssonar. 14.00 Menntamálaráðherra setur ráðstefnuna. Hljómsveit leikur island eftir Sigurð Þóröar- son. Ráðstefnustjóri Markús Örn Antonsson kynnir dagskrá. Hljómsveit leikur Ég vil elska mitt land eftir Bjarna Þorsteinsson. Stutt SIGURÐUR PÁLSSON ^ 1M H formaöur Rithöfundasambands íslands. ávÖrP SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR * útvarp. flytja: sigfús karlsson nemi í Verkmenntaskólanum Akureyri. ASMUNDUR STEFÁNSSON ASÍ MAGNÚS EINAR SIGURÐSSON Félagi bókageröarmanna. ÁRMANN HELGASON Iðju, Akureyri. GUÐMUNDUR JÓHANNSSON háskólastúdent. HULDA BRAGADÓTTIR nemi Menntaskólanum isafirði. GÍSLIVÍKINGSSON nemi Menntaskólanum Egilsstöðum. Stutt ávörp flytja: • Einsöngur: Elísabet F. Eiríksdóttir syngur viö undirleik Láru S. Rafnsdóttur lögin: Þú ert eftir Þórarin Guðmundsson við texta eftir Gest, og Kveðja eftir Þórarin Guðmundsson viö texta eftir Bjarna Þorsteinsson. • Hlé. Kaffiveitingar í Kristalssal og Þjóðleikhúskjallara. • Bögumæli og slettur. Fjögur leikin atriði tekin saman og leikstýrt af Jóni Hjartarsyni. Flytjend- ureru leikararnirGuðrún Þ. Stephensen, Karl Guðmundsson, RagnheiðurTryggvadóttirog Einar JónBriem. • Einsöngur: Ólöf Kolbrún Haröardóttir syngur viö undirleik Jóns Stefánssonar lögin: Drauma- landið eftir Sigfús Einarsson við texta eftir Jón Trausta og Svanasöngur á heiði eftir Sigvalda Kaldalóns viö texta eftir Steingrím Thorsteinsson. HEIMIR PALSSON Bandal. kennaraf. BERGURJÓNSSON Máln. bygg.verkfr. LEIFUR MAGNÚSSON Máln. Flugleiða. SIGURÐUR SVAVARSSON Samt. móðurmálsk. SIGRÚN HELGADÓTTIR Skýrslutæknifól. islands. GUÐRÚN KVARAN Orðabók Háskólans BALDURJÓNSSON isl. máln. BARÐI FRIÐRIKSSON vsi. • Einsöngur: Kristinn Sigmundsson syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar lögin: Fögur sem foröum eftir Árna Thorsteinsson viö texta eftir Guömund Guðmundsson og í fjarlægö eftir Karl O. Runólfsson við texta eftir Cesar. • Ályktanír bornar upp. • Ráðstefnuslit. Sverrir Hermannsson menntamálaráöherra. Allir þeir sem vilja stuðla að varðveislu og eflingu íslenskrar tungu eru velkomn- ir meðan húsrúm leyfir. j 'r'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.