Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 B 19 Frá Tel Fahar. leifar af litlum matjurtagörðum. ísraelar náðu Kuneitra í átökum við Sýrlendinga, en fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna og kannski einkum Henry Kissinger féllust þeir á að fara þaðan. David Sharvit segir mér að allir íbúar hafi verið löngu farnir á brott og hafi reist sér nýja Kuneitru skammt frá. Sýrlendingar sögðu mér á sínum tíma að Kuneitra hefði bara verið lítill og friðsam- ur bær og ísraelar hefðu rekið íbúana með harðri hendi á braut og síðan sprengt húsin í loft upp. Ég spurði Sharvit af hverju hefði verið nauðsynlegt að sprengja húsin. Hann horfði á mig dulítið hissa: Það bjó ekkert fólk þarna, ekki óbreyttir borg- arar. Þegar ísraelar komu til Kuneitra höfðu Sýrlendingar hreiðrað um sig þar með herlið. Svo að í stríði er bara eðlilegur gangur að sprengja herstöðvar í loft upp áður en þær eru yfir- gefnar, svo að óvinurinn geti ekki haft af þeim not... Samt er spurningamerkið enn í andlit- inu á mér. fékk að fara aftur yfir til Isra- els. Nú kemur varla fyrir að reynt sé að koma vopnum yfir brýrnar. Rafmagnsgirðingin er nauð- synleg að mati ísraela og varð- stöðvar eru með stuttu millibili. Áður reyndu skæruliðar PLO að fara yfir ána til hermdarverka. Á nokkurra metra breitt „einsk- is manns land“ hefur verið komið fyrir jarðsprengjum svo að það er talið óðs manns æði að ætla sér að komast þessa leið og hefur enda ekki verið gert nú í svo árum skiptir. Það sem mest kemur á óvart á þessum slóðum er áin sjálf. Einhvern veginn finnst manni að Jórdaná sem svo mjög kemur við sögu í fréttum af þessum heimshluta hljóti að vera stórt fljót, breitt og mikið sem belji fram. Og er hér nánast spræna éin — það væri í sjálfu sér hægðarleikur að stökkva yfir hana án mikillar fyrirhafnar. Og samt örlagavaldur. Sem við keyrum upp Jórdan- dalinn liggur líka við að manni finnist sem ekki þurfi annað en teygja út höndina og þá muni fingurgómar snerta jórdanskt landsvæði. Áður en við beygjum upp í snarbrattar neðri Golanhæðir liggur leiðin framhjá Gilboa- fjalli. Það rís upp úr öllum gróðr- inum, snautt og nakið. A því hvílir bölvun Davíðs eins og segir frá í Sorgarljóði Davíðs eftir Sál konung og Jónatan son hans, sem þar voru felldir: „Prýöin þin, ísrael, liggur vegin á fjöllum þínum. En að hetjurnar skuli vera falinar! Segið ekki frá því í Ga t kunngjörið það eigi á Askalon-strætum, svoað dætur Filista fagni eigi ogdætur umskorinna hlakki eigi. Þér Gilbóafjöll eigi drjúpi dögg né regn áyður þérsvikalönd, þviaðþar var snarað burt skildi kappanna, skildi Sáls, sem eigi verður framar olíu smurður... Ekki fyndist mér svona per- sónulega ótrúlegt að Gilboafjall mætti rækta eins og aðra staði í þessu landi, sem fyrir nokkrum áratugum voru auðn og eyði- mörk. En Gilboafjall mun eng- inn sannur gyðingur reyna að rækta. Golanhæðir neðri eru ekki réttnefni. Vegurinn er snar- braltur og hér er bannað að fara út fyrir veginn og þegar upp er komið á kibbuzinn sem hefur verið reistur efst á toppnum eru svæði afmörkuð með hvítum steinum — og raunar víðar — þar sem er óhætt — eða svona nokkurn veginn — að ganga. Hér úir og grúir af jarðsprengjum frá tímum Sýrlendinga og þótt gangskör hafi verið gerð að því að hreinsa stöku svæði er það nánast óvinnandi verk nema á löngum tíma. Meðan á þessari hreinsun stóð eftir að ísraelar tóku Golanhæðir, létu margir lífið þegar þeir gengu á jarð- sprengju og það kemur fyrir enn nema aðgát sé viðhöfð. I neðri Golan sér hvarvetna í sprengju og skotbyrgi Sýrlendinga, en innan um eru gasellur og dádýr á hlaupum innan um runna og tré. Landslagið er hróstrugt, en uppi er jarðvegur djúpur og frjó- samur. Þar hefur verið byggður kibbutz og einkum fengist við hveitirækt. Við erum í níu hundruð metra hæð yfir sjó og göngum yzt að brúninni og við blasir Galíleuvatnið, handan þess Tiberias. Standi maður hér er auðvelt að skilja ógnina sem ísraelar bjuggu við og kibbutz fyrir neð- an hæðina rétt við vatnið varð endalaust fyrir árásum. Sú kyn- slóð sem bjó á þessum stað frá 1948 til 1967 hefur veirð kölluð skotbyrgjakynslóðin. í neðri Golanhæðum eru nú einkum landnemabyggðir, við förum ekki um nein drúsaþorp fyrr en komið er í þær efri. Ef leifar um herstöðvar sjást hvarvetna. Þær landnemabyggðir í neðri Golan- hæðum eru taldar hernaðarlega mjög mikilvægar og ísraelska stjórnin veitir íbúum þar marg- víslega fyrirgreiðslu svo að þeir fást til að vera þar. Við borðum St. Pétursfisk í Ein Gev við Galíleuvatn og síðan er stefnan tekin á efri Golan — sem eru reyndar langtum lægri — en munu nefndar þetta af því þær eru norðar. Við komum við í bænum Katzrin, myndarleg byggð þar sem er verið að byggja upp hátækniiðnað og miklar vonir bundnar við framtíð bæj- arins. Landslagið er hróstugra hér — á hægri hönd blasir við Herm- onfjall og við nálgumst óðum landamærin við Sýrland. Og förum eins nærri Kuneitra og við megum. Ég hafði komið til Kuneitra, Sýrlandsmegin frá fyrir nokkr- um árum, horft með viðbjóði á sprengd húsin sem lágu eins og skrímsl fram á lappir sér, við sumar rústanna voru hríslur og I neðri Golan eru þó nokkur þorp drúsa og sambúðin við ísraela hefur verið svona upp og niður, en er þó að mestu kyrrt eftir að ísraelar lögðu Golan- hæðir undir ísrael. Yfir drúsum hvílir dulúð. Það er ekki einu sinni almennilega vitað hvort þeir telja sig vera araba. Þeir segjast vera drúsar. Þeir biðjast ekki fyrir í moskum og eftir því sem næst verður komið byggir trú þeirra um sumt á endurholdgunarkenningum. Drúsar eru ekki frábrugðnir aröbum við fyrstu sýn, en höfuð- búnaður þeirra er sérstakur, þeir hafa allir skegg og því meira skegg, því háttskrifaðri eru þeir í samfélagi sem enginn veit eig- inlega neitt um með vissu. Drúsar búa einnig víðar í ísra- el og sums staðar hafa samskipti verið ágæt og margir drúsar gegna herþjónustu í ísraelska hernum og allmargir drúsar sem búa í Golanhæðum hafa nú boðið fram krafta sína. Fyrst í stað var þeim vantreyst af nokkuð skiljanlegum ástæðum. En þegar drúsi segir: „Ég sver við skegg mitt..." þá dirfist enginn að draga svardagann í efa. Við fórum til baka um fjöll efri Galíleu, drápum niður fæti í Haifa þeirri borg þar sem ísra- elar og arabar búa saman í hvað mestri eindrægni allra staða í ísrael. En ögn skildi ég betur eftir þennan dag þá ógnun sem ísrael- ar sem búið höfðu um sig nærri Golanhæðum hafa mátt þola. Og skildi ótta þeirra ef svo færi að til tíðinda dragi á ný milli þeirra og Sýrlendinga. Texti og myndir Jóhanna Kristjónsdóttir Sprengjutilrædið íFrankfurt: Leitað að Abu Nidal — Nidal lét myrða mág sinn í Amman Krankfurt, 28. nóvember. AP. LEITAÐ ER AÐ Palestínumannin- um Abu Nidal, sem talinn er vera höfuðpaurinn í sprengjutilræðinu í Frankfurt á sunnudag. Að sögn talsmanns vestur-þýzku lögreglunnar er leitað tveggja araba vegna sprengingarinnar. Annar þeirra sýndi vegabréf út- gefið í Marokkó er hann keypti bifreiðina, sem notuð var í tilræð- inu. Alls slösuðust 35 manns er bílsprengja sprakk í verzlunarmið- stöðinni í Frankfurt á sunnudag. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Abu Nidal væri látinn, en 13. október sl. birti tímaritið Der Spiegel viðtal við hann. Nidal er leiðtogi öfgafullra Palestínu- skæruliða, sem klufu sig út úr samtökum Yassers Arafat. Hafa menn Nidals jafnvel látið til skar- ar skríða gegn fylgismönnum Arafats. Bifreiðin, sem sprengjan var falin í, var silfurgrár BMW. Kaup- andinn sýndi vegabréf frá Mar- okkó og samkvæmt því var nafn hans Azuz Mohsein. Hann kvaðst ætla flytja bílinn til Rabat. Þrír stuðningsmenn Abu Nidal voru handteknir í morgun í Amman í Jórdaníu, sakaðir um að hafa myrt mág Nidals, Hussein Ali Bitar. Ástæðan fyrir morðinu mun vera sú að Bitar hafði ekki tekizt að selja húseign Abu Nidals í Amman. Nidal er giftur systur Bitar. Ekkja Bitar segir Abu Nidal hafa haft í hótunum við þau hjónin vegna fasteignasölunnar. Þrír menn, hinir sömu og sitja nú bak við lás og slá, heimsóttu þau vegna málsins og höfðu einnig í hótunum. Þrjú fiskiskip seídu erlendis ÞRJÚ íslensk fiskiskip seldu afla sinn erlendis á fimmtudag. Fengu þau þokkalegt verð fyrir hann, eða frá 46 krónum á hvert kíló upp í 57. Freyr SF seldi 45,8 lestir, mest þorsk og ýsu, í Grimsby. Héildar- verð var 2.622.200 krónur, meðal- verð 57,32. Keilir RE seldi 66 lestir í Grimsby, mest þorsk og kola. Heildarverð var 3.301.200 krónur, meðalverð 49,91 kr. Loks seldi Ýmir HF 149,3 lestir, mest karfa, í Bremerhaven. Heildarverð var 6.920.000 krónur, meðalverð 46,36 kr. Æðarvarp í Engey: Endurnýjaður samningur um nýtingu hlunninda BORGARRÁÐ hefur samþykkt að endurnvjaður verði samningur við Bjarna Gunnarsson og Sturlaug G. Filipusson varðandi nýtingu hlunn- inda af æðarvarpi í Engey. Samningurinn er endurnýjaður til tveggja ára. Bjarni hefur um margra ára skeið hlúð að æðar- varpinu í Engey og hefur Sturlaug- ur verið honum til aðstoðar upp á síðkastið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.