Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1965 ■morðvargar Friðurinn er úti í Belgíu Belgískt samfélag hefur lengi dregið dám af ráðsettu milli- stéttarfólki og ef undan eru skildar tungumáladeilurnar eru íbúarnir mesta friðsemdarfólk. Á þessu varð nokkur breyting eitt laugar- dagskvöld fyrir skömmu þegar átta manns voru drepnir með köldu blóði í stórverslun fyrir utan Brussel. Manndrápin í stórversluninni þykja bera þess öll merki, að „Bra- bant-morðingjarnir“ hafi verið á ferðinni en frá árinu 1982 hafa þeir 20 sinnum ráðist á stórversl- anir í Belgiu. Þrír eða fjórir alvopn- aðir menn ruddust inn í verslunina, skutu þá, sem næstir stóðu, hirtu peningana og hurfu síðan á braut á bíl eftir að hafa drepið einn vegfaranda. Síðasta árásin varð aðeins sex vikum eftir að ráðist hafði verið á tvær verslanir í eigu sama fyrir- tækisins og einnig þá skildu morð- ingjarnir við átta saklausa menn í blóði sínu. Hryðjuverk og alvarlegir glæpir eru orðnir daglegt brauð í Belgíu. Baráttuseliur kommúnista, sam- tök, sem enginn kann deili á, hafa staðið fyrir hverri sprengingunni á fætur annarri, upphaflega við AÐKOMAN: alrarlegir glæpir gerast daglegt brauð. Blóðpollarnir á myndinni eru fyrir framan annan stórmarkaðinn þar sem óþokkarnir myrtu átta með köldu hlóði. mannvirki í eigu Atlantshafs- bandalagsins en að undanförnu einnig við banka og skrifstofur, og landsfólkið er óttaslegið og undr- andi á ástandinu. Ýmsir hallast að því, að einhver tengsl séu á milli kommúnistasell- anna og „Brabant-morðingjanna" og talsmaður belgíska saksóknar- ans tók þannig til orða eftir árásina á stórverslunina, „hryðjuverka- menn og glæpamenn þurfa fé. í yfirlýsingu kommúnistasellanna frá því í maí var því hótað, að hér eftir yrðu svoköliuðu öreigaskot- mörk einkum fyrir valinu." Ekki eru allir sammála því, að kommúnistasellurnar afli sér fjár með því að ráðast á stórverslanir og er á það bent, að „Brabant- morðingjarnir" hafa yfirleitt haft lítið upp úr krafsinu. I síðustu viku var fengurinn ekki nema um 120.000 ísl. kr. Það vekur furðu, að menn, þótt morðóðir glæpamenn séu, skuli hætta jafn miklu fyrir jafn lítið. Skipulagning glæpamanna bendir til, að mennirnir hafi haft einhver kynni af hermennsku eða lögreglu- störfum og í Belgíu er það ekki óheyrt með öllu, að brottreknir lögreglumenn eða hermenn fari út á glæpabrautina. Þeir eiga heldur ekki svo mikið á hættu. Enn má dæma menn til dauða fyrir glæpi sina en síðasta aftakan fór fram árið 1919. Þá sjaldan kveðinn er upp dauðadómur er honum ávallt breytt í lífstíðarfangelsi og það þýðir í raun ekki nema 10—12 ár. Vegna morðanna að undanförnu er þó almenningur farinn að krefj- ast þess, að dauðarefsingum verði beitt í alvöru. Belgíska lögregl- an hefur verið harð- lega gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekist að hafa upp á hryðjuverkamönn- unum I kommún- istasellunum og „Brabant-morð- ingjunum" en yfir- völd í landinu bera því við, að þau vilji ekki koma á lög- regluríki. Ekki fer þó á milli mála, að lögreglan hefur ver- ið ótrúlega sofandi og svifasein í þess- um málum. Segja þeir, sem gagnrýna hana harðast, að ekkert hafi verið aðhafst fyrr en eftir að kommúnistas- amtökin höfðu drepið tvo slökkvi- liðsmenn 1. maí sl., átta menn verið myrtir í tveimur verslunum fyrir sex vikum og eftir sprengingarnar, sem stórskemmdu fjóra belgíska banka. Jean Gol, dóms- málaráðherra, hef- ur lengi barist fyrir því, að komið verði á fót „úrvalsdeild" innan lögreglunnar til að berjast gegn glæpum af þessu tagi en jafnt ráða- menn sem almenn- ingur hafa ekki vilj- að hlusta á hann. Belgíumenn hafa orð á sér fyrir mikið jafnaðargeð og að þeir láti sér yfirleitt fátt um flest finnast. Segja sumir, að sú sé ein skýringin á of- beldisöldunni í landinu. „Lögreglu- mennirnir eru seinlátir og eiga erfitt með að laga sig að nýjum aðstæðum, alveg eins og annað fólk í landinu," er haft eftir manni, kunnugum belgísku samfélagi. — LIZBARDER IJAPAN: Um Japan hefur það verið sagt, að þar væri að finna „Paradís njósnaranna", en Japanir sjálfir una illa þessari nafngift. Af þeim sökum er ríkisstjórn Yasuhiro Nakasone, forsætisráð- herra, nú að setja lög um njósnir og eru viðurlögin mjög ströng. Getur það varðað líflátsrefsingu að ljóstra upp um ríkisleyndarmál og „vinna öryggishagsmunum þjóðarinnar alvarlegt tjón“. „Þegar ég heyri á þessa nafngift minnst, „Paradís njósnaranna“, fer um mig kaldur hrollur," sagði Nakasone á þingi fyrir skemmstu en þetta heiti er komið frá Stan- islaw Levchenko, majór í KGB, sovésku leyniþjónustunni, sem leitaði hælis í Bandaríkjunum árið 1979. Levchenko, sem var í Tókýó á vegum KGB og hafði það að skálkaskjóli, að hann væri blaða- maður við sovéska tímaritið „New Times", skýrði frá því, að á einu ári aðeins hefði hann borgað 200 Japönum fyrir að njósna og að „meira en helmingur" Sovétmanna í Japan ynni fyrir KGB eða GRU, leyniþjónustu hersins. Upplýsingar Levchenkos ollu því, að frammámenn í stjórnar- flokknum, Frjálslynda flokknum, ákváðu að snúast gegn njósna- starfseminni og ekki varð það til að letja þá þegar Yuri Kozlov, „hernaðarfulltrúi" við sovéska sendiráðið í Tókýó, forðaði sér allt í einu til Moskvu dag einn árið 1980. Með aðstoð Levchenkos komst lögreglan að því, að Kozlov hafði stjórnað njósnastarfsemi GRU og fengið til liðs við sig háttsettan, japanskan hershöfðingja á eftir- launum og tvo starfandi foringja í hernum. Yukihisa Miyanaga, hershöfðingi, fyrrum skólastjóri í leyniþjónustuskóla hersins, hafði látið Sovétmenn fá skjöl um varnir Verður varla þverfótað fyrir njósnurum Hokkaido, nyrstu eyjarinnar, sem næst er Sovétríkjunum, um vopna- búnað japanska hersins og upplýs- ingar um kínverska herinn. Japan- irnir þrír höfðu í sínum fórum stuttbylgjutæki, upplýsingar um senditíðni og dulmálsbækur, sem þeir höfðu fengið hjá húsbændum sínum í Moskvu. Eftir að Kozlov hvarf á braut hefur ýmsum öðrum Sovétmönn- um legið á að fara frá Tókýó enda er það tiltöiulega auðvelt að vinsa njósnarana úr sovéska blaða- mannahópnum í borginni. Tókýó er mjög dýr borg en margir þess- ara manna hafa borist grunsam- lega mikið á þótt þeir komi sjaldan eða aldrei nálægt neinni blaða- mennsku. Dæmigerður, sovéskur blaðamaður í Tókýó er óaðfinnan- lega klæddur, býr í fínni íbúð, hefur sinn eigin bíl, á sumarhús í Sovétríkjunum og hreykir sér af því að hafa 8—900 þús. ísl. kr. í risnu árlega „sem ég verð að eyða“. Þessi sovéski „blaðamaður" tal- ar japönsku reiprennandi en kem- ur aldrei á blaðamannafundi og skrifar ekki neitt. Japanska lög- reglan þykist hins vegar vita, að hann sé „háttsettur foringi" I KGB og með honum er fylgst eins og öðrum starfsbræðrum hans. Það undarlega er hins vegar, að jap- önsk stjórnvöld leyfa sovéskum og austur-evrópskum blaðamönnum að koma til landsins með dipló- matapassa þannig að ekki er hægt að koma yfir þá japönskum lögum. I Japan eru flestir sammála um, að loka verði „njósnaraparadís- inni“ en stjórnarandstaðan og mannréttindasamtök hafa þó ráð- ist hart gegn nýju njósnalögunum, sem þau segja, að geti dregið dilk á eftir sér auk þess að vera allt of ströng. í lögunum eru „ríkisleyndarmál" aðeins skilgreind sem skjöl, mynd- ir „og annað efni“ varðandi varnir eða utanríkismál, upplýsingar, sem verði að fara leynt vegna „öryggishagsmuna þjóðarinnar". Samtök japanskra lögfræðinga benda á, að þessa óljósu skilgrein- ingu megi „teygja endalaust" og að ákvæðið um dauðarefsingu stríði gegn núverandi stefnu flestra þjóða í því efni. Andstöðu almennings við lögin má rekja til ástandsins fyrir stríð þegar Kempei-tai, leynilögregla hersins, sá um að ekkert læki út um málefni hersins, og Tokko, lögreglusveitir innanríkisráðu- neytisins, bældu niður alla um- ræðu um stjórnmál og efnahags- mál. Árið 1941 ríkti algjör ritskoð- un á japönskum fjölmiðlum. Það bætir ekki úr skák fyrir stjórnarflokknum, að helsti tals- maður laganna er Nobusuke Kishi, forsætisráðherra á árunum 1957—60, ákafur hægrimaður, sem skipulagði efnahagslegt strfðsátak þjóðarinnar í herstjórn Hideki Tojo. Eftir stríð sat Kishi um stund í fangelsi hjá Bandaríkja- mönnum og var þá skilgreindur sem stríðsglæpamaður í „A-flokki“. — PETER MCGILL | TÓB AKSRE YKING AR Dýrasta bana- mein sögunnar Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem nýlega var gerð á vegum Bandaríkja- þings, eru afleiðingar tóbaksreykinga svo kostnaðarsamar fyrir þjóðarbúið að þær nema nú allt að 65 milljörðum dollara í beinhörðum peningum. Eru þá saman lögð útgjöldin af læknishjálp vegna reykinga, dauðsföllum og vinnutaps. Þessi kostnaður nemur hvorki meira né minna en um það bil 90 krónum á hvern pakka af sígarettum sem reyk tur er vestra. C. Everett Koop landlæknir gerði á árinu 1984 áætlun um heildarkostnað af völdum tóbaksreykinga og hljóðaði hún upp á 40 milljarða dala. Samkvæmt niðurstöðum þing- nefndarinnar núna eru af- leiðingar reykinga samt „ snöggtum dýrkeyptari. Fulltrúar tóbaksiðnaða XLrins í Bandaríkjunum hafa vefengt þessar niðurstöður og segja að þær sýni einungis „hversu lítið sé vitað um sambandið á milli mannlegs atferlis og sjúkdóma". Samkvæmt rannsókninni munu Bandaríkin verja allt að 35 milljörðum dollara á þessu ári til þess að lækna sjúkdóma sem stafa af reykingum, til dæmis lungnakrabba. Eru það 3—9% af heildarupphæð þeirri sem þeir verja til heilbrigðismála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.