Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 B 39 Ryan O’Neal í Fever Pitch Superman í takt við tímann Rétt eins og aörir karlmenn, sem ekki búa yfir hinum stórkostlega krafti Kryptonbúans, gengur Súp- erman nú í gegnum erfiöleikatíma- bil þaö sem flestir miöaldra menn ganga í gegnum. Eöa svo segja hinir veraldlegu meistarar hans hjá DC Comies, sem nýlega tílkynntu Christopher Reeve í hlutverki Súpermans. aö þeir ætluöu aö Ijá Stálmanninum nýtt útlit, nýja sögu og nýja súper- vini. .Kjarni málsins er sá aö viö erum aö búa hann undir 50 ára afmælið hans áriö 1988“, er haft eftir Paul Levitz varaforstjóra teiknimynda- fyrirtækisins. „Við viljum aö hann veröi sá besti sem til er.“ Ýmislegt bendir til þess aö „sá besti“ só aö þróast yfir í einskonar Súperuppa. Einn listamaöurinn, sem vinnur með hann, gaf í skyn aö hinn nýi Súperman myndi jafnvel endrum og eins sýna vandaöan smekk sinn fyrir hvítvíni og ostum. En jafnframt er lögö áhersla á aö enginn eigi eftir aö rugla hinum nýja Súperman saman viö flugvél, fugl eöa jafnvel Rambo. Levitz sagöi aö Súperman muni áfram vinna góö- verk í Metropolis og vinna á rit- stjórnarskrifstofum dagblaösins Daily Planet og vinna á vondum köllum. En Súperman veröur ekki lengur bara einn af blaöamönnun- um á ritstjórninni, hann veröur póli- tískur dálkahöfundur. Hér er auö- vitaö átt viö Clark Kent, sem er Súperman í jakkafötum. Súperman hefur breyst reglu- lega frá þvi hann var skapaður áriö 1938 eftir því sem nýir teiknarar hans hafa tekiö viö af þeim gömlu. „Nú ætlum viö aö gera hann nú- tímalegri", sagöi Levitz, en Súper- man-klæðnaöurinn breytist ekki. Og Lois Lane verður áfram draumadísin hans en hún veröur einnig f ærö í nútímalegra horf. Levitz sagöi aö hiö rómantíska ástarsamband breyttist ekki aö ráöi. „Þaö veröur alltaf þessi eilífi þríhyrningur,“ sagöi hann og átti viö Lois Lane, Súperman og Clark Kent. — ai. *<- Harry Dean Stanton. Jessica Lange í Sveitinni Jessica Lange þekkir lífiö í sveit- inni af eigin raun því hún ólst upp í litlum bæ í Minnesota og það kemur þar af leiöandi ekkert á óvart aö henni sé annt um sveitina; hún ekki aðeins leikur aðalhlutverkiö í Sveit- inni (Country) sem Stjörnubíó tók nýlega til sýninga, heldur er hún einnig framleiöandi og haföi hönd í bagga meö handritinu. Country var ein af þremur sveita- lífsmyndum sem gerðar voru' síð- astliöiö ár, hinar voru Places in the Heart og The River. Sagan sem þessar myndir segja er ævagömul, en alltaf jafn fersk, því, eins og Jessica bendir á, eiga einyrkjarnir alltaf undir högg aö sækja, stóru fyrirtækin eru í þann mund aö gleypa litlu bændabýlin. Steinbeck vakti athygli á þessu í Þrúgum reið- innar upp úr kreppunni miklu, en ekkert hefur breyst, ef marka má Jessica Lange í Sveitinni. orö leikkonunnar: „Fólk, sem búiö hefur á býlum sínum allt sitt líf, er nú neytt til aö yfirgefa býli sín. Viö ákváöum aö gera mynd um harm- leik þessafólks.“ Jessicu Lange auönaöist aö gera þessa mynd þar sem hún var mikils metin eftir leikinn íTootsie og Fran- ces. Hún fékk til liös viö sig hand- ritshöfundinn William Witliff og leikstjórann Richard Pearce, og síöast, en ekki síst, sambýlismann sinn, leikritaskáldiö og leikarann einræna.SamShephard. HJÓ. Um frumsyningar vestra Meöal mynda, sem nýlega voru frumsýndar í Bandaríkjunum má nefna King Solomons Mines, eöa Námur Salómons konungs, meö hjartaknúsaranum Richard Chamerlain í aöalhlutverki. Þaö er ísraelska kvikmyndafyrirtækiö Cannon Group í eigu þeirra Menahem Golan og Yoram Glo- bus, sem standur að baki gerðar myndarinnar en leikstjóri er sá gamli góöi J. Lee Thompson, sem leikstýröi The guns of navarone og a.m.k. tveimur Apaplánetu- myndum. Herbert Lom leikur einnig í myndinni en Jerry Goldsmith sór um tónlistina. Þá var nýlega frumsýnd nýjasta myndin meö Ryan O’Neal. Hún heitir Fever Pitch og segir frá fréttamanninum Steve Taggart (O’Neal) og rannsókn hans á fjár- hættuspili sem, samkvæmt mynd- inni, er aö veröa nýjasta tóm- stundagamaniö í henni Ameríku. Leikstjóri er Richard Brooks en hann á aö baki sér myndir eins og Elmer Gantry, Bite the Bullet og Looking for Mr. Goodbar. Ein af jólamyndunum í Ameríku heitir Clue og er glæpamynd, sem frumsýnd veröur 13. desember. Um er aö ræöa ósköp venjulega mynd um morö og leitina aö moröingjan- um nema hvaö áhorfendur geta valiö um hvernig myndin endar. Jonathan Lynn heitir handritahöf- undur og leikstjórinn og hann var svo sniöugur aö gera þrenn ólík endalok í myndina, sem merkt veröa A, B, eöa C. Auglýsingar í blöðum munu svo benda fólki á hvaöa Clue verður sýnd í hvaöa bíói. Eöaþannig. Philip Borsos heitir efnilegur leikstjóri vestur í Hollywood, sem gert hefur þrjár skínandi góðar myndir og hafa tvær þeirra veriö sýndar hér á landi. Það eru mynd- irnar, The Grey Fox og Mean Street en þriöja myndin hans var nýlega frumsýnd vestra. Hún heitir One Magic Christmas og meö aöal- hlutverk í henni fara Mary Steen- burgen og Harry Dean Stanton. Myndin tekur öörum þræði á þjóö- sögunni um jólasveininn. Borsos fékk hugmyndina aö henni þegar hann vann aö gerö Gráa refsins og hann haföi nokkrar þekktar jóla- myndir í huga þegar hann hófst handa viö verkiö, myndir eins og A Christmas Carol og It’s A Wond- erful Life. Flóttamaður leikur f lóttamann „White Nights“ frumsýnd í Bandaríkjunum Nýjasta mynd Taylor Mack- fords leikstjóra, A Officer and a Gentleman og Against All Odds, heitir White Nights og var frum- sýnd fyrir viku eöa svo í Banda- ríkjunum. Aðalleikarar myndar- innar eru rússneska ballettstjarn- an Mikhail Baryshnikov, banda- ríski leikarinn Gregory Hines og breska leikkonan Helen Mirren. Einnig koma fram í myndinni, Geraldine Page og Isabella Ross- elini. White Nights er um landflótta Rússa, Nikolai Rodehenkoaönafni. Hann er ballettstjarna og átta ár eru liöin frá því hann strauk frá Sovét- ríkjunum þegar atvikin haga því svo til aö flugvél, sem hann er farþegi í, hrapar á leiöinni frá París til T ókýó og brotlendir í Síberíu í nágrenni viö herflugvöll Sovétmanna. Þaö er Baryshnikov sem fer meö hlutverk Rodehenko en sjálfur er Barys- hnikov landflótta Rússi og einn fremsti ballettdansari íheimi. Myndin er einnig um Raymond Greenwood, sem Gregory Hines leikur. Greenwood er fæddur í Harlem t New York og er atvinnu- dansari en honum þótti ekki gott aö lifa í Ameríku, sérstaklega eftir reynslu sína af Víetnamstríöinu, og flutti því austur yfir járntjaldiö. Þar var honum mikiö hampaö af yfir- völdum enda ekkl á hverjum degi, sem blökkumaöur frá Harlem flytur til Sovétríkjanna en síöar uröu yfir- völd þreytt á Greenwood og sendu hann til Síberíu. Tilviljun og KGB veröa til þess aö vegir Rodehenko og Green- woods mætast. Starfsmaöur KGB, sem leikstjórinn Jerzy Skolimowski leikur, fær Ameríkanann tíl aö njósna um Rússann og fá hann til aö danska viö Kirovballettinn í Leníngrad. Um síöir fellst hann á þaö og leikurinn berst til Leníngrad og Ameríkaninn, sem þreyttur er oröinn á Sovétmönnum, og Rúss- inn ákveöa aö flýja úr landi. White Nights var tekin í Bret- landi, Portúgal og Sovétríkjunum Mikhail Baryshnikov í White Nights. en myndatakan í síöastnefnda landinu fór fram á heldur dularfull- an hátt (þaö er siöur Rússa aö neita vestrænum kvikmyndageröar- mönnum aö kvikmynda leiknar myndir i Sovétríkjunum). „Ég segi ykkur ekki hvernig viö fórum aö því,“ er haft eftír leikstjóra myndar- innar, „vegna þess aö óg vil ekki koma upp um þá sem geröu þaö. En þaö sem lítur út fyrir aö vera Leníngrad í myndinni er Len- íngrad ... Ég meina, í einu af fyrstu atriöum myndarinnar er mynd af fimm hæða styttu af Lenin fyrir framan tíu hæöa hús og slíkt mundi égekkismíöafyrirsvonamynd." Þegar myndatökurnar frá Len- íngrad voru komnar í hendurnar á Hackford leikstjóra, sýndi hann Baryshnikov þær. Ballettdansarinn horföi á myndirnar í klukkustund án þess að mæla orö af vörum, sagöi Hackford. „I þeim var meira aö segja langt skot af húsinu, sem hann haföi búiö í áöur en hann flúöi vestur." í kvikmyndagagnrýni, sem Vinc- ent Canby skrifar í The New York Times, segir aö Baryshnikov só jafngóöur leikari og hann er góöur dansari. Annrs er Canby lítiö hrifinn af Whíts Nights nema hvaö hann hrósar leikurum fyrir góöa frammi- stööu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.