Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 B 15 Texti/Elín l’álmadótlir Myndir/Ólafur K. Mannússon ÞlNGVALLA' VATN NESJAVSLLIR HENGILL KEFLAVIK GRINDAVIK STOKKSEY skiljur. Er gufan leidd í gufuhverfil, sem snýr rafal er framleiðir raf- magn. Gufan úr hverflinum og skiljuvatnið hitar svo kalt vatn, sem notað er beint í hitaveituleiðsluna til borgarinnar. Eftir að gufan hefur verið þétt og skiljuvatnið kælt niður verður hvort tveggja leitt aftur niður í jörðina um holur. Er verið að bora niðurstreymisholur, sem á að prófa til að kanna hvernig frá- rennslisvatnið hegðar sér, hvort þar verða útfeliingar og hætta á stíflun. Þegar hefur verið boruð ein niður- streymishola í tilraunaskyni. Með þessu næst allur varminn frá guf- unni og heita vatninu. Fara 4/s í að hita upp vatnið sem sent er til borgarinnar, en Vs má nýta til ra- forkuframleiðslu. 10-15% af því rafmagni nýtist á staðnum, hitt mætti selja ef markaður væri fyrir það. Kalda vatninu sem sent er upþ- hitað til borgarinnar er dælt upp úr grunnum holum í hrauninu nálægt Þingvallavatni. Þannig fæst á 10—20 m dýpi hreint vatn og ómengað öllum óæskilegum efnum eftir að hafa síast gegnum jarðlögin. Und- anfarið hafa farið fram tilraunir með vatnstökuna. Þar sem þetta er eflaust vatn á leið í Þingvallavatn vakna spurningar um hvort vatns- taka hafi áhrif á það. Svarið er að 100 rúmmetar á sekúndu renna úr Þingvallavatni en hitaveitan mundi ekki taka nema '/íoo til 2/ioo af því. Rétt er að geta þess í þessu sam- bandi að Hitaveita Reykjavíkur hefur stutt rannsóknir á lífríki Þingvallavatns, sem Pétur Jónasson prófessor hefur stjórr að undanfarin ár. Er þetta m.a. gert til þess að meta áhrif virkjunar á lífríki vatns- ins í framtíðinni. Leiðslan 26,5 km Leiðslan frá hitaveitunni á Nesja- völlum til borgarinnar verður 26,5 km á lengd. Þetta er ofanjarðar- leiðsla sem mun liggja frá jarð- hitasvæðinu yfir Háhrygg og fara um Dýradal yfir á Mosfellsheiði. Þaðan fylgir hún nokkurn veginn háspennulínunni frá Búrfelli fram hjá Geithálsi og að miðlunargeym- um Hitaveitu Reykjavíkur á Graf- arholti. Komi til raforkusölu mundi einnig hentugast að leggja há- spennulinu beint að Geithálsi. Tveir nýir vegir Vegasamband við Nesjavelli er sem kunnugt er mjög lélegt og þarf úr að bæta með virkjun á Nesjavöll- um. Nú hafa hugmyndir um vega- lagningu breyst á þann veg að veg- urinn með hitaveitulögninni verður sennilega gerður að sumarvegi. Mun þar opnast skjótfarinn fjallvegur austur yfir sem opnar útivistarfólki nýja möguleika í framtiðinni. En þessi leið er helmingi styttri en ef farinn væri Þingvallavegur. En aðalleiðin að vetrarlagi að virkjun- arstaðnum á Nesjavöllum verður af Suðurlandsvegi og upp Grafninginn, sem er úr Reykjavík um 100 km leið. Hefur Hitaveita Reykjavíkur þegar látið leggja upphleyptan veg frá Irafossi að Nesjavöllum. Og þá er komið að áætluðum kostnaði við þessa virkjun á heitu vatni á Nesjavöllum. Er gert ráð fyrir að fyrsti áfanginn eða 100 MW virkjun kosti um 2 milljarða kr, að því er Jóhannes segir, en þá er kominn í það talsverður kostnaöur sem til góða kemur í framtíðinni. Framhaldsvirkjun verður því miklu hagstæðari. Einhver lán þarf að taka, en með þvi að dreifa kostnað- inum á þrjú ár getur hitaveitan lagt fram verulegt eigið fé, þ.e. ef ekki koma til ný höft og vísitöluleikfimi, eins og áður gerðist. Væri varla skynsamlegt að stöðva eða seinka hitaveituframkvæmdum á Nesja- völlum á meðan varmaöflun fyrir meira en helming þjóðarinnar er í tvísýnu. Allt þetta haust hafa fram- kvæmdir verið í fullum gangi á Nesjavöllum. I sumar voru þar við vinnu 40-50 manns, m.a. við boranir ag tilraunastörf. Er reiknað með að vinnu verði hætt í bili fyrir áramót. Þó haldið áfram tilrauna- og rann- sóknastarfsemi í allao vetur, að því ar Jóhannes Zoega sagði í lokin. - E.Pá. Frá jarðhitasvæðinu á Nesjavöllum vestan við Þingvallavatn og til Rey kjavíkur verður 26,5 km löng hitavatnsleiðsla sem liggur frá jarðhi tasvæðinu y fir Háhrygg um Dýradal yfir á Mosfellsheiði, en þaðan fylgir hún nokkurn veginn háspennuiínunni frá Búrfelli að Geithálsi. Ekki var hægt að hefjast aftur handa fyrr en á árinu 1983, þegar lítillega var byrjað aftur á Nesja- völlum en boranir komust ekki verulega í gang fyrr en 1984. Verð- stöðvuninni var þá aflétt í tveimur- áföngum, um mitt sumar 1983 og í ársbyrjun 1984. Var þá tekið til þar sem frá var horfið og boraðar 3 holur á Nesjavöllum og síðan ákveð- ið að reyna að bora allt að 6 holum á árinu 1985. Er því nú að ljúka. koma til greina til virkjunar, en það eru Krísuvíkur-Trölladyngjusvæð- ið, Hveragerði og Nesjavellir. En hið síðastnefnda var talið álitlegast vegna þess að það er næst höfuð- borgarsvæðinu ásamt raunar Krísu- vík, það er eina svæðið þar sem ferskvatn er gott og nægilegt og talið er líklegt að þar sé nægan jarðhita að finna fyrir höfuðborgar- svæðið um langa framtíð. Þetta var ástæðan fyrir kaupunum á Nesja- völlum á sínum tíma. Á Nesjavöllum skiptist jarðhitasvæðið í tvennt, heitari hluta sem er uppi í fjalls- hliðunum og kaldari hluta niðri í dalnum og eru borholur á báðum stöðum. 100 megawatta áfangi „Árangurinn af borunum á Nesja- völlum hefur á undanförnum tveim- ur árum orðið svo góður að þegar hefur fengist þar gufu- og vatnsafl fyrir 250-300 MW varmavirkjun, að því er hitaveitustjóri upplýsir. Allar rannsóknaholurnar eru miðaðar við að verða vinnsluholur. Er verið að vinna að nánari virkjunaráætlun. Eins og útlitið er núna vonumst við til að þegar á næsta ári verði hafnar framkvæmdir, bæði aðgerðir til virkjunar á staðnum og við leiðslu til borgarinnar, sem búið er að mæla fyrir. Fara endanlegar teikn- ingar á legu hennar til náttúru- verndarráðs, sem haft hefur verið samband við. Við reiknum með að fyrsti áfangi verði 100 MW virkjun, en hitaveituleiöslan verður gerð fyrir 300-400 MW, svo að ekki þurfi aðra eftir fá ár.“ Þótt lagt sé til að aðeins verði farið í 100 MW jarðhitavirkjun í fyrsta áfanga hefur þegar fengist jarðhiti fyrir nær þrisvar sinnum meira. Því segir Jóhannes að hægt verði að draga úr borunum á næsta ári. Með því að taka litla áfanga vinnist tvennt. Þessi fyrsti hluti geti þá verið tilraunaverk, þannig að auðveldara sé að gera breytingar ef þörf krefur. Þá tekur framkvæmd svo lftils áfanga styttri tíma, laus- lega áætlað að þrjú ár líöi þar til hann er tekinn i notkun. En þegar þessi áfangi Nesjavallavirkjunar hefur verið tengdur veitunni þá verður hægt að létta á þeim svæðum sem nú er dælt svo mikið úr og nota þetta sem grunnafl. Þótt þessi viðbót stækki ekki hitaveituna nema um 1/6 þá getur hún séð fyrir um 1/3 af orkuþörfinni. Núverandi svæði fá þá tækifæri til að jafna sig. Þannig gæti gamla svæðið nýst sem nokkurs konar toppstöð á kald- asta árstímanum. En með þvi móti mundi líka 100 MW virkunaráfang- inn endast lengur. Getur það munað nokkrum árum“, segir Jóhannes Zoega. „Ef fyrsti virkjunaráfangi frá Nesjavöllum kæmi inn í hitaveitu- kerfið í árslok 1988 gæti hann enst fram til 1995. En þá er enn ekki fullvirkjað á Nesjavöllum. Hvenær það verður fer eftir því hversu hratt vatnsþörfin vex. Þar hefur bygging- arhraðinn áhrif svo og t.d. aukin snjóbræðsla. En sú notkun fer mjög vaxandi á götum og bílastæðum. Við íbúðarhús er mest notað frárennsl- isvatn og fæst þá góð nýting á jarð- hitanum. En í götum eins og Lauga- vegi og Bankastræti þarf á vetrum heitt vatn úr dreifikerfinu til að halda þeim auðum. Undanfarin ár hefur orkuþörfin aukist um 4% á ári, en gert er ráð fyrir því að aukningin minnki á næstu árum, þannig að Nesjavallavirkjun ætti að endast fram yfir aldamót. Kalt vatn hitað upp Á háhitasvæðum er ekki hægt að nota jarðvökvann beint eins og á lághitasvæðum borgarinnar, heldur verður að nýta varma hans með varmaskiptum til upphitunar á grunnvatni. Á Nesjavöllum verður borholuvökvinn leiddur í gegn um Viðgerðir á kerfinu Jafnframt var farið að gera við það sem hafði orðið að bíða. Á þessum tveimur árum 1984-1985, hafa farið fram viðgerðir á götuæðum. Eink- um teknar meginæðarnar og eru þær nú svo langt komnar að eftir næsta ár verður hægt að draga úr viðgerðum, að því er hitaveitustjóri segir. „Bilanir voru orðnar mjög tíðar en nú er þetta að komast í jafnvægi og öryggið hefur aukist í samræmi við það. Við erum að komast yfir það hættulegasta." Á Nesjavöllum hafa farið fram umfangsmiklar rannsóknir á sl. 2 árum á jarðfræði og jarðeðlisfræði svæðisins, viðnámsmælingar verið gerðar á yfirborðinu, sýnataka farið fram í lindum og hverum, unnið að efnagreiningu og kortlagning farið fram á öllu Hengilssvæðinu. En að auki hafa farið í gang rannsóknir á Kolviðarhólssvæðinu hinum megin í Henglinum, sem er í eigu Reykja- víkurborgar. Tilgangurinn fyrst og fremst er að afla þekkingar á svæð- inu í heild. Hefur nýlega verið boruð ein rannsóknarhola á Kolviðarhóli. Má skjóta þvi hér inn i að nokkur þekkt háhitasvæði eru i 25-35 km fjarlægð frá þéttbýlissvæðinu og hafa þrjú þeirra einkum verið talin Við borholu á Nesjavöllum. Á árinu 1985 hafa verið boraðar sex holur og borunum að Ijúka. Ein af borholunum. Árangur af borunum hefur á undanförnum tveimur árum orðið svo góður á Nesjavöllum að þegar hefur fengist þar gufu- og vatnsafi fyrir 250—300 MW varmavirkjun. REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.