Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 36
36 B MORCUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 Að bera sig eftir björginni ást er. ... að finna aö það besta er eftir. TM Rm. U.S. Pat. Off.-all riahts raswvwl 01983 Angetea Tlmea Syndlcate I>að væri fínt að hafa svona margar hendur um borð í flugvélinni okkar? HÖGNI HREKKVlSI „HANN WILL AV fXJ 6EFIR HÖNU/ld VOTT- CHP UPP 'A „OF VEIKL/K Ttt APBERA VtlNl" Kæri Velvakandi. Þú býður pláss fyrir dægurmála- uppákomur, það ber að þakka og nota. Við sem erum að verða aldnir að árum og all sjóaðir í lífsins skóla, ættum ekki að láta okkur bregða við smámuni. Þó gerðist sá atburður nú á dögunum, að smá- bátaeigendur, eða í daglegu máli nokkrir trillukarlar úr Reykjavík, Hafnarfirði og héðan af Skipa- skaga lokuðu gömlu Reykjavíkur- höfn, smástund, til að eftir þeim yrði tekið og á þá hlustað. Þrátt fyrir kröfugerðar- og heimtu- frekjutíma, sem við lifum nú á, hlýtur hver sæmilega gerður ís- lendingur að líta við og spyrjast frétta þegar slíkt ber við. fslensk- um sjómönnum er annar mann- dómur ríkari í eðli en efna til uppþota. Skapið er stórt og lundin hörð, engu að síður, og hafa þeir oft þurft á hörkunni að halda í glímunni við Ægi konung. Þó sjó- mennirnir okkar láti ekki orða- laust misbjóða rétti sínum, eru þeir drengskaparmenn, sem dugað hafa þjóð sinni bezt og drengileg- ast, þegar mest hefur á reynt. Á þeim sannast ætíð, að sá er vinur, sem í raun reynist beztur. Þó að sá er hér skrifar eigi all- langan ævislóða að baki í hinni hugljúfu bænabyggð sem ungling- ur og síðar bóndi, þá er hitt stað- reynd, að 16 æviárum var eitt hér á Akranesi, áður en bóndastarfið hófst á Miðfelli. Á þeim árum var sjávarútvegur undirstöðuatvinnu- greinin hér. Allt mitt starf á sjó og landi var henni tengt. Þess- vegna hefi ég alla tíð verið vin- veittur íslenska sjómanninum. Reynslan sannaði mér það, að þar fór kjarni þjóðarinnar. Það er margt minnisstætt frá stríðsárun- um, þó ekki verði talið hér. Ég segi í fullri alvöru: Hvar væri ís- lenzka þjóðin stödd í dag, ef sjó- mennirnir hefðu lagt árar í bát og gefist upp, þegar mest á reyndi. Þegar dráptólin lágu í leyni við hvert fótmál sjómannsins. Og skipin hurfu í hafið með manni og mús, hvert af öðru. Það heyrðist aldrei æðru- né uppgjafarorð. En hvernig aðstandendum, ættingjum og vinum var innanbrjósts, það er óskráð saga, harm- og hetjusaga, sem þeirri kynslóð stóð ekki á sama um. í þá daga voru íslenzku sjómennirnir virtir og dáðir. Þeim að baki stóð öll þjóðin, sem ein fjölskylda. Nú eru flestar gömlu hetjurnar komnar í land. Sá maður sem fórnaði manndómsárunum á sjónum, á erfitt þegar í land kemur. Það eru ekki allir sem kunna til verka í landi, því úr litlu er að velja, þegar aldur færist yfir. Því verður mörgum á að fá sér trillubát og dunda sér á grunnslóð með færi eða línuspotta. Sú var tíðin að á íslandi var sjálfsbjarg- arviðleitnin talin til beztu dáða. Það var þegar hver og einn gerði kröfur til sjálfs sín. Þá voru tímar dáða og hygginda, metnaður að verða að manni og komast af án hjálpar samfélagsins. Þetta hug- arfar blundar en í brjósti sjó- manna okkar. Ráðherrar og fræð- ingar sem ráð vilja gefa, vita vel að fiskur er flökkuvera, sem eng- inn geymir sér á vísum stað. Því þarf að bera sig eftir björginni þegar hún býðst, með hæfilegri gát. Ég vil láta veðurguðina, að mestu, segja trillukörlum hvenær þeim hentar að ýta úr vör með færið sitt eða línuspotta. Smábátaútgerðin er þjóðinni ódýr og hagstæð. Aflinn er úrvals vara. Það ætti að verða þjóðarhefð og metnaðarmál, að halda í heiðri og varðveita þetta góða einstakl- ingsframtak. Ég trúi núverandi sjávarútvegsráðherra til að leysa þetta hagsmunamál framtaks og dugandi manna. Valgarður L. Jónsson Víkverji skrifar Jólafastan hefst í dag og þar með nýtt kirkjuár. f mörgum kirkjum verður efnt til athafna í kvöld, þar sem flutt verður talað orð og tónlist til að minna okkur á þá hátíð, sem er í vændum. Tíminn flýgur, segir gamla fólkið, og fyrr en varir eru komin jól og daginn tekur að lengja. Hraðinn er mikill þessar síðustu vikur árs- ins. Sú hugsun gerist áleitin, þegar annirnar eru sem mestar, hvort þetta sé allt nauðsynlegt til að minnast þess, að jólabarnið var vafið reifum og lagt í jötu. Það er ekki í tísku að fárast yfir öllu umstanginu. Og vissulega er ánægjulegt að vera þéss megnugur að geta glatt aðra með gjöfum á stundum sem þessari. Mestu skipt- ir þó að tilefnið gleymist ekki. Ástæðulaust er að veraldarvafstr- ið sé svo mikið, að annað komist alls ekki að. Sigurbjörn Einarsson biskup kemst þannig að orði í Víðförla, blaði Þjóðkirkjunnar: „En í djúpum hugans, í dulvit- undinni, er margt geymt, sem við höfum bælt, lokað úti frá dagvit- und, vísvitandi eða ómeðvitað. Og margt af því, sem dylst í þessum fylgsnum, varpar frá sér skuggum, þar eru rökkvuð svæði. Guð þarf að komast í gegnum skuggana og rökkrið. Hann vill lýsa upp leyni hugans. Það gerist ekki í vetfangi. Aldrei til fulls hér á jörð. En þegar hann er að hreinsa til hið innra og þegar hinn innri maður er að komast til sjálfs sín, getur skýjum svifað fyrir ljósop sálarinnar, sem skyggja á Guð með óvæntu móti. Hann virðist hverfa. Sá sem reynir þetta skal ekki missa móðinn né gefast upp. Guð er að verki, Guð er að blessa, þótt þér finnist hann hafa dregið sig í hlé eða snúið baki við.“ XXX Skammdegisfréttirnar eru nú flestar um fjármál og peninga. í raun þarf það ekki að koma á óvart, að íslensk fjölmiðlun snúist að verulegu leyti um þennan þátt þjóðlífsins. En hann er þó óvenju- lega rúmfrekur núna vegna þeirra sviptinga, sem eru í viðskipta- og fjármálalífinu. Þeir, sem best fylgjast þar með, hafa lengi spáð því, að sú stund myndi renna upp fyrr en síðar, þegar ekki yrði lengra haldið á sömu braut. Við erum enn að súpa seiðið af því, að allt peningakerfið fór úr skorðum á tímum óðaverðbólgunnar. Hún verður okkur ekki síður dýrkeypt en öðrum þjóðum, sem hafa þolað sambærilega óáran. Á þessari stundu sér ekki fyrir endann á þessum vandræðum öll- um. Þeir eru ekki öfundsverðir, sem takast á við hann á hefðar- tindi háum. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur. I því vafstri öilu vill kjarninn gleymast: Allir þurfa að leggja hönd á plóginn, eigi það markmið að nást, að hér ríki bærilegur friður milli manna og stétta. Einnig í þessu efni er mikil- vægt að missa ekki móðinn né gefast upp. XXX Jólin sameina okkur á næstu vikum, þegar við undirbúum þessa mestu hátíð kristinna manna. En við eigum ekki ein- vörðungu að miða þennan undir- búning við hin ytri tákn jólahalds- ins. Þau eru aðeins ytri tákn, umbúðir utan um það, sem við erum að minnast, komu frelsarans. Samtíminn krefst þess af mönn- um, að þeir fari hratt yfir. Sumir telja það jafnvel síst til bóta að staldra við og líta í eigin barm, skynsamlegra sé að líta í barm annarra og sjá hvort þar sé ekki eitthvað að. Flótti undan sjálfum sér er ekki í samræmi við þann boðskap, sem á að vera okkur efst í huga á jólaföstunni. Eins og Sigurbjörn Einarsson biskup orðar það: „En það ríður á því að horfast í augu við allt, sem kemur fram í dagsljós vitundarinnar, játa fyrir Guði hverja flekkaða minningu, hvert brot og brest, tala opinskátt við hann um það allt, biðja um fyrirgefningu hans og treysta náð hans í Jesú Kristi. Og reyna að bæta úr og fyrir að því leyti sem unnter."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.