Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 Svavar A. Jónsson Líöur þér vel á aðventunni? Hvernig lítur þú til aðventunnar, sem byrjar í dag? Vekur hún þér gleði og vellíðan eða óróa og streitu? Ég fór niður í Austurstræti eina morgunstundina nú rétt fyrir aðventubyrjun. Enn var rökkvað og gul Ijósin skinu út um gluggana, alla þessa fallegu glugga, sem geyma svo margvíslegt mannlíf á bak við sig. Ég fór inn á nokkrum stöðum og spurði þau, sem vinna þarna við Austur- strætið hvernig þau líti til aðventunnar. Og hér koma svör þeirra með aðventukveðjum frá okkur öllum til ykkar, kæru lesendur. Þorvaldur Kjartansson, hár- skeri í Austurstræti 20: Ég lít á aðventuna sem undir- búning þess, sem jólin gefa okkur. Þá byrjar undirbúning- urinn undir það að taka á móti jólunum. Heima hjá okkur kveikjum við alltaf aðventuljós og hérna í Austurstræti breytir allt um svip á aðventunni og ákveðin stemmning ríkir. Hjá mér á rakarastofunni byrjar örtröðin ekki fyrr en svona 10 dögum fyrirjól. Steinar Þórðarson í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymunds- sonar: Aðventan tilheyrir fagnaðar- boðskapnum, komu Frelsarans til okkar mannanna. Hún flytur okkur þennan dýrlega boðskap. Kaupæðið hefur aldrei ært mig. Ég fer í kirkju á aðventunni eins og venjulega. En þá er sér- stakur tónn í guðsþjónustunni, eftirvæntingin eftir Jesú. Að- ventan er dýrlegur tími. Margrét Magnúsdóttir í Víði: Það er alltaf viss stemmning á aðventunni. Hátíðin nálgast. Við setjum upp aðventukrans heima og kveikjum kertaljós. Það er mikið um að vera hérna í búðinni á aðventunni. Álagið er mikið en mér er ánægja að vinna þetta. Það er gott fólk, sem hingað kemur. Ég fer ekki í kirkju á aðventunni. Ég hef tíma til þess en gef mér hann ekki. En ég hlusta á messur í útvarpinu. Heiða Jensdóttir í Hressing- arskálanum: Það er mjög skemmtilegur tími, sem fer í hönd með að- ventunni. Hátíðin er að koma og stemmningin byrjar. Að- ventan veldur mér ekki streitu. Margir koma hingað á Hressó í jólainnkaupunum en hér er alltaf margt fólk allt árið um kring. Frá því ég var barn hef ég alltaf fundið til eftirvænt- ingar á aðventunni. Þá fór pabbi í kirkju með okkur börnin á aðfangadagskvöld en mamma var heima. Við hjónin förum oft í kirkju á aðfangadagskvöld, það fer eftir aðstæðum. Það er afskaplega hátíðlegt. Og við kveikjum alltaf á aðventukert- um heima á aðventunni. Sigurbjörg Ólafsdóttir í Reykjavíkurapóteki: Mér finnst allsherjar streita á öllum á aðventunni og eins og jólin séu orðin ein allsherjar kaupmennskuhátíð. Strax í Þorvaldur Kjartansson Steinar Þórðarson nóvember er byrjað að auglýsa jólin. Það er ólíkt úti á landi. Þar sem ég var einu sinni úti á landi í desember var ekki farið að skreyta gluggana í kaupfélaginu fyrr en viku til tíu dögum fyrir jól. Sumir setja allt á annan endann á heimilinu með hreingerningum og máln- ingu. Margir njóta þess og það er þá gott og blessað. En sumir taka þátt í þessu öllu þótt þeir vilji það ekki. Núna þegar fólk vinnur svona mikið utan heim- ilisins hefur það bókstaflega ekki tíma til þess alls en reynir samt að komast yfir það. Ég held það þyrfti að heilaþvo allt liðið ef ætti að takast að breyta þessu. Samt held ég að hver og einn geti dálítið skapað sér sinn eigin lífsstíl. Ég kæri mig t.d. ekki um miklar og dýrar jóla- gjafir. Og ég vil ekki taka þátt í þessari streitu þótt ég geri það líklega. Mér finnst skamm- degið notalegur tími en mér finnst ekki eins hátíðlegt og áður um jólin. Ég er ekki kirkjurækin og fer ekki frekar í kirkju á aðventunni en ella. Hannes Jón Hannesson á pósthúsinu: Aðventan er ágætur aðdrag- andi að jólum. Ég geri ekki mikið til hátíðabrigða á aðvent- unni en hef þó búið til aðventu- krans. Mér finnst aðventan eins og ljós í myrkrinu, viti, sem lýsir að því, sem er í vændum. Það ljós er mjög gott mótvægi á móti verzlunaræðinu á að- ventunni. Ég hef óbeit á kaup- mennskunni fyrir jólin, öll hjörðin lætur teyma sig. Þetta er svo sauðalegt. Jólaæsingin í verzluninni er hápunktur á Margrét Magnúsdóttir æsingunni, sem er allt árið um kring. Ef fólk væri ánægðara í daglegu lífi og væri ekki undir svo miklu vinnuálagi gæti það nægt til að breyta lífsstílnum. Og ef fólk nennti að hugsa, ef það vissi að garðurinn, sem þarf að rækta, er innra með því sjálfu. En fólk vill ekki láta vanda um við sig. Það er svo miklu auðveldara að fylgjast með hinum. En aðventan og jólin bera allt annan boðskap en æðið og hugsunarleysið. Sá tími birtist mér alltaf sem aðventukrans og kertaljós. Þegar ég hugsa um aðventuna og jólin fyllist ég alltaf hlýju. Þorbjörg Bernhard í Útvegs- bankanum: Mér finnst aðventan hátíð- leg. Ég veit ekki mikið um aðventuna en mér finnst stemmningin góð. Við kveikjum á aðventukertum á sunnudög- um og ég fer strax í aðventu- byrjun að setja upp í eldhúsinu hjá mér ýmislegt, sem ég hef búið til sjálf. Annars set ég ekki upp jólaskraut fyrr en rétt fyrir jól. Aðventan er svo stutt- ur tími og mér finnst gaman að hafa eitthvað í kringum mig til að minna á hana. Við bökum smákökur svona um 10. des- ember og borðum þær á aðvent- unni, sitjum saman og höfum það notalegt. Við hlustum líka á jólaplötur í desember. Að- ventan er góður tími. Hún var það sérstaklega þegar krakk- arnir voru litlir, en líka núna. Það er alltaf mikið að gera hérna í bankanum fyrir jólin en það er mjög skemmtilegt. Aðventan veldur mér ekki streitu, mér líður vel á aðvent- unni. Þorbjörg Bernhard Litur og textar aðventunnar Þorbjörg sagðist ekki vita mikið um aðventuna og ég sagð- ist með gleði skrifa lítilræði um þýðingu aðventunnarí kirkjuár- inu. Það er satt að við njótum hennar svo miklu betur ef við þekkjum þessa þýðingu. Allt kirkjuárið boðar mismunandi blæbrigði hins mikla fagnaðar- boðskapar. Kirkjulitirnir til- heyra þeim blæbrigðum og færa okkur hver sinn boðskap. Litur aðventunnar er fjólublár, alveg eins og litur föstunnar. Báðir boða undirbúning fyrir hinar miklu hátíðir. Fjólubíái liturinn er Iitur iðrunar og bænar um fyrirgefningu. Hann boðar okkur núna á aðventunni að undirbúa okkur fyrir jólin, hreinsa sálir okkar, iðrast og biðja Guð, biðja Jesúm um fyrirgefningu. Og þegar aðventa er liðin getum við tekið á móti fögnuði jólanna í hjarta okkar, sem er undirbúið. Þetta er mikill lærdómur, mikil æfing í trúnni, sálusorgun, sem við getum veitt sjálfum okkar. Aðventutextarnir, sem eru lesnir í guðþjónustum aðvent- unnar, fjalla um þann, sem kemur, Jesúm, frelsara okkar. Orðið aðventa þýðir koma, Jesús er að koma til safnaðar síns. Við erum hvött til að hugsa um það að Jesú kemur til okkar sem konungur okkar. Guðspjallatext- ar fyrir sunnudag í aðventu eru um það þegar Jesú reið inn í Jerúsalem á pálmasunnudag og var fagnað sem konungi, þegar hann stóð frammi fyrir Pílatusi fyrir krossfestninguna og Pílatus vildi vita hvort hann væri kon- ungur og um það þegar Jesús gekk inn í samkomuhúsið í Naz- aret og las textann úr spádóms- bók Jesaja um sjálfan sig. Hann var sá, sem átti að boða band- ingjum Iausn og gefa blindum sýn. Það kostar okkur umhugsun og dálitla áreynzlu að setja okkur inn { það hvers vegna aðventu- textarnir hljóða um þessa at- burði. Þeir segja okkur að á aðventunni skulum við hugleiða það að fyrirheit Guðs rættust. Því var heitið í Gamla testa- mentinu að Guð myndi senda frelsara og hann stóð við það. Jesús var ekki veraldlegur kon- ungur heldur konungur konung- anna, sem á allt vald á himni og jörðu. Og nú er hann að koma. Svo halda textar aðventunnar áfram að segja okkur að Jesús muni koma aftur, í skýjum him- insins. Hann kemur aftur. Þess vegna skulum við vaka því stund- ina veit enginn. Kæru lesendur. Það er miklu meiri fyrirhöfn fyrir okkur að sökkva okkur niður í hugleiðing- ar þessara ritningarkafla heldur en hugleiða helgisiði, sem vin- samlegt fólk hefur búið til fyrir okkur. En þessi hugleiðing gefur okkur líka mikið og auðgar sálir okkar og allt daglegt líf okkar. Þess vegna sendi ég ykkur í dag ritningarlestra fyrstu textarað- arinnar í handbókinni okkar. Textaraðirnar eru þrjár, eins og þú veizt kannski, og skipt er um á hverju ári. Ég ráðlegg þér og sjálfri mér að taka okkur stund í aðventufriði og lesa þessa texta, biðja Guð um skilning á þeim og hugleiða þá með sjálfum okkur. Hér koma textarnir: Jesaja 2.1- 4. Róm. 13.11-14. Matt. 21.1- 9. Kirkjuárið hefst með aðvent- unni. Aðventusunnudagarnir eru fjórir. Svo koma jólin. Guð gefi þér góða aðventu, hvernig sem hún verður og hvernig sem þú kýst að gera hana, hvort sem þú ert heima eða heiman. Gleðilega aðventu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.