Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR1. DESEMBER1985 vetrum hef ég hins vegar orðið að bræða snjó og það er ekki gott.“ Úr „hólnum“ á Hótel Loftleiðir „Síðasta vetur þegar ég var um skeið á Akureyri varð ég húsnæðis- laus og þá fór ég í ferðalag til Reyjavíkur og gisti á Hótel Loft- leiðum. Þar líkaði mér vel og fannst ég vera komin heim. Ég á virkilega heima þar og svo var það tilbreyting að dvelja þar hjá ind- ælisfólki. Ég hef fengið bréf frá Hótel Loftleiðum og það þykir mér sérlega vænt um. Það er svo skemmtiiegt að fá fréttir af ýms- um breytingum á hótelinu og því sem fer fram þar og svo fékk ég uppskrift af saltfiskrétti og ekki spillti það nú. Ég á bara engan saltfisk, svo ég get ekki búið hann til handa þér. Það er sitthvað sambýlið á Hótel Loftleiðum og hér, en heiðin kostar minna og sambýlið við hana er gott þótt það sé oft erfitt á vetrum. Ég gæti þó vel unað mér í Reykjavík eða á Akureyri ef ég hefði eitthvað sem ég réði við að gera. Það er allsstað- ar hægt að una sér ef maður hefur starf, ég hef unnið á Laugum og vetrarpart í Sjöfn, en hér hef ég alltaf nóg að sýsla og er ekki í neinum vandræðum með það, sér- staklega vegna þess að dugnaður- inn er nú eitthvað farinn að minnka, en það á nú kannski eftir að lagast." „Það yrði nú eitthvað annað en hundur“ Ég spurði hana hvort hjónaband hefði ekki verið á dagskrá hjá henni? „Ekki segi ég það nú að mér hafi ekki dottið í hug að gifta mig,“ svaraði hún. „Þú átt það ef til vill eftir," sagði ég- „Ætli það nú,“ svaraði hún, „ég held að ég sé orðin það gömul, en það eru nú ýmsar ástæður fyrir því að það gengur ekki alltaf upp, það er svo margt sem kemur til.“ „Hefur þú orðið vör við eitthvað á sveimi hér um slóðir?“ „Ég veit nú ekki hvað ég á að segja um það. Oft er gengið hér um,' fram og aftur, og allskonar hlutir gerast. Stundum er sest á rúmstokkinn hjá mér, en mér finnst það nú frekar leiðinlegt. Þetta er ákaflega misjafnt, sumt er slæmt, sumt ágætt. Stundum skynja ég fólk, en þetta hef ég aldrei viljað ræða.“ Hún fór nú út í aðra sálma og fór að tala um Magnús Jónsson og Geir Hallgrímsson, myndina á veggnum við rúmið hennar. „Eg man eftir því þegar ég var ung á Húsmæðraskólanum á Laug- um hjá Kristjönu Pétursdóttur forstöðukonu, að Geir kom þangað og mér fannst eftir þau kynni að hann hlyti að vera ákaflega góður maður. Sama fannst mér um Magnús. Ég hef ekki hundsvit á pólitík og velti henni lítið fyrir mér og það á einnig við um aðrar tíkur. „Væri nú ekki hlýlegt að hafa hérna hund í einverunni," skaut ég inní brosandi. „Ég held ég reyndi nú að fá mér eitthvað annað en hund ef ég þyrfti að ylja mér, það yrði sko áreiðanlega eitthvað annað en hundur. Það væri nú eitthvað hlý- legra að fá einhvern karl en hund, það hefði ég haldið." Spjallaö í þilið Nú var maturinn tilbúinn, sum- areldað hakkabuff með öllu til- heyrandi, lagt á borð í miðri bað- stofunni og þar borðaði ég einn, því húsráðanda fannst við hæfi að gesturinn sæti einn að snæðingi í baðstofu, en sjálf sat hún frammi í eldhúsi. Ég sneri baki í eldhús- dyrnar, en við héldum áfram spjallinu á meðan ég borðaði í ró- legheitum mjög góðan mat. Ég hafði á orði að þetta buff væri betra en svipaður réttur sem ég Aöalheiður með útvarpatnkið sitt sem er hennar aðal samband við umheiminn. Hún vildi endilega láta mynda sig með þessum vini sínum. systir Jónasar Hallgrímssonar. Hún hét Anna Margrét Hallgríms- dóttir, í móðurætt minni, en mamma var Eyfirðingur. Mamma skrifaði sögur og vísur í Heima er best svo þetta er í blóðinu. Það getur vel verið ef ég hefði eignast strák eða stelpu að þar hefði komið stórskáld og það er gáfu- og dugn- aðarfólk í föðurættinni líka, Skútustaðaættinni. Það er ekkert skáld í mér, en ég hef alltaf haft gaman af söng, var sísyngjandi unglingur og vildi læra bæði söng og hljóðfæraslátt. Það var skemmtilegt fyrir ekki löngu síðan, þegar ég fór á Heklumótið á Laug- um með Siggu í Máskoti og Björgu systur hennar, það var svo skemmtilegt að hlusta á sönginn." Bjartsýni heiöabúans Það var liðið á kvöld og ég hafði nokkrum sinnum sýnt á mér farar- snið, en það teygðist úr dvölinni uns ekki var lengur til setunnar boðið og ég fór að tína saman mitt hafurtask. „Það er verst að þú ert að fara,“ sagði Aðalheiður, „ég vil helst halda sem allra lengst því fólki sem kemur. En, jæja, ég hef þá Gömul skíöi og ólar. Söóull frá gamalli tíö. Gamla eldavólin í eldhúsinu og kósangashallan. Bæjargöngin eru oröin all sigin og þröng. hefði fengið á glæsilegum veitinga- stað í París nokkru áður. „Það er skemmtilegt að heyra,“ svaraði Aðalheiður. Ég spurði hana hvaða tilfinn- ingu hún hefði fyrir unga fólkinu í landinu? „Æ, æj a,“ svaraði hún, „svona misjafnt, upp og ofan, en ég held að það sé nú ekki eins traust æskan eins og hún var á mínum æskudög- um. Það er eins og það sé ekki næg ábyrgðartilfinning hjá hverjum og einum og ætlast til þess að ábyrgð- in hvíli meira á öðrum en manni sjálfum. Ef til vill er þetta þó rangt mat vegna þess að maður er ekki nógu mikið inni í tilverunni sem allt snýst í kringum." „Langamma mín var systir Jónasar Hallgrímssonar“ Fögur birta kviknaði við suður- gluggann. „Já, það er oft hlý og falleg birtan um suðurgluggann, svo sannarlega er það fegurð," sagði Aðalheiður. Skyndilega bar gest að glugga, rolla á ferð. „Það er gott að hafa dýrin nálægt sér, en þó í hæfilegri fjarlægð, þau leggja frá sér svona eins og gengur." Ég spurði hvað væri hennar mestayndi? „Það er svo margt sem mér líkar að gera,“ svaraði hún, „ég hef ánægju af handavinnu, saumum og eitthvað það yndislegasta sem ég geri er að vera í heyskap í góðu veðri og helst hefði ég viljað vera búin að rækta allt landið. Mér líkar vel að hlusta á útvarpið og þar er alltaf eitthvað sem dreifir hugan- um og fær mann til að velta hlut- unum fyrir sér. Ég tel til dæmis að kvennabaráttan eigi fullan rétt á sér, en það eru svo mörg mál sem þarf að vekja athygli á, ýmis fé- lagsleg mál og jafnréttismál, en ef ég hefði átt börn þá hefði ég viljað hafa þá aðstöðu að geta annast þau sjálf. Nei, það er svo margt skemmtilegt í útvarpinu og það er í rauninni eina verulega sambandið við umheiminn. Þar er skemmtilegur söngur, sögur og ljóð og sitthvað fleira. Ég hef alltaf haft gaman af ljóðum og dái Davíð frá Fagraskógi og listaskáldið góða, Jónas. Langamma mín var eitthvað að dóta við að ganga frá aftur, það er ekki svo oft sem koma gestir og ég held að það séu komin yfir tuttugu ár síðan alþingismað- ur kom hingað síðast. En ég veit það að úr því að þú komst þá fæ ég veginn." Ég taldi ýmis vand- kvæði á því, en þau voru ekki til umræðu, bjartsýnin réð ferðinni á heiðinni einn ganginn enn. „Það er víst ekki til neins að bjóða þér gistingu," spurði Aðal- heiður ofur varlega, en ég átti erindi inn á Akureyri. Á leiðinni fram bæjargöngin spurði ég um músaganginn. „Æj, ég vona að ég sjái ekki neina núna,“ svaraði Aðalheiður," ég æpi alltaf af lífs og sálar kröftum þegar mýsnar koma.“ í bæjargöngunum hafði ég orð á því að það væri leitt að ekki hefði tekist að halda húsinu við. „Já, það er leitt," svaraði Aðal- heiður, „það komu hingað tveir menn fyrir tuttugu eða tuttugu og fimm árum til þess að líta á húsið og kanna hvað þyrfti í viðgerð á því. Þetta voru mjög myndarlegir menn og mér leist svo sérstaklega vel á annan þeirra. Þeir fóru mennirnir og það var reiknað með að þeir kæmu aftur, en svo varð nú ekki og við gátum ekki haft samband við þá því við vissum ekki hvaðan þeir komu né hjá hverjum þeir unnu.“ „Það var slæmt,“ sagði ég glannalega, „það hefði nú verið allur munur að hafa þennan sem þér leist vel á, þú hefðir átt að krækja í hann.“ „Ef það hefði nú verið hægt,“ svaraði Aðalheiður og brosti feimnislega. „Svo auglýsti ég,“ hélt hún áfram, „fyrir nokkrum árum í útvarpinu eftir manni til þess að endurbyggja hjá mér, auglýsingin var lesin þrisvar." Ég horfði á hana um stund en spurði síðan með varfærni: „Bjóstu við því að sá týndi gæfi sig fram í endurbygginguna?" „Það gat verið," svaraði hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.