Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 B 23 Orgeltón- leikar í Dómkirkju MÁNUDAGINN 2. desember kl. 20.30 leikur Marteinn H. Friðriks- son dómorganisti á orgel Dóm- kirkjunnar, í upphafi tónleikanna verður frumflutt „Toccata fyrir orgel" eftir Jón Nordal. Það verk var samið að ósk Dómkórsins fyrir nýtt hljóðfæri kirkjunnar. Einnig verða flutt verk eftir Bach, Böhm og Max Reger. Fréttatilkynning Marteinn H. Friðriksson dómorgan- isti. Bók um ástir FRJÁLST framtak hf. hefur gefið út bókina Hvernig elska á karlmann eftir Alexandra Penney í íslenskri þýöingu Sigurðar Hjartarsonar. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir, að bókin sé byggð á viðtölum sem Penney átti við fjölda karla og kvenna. Bókin fjalli um unað ástarlífsins og hvernig unnt sé að bæta það og svari bókin spurningum um hvernig fólk geti og eigi að sýna ástúð sína í orði og verki. Bókin Hvernig elska á karlmann er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benedikts- sonar, en bundin hjá Arnarfelli. Auglýsingastofa Ernst Bach- manns hannaði kápuna. í sagnaheimi Marques Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Gabriel Garcia Marques: Af jarðar- fór landsmóðurinnar gömlu Þorgeir Þorgcirsson þýddi Útg. Forlagið 1985 Islenzkir lesendur fara að verða býsna kunnugir verkum kolúmb- íska rithöfundarins, Gabriel Garc- ia Marques, hér er fjroða bókin, sem kemur út á íslenzku. Af þekkt- ustu verkum hans er nú aðeins Haust patríarkans óútkomin hér. Þetta er þakkarvert, því að Mar- quez er einhver skemmtilegasti höfundurinn, sem enn er í fullu fjöri, — að mínum dómi. Einkum og sér í lagi eru bækur hans holl lesning þeim, sem ímynda sér, að venjuleg sagnaskemmtun sé á undanhaldi í síbreytilegum heimi. Það er líkast til óumeilt, að list Marquez hafi risið hæst í skáldsóg- unni Hundrað ára einsemd. Hún kom út í íslenzkri þýðingu Guð- bergs Bergssonar fyrir sjö árum. Það liggur í augum uppi, að enginn skapar svo merkan sagnaheim sem þar birtist, úr engu. Og í þessari bók er að finna nokkurs konar stílæfingar höfundar áður en hann treystist til að ganga á hólm við sjálftstórvirkið. Þetta eru átta smásögur, mis- munandi langar, og komu fyrst út árið 1962 eða nokkrum árum á undan Hundrað ára einsemd. Þær gerast allar í þorpinu Macondo eða umhverfi þess. í sumum sagnanna Gabriel Garcia Marques koma fyrir persónur sem síðar birtust í Einsemdinni, í öðrum er látið nægja að vísa til þeirra og enn aðrar eru sjálfstæðar, líkt og Marquez hafi að lokum ekki tekizt að fella persónur þær inn í heildar- verk sitt. Alla sögurnar standa þó fyrir sínu, án þess að Einsemdin komi til. Flestar eru litríkar og skemmtilegar, eins og höfundarins var von og vísa. Titilsagan, daginn eftir laugardag og Héríbæ finnast ekki þjófar, eru hvað lengstar og eftirminnilegastar, en þær styttri margar glúrnar. Sanntrúaðir og tryggir lesendur Garcia Marques munu áreiðanlega skemmta sér við að finna tilvísanir milli þessara sagna og Hundrað ára einsemdar, enda af nógu að taka. En af þeim má sannarlega hafa ánægju án þess að hafa lesið títtnefnda skáldsögu. Hér leyna sér ekki tök snillings í frásagnar- list og blæbrigðaríkum persónu- lýsingum. Góður inngangur að fjölbreytilegum heimi Marques, kannski með vandaðri bókmennta- verkum sem kemur útfyrir jól. Þorgeir Þorgeirsson tekur nú við af Guðbergi Bergssyni sem þýð- andi Marques á íslenzku. Ég veit ekki, hvort Þorgeir þýðir beint úr spænsku og hef heldur ekki tök á því að bera þýðingu hans saman við frummálið. En íslenzkan á bók- inni er óaðfinnanleg og raunar vel það — óvanalega kjarnyrt og safa- ríkt mál eins og Marques sæmir. Þorgeir er óðum að skipa sér í flokk beztu þýðenda nú, ef hann er þá ekki búinn að tylla sér þar á bekk. Gódar og vandadar bœkur Áini Óla Reykjavík fyrri tíma II Tvœi cd Reykjavíkuibókum Áma Óla Skuggsjá Reykjavlkui og Hoiít á Reykjavík endurútgeínai í einu bindi. Saga og sögustaðii veiða ríkii aí lííi og íiá síðum bókanna gefui sýn til íoitíðai og íramtíðar - nútímamaðurinn öðlast nýjan skilning á höíuðboig landsins og íoiverunum ei hana byggðu. Eíni bók- anna ei íióðlegt, íjölbieytt og skemmti- legt. Fjöldi mynda íiá Reykjavík íym tima og aí persónum sem mótuðu og settu svip á bœinn prýða þessa vönd- uðu útgáfu. Pétui Zophoníasson Víkingslœkjarœtt II Þetta er annað bindið í endurútgáíu á hinu mikla œttírœðiriti Péturs, niðjatali hjónanna Guðríðai Eyjólísdóttui og Bjama Halldóissonai hreppstjóia á Víkingslœk. í þessu bindi eru niðjai Höskulds, Brands, Eiríks, Loíts og Jóns eldia Bjamasona. Fyrsta bindið kom út 1983, en œtlunin ei að bindin verði alls fimm í þessu bindl eins og því fyrsta, em fjölmargar myndir af þeim sem í bókinni em nefndii. s. PÉTUR ZOPHONÍASSON LEKJARÆITH N1DJATAL GUÐRlÐAR EYJÓLF900TTUR OG BJARNA HALI.OORSSONAR HREPPSTJÓRA A VlKINGSLÆK V, Birtan að handan Saga Guörúnar Siguröardóttur írá Torfufelli Sveiríi Pálsson skiádi Guðrún Siguiðaidóttii vai landsþekkt- ur miðill og hér er saga hennai sögð og lýst skoðunum hennar og líísvið- horíum Hún helgaði sig þjónustu við aðra til hjálpai og huggunar og not- aði til þess þá hœfileika sem henni vom gefnir í svo ríkum mœll skyggni- gáíuna og miðilshœíileikana. Þetta er bók, sem á erindi til allra. Ásgeii Jakobsson Einars saga Guðfinnssonar Þetta ei endurútgála á œvisögu Einars Guðíinnssonai, sem verið hefur ófáanleg í nokkui ái, en hlaut óspart lot er hún kom fyrst út 1978. Þetta ei baiáttusaga Einars Guðíinnssonai fiá Bolungaivík og lýsii einstökum dugnaðaimannt sem baiðist við ýmsa eiíiðleika og þuríti að yíirstíga maigai hindianii, en gaíst aldiei upp; vai gœddui ódrepandi þiautseigju kjaiki og árœði. Einnig er í bókinni mikill fióðleikur um Bolunganrík og íslenzka sjávarútvegssögu. • IVhOlíssON SKUGGSJA ■ BOKABÚD OLIVERS STEINS SF. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.