Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 B 7 Aöalheiður í Laugaseli fyrir utan gamla torfbaainn sem hún býr í og minnir fremur á hól en hús. Við eldhúsgluggann á torfbænum Laugaseli. Mel. „Mér líkar svo vel við þessa stráka," sagði Aðalheiður, „þeir eru með bestu mönnum íslands." Nú brá Aðalheiður sér fram. Fór í úlpuna moldugu, laumaði plast- pokum inn á sig og hvarf fram bæjargöngin. Ég sat með húsinu. Eftir stundarkorn kom Aðalheiður aftur, lokaði á eftir sér fram í forstofuna. „Ekki mundi ég nú eftir öllu,“ sagði hún, „þótt ég myndi eftir að hafa kjólaskipti og greiða mér.“ „Þú hefur mikið við, komin í þennan fína kjól,“ sagði ég. „Ekki nóg,“ svaraði hún, „það er ekki svo oft sem það koma gestir til manns, en nú ætla ég að fara úr moldargallanum áður en ég laga matinn til fulls. Það lítur nú bara út fyrir að þú fáir kvöldmat Lstaðinn fyrir hádegismat." Sumareldað í haustmáltíö Það hafði farið talsverður tími í spjall hjá okkur um lífið og tilver- una og það var sérstætt að þótt Aðalheiður væri að sýsla við mat- inn þá stóð hún löngum grafkyrr með pott eða annað í þeirri sveiflu sem hafði verið þegar eitthvað forvitnilegt mál bar á góma, svona eins og þegar maður staldrar við skyndilega og hlustar eftir ein- hverjuóvæntu. Þannig stóð hún stundum 5—10 mínútur og svo hélt hreyfingin allt í einu áfram. Hún hefur að sjálfsögðu engan ísskáp, en á Laugum lærði hún sitthvað í matreiðslu og matinn sem hún var að hita handa mér þennan haustdag hafði hún eldað snemma sumars, soðið niður og geymt í krukkum sem var raðað snyrtilega í plastbala. „Svona er nú mín aðferð við matargeymsluna," sagði hún í hæversku sinni þegar hún sá hvað ég fylgdist vel með henni. Ég 'spurði hana hvort hún nýtti eitt- hvað grösin á heiðinni? „Ég fór talsvert um heiðina fyrstu árin sem ég var ein og þá tíndi ég mikið af fjallagrösum og lagði þau inn. Þannig reyndi ég að hafa eitt- hvað smávegis upp úr mér og þetta voru nokkrir strigapokar eftir sumarið, en síðan hætti ég að geta farið eins mikið um heiðina og í sumar hefur verið svo votviðra- samt bæði úti og inni. Það er nú mikill munur en í fyrra, þá var dýrðlegt að lifa. Já, mér líkar sambýlið við heið- ina. Ætli maður sé ekki svona mikill sérvitringur, eru þeir ekki kallaðir það sem eru svona út úr. Ég hefði samt farið tíma og tíma „Þetta er gamli búrskápurinn hennar ömmu minnar. Hægra megin er plastbalinn með tilbúnum mat geymdum í krukkum. Fallegri birtu stafar inn um eldhúsgluggann. annað ef ég hefði átt völ á. Það blundar alltaf í mér ferðalöngunin, að fara um og sjá fagra staði. Mig dauðlangar að fara hringveginn, en það hefur ekki gengið ennþá. En hér í Laugaseli á ég heima og verð líklega alltaf gestur annars staðar. Mér líkar þó vel á Akureyri og hef auglýst eftir íbúð þar, en það hefur nú ekki gengið ennþá. Svo langar mig að sjá þessa miklu Borgarfjarðarbrú." Skósmíöi fyrir hrútinn „Þetta er nú búrskápurinn henn- ar ömmu minnar," sagði Aðal- heiður um leið og ég myndaði gamlan hvítan tveggja hurða skáp sem lá á upphækkun í eldhúsinu," hún notaði þó mest gamla búrið, en það var nú eitthvað annað að sjá það áður þegar allt lék í lyndi. Jú, það er fjölskrúðugur gróður hér á heiðinni og hroðalegt að sjá hvernig túnið er nú komið eins og það var grasgefið í tíð föður míns. Við mæðgurnar vorum með bú í tvö ár en siðan lagði ég það af. Ég var síðast með kindur og hest og búskapurinn endaði með einn hrút. Við höfðum átt tvo hrúta. Annar hafði verið heimalningur og það var ekki til neins að halda í honum lífinu. Við lánuðum þá báða og öðrum var lógað eftir fengitíð þriðja veturinn. Síðasti hrúturinn sem ég átti í eitt ár var orðinn svo fótlúinn að hann lá fyrir í fleiri vikur inni í bænum. Ég lét smíða skó á hann, en hann vildi ekkert eiga við það. Mér hefur þótt vænt um allar þessar skepnur sem ég hef haft, kýr, kindur og hesta, en einna síst hænsni. Sem barn hafði ég gaman af hundum, en því er öfugt farið nú og það nálgast að ég sé dauð- hrædd við þá. Kettir finnast mér ógeðslegir, lítið geðslegri en mýs.“ Það er því lítið um húsdýr á heimilinu, ekki eitt einasta dýr. Ég spurði um vatn í húsið? „Vatn þarf ég ekki að sækja, vatnsleiðslan liggur í lind sunnan við túnið. Gallinn er sá að hún nær ekki alveg að aðal uppsprettunni en það er sjálfrennsli í húsið. Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.