Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 12
n b MQRfiyN^LAPID, ^UNflþlDAQUR V PKSEMBER1935 Bladburöarfólk óskast! Vesturbær Faxaskjól Skerjafjörður Gnitanes Hörpugataog Fossagata fyrir noröan flugvöllinn. Grunnskóli Eskifjarðar: Fékk þrjár tölvur að gjöf Eskifirði, 27. nóvember. GRUNNSKÓLANUM á Eskifirði barst nýlega höfðingleg gjöf. Voru þad þrjár tölvur af BBC-gerð ásamt mörgum fylgihlutum. Arnþór Jensen, fyrrverandi framkvæmdastjóri pönt- unarfélags Eskfirðinga, gaf skólan- um tölvurnar, en þær eru hinar fyrstu sem skólinn eignast. Jón Ingi Einars- son, skólastjóri Grunnskólans, segir að mikill fengur sé að gjöf Arnþórs og kunni allir aðstandendur skólans honum bestur þakkir. Sem fyrr segir gaf Arnþór skól- anum þrjár tölvur af BBC-gerð, þar af eina með litaskjá. Ævar Jón Ingi Einarsson, skólastjóri, með tölvurnar góðu. Morgunbiaðií/Ævar Hjálparsveit skáta í Reykjavík kynnir borgarbúum starfsemi sína. Nú eru ánægjuleg tímamót í starfsemi sveitarinnar. Ný björgunarstöð við Snorrabraut verðurvígð í dag. Eins og flestum er kunnugt, er hið um- fangsmikla hjálpar- og björgunarstarf H.S.S.R. rækilega stutt af borgarbúum sjálfum með árlegum flugeldakaupum þeirra. Það er sveitinni því sérstakt ánægju- efni að efna til þessarar kynningar. Margt verður sér til gamans gert í tilefni dagsins. • Húsið verður opnað klukkan 14 við undir- leik Lúðrasveitar verkalýðsins. Siðan verður stanslaus dagskrá til klukkan 18. • Sýndur verður gamall og nýr búnaður sveitarinnar, m.a. sett upp sérstakt sjúkra- tjald með öllum búnaði. • Litskyggnusýning úr starfi sveitarinnar fyrr ognú. • Myndbandasyning frá æfingu á Gígjökli. • Sérstök sýning með Ijósmyndum og ágrip úr sögu sveitarinnar. • Véltækjafloti sveitarinnar sýndur, bílar, vélsleðar og splunkunýr snjóbíll sem nýkom- inn er til landsins. • Sig- og klifuratriði sýnd á útisvæði. Einnig verður reynt að gefa gestum færi á að spreyta sig í íþróttinni. • Skátabúðin, sem er í eign sveitarinnar verð- ur opin til kynningar og ýmis búnaður sýndur. • Verðlaunagetraun. Börnum og unglingum verður boðin ókeypis þátttaka. 100 verðlaun (flugetdar í fjölskyldupoka) verða dregin út og vinningsnöfn síðan birt á flugeldamörk- uðum fyrir næstu áramót. • Jón Páll mætir á svæðið og keppir i trukka- drætti við stjórn H.S.S.R. Hann mun líka keppa við börn í reiptogi. • Þyrluflug. Ef aðstæður leyfa verður sýnt þyrluflug. Gestum okkar er boðið upp á kaffiveitingar eða Svala. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og öllum opinn. Komið, - kynnist kröftugu starfi Hjálparsveitarinnar. -Okkareránægjan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.