Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER 1985 B 37 !' '■ Ij í • j, 5 7(,ia ifrvirriiariii4 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 'fl 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Staupasteinn er skaðlaus Ágæti Velvakandi. Ég get ekki orða bundist yfir bréfi Arngríms Sigurðssonar 13. nóvember síðastliðinn. Hann virð- ist trúa því að þátturinn „Staupa- steinn", sem hann kallar „áfengis- auglýsingu" sé auglýsing fyrir vínframleiðendur. Ég veit ekki betur en að það sem fram fer í þáttum þessum sé venja í flestum löndum heims. Ég er hrædd um að vínframleiðendum þætti Staupasteinn léleg vínaug- lýsing, enda eru krár hluti af menningu Bandaríkjamanna og margar þeirra hafa starfað í mannsaldra. Staupasteinn er til þess að skemmta fólki heima í stofu og kráin er tilvalin til þess arna. Margir vita jú að Iitríkar persónur sækja slíka staði og þeir sem þar starfa eru engu síðri. Fyrir þá sem hafa andstyggð á víni og þola ekki að sjá aðra drekka það, vil ég benda á tvo takka á sjónvarpinu: 1. Takkinn til að kveikja og slökkva á sjónvarpinu. Með honum er hægt að afmá ófögnuðinn af skerminum í þær 30 mínútur sem hann stendur yfir. 2. Takkinn til að hækka og lækka hljóðið. Hann má færa í lægstu stillingu í 30—40 mínútur en síðan hækka aftur þegar hver vill. Arngrímur vill fá samþykki áfengisvarnarnefndarmanna á „svona" þætti. Ég á hinn bóginn er á móti ritskoðun. Ég vil sjá og gera það sem mig langar til og finnst óþarfi að láta aðra dæma fyrir mig, hvað ég má og hvað ekki. Það er skoðun mín að þátturinn Staupasteinn sé með öllu skaðlaus, bæði fyrir börnin mín og aðra. Guðbjörg Gísladóttir 10 ára fanga- vist við eitur- lyfjasmygli Kæri Velvakandi. Dagblöðin eru full af frásögnum um eiturlyfjabrot. Mörg máí eru upplýst. Fámennt lögreglulið vinn- ur þrekvirki. En hvað gerist síðan. Málið er sagt upplýst. Sakborning- urinn hefir játað og er sleppt og getur haldið til útlanda í nýja innkaupaferð. Alþingi þegir. Hvenær koma alþingismenn með frumvarp um 10 ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl? DD dömulisti er verðugt svar Hinn 24. janúar 1908 var í fyrsta skipti kosin í Reykjavík öll bæjar- stjórnin í einu iagi, 15 fulltrúar, samkvæmt lögum frá 22. nóvember 1907. Framboðslistar urðu 18 þar af einn kvennalisti með fjórum kon- um og komust þær allar að. Varð því meir en fjórði partur bæjar- stjórnar konur. Þegar þetta gerðist höfðu konur ekki fengið kjörgengi og kosningarétt til Alþingis. Nú þegar konur hafa haft fullan kosningarrétt í 70 ár og haldið upp á 10 ára afmæli kvennadags með glæsileik, er orðið skjalfest, að Sjálfstæðisflokkurinn, sem verið hefir alls ráðandi síðasta kjör- tímabil og fær trúlega 8 fulltrúa í kosningunum í vor hefir aðeins eina konu í öruggu sæti á fram- boðslista sínum. Hver er ástæðan? Vitanlega sú að í nýliðnum próf- kosningum hafa konurnar greitt karlmönnunum atkvæði, en ekki kynsystrum sínum. Kemur mér þetta ekki á óvart. Margar konur heyrði ég láta í ljósi við síðustu forsetakosningar ákveðnar óskir um það að Vigdís næði ekki kosn- ingu. Heyrði ég engan karlmann vera eins djarfmæltan í þá átt, eins og sumar konur. Ég trúi því varla að betri helm- ingurinn í Sjálfstæðisflokknum taki þegjandi við þessari útilokun frá stjórn borgarmála. Virðist aðeins um eina leið að ræða, að bjóða fram sérstakan kvennalista, D D. Og þar sem svo vel vill til að 6 mánuðir eru til kosninga, er nægur tími til undirbúnings. Við síðustu kosningar 1982 fékk listi Sjálfstæðisflokksins 25.879 at- kvæði. Vegna fjölgunra á kjörskrá Við vistmenn á Elli- og Dval- arheimilinu Ási í Hveragerði þökkum hjartanlega Kvenfélag- inu „Bergþóru" rausnarlegar veitingar, dans og önnur er líklegt að hann fái nú yfir 30.000 atkvæði það myndi þýða það að um 15.000 sjálfstæðiskonur ganga að kjörborðinu í maílok í vor. Á ykkar valdi er árangurinn. Sigurjón Sigurbjörnsson skemmtiatriði í félagsheimili þeirra hinn 26. október. Lifið heil. Samkvæmisþegar Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Þakkir til kvenfélagsins Bergþóru r „ Verö 20.600 Kjör sem allir ráöa viö. Stakur stóll Verö 3.500 Tveggja sæta sófi Verö 6.600 Þriggja sæta sófi Verö 10.500 Stóll m. háu baki Verð 4.100 Borö kr. Verö 3.100 (60x100 cm). Hornborð (60x60 Verö 2.000 Stílhrein og ódýr sófasett SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU VALHÚSGÖGN ÁRMÚLI4 SÍMI82275 NÝÁRSFAGNAÐUR í 1. janúar 1986 Stórkostlegasta skemmtun ársins Aögöngumiöaverö kr. 3.900.- Þeir gestir sem voru á síðasta nýársfagnaði, oa óska eftir að nýta sér forgangsrétt sinn hab samband við veitingastjóra í síma 20221 milli kl. 14—17 fyrir 7. aes. GILDIHF sími 20221

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.