Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 B 11 Nokkud á þriöju milljón sela heldur sig viö mynni St. Lawrence-flóa og Kanadamenn hafa af því sífe/it meiri áhyggjur SJÁ: NYFUNDNALAND \ MANNVIG Myrkraverk dregin fram í dagsljósið Morð tveggja kaþólskra presta hefur varp- að skugga á þær vonir sem bundnar hafa verið við hina nýju borgaralegu ríkisstjórn Brazilíu. Ný sönnunargögn um hlutdeild hershöfðingja nokkurs í morði prests árið 1969 hafa vakið menn til umhugsunar um hið leynilega sam- komulag sem herinn gerði vð stjórnmálamenn sem forsendu fyrir því, að borgaraleg ríkisstjórn tæki við völdum í landinu með friðsamlegum hætti. Yfirstjórn hersins krafðist loforðs um það, að nýja ríkisstjórnin myndi ekki rannsaka mannréttindabrot á valdatíma hershöfðingj- anna, sem alls stóð í 21 ár. Illa útleikið lík séra Antonio Pereira Neto fannst grafið á bak við runna á háskólalóðinni í Receife, sem er stærsta borgin á norðaustur- strönd Brazilíu. Þetta var þann 27. maí 1969. Presturinn var einn af samstarfsmönnum Dom Helder Cámara, erkibiskupsins þar um slóðir. Það var þessi atburður, sem sannfærði bisk- upinn frjálslynda um það, að pyndingar og morð væri ein leið valdhafanna til að viðhalda kúguninni í Brazilíu. Dom Helder Cámara fordæmdi nokkrum mánuðum síðar hryðjuverkastarfsemi vald- hafanna á fjölmennum útifundi í París. Ræða hans vakti athygli á því, hvað að baki bjó efna- hagsundri þess tíma í Brazilíu og það leiddi síðar til þess að herinn slakaði á klónni. Erkibiskupinn sagði fyrir nokkru um sam- band hans við stjórn hersins: „Ég vissi að þeir þorðu ekki að drepa mig. Hefðu þeir gert það Hin fræga kristsmrnd blessar yfir Rio de Janeiro, merkustu og litauðugustu borg Brazil- íu. En kærleiksboóskapur kristninnar sýnist samt enn eiga langt íland. þá hefði Páll VI páfi komið til að vera við útför mína. En síra Antoníó var drepinn, sá ágæti og dugmikli drengur." Þingmaður frá Recife hefur nú lýst því yfir, að í dagsljósið hafi komið eiðfest yfirlýsing fyrrverandi lögregluforingja, þar sem það er borið á Lyra Tavares, hershöfðingja, að hafa fyrirskipað morðið á prestinum. Tavares, sem nú er í varaliði hersins, gegndi starfi hers- höfðingja í maímánuði 1969 og tveimur mánuð- um síðar það ár tók hann sæti í herforingja- stjórninni, sem stjórnaði landinu, en hún var skipuð þremur mönnum. Um þessar mundir lætur Tavares hershöfðingi á hinn bóginn lítið á sér bera. Margir þingmenn hafa krafizt þess, að málið verði tekið upp að nýju, en enginn hefur nokkru sinni verið handtekinn fyrir morð prestsins. Yfirlýsing lögregluforingjans fyrrverandi var gefin árið 1972, en séð var fyrir því að hún rykfélli í einu skjalasafninu. Frjálslyndir Brazilíumenn, einkum háttsettir menn innan kaþólsku kirkjunnar, vinna nú hörðum höndum að því, að ríkisstjórn José Sarney forseta, aflétti þeirri kúgun sem þeir fullyrða að enn sé við lýði. 1 þeirra augum gæti prófsteinninn orðið rannsókn á morði 47 ára gamallar nunnu. Hún hét Adelaide Molinari og var í Reglu guðlegrar blessunar. Hún var skotin til bana sunnudaginn eftir páska í ár, þar sem hún var að ræða við starfsmann verka- lýðsfélags á biðstöð strætisvagna í bænum Eldorado í Pará-ríki, sem er skammt frá Amazon-fljótinu. Hún var þekkt í héraðinu fyrir störf sín í jarðnæðisnefnd kaþólsku kirkjunnar. Hlutverk nefndarinnar er að aðstoða smábændur, sem voldugir landeigendur hafa hrakið af jörðum sínum, en þeir ráða iðulega til sin vopnaða bófa. Jarðnæðisnefndin í héraðinu hefur sakað einn landeigandann um að hafa ráðið til leigumorð- ingja til að koma systur Adelaide fyrir kattar- nef. Hinsvegar hafa yfirvöld ekkert aðhafst í málinu þegar þessa er ritað. - ORBERT DEL QUIARO INYFUNDNALAND Selastofninn við Nýfundna- landsströnd vex um 10—15% á ári hverju og er svo fyrir að þakka baráttu dýraverndunarsam- tai'.a í Vestur-Evrópu gegn kópa- drápinu. Þessi fjölgun kann að vera góð fyrir selina og vafalaust fagnaðarefni fyrir dýraverndunar- menn en fyrir fólkið, fiskimennina á austurströnd Kanada, er hún alvarlegt áfall. Sjávardýralíffræðingar telja, að nokkuð á þriðju milljón sela haldi sig við mynni St. Lawrence-flóans og við strönd Nýfundnalands og þessi fjöldi þarf auðvitað eitthvað að éta enda kvarta fiskimennirnir sáran undan minni þorsk-, rækju- og krabbaafla. Talsmenn sjó- manna og fiskiðnaðarins halda því líka fram, að fiskurinn, sem selur- inn éti ekki, sýkist æ meir af ormi, sem „phocanema" kallast og lifir í selnum eitt skeið ævi sinnar. Ormurinn býr um sig í fiskholdinu og þaðan verður að fjarlægja hann með höndunum í fiskiðjuverunum. MA THÁKUR: Srona spókar syndaselurinn sig í íslensku látrunum. Selurinn er að éta fiskimennina út á gaddinn Kostnaðurinn, sem af þessu hlýst, vex með ári hverju og nemur millj- ónum dollara. Ástandið er nú orðið svo alvar- legt, að sjómenn, fulltrúar þeirra á þingi og stjórnvöld á Nýfundna- landi hafa farið fram á það við alríkisstjórnina í Ottawa, að fé verði veitt til að fækka selnum og bjarga þannig fiskiðnaðinum. Vilja þeir, að yfirvöldin greiði ákveðna upphæð fyrir hvern dauð- an sel þótt enginn markaður sé fyrir skinnin vegna áróðurs sam- taka eins og Grænfriðunga og Alþjóðlega dýraverndunarsjóðs- ins. „Við verðum að greiða mönnum fyrir seladrápið til að bjarga fisk- iðnaðinum og koma í veg fyrir, að ormurinn nái yfirhöndinni. Um það þarf ekki að deila," sagði Thomas Rideout, sjávarútvegsráð- herra Nýfundnalands, og Morris- sey Johnson, einn þingmanna íhaldsflokksins, bætti því við, að <: 3 1 ■' fn ’ ef ekki yrði gripið í taumana strax stefndi í stórslys í sjávarútvegin- um. Þrátt fyrir vaxandi kostnað við orminn hafa þó kanadískir fisk- verkendur áhyggjur af nýjum átökum við grænfriðunga og bandamenn þeirra, sem hafa áður reynt að spilla fyrir kanadískum útflutningsvörum. „Auðvitað vilj- um við fækka selnum," sagði Sandy Roche, varaforseti sjávarút- vegsfyrirtækisins National Sea Products i St. Johns á Nýfundna- landi, „en meinið er, að ef það kostar nýtt stríð við grænfriðunga er kannski verr farið af stað en heima setið." ótti Sandy Roche virðist á rök- um reistur. Vivian Boe, sú, sem stjórnar seladeildinni hjá græn- friðungum, segir, að ekki verði beðið með aðgerðir ef farið verði að greiða fyrir seladráp. „Sjó- mennirnir eru orðnir móðursjúk- ir,“ segir hún. - JOHN BIERMAN ■ SVO BREGÐAST ■KROSSTR^ ... M Bretinn að gerast fráhverfur bjórnum Bjórkrár í Bretlandi mega muna sinn fífil fegri, en öl- gerðir verja stórfé til þess að koma i veg fyrir að þeim hnigni meira en orðið er og stöðva frekari samdrátt í sölu á bjór að því er segir nýlega í fagritinu Good Pub Guide. í grein sem ritstjórinn, Alisdair Aird, skrifar kemur fram að sala á bjór hefur dregizt saman um 12% það sem af er þessum áratug. Ölgerðirnar i Bretlandi eiga um 60% af bjórkránum og hafa þær eytt milljörðum sterlingspunda sl. þrjú ár í ráðstafanir til að auka á ný veg brezku bjórkránna. Sumum bjórkrám veitti raunar ekki af dálítilli andlitslyftingu. Menn voru hættir að átta sig á því hvort þær væru bjórkrár eða matsölu- eða skemmtistaðir. Sitthvað virðist valda því að fólk sniðgengur bjórkrárnar æ meira. Má þar meðal annars nefna áfeng- islögin og viðurlög við því að aka bifreið undir áhrifum áfengis. í ritinu eru taldar upp ýmsar aðrar ástæður, svo sem þrengsli á bjór- kránum og reykmettað loftið og margir kvarta einnig yfir því að drykkjarföngin séu of dýr. Einnig er tekið fram að margar konur séu mótfallnar þrásetum á bjórkrám, sem og að margir fjölskyldumenn álíti tíðar heimsóknir á bjórkrár samræmast illa eðlilegu fjöl- skyldulífi og barnauppeldi. Þá er útbreiðsla myndbanda talin eiga sök á dvínandi vinsældum bjór- kránna svo og breyttir lifnaðar- hættir, en það gerist stöðugt al- gengara að fólk fari út að borða fremur en að sitja á kránum. Loks hefur neyzla á léttum vínum orðið mun almennari á síðustu árum og aukizt um ein 70%. Að mati fyrrgreinds ritstjóra hafa allir þessir þættir í samein- ingu valdið því að bjórkrárnar hafa glatað sínum fyrra sessi í brezku þjóðlífi. Þó hafa ölgerðirnar varið stórfé til að koma í veg fyrir þessa þróun og er meðaltalskostnaður um þrjár milljónir á hverja krá að sögn fagritsins. — DENNIS BARKER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.