Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 2 B SVIPMYNDÁ SUNNUDEGI / GARRETT FITZGERALD FORSÆTISRÁÐHERRA ÍRLANDS: Nafn hans verður skráð á spjöld sögunnar KVÖLD EITT í síðustu viku gekk Garrett FitzGeraid, forsætisráðherra írlands, inn á hótel í Dvflinni til þess að efna gamalt loforð ura að afhenda verðlaun fyrir beztu dag- blaðaauglýsingar ársins. Stjórnmála- menn kippa sér ekki upp við athöfn af þessu tagi, enda oft til kallaðir, en vart hafði hann stigið inn í gest- amóttökuna er hótelgestir og veg- farendur streymdu þar inn og hylltu leiðtoga sinn með langvarandi lófa- taki. Frá því FitzGerald undirritaði samkomulag við brezku stjórnina um Norður-lrland hefur sól hans hækkað. Menn, sem málum eru kunnugir, telja hins vegar ólíklegt að auknar persónuvinsældir hans eigi eftir að koma ríkisstjórninni til góða. Hún hefur tekizt á við mikla efnahagsörðugleika og sýna skoðanakannanir að undanförnu að kjósendum þykir hún ekki hafa spjarað sig, þvi stjórnin hefur komið illa út úr könnunum. FitzGerald er sagður vera um- burðarlyndur venju fremur, mót- tækilegur fyrir hugmyndum ann- arra og opinn fyrir skynsamlegum rökum. Hann er hreinskilinn og þolgóður, en umfram allt orðvar og tillitssamur. Á sama tíma og landsmenn hans fagna samningn- um við Breta velta þeir vöngum yfir því hvernig honum tókst að ná fram niðurstöðu í máli þessu, minnugir marggefinna yfirlýsinga Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, í tilefni samn- ingagerðarinnar um hversu brezkt Norður-írland væri. Þótti hún jafnvel hafa niðurlægt FitzGerald með yfirlýsingum sínum og allt þar til í nóvemberbyrjun áttu fæstir von á að af samningum yrði. Það kom því á óvart er FitzGerald sneri heim með samning undir höndum um miðjan mánuðinn. Gefur samningurinn mönnum von, en veika þó, að friður náist í Norð- ur-írlandi. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en á reynir samninginn, en gerð hans markar engu að síður tímamót. Snjall samningamaður Garrett FitzGerald þykir snjall samningamaður og hefur tekizt vel til þegar Norður-írland hefur verið annars vegar. Hann hefur sýnt Norður-frlandi sérstakan áhuga því móðir hans, sem var kalvínstrúar, er þaðan. Tók hún þátt í baráttu þjóðernissinna er hún var við háskólanám í Belfast. Síðar starfaði hún í London sem ritari George Bernard Shaw og það var þá sem leiðir hennar og írska ljóðskáldsins Desmond FitzGerald lágu saman. Gengu þau í hjóna- band og sneru til Irlands 1913. Þau tóku þátt í Páskauppreisninni 1916 og voru einnig virk í sjálfstæðis- baráttu fra. Þegar henni lauk og írar fengu sjálfstæði frá Bretum varð Desmond FitzGerald ráð- herra í fyrstu ríkisstjórn frska fríríkisins. Sonur hans, Garrett, stýrir nú flokknum, Fine Gael, sem myndaði þá stjórn. Fáir gera sér betur grein fyrir því en FitzGerald hvaða klofningi þjóðernisstefna getur valdið I írsku samfélagi. Móðir hans, sem hafði mikil áhrif á hann, var mjög andvíg samningnum við Breta á sínum tíma, þar sem frar viður- kenndu skiptingu landsins, og dró sig í hié frá stjórnmálum. Skömmu seinna, eða árið 1926, fæddist þeim hjónum sonur, sem skírður var Garrett. Fer ekki milli mála að Garrett hefur samúð með málstað mótmælenda á Norður-frlandi og samverkamönnum hans hefur meir að segja á stundum þótt hann biðla einum um of til þeirra. Minna þeir í þessu sambandi á orð Thatc- her eftir fund þeirra í Hillsbor- ough fyrir ári þar sem hún sagði Garrett hvort tveggja í senn þjóð- ernissinna og lýðveldissinna. Fannst ýmsum það niðurlægjandi ummæli, en FitzGerald kippti sér ekki upp við þau. Hann var þess fullviss að hann væri um það bil að tryggja kaþólikkum á Norður- Garrett Fitzgerald írlandi stóraukinn rétt en á sama tíma vildi hann halda útréttri sátt- arhönd að sambandssinnum. Binda menn vonir við að mót- mælendur á Norður-írlandi sýni meiri hófsemi þegar frá líður. Er FitzGerald sagður sá stjórnmála- maður í írska lýðveldinu sem bezt- an skilning hefur á ótta þeirra og efasemdum vegna nýgerðs samn- ings við Breta. Þiggur kvennaráö Önnur kona hefur haft og hefuf enn mikil áhrif á Garrett Fitz- Gerald, pólitísk sem persónuleg, en það er kona hans Joan. Þau kynntust er bæði voru við nám í háskólanum í Dyflinni. Börn þeirra eru þrjú og öll uppkomin, tveir synir og dóttir. Joan er nú meira og minna bækluð. Hún þjá- ist af mjög sársaukafullri liða- gigtsö , einnig af ættgengri eitla- bólgu, sem veldur mikilli bólgu í höndum og fótum. Af þessum sökum á hún erfitt með hreyfingar allar og heldur sig mest heima við. Joan FitzGerald er hispursiaus kona og hefur látið að sér kveða á ýmsum sviðum. Hún er kunn fyrir afstöðu sína, sem að ýmsu gengur á skjön við stefnu hins opinbera- Hún mælir t.d. með getnaðarvörn- um og segir að búa verði svo um hnútana að skilnaður hjóna sé mögulegur. Efast menn ekki um að FitzGerald hafi fyrst og fremst orðið fyrir áhrifum konu sinnar Garrett Fitzgerald ásamt Geir Hallgrfmssyni. Myndin var tekin í heimsókn Fitzgeralds til íslands í maí 1977. Hann var þá utanríkisráðherra íslands og Geir forsætisráðherra fslands. Nú situr Fitzgerald í stóli forsætisráðherra í Irlandi en Geir Hallgrímsson í stóli utanríkisráðherra. MÖGNUÐ SPENNUSAGA DflVID OSBORN SAMSÆRIÐ ,,ÞAÐ VERÐUR EKKI GEFIN ÚT BETRI BÓK í ÁR ... /n ••• • profkjon loknu Egfœri öllum þeim sem veittu mér stuðning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 24. og 25. nóvember síðastliðinn, bestu þakkir. Einnig vil égfyrir mitt leyti koma á framfœri þakklœti tilþeirra sem lögðu á sig mikið starf við undirbúning ogframkvœmd prófkjörsins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.