Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 B 27 ■ Lrv Ullmann. Kona sem reyn- ir aö skilja Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Liv Uilman: Þáttaskil, svipmyndir úr lífí mínu. Guðrún Guðmundsdóttir þýddi. Útg. Setberg 1985. FYRSTA bók Liv Ullmann, For- andringen, vakti, að mínum dómi, verðskuldaða athygli hér sem annars staðar. í fyrstu vegna þess að fræg og umtöluð kona var á ferðinni, en við lestur bókarinnar var margt í henni sem hlaut að snerta jákvæðan/efagjarnan les- anda og margt var þar vel sagt. Því ætti næsta bók hennar ekki síður að vekja áhuga og nú af fleiri ástæðum. Þáttaskil segir frá framhaldi umbreyt- ingarinnar. Baráttunni lauk ekki í þeirri bók og sem betur fer lýkur henni ekki hér heldur. Því að Liv LJllmann er stöðugt að leita svara og grúska í lífinu og umhverfi sínu. Hér segir meðal annars frá undursamlegu, en flóknu og erfiðu ástarsambandi Liv Ull- mann við austantjaldsblaða- mann, sem yfirgefur ættland sitt og fjölskyldu til að fylgja henni. Þau gleðjast og þau stríða og loks verða þau að horfast í augu við að þau eru ekki að leita hins sama og þar af leiðandi skilja leiðir. Sagt er frá samskiptum Liv við Lin, dóttur sína, sem er nú óðast að vaxa úr grasi. Vernd- artilfinningin, togstreitan, öf- undin. Löngunin til að vera vinur, nálgast hana, umbera og skilja. Og angurværðin í brjósti hennar vegna þess að Linn á allt það eftir sem fylgir æsk- unni, þó svo að það valdi ekki síður kvöl en gleði. Einna áhrifamestu kaflar bókarinnar eru um ferðalög á vegum Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna til ótal margra landa, frásagnir úr flótta- mannabúðum, afar óhefð- bundnar ef svo má að orði komast. En myndrænni mörg- um slíkum og afar einlægar í einfaldleika sínum. Mér fannst þetta ákaflega góð bók um flest. Hún er opnari og hressilegri en Forandringen og í henni er notalegur húmor og sjálfsrýni sem Liv kemur vel til skila. Manneskjuleg hlýja, áhugi á öðrum, opinskáar en orðknappar lýsingar á munað- arlífinu sem hún lifir milli þess sem hún sækir heim sveltandi börn og horfir á eymdina. Mikla smekkvísi þarf til að lýsa slíku svo að ekki verði úr tilfinninga- vella. Allt þetta er í bókinni og því er gott að lesa hana. Mér skilst að bókin hafi upphaflega verið skrifuð á ensku en ég las hana á sínum tíma í norskri þýðingu. Guðrún Guðmundsdóttir hefur unnið ágætt verk og á hrós skilið. STÆÐANI DAC! Gullna línan frá Marantz eru hljómtækl í góðu lagl, í dag, á morgun, alla dagal Uppáhalds tónlistin þín á allt gott skiliö. Marantz tryggir fullkomin hljómgæöi. Marantz MS-240: Útvarpsmagnarl: 2x40 vatta. Fallegt tæki. Segulbandstækl: Meö samhæföu og léttu stjórnkerfi og dolby-suðeyði. Plötuspllarl: Beltisdrifinn, hálfsjálfvirkur, léttarmur, vandaöur tónhaus og stjórntakkar að framan. verðlð er skemmtilega hagstætt: Staðgreitt kr. 29.980,- eða útborgun kr. 8.000,- og afganginn á 6 mánuðum! Þú getur veriö viss um aö Radíóbúðin veitir þér góða þjónustu. Skipholti 19. Reykjavik S Hátalarar: Með 60 vatta þrumukrafti, .3 way* og „bass-reflex'. Skápur: Oullnu tækin góöu eru að sjálfsögðu geymd í þessum fallega skáp, sem er í stíl við tækin. frirrr I .■ IHLK! Metsölublaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.