Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 21
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 Peningapennmn Mario Puzo — guðfaðir vasabrotsbókanna Rithöfundarferill Marios Puzo er lýsandi dæmi um mann sem ætlaði sér stóra hluti sem listamaður í heimi bókmenntanna, en lét undan kröfum markaðarins og fór að skrifa bækur eftir formúlum vinsældalistans. Snemma á þessu ári sendi hann frá sér nýja bók, Sikileyinginn (The Sicilian); Puzo er enn við sama heygarðs- hornið, hann heldur sig við mafíuna sem gerði hann frægan — og ríkan. Mario Puzo með vindil við gömlu ritvélina sína. I. Það er svo sem engin nýlunda að rithöfundar, meira að segja af merkari sortinni, falli fyrir freistingum peninganna. Balzac og Dickens skrifuðu reiðinnar býsn til að borga skuldir, enda lifðu þeir hátt: og Þórbergur sagðist sjálfur hafa gefið út Hálfa skósóla því hann vantaði peninga. Hin nýja bók Marios Puzo, Sik- ileyingurinn, er óbeint framhald af Guðföðurnum, bókinni sem gerði hann frægan. Óbeint, því Michael Corleone, einni aðalper- sónunni í Guðföðurnum, rétt bregður fyrir; hlutverk hans er eiginlega svo lítið að honum hefði mátt sleppa. En sagan snýst um sannsögulega persónu, Salvatore Guiliano, ungan Sikileying sem blöskrar óréttlætið og tekur það í sínar hendur. Hann segir Don Croce, áhrifamesta glæpamann- inum á Sikiley, stríð á hendur og lifir ekki ósvipuðu lífi og Hrói höttur. Guiliano er af fátæku fólki, hann rænir hina ríku og gefur fátækum. Traustasti vinur hans og félagi er Aspanu Pisc- iotta, og í sameiningu ógna þeir ríkisstjórninni ítölsku og Don Croce svo hriktir í þjóðfélaginu. Hlutverk Michaels Corleone er að koma Guiliano vestur um haf, sem, eins og kunnugt er af mannkynssögubókum, tekst ekki, því Guiliano er svikinn af þeim er standa honum næst. Það er að ég held samdóma álit Marlo Brando í hlutverki frægustu persónu sem Mario Puzo hefur skapað, Don Corleone, úr Guð- föðurnum. A1 Pacino lék Michael Corleone í Guðföðurnum. Michael kemur einnig við sögu í Sikileyingnum, nýjustu bók Puzos. flestra sem þekkja bækur Puzos að Sikileyingurinn sé ein best skrifaða bók hans. Bókin kom út fyrr á þessu ári, hlaut þokkalega gagnrýni, þótt ekki væri henni mikið hampað, og seldist bæri- lega, þó ekki nóg að mati út- gefandans sem greiddi Puzo tvær milljónir dollara fyrir útgáfu- réttinn. II. En sjálfur en Puzo ekki frá því að tvær fyrstu bækur hans séu betri. Hann var þrítugur þegar hann lauk við The Dark Arena árið 1955. Puzo hafði unnið við hitt og þetta árin á undan, en fékk köllun til skáldskapar eftir að hann las Karamazov-bræð- urna eftir Dostoevski. Hann var kvæntur og átti börn; en enga peninga. Hann taldi öruggt að fyrsta bókin gerði hann ríkan. En það varð eitthvað annað; hann fékk 3.500 dollara, og gat varla framfleytt fjölskyldunni. Puzo hellti sér í blaðamennsku og fleira næstu tíu árin þar til önnur bók hans, The Fortunate Pilgrim, kom út. Sjálfur segir Puzo að hún sé best bóka sinna, en hann fékk aðeins 3.000 dollara fyrir hana. Enn versnaði fjár- hagurinn. Útgefandi hans var orðinn þreyttur á þessum höf- undi sem ekki seldist. Það var þá sem Puzo ákvað að skrifa eitthvað um mafíuna, harðsoðna skáldsögu til að raka inn peningum. Puzo segir í „The Godfather Papers and other Con- fessions", að í 45 ár hafi hann litið á listina sem sitt goð — en fjárhagslegur þrýstingur hafi drepið þá trú. Puzo vildi gera allt til að lifa á skrifum sínum. Hann samdi við Putnam-útgáf- una um litla sögu sem hann kailaði einfaldlega Guðföðurinn. Puzo, sem þekkti mafíuna aðeins af afspurn og rannsóknum sín- um, lauk við söguna 1969 og hún sló öll fyrri sölumet. Vita ekki allir hvað gerðist svo: Fawcett-útgáfan keypti vasabrotsréttinn fyrir 410.000 dali (met) og Paramount-filmu- félagið fékk kvikmyndaréttinn fyrir 12.000 dollara, því útsend- arar félagsins fundu lyktina af komandi vinsældum handritsins. Myndin var gerð tveimur árum síðar og naut engu minni vin- sælda en bókin. Mario Puzo var loks orðinn þekktur — og ríkur. III. Don Corleone í bókarformi fór vel í fólk, engu síður en Marlon Brando. Bókin seldist í næstum 13 milljón eintökum og hefur engin önnur bók selst jafn mikið. Þær sem á eftir komu eru: The Exorcist (11 milljónir), Love Story (10 milljónir), Jaws (9 milljónir), Jónatan Livingston máfur (7 milljónir), I Never Promised You a Rose Garden og Rich Man; Poor Man (6,5 milljón- ir hvor). En hvað gerir maður/skáld sem skyndilega nær slíkum vin- sældum? Svarið er einfalt: hann sest að í Hollywood. Puzo skrif- aði kvikmyndahandritið að Guð- föðurnum ásamt leikstjóranum Coppola, og eftir að myndin var frumsýnd óð Puzo í tilboðum sem hann gat ekki hafnað. Hann skrifaði nokkrar kvikmyndir: Guðföðurinn annan hluta, stór- slysamyndina Earthquake og nokkrum árum síðar Superman I og II. Hann átti nokkrar setn- ingar í Cotton Club, en hann hefur smám saman dregið sig út úr kvikmyndaheiminum. Það liðu tæp tíu ár frá því Puzo kláraði Guðföðurinn þar til hann sendi frá sér nýja skáld- sögu. Fools Die kom út 1978 og markaði hún tímamót hjá út- gáfufyrirtækjunum, sem voru auðvitað sólgin í nýja bók eftir þennan metsöluhöfund. Útgáfu- fyrirtækin yfirbuðu hvert annað, TRIUMPH TRD 7020 Tölvuprentari meft leturkrónu fyrir ritvinnslu TRD 7020 Vestur-þýzk gæðaframleiðsla. i Prenthraði 20 stafir á sekúndu i Prentar í báðar áttir • 55 stýritákn Grafískir möguleikar Minni 1500 tákn RS 232 raðtenging • Viðbótarbúnaður: Pinnabelti fyrir samhangandi form • Arkamatarar Stækkun á minni í 3500 tákn • Tengisnúrur fyrir t. d. Apple, BBC Verð aðeins kr. 16.800.- Einar J. Skúiason hf. SKRIFSTOFUVÉLAVERSLUN OG VERKSTÆOI HVERFISGÖTU 89 - SÍMI 24130 PÓSTHÓLF 1427 - REYKJAVÍK „Geimstríð IIIU íRegnboganum REGNBOGINN hefur tekið til sýn- inga kvikmyndina „Geimstríð III: Leitin að Spock“ sem gerð er eftir sjónvarpsþáttunum Star Trek eftir Gene Roddcnberry. Myndin gerist á 23. öldinni er ferðir um óravíddir geimsins eru leikur einn. Fjallað er um átök manna á milli og baráttu þeirra við náttúruöfl á reikistjörnunni Genesis sem eldist með þeim hætti að eldsumbrot og jarðskjálftar breyta jarðskorpunni á mínútna fresti. Leikstjóri er Leonard Nimoy en með aðalhlutverk fara William Shatner, Leonard Nimoy og De- ForestKelley. KrútUtilkynning /\uglýsinga- siminn er 2 24 80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 B 21 allt þar til mælirinn fylltist og New American Library (NAL) fékk nýju bókina fyrir algert met, 2,2 milljónir dollara, og 350.000 að auki fyrir aukaútgáfu á Guðföðurnum. Gamla metið átti Colleen McCullough, 1,9 milljónir dollara fyrir Þyrnifugl- ana. Puzo sjálfur spilaði tennis og át pizzur meðan útgáfurnar buðu og buðu. En þessi tala (sam- tals 2.550.000 dollara) rann ekki öll til rithöfundarins; þegar skattar og allt hvað eina höfðu verið dregnir frá stóð Puzo uppi með 500.000 handa sjálfqm sér. Mikið vatn og blóð var því runnið til sjávar og grafar frá þeim tíma er Puzo fékk 6.500 dollara fyrir tvær fyrstu bæk- urnar. En Puzo kann að fara með féð, segir hann sjálfur, þar sem hann náði vinsældum tiltölulega seint á ævinni og vissi hvað var að líða hungur. Puzo, sem er sykursjúklingur, segist hefðu hreinlega dáið ef hann hefði ekki hagnast á Guðföðurnum, því erfiðisvinnu þyldu hann ekki til lengdar. Dæmi um hvernig Puzo fór með fyrstu fúlgurnar: Hann fékk 410.000 fyrir Guðföðurinn árið 1969. Puzo lét bróður sinn, sem hafði framfleytt Puzo og konu og börnum á erfiðum tímum í næstum tuttugu ár, fá helming- inn. Puzo-hjónin eiga fimm börn og meirihluti tekna þeirra fór í menntun barnanna og, eftir að þau komust á fullorðinsár, hefur Puzo haldið áfram að hjálpa þeim. Næstu fjögur árin vann Puzo að óbeinu framhaldi af Guð- föðurnum. Ekki er nokkur vafi á að Puzo fékk meiri pening fyrir að skrifa þetta „framhald", en sjálfstæða sögu. En staðreyndin er að þáttur Michaels Corleone er óþarfur, enda stendur harm- sagan um Salvatore Guiliano án þesskonar aðstoðar. En Puzo fékk um það bil 2 milljónir doll- ara fyrir bókina og svo gott sem loforð um kvikmynd, þrátt fyrir að Fools Die hafi valdið miklum vonbrigðum. Balzac, Dickens, Dostoevski og Puzo eiga margt sameiginlegt. Þeir sömdu skáldsögur í kappi við tímann til að fá peninga, með ærið misjöfnum árangri, en hver veit nema Balzac, Dickens og Dostoevski, sem sífellt voru blankir, hefðu farið vestur um haf og reynt fyrir sér í höfuðborg kvikmyndanna, eins og rithöf- undarnir bandarísku F. Scott Fitzgerald, Nathanael West og William Faulkner gerðu, ef þeir lifðu á okkur dögum. f, Bygging brúar áLeirur boðin út Á næstunni verður boðin út bygg- ing brúar á Norðurlandsvegi um Eyjafjarðarleirur. • Guðmundur Arason deildar- verkfræðingur hjá brúadeild Vegagerðar ríkisins sagði að á undanförnum árum hefði smíði brúa oft verið boðin út, yfirleitt þeirra smærri. Bygging brúarinn- ar á Eyjafjarðarleirum væri hins vegar stærsta verkefnið í brúagerð hjá Vegagerðinni á næsta ári og markaði þetta útboð tímamót að því leyti. Vegurinn er lagður norðan við flugvöllinn á Akureyri. Leiðin yfir fjörðinn er um 2 km og verður vegurinn lagður á uppfyllingu, nema hvað brúin verður 140 metra iöng. Þegar er komin uppfylling að austanverðu. Vegagerðin hefur undirbúið brúargerðina með því að reka niður staura og stálþil undir stöpla hennar. Brúargerð- inni á að ljúka fyrir lok næsta árs. Noregur: Sýking í laxeldisstöðvum veldur gífurlegum skaða Allur fískur í 25 stöðvum verður drepinn Osló, 29. nóvember. Krá Jan Krik Laure, fréttariiara Morgunblaósins. Landbúnaðarráðuneytið í Noregi hefur ákveðið hvernig skuli staðið að baráttunni við laxasjúkdóminn „furunkulose'*. í þeim eldisstöðvum þar sem sjúkdómsins hefur orðið vart skal drepa allan fisk fyrir 1. júní á næsta ári. Auk þess mun nokkur tími verða að líða áður en starfsemi verður aftur hafin í stöðvunum með nýjum seiðum og bannað verður að flytja fisk til eða frá sýktu svæðunum. Mönnum stafar engin hætta af hans fyrst vart í júní sl. í seiðum, þessum sjúkdómi en laxinn dregur sem flutt voru inn frá Skotlandi, hann hins vegar til dauða. Varð og herjar nú á 25 eldisstöðvar, á 24 í Ytri-Namdal og á eina í Hitru í Norður-Þrændalögum. Keyptu þær allar skosku seiðin. Fjár- hagslegar afleiðingar sjúkdómsins eru skelfilegar og ekkert vafamál, að margar stöðvanna munu verða gjaldþrota. Annar sjúkdómur, Hitra-sýkin svokallaða, hefur kostað laxeldið í Noregi yfir 800 millj. ísl. kr. og búist er við, að sjúkdómurinn „furunkulose" verði atvinnugreininni jafnvel enn þyngri í skauti. Við laxadrápið verður að gæta mikillar varúðar til að engin hætta sé á frekara smiti. Var byrjað á drápinu fyrir nokkru en nú hefur það verið stöðvað þar sem ekki þótti tryggt, að nógu vel væri að því staðið. Hefur verið ákveðið að koma upp fáum sótthreinsuðum sláturstöðvum og verður allur lax fluttur þangað. j^uglýsinga- síminn er 2 24 80 HANf)J GILDIR VIÐA VINNINGSMIÐINN í LANDAPARÍS VANDINN ERAÐVEL/A. HUÓMLEIKAR - SÖNGLEIKIR - ÓPERUR - LEIKSÝNINGAR n Hljómleikar með Dire Straifs eða Diönu Ross í London. Söngleikurinn Cats í New York eða Starlight Exprés í London. Sýning í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Sýning hjá Leikfélagi Akureyrar eða í íslensku óperunni. KVÖLDVERÐIR SKEMMTANIR Rauða myllan í París. Ögleymanlegt œvintýri. Lídó í Amsterdam. Kvöldverður og skemmtun við allra hæfi. La Cocotte, hinn rómaði franski veitingastaður í Kaupmannahöfn. Arnarhóll í Reykjavík Einstakf kvöld fyrir fjóra. Hinn víðfrœgi Sjalli á Akureyri. Kvöldskemmfun fyrir fjóra. SIGLINGAR - SKOÐUNARFERÐIR Dagsferð frá Amsferdam til Brússel eða Antwerpen. Skoðunarferð frá París til Versala, hallar Sólkonungsins. Sigling umhverfis Manhaftan, eyju þeirra New York búa. Kvöldsigling um síki Amsterdam við kertaljós og Ijúfar veigar. Bílaleigubíll í viku á Akureyri eða í Reykjavík 700 km aksfur innifalinn. SÓL OG SJÓR - SKÍÐI OG SNJÓR ^ Blikandi haf og sólríkar strendur umhverfis Kanaríeyjarnar. FLUG Á 9 ÁFANGASTAÐI Fannhvítar skíðabrekkur í austurrísku Ölpunum og skíðakennsla fyrir þá sem vilja. GISTING Á FYRSTA FLOKKS HÓTELUM París - London - New York - Amsferdam - Kaupmannahöfn - Ausfurríki - Kanaríeyjar með viðkomu í Amsterdam - Reykjavík - Akureyri. UJMAR ÞU A VINNINGSMIÐA? GÆTTU ÞESSÞÁAÐ GREJDA HANN. niaMiniÐiiHiHmrainn 8 HKH IAI UmI &m£ IttS BJH IIII BmI HJB pire 1045 StoASTEN EKKJSIST: VINNINGSHAFAR VELJA SfÁLFIR MILLIÁFANGASTAÐA. GYLMIR/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.