Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 29
MOttGUNBl.AtWfr SUNNUIMGUIM % 3& hjá honum eru kjarngóðar og erf- iðar ferðir. „Menn vilja að á þá sé lagt og þegar það er gert er eins og lifni yfir starfinu", segir hann. Um það eru þeir félagar sammála að ekki sé nóg að eiga hús og tæki ef þjálfunin er ekki í góðu lagi. Nú að loknu byggingarstreðinu og tækjauppbyggingunni sjá þeir fram á meiri tíma til þjálfunar félaganna. „Nú förum við að rækta rósagarðinn," segir Jón og óhætt er að bæta við „enn frekar," því HSSR hefur verið í fremstu víglínu í þessum efnum undanfarin ár. „Björgunarmál á íslandi standa á tímamótum," segir Kristinn. „Tækjakostur flestra sveita hefur batnað mikið með árunum og samfara því hefur metnaður Hjálparsveitar skáta Reykjavík má sjá að svo hefur ekki alltaf verið. Hún hefur þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum. Hjálpar- sveitin var stofnuð af ötuium fé- lögum úr skátahreyfingunni undir forystu Jóns Oddgeirs Jónssonar, sem varð fyrsti sveitarforingi hennar. Um árabil höfðu skátar aðstoðað lögreglu við leit að týndu fólki og á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930 sáu skátar um sjúkragæslu og hjálp í viðlögum. Varð það ein helsta kveikjan að stofnun hjálparsveitarinnar. Sveitin tók frá fyrstu tíð þátt í leitum og kom fyrir að þær stóðu í fleiri sólarhringa. Kom þá oft fyrir að félagar sveitarinnar fengu ávítur frá skólum eða vinnuveit- endum. Var þá brugðið á það ráð manna til að vera vel þjálfaðir aukist." Gott samstarf Björgunarmál á íslandi standa á tímamótum að öðru leyti. Fyrir hálfum mánuði var gengið frá samkomulagi björgunarveita í Reykjavík og nágrenni um sameig- inlega aðgerðastjórn. Stuðlar það að markvissari vinnubrögðum í leitum og björgunaraðgerðum. í framhaldi af þessu samkomulagi verður væntanlega samvinna um s.k. „undanfara", en það er sérsveit sem fer fyrst allra á vettvang. „Undanfararnir" verða skipaðir félögum frá öllum björgunarsam- tökunum. Þeir verða með kalltæki á sér til að bæta viðbragðsflýtinn. Þeir félagar Jón og Kristinn eru óhressir með umfjöllun blaða um samstarf björgunarsveitanna, því hún er yfirleitt í þeim dúr að draga fram það neikvæða. „Það virðist vera útbreiddur misskilningur hjá sumum blöðunum að þetta sé eitt- hvað stríð milli björgunarsamtak- anna. Menn leggja sig misjafnlega fram um að afla sér nákvæmra frétta af björgunarstarfi," segir Kristinn. „Við höfum haft forystu um samstarfsviðræður," segir Jón, „og þær hafa borið meiri árangur eftir því sem lengra hefur liðið. Meðal sveitanna á höfuðborgar- svæðinu er samstarfsvilji og sýnir nýja samkomulagið það glögg- lega.“ Ávítur fyrir skróp Mörgum nútímamanninum þyk- ir starf hjálparsveitanna vera sjálfsagður hlutur, en þegar litið er til rúmlega hálfrar aldar sögðu að láta prenta skírteini fyrir félag- ana og voru þau undirrituð af lögreglustjóranum í Reykjavík. Sveitin sinnti ýmsum verkefn- um á fyrstu árunum, t.d. skipu- lagningu á gjafamóttöku fyrir vetrarhjálpina, aðstoð í óveðrum, stofnun blóðgjafasveitar skáta og á stríðstímuTium voru starfandi loftvarnarflokkar innan sveitar- innar. Fyrstu árin var farið fótgang- andi eða á hestum í æfingaferðir og það var ekki fyrr en 1955 sem sveitin eignaðist sinn fyrsta bíl. Bíllinn var gjöf frá kvenndeild Slysavarnafélagsins og var hann nefndur „Græna-Maja“, því félag- ar sveitarinnar máluðu hann grænan. Rekstur þessa fyrsta bíls gekk erfiðlega vegna peninga- skorts og engan stað hafði sveitin til að geyma hann. Eftir blómlegt starf um tíma dró mjög úr starfi hjálparsveitarinnar vegna af- skipta skátahreyfingarinnar, sem taldi að sveitin drægi kraft frá öðru starfi. í fjögur ár lá starf að mestu leyti niðri og starfaði hjálp- arsveitin nær eingöngu sem boð- unarflokkur. Stöðug uppbygging Lífi var blásið í starfið að nýju árið 1962 og rétti hjálparsveitin úr kútnum á nokkrum árum. Enn í dag býr sveitin að því sem gert var á þessum endurreisnarárum. Byrj- að var að halda námskeið í notkun áttavita og landabréfa fyrir rjúpnaskyttur og aðra ferðalanga. Námskeið þessi hafa síðan verið haldin á hverju hausti við góða aðsókn í nær tuttugu ár og hefur Ljósmynd/KÓ. árangurinn orðið sá, að útköll til leitar að rjúpnaskyttum eru nú fátíð en voru áður mjög algeng. Um svipað leyti hóf sveitin að selja flugelda og hefur það síðan verið hennar mikilvægasta tekjulind. Jafnt og þétt hefur verið unnið að uppbyggingu hjálparsveitar- innar og er hún í dag ein best út- búna alhliða landbjörgunarsveit áhugamanna á Islandi. „Þær eru óteljandi vinnustundirnar sem liggja að baki uppbyggingu hjálp- arsveitarinnar, en markmiðum sínum getur hún aðeins náð með stuðningi íbúa Reykjavíkur," segir Jón Baldursson, sveitarforingi, og bætir við að endingu: „Sveitin er þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur hlotið og félagar hennar eru ávallt viðbúnir að sýna þakk- læti sitt í verki þegar mikið liggur við.“ Félagar á æfingu (l’órsmörk 1956. Bfllinn var gefinn af kvennadeild SVFÍ. Björgunaræfing í Gígjökli. Ljósmynd/KÓ. Allir félagar sveitarinnar þurfa að Ijúka námskeiði í skyndihjálp. mr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.