Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 18 B Við stóðum í Tel Fahar í neðri Golanhæöum og fylgdarmaður minn David Sharvit rifjaði upp söguna sem gerðist á þessum slóðum: Hér sem annars staðar í Golanhæðum höfðu Sýrlendingar ótai varðstöðvar og í Tel Fahar eru neðanjarðargöng og byrgi grafin inn í hæðina. Gróskulegur trjálundur umlykur hæöina og því hafði ég veitt athygli víðar. í nokkurra tuga metra fjarlægð fyrir neðan er Dan kibbutzinn, þar er meðal annars verið að gera tilraunir með fiskirækt. Þegar Sýrlendingar réðu Golan var kibbutzinn hér og raunar víða eftirsótt skotmark Sýrlendinga. Þó að byrgin væru haglega gerð inn í hæöirnar og furðulegt að ganga þar um rangala og kima er merkilegt að ísraelskar orrustuvélar voru á sínum tíma furðu naskar að finna stöðvarnar og gera hríð að þeim. Og þá kemur sagan af Eli Kohen, sem margir hafa kannski heyrt en tengist órjúfanlega þessum stöðum í neðri Golanhæðum... Drúsaþorp í efri Golan. Myndatökur óæskilegar. Krakkar í drúsabæ. Gazellur og dádýr á hlaupum um jarðsprengjusvæðin... Á leið upp í neðri Golan. Á ferð um Golanhœðir efri og neðri 1 li Kohen kom til Damaskus, fokríkur Argentínumaður, en átti líklega ættir sínar að rekja til araba gegnum langömmu sína. Hann stráði fé á báðar hendur og lét mikið að sér kveða. Hann komst í kynni við ýmsa helztu ráðamenn Sýrlands, sem þótti til um augljósa vitsmuni hans og klókindi. Eli Kohen voru falin ýmis trúnaðarstörf og var kominn inn í innsta hring stjórn- ar í Damaskus. Eins og eðlilegt var fyrir mann í hans stöðu heimsótti hann einatt stöðvar Sýrlendinga meðal annars í Golanhæðum og þegar hann kom til Tel Fahar og stöðvanna þar í kring fannst honum byrgin gerð af hagsýni, en taldi að engu að síður væri óbærilegt fyrir hermennina að geta ekki leitað skjóls fyrir hita annað en niður í byrgin. Hann stakk upp á að planta trjám í kringum byrgin og þetta þótti sýrlenzkum snjöll hugmynd og brátt risu háreistir trjálundir við flest byrgin í neðri Golan og hermennirnir lofuðu og prísuðu ráðsnilld Kohens, alténd þangað til ísraelskar orr- ustuvélar tóku að gerast æ að- gangsharðari og virtust verða æ nákvæmari þegar varpað var sprengjum. Eli Kohen var ekki nema fáeinum skrefum frá því að verða varaforseti Sýrlands, þegar tengiliður hans í ísrael birti fyrir hörmuleg mistök upplýsingar frá Sýrlandi, sem aðeins fjórir eða fimm æðstu menn áttu að hafa vitneskju um. Lyktir urðu að uppvíst var að Eli Kohen var gyðingur og hafði njósnað af kappi fyrir Israela. Hann var hengdur á hæsta gálga í Damaskus og Sýrlendingar hafa alltaf hafnað þrábeiðnum frá ísraelum um að jarðneskar leifar hans fái að hvíla í ísrael. Við höfðum lagt af stað löngu fyrir sólarupprás frá Tel Aviv, því að löng dagleið var fyrir höndum. Við fórum eftir Allon- veginum, sem er kenndur við Yigal heitinn Allon og var lengi framan af aðeins notaður fyrir herflutningabíla, en nú opnaður allri umferð. Sem við keyrum gegnum þann hluta Vesturbakk- ans sem ísraelar kalla Samaríu, skiptast á landnemabyggðir ísraela, oftast byggðar á fjalla- tindum og svo arabaþorp, þeirra staðsetning er ekki ósvipuð, en mikið er annar bragur á þorpum araba og ísraela, að minnsta kosti á Vesturbakkanum. Þegar farið er um byggðir og sveitir hjá aröbum, sem eru innan landamæra ísraels og hafa verið frá stofnun ríkisins sést þessi munur ekki jafn áberandi. Hug- arfar þeirra araba sem búa á Vesturbakkanum er líka býsna ólíkt og hjá ísraelsku aröbunum; á Vesturbakkanum ríkir sú hugsun að þeir muni losna undan ísraelskum yfirráðum og þeim er í mun að halda sérkennum sínum. Þeir arabar sem eru innan Ísraelsríkis hafa meira eða minna sætt sig við sinn hlut og hafa lagað sig að því sem er, þótt ekki sé þar með sagt að allir hafi gert það fagnandi. Á þessu svæði eru engir kibb- utzar, en í landnemabyggðunum er einkum stundaður iðnaður og margir sækja vinnu sína til Tel Aviv eða jafnvel Jerúsalem. Jarðvegur er ekki þannig að hann sé fallinn til ræktunar í 8tórum stíl, víða grunnur og ekki frjósamur. En þegar við förum niður hjá Gjástykki og ofan í sjálfan Jórdan dalinn skiptir um og við blasa grænmetis- og ávaxtaakrar, tún og engi svo langt sem séð verður. Við beygjum upp dalinn í norðurátt og stefnum til efri Gólan-hæða. Rétt við þjóðveginn meðfram Jórdaná er margföld rafmagns girðing, þó er skarð í hana á einum stað og vegarspotti að annarri tveggja brúa sem eru opnar milli ísrael og Jórdaníu. Hér er það Damiabrúin, sunnar er Allenby. Okkur tjóir ekki að keyra þann spöl, engir fara á milli landanna nema íbúar frá Vesturbakkanum, sem flytja þangaö ávexti og aðrar afurðir sem þeir rækta og var minnst á í annarri grein. Á sínum tíma voru mjög skipt- ar skoðanir innan ísraels, hvort ætti að opna brýrnar. Það var ekki sízt Moshe heitin Dayan, sem beitti sér fyrir því og taldi að með því sýndu ísraelar ákveð- inn samstarfsvilja sem kæmi þeim ef til vill til góða síðar meir. Á þeim tíma var það mikil áhætta: bílarnir fóru hlaðnir vörum yfir til Jórdaníu og komu með vopn og sprengiefni til baka sem síðan var komið í hendur herskárra íbúa Vesturbakkans og þarf ekki mikið hugmynda- flug til að ímynda sér, hvað síðan gerðist. ísraelar voru þó vel á verði og smám saman varð þetta Jórdönum erfiðara, því að heita mátti að bíll í bakaleið væri tekinn í sundur áður en hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.