Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 Hjálparsveit skáta Reykjavík stendur á tímamótum. Nýtt húsnæði sveitarinnar á Snorrabraut veröur vígt og formlega tekið í notkun í dag sunnudag, og er þar fullkomin aðstaða fyrir fjölþætta starfsemi hennar. „Vissulega erum við skuldugir eins og aðrir húsbyggjendur,“ segja þeir Jón Baldursson, sveitarforingi og Kristinn Ólafsson í stjórn HSSR. „Okkur leiddist hins vegar barlómur, auk þess sem hann fer með móralinn meðal félaganna. Menn eru hér vegna félagsskapar ins og meðan þeir koma hans vegna erum við ánægðir.“ Til að fullkomna afneitun sína á barlómi og til að sýna þakklæti sitt fyrir veittan stuðning borgarbúa þótti félögum sveitarinnar vel við hæfi að halda upp á tímamótin með hátíð fyrir almenning við skátahúsið í dag. Hjálparsveitin æfir mikið á jöklum uppi. Ljósmynd/HB. Nú förum við að rækta rósagarðinn Tímamót í starfi Hjálparsveitar skáta Rætt við sveitarfor- ingjana Jón Baldurs- son og Kristin Ólafsson Ekki er að ástæðu- lausu sem félagar sveitarinnar fagna þessum tímamót- um því breytingin á aðstöðunni er nánast bylting. Sveitin hafði aður aðsetur í knappt mannhæðarháum kjallara undir Ármúlaskóla og var á hrakhólum með bíla sína. Nýja húsnæðið er rúmgott og sérsniðið að þórfum hjálparsveitarinnar. Inn í það var flutt fyrir tveimur árum, en aðeins eru liðnar nokkrar vikur frá því lokið var við helstu innréttingar. Ein meginástæðan fyrir hve rólega hefur gengið með framkvæmdir er að samhliða þeim hefur tækja- Ljósmynd/KMB. Á leið á æfingu með Hjálparsveitinni í Vestmannaeyjum. Félagar í Hafnarfirði og Reykjavík fóru þangað á slöngu- bátum. kosturinn verið endurnýjaður og hefur Hjálparsveit skáta Reykja- vík aldrei verið jafn vel búin til að mæta neyðarútköllum og sinna björgunarstörfum og nú. Starfað nánast öllum stundum Hjálparsveitin vinnur eftir starfsáætlun sem samþykkt er á sveitarfundum og hafa því allir félagar atkvæðisrétt um hana. Hefð er komin á að nota þriðju- dagskvöldin fyrir stuttar æfingar og fræðslu, en auk þess eru 2—3 helgar í mánuði notaðar fyrir ferð- ir og lengri námskeið. Sveitinni er skipt í fjóra al- menna flokka og skipta þeir með sér umsjón á starfsáætlun eru starfandi bílaflokkur, beltatækja- flokkur, fjallaflokkur, varamanna- flokkur og nýliðaflokkur, en í honum starfa nýir félagar í eitt ár áður en þeir verða fullgildir, það er ef þeir hafa staðist settar kröf- ur. „Meðan við vorum inni í Ármúla voru þeir áhugasömustu oft eitt- hvað að sýsla, en eftir að við flutt- um hingað úr þrengslunum eru menn að nánast öllum stundum," segir Jón Baldursson um hvort aðstæðurnar hafi ekki breytt starfinu. Erfiðari ferðir á óskalistanum Rjóminn af starfsáætluninni eru lengri ferðirnar eins og hin árlega Vatnajökulsferð að mati þeirra félaga Jóns og Kristins. „Ég vildi geta gert meira fyrir mannskap- inn,“ segir Jón og á óskalistanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.