Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 mannsins og hann rauk út í fússi. Stór hópur fréttamanna stóð í kringum hana og spurði hana út úr þegar Donaldson bar að garði. Hann vissi hvað hann vildi, eins og þegar hann spyr Reagan spurn- inga við myndatökur í Hvíta hús- inu, og þrumaði: „Hver er þessi kona?“, þangað til beiðni hans var svalað og hann hóf að hlusta á Grivninu eins og aðrir. Leslie Stahl, fréttaritari CBS í Hvíta húsinu, þótti einnig ýtin á fundin- um, svo mjög að Gorbachev sagði að hún ætti að fá orðu fyrir for- vitni við eina myndatökuna. Préttastjóri þýskumælandi sjónvarpsfrétta í Sviss tók að sér að fylgjast með leiðtogafundinum fyrir sína stöð. Hann fylgdist með ferðum leiðtoganna í móttöku sem Furgler hélt fyrir þá eftir fundinn á miðvikudeginum. Hann spurði Reagan um andrúmsloftið á fund- inum og Reagan svaraði: „Cordial" sem þýðir innilegt eða heilshugar. Fréttastjóranum misheyrðist og sagði áhorfendum aö forsetinn hefði sagt: „Courteous", eða kurt- eist, háttprútt. Næsta dag sagði í svissnesku blaði að Reagan hefði Villa Rose — dvalarstaður Gorbachevhjónanna í Genf. Svisslendingar þóttu standa að leiðtogafundi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í Genf í síðustu viku með stökustu prýði. Forseti landsins, Kurt Furgler, bauð Ron- ald Reagan, Bandaríkjaforseta, velkominn til landsins á ensku og Mikhail Gorbachev, formann sov- éska kommúnistaflokksins, á rússnesku. Enska er honum töm en rússnesku setninguna þurfti hann að æfa oft og lengi. Ursula, kona hans, kveið mjög fyrir leið- togafundinum og vildi helst ekkert með hann hafa að gera. En hún er undirgefin kona og stóð við hlið manns síns þegar hann bauð leið- togana og konur þeirra velkomin til Sviss. Hún var auðvitað strax gagnrýnd fyrir klæðaburðinn, þótti ekki eins „lekker" og Nancy og Raisa. Hún lét þær svo bíða eftir sér á hátíðlegri samkomu sem Rauði krossinn hélst og komst á forsíður blaða fyrir það. En leið- togafrúrnar tvær fyrirgáfu hinni þriðju og talsmenn þeirra sögðu að það tæki því ekki að minnast á atvikið. Leið yfir hermenn Veðrið í Genf þessa nóvember- daga var kalt og hráslagalegt. Hermennirnir sem stóðu vörðu þar sem leiðtogarnir fóru létu það ekki á sig fá og stóðu sem fastast fram- an af. Herflokkur við Le Reposoir, þar sem Furgler ræddi bæði við Reagan og Gorbachev, hafði staðið svo til hreyfingarlaus í fimm tíma í fjögurra stiga frosti þegar sírenu- vælið í bílalest Reagans heyrðist. Þá þurfti endilega að líða yfir tvo hermenn af kulda og hersveitinni var leyft að hoppa sér til hita og hreyfa ískalda hanskalausa putt- ana. Hún var þó komin aftur í herstöðu þegar bílalestin ók í hlað. Gífurlegar öryggisráðstafanir voru gerðar í kringum leiðtoga- fundinn. Götum var lokað og svæði afgirt í því nágrenni sem leið- togarnir fóru um. íbúar sumra hverfa kvörtuðu undan að komast ekki óáreittir út í mjólkurbúð. Sjónvarpsgerðarmenn ákváðu að sannprófa öryggiskerfið og fengu tvífara Ronalds Reagan til að sitja aftur í langri, svartri drossíu og óku með hann upp að lokuðum götum. Hliðin voru strax opnuð og enginn spurði neins en þeir þorðu ekki að ganga svo langt að reyna að komast á fundarstað leiðtog- annasjálfra. Hótuðu að skjóta þyrlu niður Bandarískir öryggisverðir for- seta voru vel á verði. Reagan- hjónin voru að hvíla sig fyrir fundinn á dvalarstað sínum þegar Reagan og Gorbachev við arin- eldinn. þyrla flaug yfir húsið og öryggis- verðirnir kipptust við. Þeir skip- uðu þyrlunni að fara strax út af svæðinu eða þeir myndu skjóta hana niður eftir eina mínútu. Svissneskir öryggisverðir reyndu að róa mennina en ekkert gekk. Kvikmyndatökumenn voru um borð í þyrlunni en svissneska sjón- varpið hafði fengið leyfi til að fljúga yfir dvalarstað Reagan- hjónanna til að taka myndir. Þeir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar því var hótað að þeir yrðu skotnir niður og hröðuðu sér í burtu. Leigubílstjóri í Genf var einnig vel á verði og lét lögregluna vita á þriðjudagsnótt, að hann hefði ekið grunsamlegum manni í átt að húsakynnum sovésku sendi- nefndarinnar, þar sem Górba- chev-hjónin dvöldu. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins. Hann var vopnaður, en svo utan við sig og ruglaður, að hann gat enga skýringu gefið á ferðum sín- um. Hann var látinn laus daginn eftir og sendur heim til Frakk- lands. Yfir 3000 fréttamenn voru mættir í Genf til að fylgjast með fundinum. Það var ekki nóg að sýna blaðamannaskírteini og vega- bréf heldur þurfti vinnuveitandi að skrifa bréf og staðfesta að við- komandi væri í starfi til að komast inn í alþjóðafundasetrið þar sem fréttamenn höfðust við. Það var mesta furða hvað hægt var að skrifa af fundinum þótt algjört fréttabann ríkti. Talsmenn stór- þjóðanna héldu fundi með frétta- mönnum daglega og svo svöruðu leiðtogarnir alltaf einhverjum spurningum fréttamanna á meðan það var verið að taka af þeim myndir. Allur fréttamannaskar- inn gat ekki fylgt leiðtogunum eftir en nokkrir ljósmyndarar, kvikmyndatökumenn og frétta- menn fengu að gera það. Hinir gátu fylgst með ferðum þeirra jafnóðum á stóru tjaldi í funda- setrinu. Hver er þessi kona? Bandarískir fréttamenn voru að sjálfsögðu í meirihluta í Genf. Stærstu sjónvarpsstöðvarnar voru með mörg hundruð manns á sínum snærum og bílaflota fyrir helstu stjörnurnar. Sam Donaldson, fréttaritari ABC í Hvíta húsinu, missti af því þegar Irina Grivnina, andófsmaður frá Sovétríkjunum, olli uppþoti á fundi sovéska tals- íbúarnir komust ekki óáreittir út í mjólkurbúð Anna Bjarnadóttir tínir ýmislegt til um leiðtogafundinn í Genf Sovétríkin: Prestur líflátinn Bretland: Jámbrautar- stöð til sölu Nafn stöðvarinnar hid lengsta í Bretlandi Llanrair PG, Wales, 29. nóvember. AP. JÁRNBRAUTARSTÖÐ í Wales, hvurrar nafn er hið lengstaa sem um getur í Bretlandi, er til sölu og hyggj- ast íbúar sveitarinnar stofna hlutafé- lag til að kaupa stöðina af Brezku járnbrautunum til að forða því að einhver bandarískur auðkýfingur kaupi hana og láti flytja til Banda- ríkjanna. Brautarstöðin heitir 58 stafa nafni, Llanfairpwllgwyngyllgo- gerychwyrndrobwllllantysiliogo- gogoch, og með í kaupunum fylgir m.a. stórt skilti með nafni stöðvar- innar, sem hangir utan á stöðvar- húsinu. Brezka járnbrautarfélagið, sem er ríkisrekið, vill fá a.m.k. eitt- hundrað þúsund sterlingspund fyrir stöðina, eða jafnvirði 6,1 milljónar króna. íbúar í Llanfair og nágrenni söfnuðu I gær 13.000 pundum og ætla ekki að láta deig- an síg fyrr en lágmarksupphæð hefur safnast í sjóð. Stöðin er ekki lengur í notkun og laðar til sín um 200.000 ferðamenn á ári hverju. Láta þeir taka myndir af sér við nafnspjald stöðvarinnar og læra réttan framburð stöðvarnafnsins, en til að gera það rétt þurfa menn að gera sex sinnum hlé á lestrinum og draga andann. Með í kaupunum fylgir veitingasala stöðvarinnar, bílastæði, minjagripaverzlun, sem selur m.a. farmiða með nafni stöðvarinnar, en vegna stafa- mergðarinnar þurftu þeir að vera lOtommu langir. Stöðin var tekin í notkun á síð- ustu öld. Talið er að einhver korta- gerðarmaður hafi gefið stöðinni þetta langa nafn í einhverjum prakkaraskap, en mönnum yfirsézt nafnið þegar kortin hlutu löggild- ingu. í grófri þýðingu stendur nafn stöðvarinnar fyrir Kirkja heilagr- ar Maríu við lind hvíta hnetutrés- ins nærri svelgnum við rauða helli Tysilioguðshússins. London, 29. nóvember. AP. PRESTUR við sovézku rétttrúnaðar- kirkjuna í Georgíu hefur verið tekinn af lífi vegna meintrar aðildar að ráða- bruggi um flugrán, að sögn yfirmanna Keston-háskólans við London. Skól- inn hefur tengsl við trúarhópa í Sovét- ríkjunum og fylgist grannt með fram- komu sovézkra yfirvalda við þá. Að sögn yfirmanna Keston-skól- ans var lífi prestsins, Teimuraz Chikladze, ekki þyrmt þrátt fyrir að 3.000 skjólstæðingar hans hefðu undirritað bænaskjal þar að Iútandi til yfirvalda. Það fylgdi ekki fregn- inni hvenær aftakan fór fram, en dauðadómur var kveðinn upp í desember sl. Var Chikladze sakaður um aðild að misheppnaðri tilraun til að ræna flugvél Aeroflot 18. nóvembersl., skömmu eftir brottför frá Tibilis. Chikladze var ekki í hópi flug- ræningjanna og að sögn manna, sem málum eru kunnugir, átti hann enga aðild að því. Yfirvöld sögðu hann „andlegan leiðtoga" ræningj- anna, en það er skoðun manna að stjórnvöld hafi notað flugránið sem yfirvarp til ofsókna gegn trúflokki Chikladze.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.