Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 B 25 '*>> 'MkWkitl *t*í >*ffi ’ * - * á iííi *if f * + * > * *ii* • svarað „Polite, polite", sem einnig þýðir kurteist, háttprútt. Talsmenn leiðtoganna gátu ekki svarað málefnalegum spurningum eftir að fréttabann var sett á eftir fyrsta fundinn. Spurningarnar á fundum með þeim voru því af ýmsu tagi. Sovétmenn hrukku alltaf í baklás og fóru í varnarstöðu þegar minnst var á mannréttindamál en voru hins vegar tilbúnir að svara spurningum um Afganistan. Þeir voru heldur stirðir og kaldranaleg- ir í upphafi fundarins en þegar á leið liðkaðist um málbeinið á þeim og þeir urðu sjálfsöruggari. Frammistaða þeirra var mun betri en á fréttamannafundi í Genf fyrir tæpu ári en þeir standa Banda- ríkjamönnum enn ansi langt að baki í samskiptum við fjölmiðla. Larry Speakes, talsmaður Reag- ans, fékk nokkuð ólíkari spurning- ar en Leonid M. Zamyatin, tals- maður Gorbachevs. Hann var ekki spurður pólitískra spurninga, kannski vegna þess að hann hélt fundi sína í bækistöðvum frétta- manna úr Hvíta húsinu í Inter- continental hótelinu, en þurfti hins vegar að svara því hvort Reagan hefði verið í síðum nær- buxum þegar hann gekk út með Gorbachev. Hann var það ekki. Það lá yfirleitt vel á honum og hann spurði fullorðna, gráhærða blaða- konu úr Hvíta húsinu hvort hún hefði enn einu sinni verið úti að skemmta sér með Gromyko þegar hún spurði hvort það væri rétt að Andrei Gromyko, forseti Sovét- ríkjanna, væri staddur í Genf. Hann var ekki í borginni. Fréttabanninu af fundinum var komið á fyrir tilstilli George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti en hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Svipað fréttabann ríkti á fundi Shultz með Gromyko, sem þá var utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, í Genf í janúar og þótti takast vel. Shultz veit af fyrri raun að Sovét- menn geta verið harðir í horn að taka og fallast helst ekki á neitt Raisa og Nancy takast í hendur í Genf. fyrr en í fulla hnefana. Eilífar fréttir af þrasi og ósamkomulagi hefðu ekki gefið góða mynd af fundinum. Hann þótti hafa tekist vel þegar leiðtogarnir kvöddust þótt ekkert hefði miðað í sam- komulagsátt um geimvarnarkerfi Bandaríkjamanna eða vígbúnaðar- mál yfirleitt. Sama ályktun hefði varla verið dregin ef það hefði verið vitað að Reagan stakk upp á að þeir Gorbachev gengju út og fengju sér frískt loft á þriðjudegin- um #ftir að Gorbachev talaði sig Raisa fékk bara Ijósrit Báðir leiðtogarnir voru ánægðir eftir fundinn. Þeir gáfu út sameig- inlega yfirlýsingu sem var mjög erfitt að komast að samkomulagi um. Shultz, sem þykir með rólegri og yfirvegaðri mönnum, missti þolinmæðina lokakvöldið og benti á Kornienko, varautanríkisráð- herra Sovétríkjanna, og sagði að það væri ómögulegt að vinna með þessum manni. Reagan sagði þá við Gorbachev: „Til andskotans með það sem þeir eru að gera. Þú og ég munum segja: „Við ætlum að vinna saman“,“ og þeir tókust í hendur upp á það. Reagan benti Gorbachev á að þeir væru af svipuðum uppruna á fyrsta fundi þeirra. Báðir eru komnir af alþýðufólki í dreifbýli og hafa unnið sig upp. „Og nú stöndum við hér og heimurinn væntir mjög mikils af okkur,“ sagði Reagan. Þeir gátu verið ánægðir með fundinn. Konur þeirra höfðu staðið sig vel og vakið upp í æsing um geimvarnarkerfið. Hann neitaði að trúa að Banda- ríkjamenn ætluðu ekki að nota það til að geta skotið fyrsta kjarnorku- skoti á Sovétríkin án þess að þurfa að óttast skot á móti. Hann vildi fá Reagan til að semja um að geimvarnarkerfi yrðu ekki byggð áður en það yrði um seinan. Sam- ræðurnar voru komnar í hnút og þá stakk Reagan upp á gönguferð- inni. Kveikt upp f arninum Nancy Reagan hafði komið auga á húsið í garðinum skammt frá Fleur d’Eau, þar sem fyrri fundur leiðtoganna fór fram. Hún hafði bent Reagan á að það gæti verið gott að fá Gorbachev út í stuttan göngutúr ef viðræðurnar gengju illa og þess vegna var kveikt upp í arninum í garðhúsinu til vonar og vara. Reagan talaði um geim- varnarkerfið svo lengi að Gorba- chev þurfti að benda honum á að leyfa túlkunum að komast að til Úr veizlu Bandaríkjaforseta fyrir rússnesku gestina í Genf. að þýða orðaflauminn yfir á rússn- esku. Gorbachev sagði Reagan á leiðinni niður að húsinu að hann hefði horft á nokkrar kvikmyndir með honum og sér þætti mest varið í „King’s Row“. Reagan var mjög ánægður með það, hann leikur ungan mann sem missir báða fæturna í myndinni. Gorbachev sannaði á fundi með fréttamönnum að hann getur talað ansi lengi sjálfur án þess að leyfa öðrum að komast að. Hann er augsýnilega ákveðinn maður og veit hvað hann vill. Hann er fljótur að taka ákvarðanir og hefur ekki fyrir því að ráðfæra sig við ráð- gjafa sína í tíma og ótíma. Það var t.d. verið að taka myndir af honum með Reagan þegar Zamyatin, tals- maður hans, agði honum á rússn- esku frá tillögu Bandaríkjamanna um fréttabannið. Gorbachev hafði ekki einu sinni fyrir því að líta á Zamyatin en svaraði strax: „Við göngum að því.“ Eitt sinn þegar hann var búinn að tala lengi um geimvarnarmálin við Reagan klykkti hann út með að benda á forsetann og segja: ISvaraðu, svar- aðu, svaraðu." Reagan var hinn rólegasti og svaraði á föðurlegan hátt: „Ég skal gera það ef þú leyfir mér að komast að.“ Villa Saussure — dvalarstaður Reaganhjónanna í Genf. mikla athygli. Nancy Reagan heimsótti heimili fyrir eiturlyfja- neytendur og kvaddi unga heimil- ismenn á svo hjartnæman hátt að þeir sem sáu til fengu næstum því tár í augun. Raisa Gorbachev skoðaði sig um í Genf og þótti horfa all græðgislega á gamlar verðmætar klukkur á klukkusafni. Hún skoðaði háskólabókasafnið og sagðist vilja eignast gömul bréf og minnisnótur sem Lenin skrifaði og eru í eigu safnsins. Hún tók því miður vel þegar henni var sagt að hún gæti aðeins fengið Ijósrit af bréfunum en ekki frumritin. Leið- togafrúrnar brostu sætt hvor til annarrar. Raisa svaraði spurning- um fréttamanna góðlátlega en Nancy virtist pirruð á frekjunni í þeim, þær sumbluðu te og voru eiginmönnum sínum til sóma. Leiðtogarnir ætla að hittast að nýju í Washington á næsta ári. Heimurinn, sem væntir svo mikils af þeim, sættir sig þá varla við það eitt að þeir geti talað saman. Þeir verða þá væntanlega að komast að samkomulagi um eitthvað bita- stætt til að fundurinn þyki takast. ab BJARNi LARENTStNUSSON. TENÖR NJALL ÞORGC3RSSON, BARlltVN JÓHANNA CUÐMUNÓSDÖmR. PlANÓ Gömlu góöu lögin á nýrri hljómplötu 17 úrvals sönglög M.a. í fyrsta sinn ég sá þig, Ég er hinn frjáisi förusveinn, Svanasöngur á heiöi, Þú komst íhlaöiö, Enn syngur vornóttin. Ég vildi aö ung ég værirós Útgefandi: FERMATA Dreifing: FÁLKINN Hugheilar þakkir til Skipaútgerdar ríkisins,- skipshafna hennar og annarra samstarfs- manna og vina til lands og sjávar er glöddu mig meö gjöfum og hamingjuóskum á sjötugs- afmæli mínu. Bogi Einarsson. Öllum þeim sem heimsóttu mig ogfaeröu mér- gjafir og heillaóskir í tilefni af 95 ára afmœli mínu þann 26. nóvember síöastliöinn, færi ég mínar innilegustu þakkir. Guðjón Benediktsson, vélstjóri, Hrafnistu, Hafnarfírði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.