Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 6 B N Stundum er sest á rúmstokkinxi hjá mér göngin eru úr torfi og grjóti reist snemma á þessari öld og svo sigin að hún varð að troða sér inn og því var úlpan svona moldug, en ég varð að klofa inn göngin í all fjölbreytilegum stellingum og þótti næsta undarlegt að ég skyldi sleppa í gegn. Á leiðinni inn bæjar- göngin var gamla búrið á hægri hönd, heillegt og reisulegt, hlaðið úr torfi, grjóti og timbri, á vinstri hönd voru hrundir bæjarveggir, en inn af bæjargöngunum opnaðist eldhúsið, lítið herbergi með ald- argömlum timburþiljum. Ég sett- ist á þriggja tröppu stigaskör milli eldhúss og baðstofu. Það þótti henni ekki gott fyrir gestinn, en ég kvaðst vanur að sitja við ýmsar kringumstæður í eldhúsum. Hún fór að sýsla við matseld og talið barst að húsinu, timbrinu í veggj- unum, sál hússins. Einbúií 15 ár Afi og amma keyptu húsið og bjuggu hér fyrir 1920. Ég man eftir því þegar verið var að endurbyggja húsið, en það hefur verið torfbær alla tíð þótt hluti þess sé timbur- klæðning. Verst hvað það er að falla saman. Ég hef verið einbúi hér í 15 ár, þann 11. ágúst sl. voru 15 ár síðan ég varð ein eftir hér. Ég fæddist hér og var alin upp hjá foreldrum mínum og afa og ömmu, föðurforeldrum mínum. Foreldrar mínir voru Helgi Ásmundsson og Já, mér fannst ótrúlegt að ég gæti verið ein, því ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að maður sé manns gaman og þarfnist fé- lagsskapar. En ég hef útvarpið og símann með gamla laginu og ein- staka sinnum kemur maður og maður í heimsókn. Þú ert þriðji gesturinn í nokkra mánuði. Notaði útihúsin í upphitun Það er slæmt að hafa ekki raf- magn, skortur á hitun hefur skemmt svo mikið. Ég hef alltaf beðið eftir rafmagninu, en það er aðeins draumur ennþá. Hitinn frá gömlu eldavélinni dugði í eldhús- inu og gaf baðstofunni einnig, en í hörkufrostum var kveikt upp á hlóðum. Ég hafði eldavélina þar til fyrir 9 árum að ég fékk kosan- gas til eldunar. Og í aukahitun vann ég upp timbur úr úthúsunum sem voru felld. Það er svo erfitt að flytja hingað til mín aðföng yfir heiðina, hingað kemst ekkert farartæki annað en jeppi. Vegar- stæðið er ekki svo slæmt ef það væri byggt upp, það þyrfti að byggja hingað heilsársveg. Jú, ég vildi vera hér áfram, en þegar maður hefur ekkert annað en þessar svokölluðu örorkubætur, þá er það ekki svo lítið að geta búið í sínu eigin húsnæði. Ég var um tíma í fyrravetur á farfuglaheimil- inu á Akureyri hjá Guðrúnu Frið- riksson, þá fór ég til Dalvíkur um Framhúsiö, sam er notað sem geymala, enda er það kaldara en gamli torfbærinn f hólnum. Lagt á borð í baöstofunni, en gluggarnir þar eru all akakkir eins og Gamli flutningasleöínn. sjá má, enda er þeim haldiö uppi af plönkum. í risherbergi framhússins, sem er mun yngre en gamli torf- bærinn, er lítiö herbergi sem húsgögn foreldra Aðalheiöar eru í, rúmiö þeirra, rokkurinn og skartklæöi og á rúminu er teppi úr tvinnuðum tvisti sem móðir hennar gerði og Aöal- heiöur kvaöst alltaf hlakka til aö sjá, en þarna er aðeins gest- um boðið inn, þarna er friö- helgur staöur í húsinu og nokk- uð sár á parti miðað viö annað. Margrét Jóhannesdóttir. Afi minn var Ásmundur Helgason frá Vog- um í Mývatnssveit og amma hét Arnfríður Sigurðardóttir frá Hofsstöðum í Mývatnssveit. Það smá fækkaði hér og síðast bjugg- um við mamma einar, en hún dó 1970. Áður datt mér ekki í hug að ég héldi út í mánuð sem einbúi og alls ekki vetrarlangt, hvað þá í mörg ár. En þannig hefur það nú verið samt utan háveturinn, sl. þrjú ár, þá hef ég orðið að fara eitthvert annað því kuldinn er slík- ur í hripleku og óþéttu húsinu að ég hef ekki getað hitað nægilega upp svo mér væri vært. Ég þyrfti nýtt húshitunarkerfi og það er ekki álitlegt eins og húsið er að falla. Koppadúett í gömlu baöstofunni. Ég kann svo val viö þassa stráka." Höldur úr horni. tíma og var hjá bróðursyni móður minnar, síðan fór ég aftur til Akureyrar, en heim var ég komin aftur 3. maí. Það var ágætt að vera á farfuglaheimilinu, við vor- um 6 sem höfðum fast herbergi fyrir jólinog3eftir jólin. Æ, ég stend mig nú ekki sérlega vel. Ég var búin að lofa ömmu minni að halda baðstofunni við, Hnakktaska. en jarðskjálftar og eldgos hafa skemmt og jafnvel hafa verið unnin skemmdarverk af manna völdum. Stundum hafa allt upp í 20 kindur verið að brölta á þakinu og svona torfbæir þola vart slíkt. Kannski hefur nú fremur verið um nágrannaglettni að græða heldur en skemmdarverk í því sem ég nefndi áðan. Gamla, hlaöna búriö. Nei, skólaganga mín var ekki löng. Það atvikaðist nú svo að skólaganga mín varð aldrei nema barnaskóli, farskóli, og svo var ég einn vetur í gamla skólanum á Laugum í Húsmæðraskólanum. Ég hef ekki lagt í bréfaskólanám þótt mig hafi langað til. Ég hef prjónað sokka og vettlinga til að selja, en það er erfitt að halda á lopapeys- unum því þær eru svo þungar. Margir munu þó hafa haft gott upp úr því.“ Kjólaskipti Ég vék mér til á stigaskörinni, því nú vildi Aðalheiður fara að leggja á borð fyrir gestinn. Hún smokraði sér á milli húsgagnanna sem stóðu mjög óreglulega í bað- stofunni með tilliti til allra ílát- anna sem hirtu vatnið sem seytlaði niður hér og þar. Undir rúmi Aðalheiðar stóðu tveir mjallahvít- ir koppar. Hún færði til plastpoka með líni í, kvaðst alltaf setja þvott- inn í poka þegar hún tæki inn, því rykið smygi víða, en í plastpokun- um héldist betur hreint. Hún sagði mér að ástæðan fyrir því hve gólfið í baðstofunni væri sigið væri sú að undir baðstofunni hefði fjósið verið, en það væri nú hrunið og enginn kæmist inn í það. En í því hruni seig glugga- veggurinn og húsið hallar allt. Á veggnum fyrir ofan rúm Aðalheiðar var lítil hilla með ýmsu nytjadóti, meðölum og öðru sem gott er að grípa til og við hlið hillunnar var úrklippa úr íslend- ingi, mynd af Geir Hallgrímssyni og Magnúsi heitnum Jónssyni frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.