Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 38 B I I) liriHI l\VII\MVM),4NNA Dísin og drekinn Sérstök athygli skal vakin á dönsku myndinni „Dísin og drek- inn“ (Skönhed og Udyret) eftir einn fremsta kvikmyndaleikstjóra Dana, Nils Malros. Regnboginn hefur sýnt hana undanfarna daga, en nú skal vitnaö beint í pró- grammið sem bíóiö dreifir: O- Nils Malmros, hinn margverö- launaói leikstjóri frá Árósum, líka kallaöur hin einstaki í danskri kvik- myndagerö, haföi eiginlega ákveö- iö aö taka sér frí frá kvikmyndun og Ijúka læknisfræðinámi, eftir hinn stóra sigur sem hann haföi unnið \ * meö „Trói viskunnar“ sem nú þegar er búiö aö selja til 17 landa, þar á meöal Bandaríkjanna. En Malmros haföi enga eirð í sér og fyrir því eru fleiri orsakir. Bæöi langaöi hann til aö gera mynd eftir algjörlega skálduöu efni, eftir aö hafa haldið sig vió æviminningar í barna- og unglingafrásögnum í þrenningunni „Drengir", „Lars-Ole 5c“ og „Tré viskunnar". Aö auki langaði hann mikiö til aö nota hina hæfileikaríku Árósastúlku Line Arli- en-Soborg sem iék hina ákveönu Anne Metteí„Tréviskunnar“ ístóru unglingahlutverki; honum fannst veröa aö nota hina sterku útgeislun sem hún hefur einmitt núna á sautj- é '• ándaári. Efniö í fjóröu mynd hans átti aö vera mjög tilfinningaríkt, gjarnan hættulegt og hugsunin varö sterk- ari um hina óleysanlegu ást sem faðir ber í brjósti til dóttur sinnar á þeim tfma þegar hún fyrir augum hans breytist úr pabbastelpu í stúlku ókunnugs manns. Malmros fer þvi þétt aö viökvæmu efni og hvort fariö er yfir mörkin veröur hver áhorfandi aö dæma um, þegar myndinersýnd. Reyndar hefur höfundur/leik- stjóri sjálfur skapað sína fööur/ dóttur frásögn, þar sem hann á ekki sjálfur dætur á táningaaldri. Hann hefur þarmeö ekki persónulega upplifaó þaö vandamál sem myndin lýsir, en honum finnst hann hafa fengiö staöfestingu á, aö þessar tilfinningar sóu almennar, meö því aö tala viö feöur ungra stúlkna. Meöan Malmros var aö semja handritiö geröi hnn sér Ijóst, aö hann hefur orðiö fyrir áhrifum af atriöi í myndinni „Drengir”, þar sem faðir finnur drenginn Ole t herbergi dótturinnar og í angist og óöagoti kemur hann með tvíræðar fullyrö- ingar. Hliöstætt atriói er aö finna í Dísin og Drekinn. En myndin fjallar ekki bara um söknuö föóur. Einnig má túlka hana sem almenna, tilfinningaríka og hlýja lýsingu á þeim átökum sem koma fyrir þegar unglingar fara aó lifa sínu eigin lífi. Og atburöarásin: Viö erum í Árósum hjá hinni 16 ára gömlu Mette og fööur hennar. Þau halda jól saman tvö, þvt móöirin liggur á sjúkrahúsi til aö foróa fósturláti. Mette og pabbinn hafa alltaf haft hlýtt samband, fullt trúnaöar- trausts, svo fööurnum finnst hann ilia svikinn þegar Mette meira en gefur í skyn, aö hún sé bálskotin í sér miklu eldri strák, Jonne, Ijós- myndara meö eigiö „stúdíó". í aug- um fööurins er þessi ungi maöur, sem veröur fastur gestur á heimil- inu, hinn versti stælgæi, meó vafa- sama atvinnu og örugglega ósiö- legar áætlanir meö hina hreinlífu dóttur hans. Mette hefur áöur staö- iö í saklausu sambandi viö hinn jafngamla Lars; hún er aó mörgu leyti ennþá barn og faöirinn reynir meö krampataki aö halda henni í þvífari. Sú ástríöa sem faöirinn ber í brjósti til dóttur sinnar er ómeövit- uö en þegar hún byrjar aö koma í Ijós og fær hann til auömýkjandi athafna, veröur sálarástand hans æ bágbornara. Hvernig hnúturinn leysist, veröur ekki lýst hér, en lokaatriöið inni- heldur aó minnsta kosti svo mikiö sprengiefni, aö þaö skapaöi leik- stjóranum ófá vandræöi. Hann valdi því aö taka þaö upp á nýjan leik, fleiri mánuöum eftir að myndin var tilbúin aö öóru leyti. Titilinn Dísin og Drekinn hefur Nils Malmros sótt til hins sígilda ævintýris um prinsinn sem breyttist í vingjarnlega, tilfinningaríka ófreskju, sem aðeins gat öölast prinsgerviö aftur, ef ung og falleg stúlka kyssti hann. Til aö fá einmitt hina mjög viö- kvæmu hliö fram hjá fööurnum valdi Nils Malmros öllum aö óvör- um Jesper Klein í hiö erfiöa hlut- verk. Hin nú 17 ára Line Arlien- Soborg, menntaskólanemi frá Árósum, leikur sem fyrr segir hitt aöalhlutverkiö sem Mette. Jonne er leikinn af 21 árs vióskiptanema Carsten Jorgensen frá Árósum, meðan fjórar aöalpersónur frá „Tréi viskunnar" (Elin, Niels-Ole, Willy og Maj-Britt) hafa á ný fengið mögu- leika sem bekkjarfélagar Mette. Hin ófríska móöir er leikin af Merete Voldstedlund. Dísin og Drekinn er tekin í Árósum og Danska kvikmyndaverinu í Lyngby og styrkt af danska kvik- myndaráöinu meö 2,9 millj. d.kr. Framleiöandi er Per Holst og myndatökumaöur er Jan Weincke sem hlotiö hefur Bodil-verölaunin. Tónlist er eftir Gunnar Moller Ped- ersen og Henry Purcell. Þýöandi er Auður Leifsdóttir. Lars (Jan Johansen), Matte (Line Arlien Seborg) og Mini (Brian Theibel). Austurbæjarbíó, Protocol: Siðameistarinn Goldie Hawn Goldie Hawn er ein sjálfstæöasta leikkonan vestanhafs, ásamt Jane Fonda, Barbra Streisand og Jessica Lange, enda eiga þær allar f það sameiginlegt aö standa straum af kostnaöi eigin mynda, eöa taka aó minnsta kosti þátt í kostnaöi þeirra. Þeim er þetta kleift þar sem þær semja viö stóru kvikmyndaverin um aö leika í nokkrum myndum í röö fyrir þau. Goldie hefur mörg undan- farin ár veriö á mála hjá Warner- bræörum, eöa síöan hún lék í Pri- vate Benjamin. Á þeim bæ hefur hún síöan gert „Best Friends" meö Burt Reynolds, „Swing Shift" meö Kurt Russeí (var sýnd síöastiióiö sumar) og nú síöast „Protocol", “ • sem Austurbæjarbíó mun taka til sýninga strax í næstu viku. Proto- col, eöa Siðameistarinn, var ein af jólamyndum í Bandaríkjunum í fyrra. Siöameistarinn er náttúrulega grínmynd, því Goldie Hawn leikur vart í öörum. Fjallar myndin um unga konu sem á örskammri J *■ stundu breytist úr gengilbeinu í siöameistara á vegum bandaríska ríkisins. Leikstjóri er gamall jaxl í banda- riskum kvikmyndum, Herbert Ross, sem gert hefur ólíkar myndir eins og „Nijinski" og „Footloose". Hand- ritiö samdi gamall refur og húmor- isti, Buck Henty, sem státar meöal annars af handritunum að „The Graduate" og „Heaven Can Wait“. Goldie Hawn leikur sióameistara Bandaríkjanna í Protocol. Robert Altman ésamt leikkonunni Cher, sem lék ( mynd hans „Come Back to the 5 and Dime, Jimmy Dean, Jimmy Dean“. Robert Altman er samur við sig Robert Altman a i sifelldu striöi viö sjálfan sig og framleiöendur. Margar merkar myndir hefur hann gert, en þó er eins og honum sé fyrirmunaö aö gera sölumyndir. „Allt sem ég tek mér fyrir hendur tel ég í upphafi vera stórkostlegan söluvarning, en þaö er ekki fyrr en verkinu er lokiö aö ég átta mig aö erfitt verður aö finna fólk sem vill sjá myndirnar." Svo segir Altman sjálfur, en ennfremur aö hann geti ekkert aö þessu gert, verkin séu honum lítils viröi hvort eö er ef hann hefur ekki áhuga á þeim allt til enda. Þekktastur er hann fyrir MASH (sem sjónvarpsþættirnir voru byggðir á) — vinsælasta mynd árs- menn sem bíöa þess aö veröa sendir til Víetnam. Altman var ung- ur maöur í heimsstyrjöldinni síöari og uppliföi ekki ósvipaö: „Þaö er einhver hræöileg spenna fólgin í því aö vera innan um ókunnuga náunga sem þú ekki þekkir, sofa í sama bragga og þeir, bíöa eftir stríðskall- inu — um þaö fjallar myndin mín.“ Altlman átti upphaflega aö leik- stýra Ragtime, en framieiöandinn Dino De Laurentiis ýtti honum út í kuldann þar sem þeir deildu hart viö gerö Buffalo Bill, og ekki síöur vegna þess aö hún kolféll á mark- aönum. Altman segir aö sú mynd hafi ekki falliö í kramiö þar sem Bill sé ein af hetjum bandarísku þjóöar- Úr nýjustu mynd Altmana, Streamers. Fyrir miðri myndinni mi líta Matthew Modine, sem mikiö hefur sést í reykvískum kvikmyndahúsum undanfarið (Birdy, Crazy for You). ins 1970 — en stðan hefur hann gert myndir eins og Nashville, Images, Wedding, Buffalo Bill (meö Paul Newman) og Jimmy Dean (meö Cher); allt myndir sem gagn- rýnendur hlóöu lofi en almenningur vissi varla um. Það er vart hægt aö bera Altman saman viö nokkurn annan leikstjóra, en þó er hægt að fullyröa aö hann er andlega skyldari Bergman og Fellini heldur en Spiel- berg. Altman er óþreytandi upp- finningamaöur, myndavélin hans verkfæri. Hann er mjög stoltur af nýjustu mynd sinni, Streamers (Oddveifur), sem fjallar um unga innar og fólkiö kunni því illa aö sjá hetju sína sýnda sem loddara; önnur hetja þeirra, Nixon, var ný- fallinaf stalli. En Altman er ýmsu vanur. Hann fékk orö í eyra fyrir frumleika þegar áriö 1968, þegar sá fáheyröi at- burður geröist aö persónur í kvik- myndinni „Countdown" töluöu hver í kapp viö aöra. Þaö þekktist ekki þá, fólk átti aö tala eitt í einu, en Altman tók skammirnar ekkert sér- lega nærri sér; vissi sem var aö hann var örlítið á undan samtíöar- mönnumsínum. cf2HJÓ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.