Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 Bakaðir aðventukransar Jólafasta — fyrr á öldum var fastað á þessum tíma og þaðan mun nafnið komið. Aðventa er aftur á móti komið af latneska orðinu aðventus, sem þýðir koma eða koma Krists. Jóla- fastan — aðventan — er undirbúningstími jólanna og tími eftirvæntingar tilhlökkunar, þegar við búum okkur undir að fagna komu frelsarans. Aðventan var innleidd á 5. öld og byrjar fjórum sunnudögum fyrir jól. Fyrsti sunnudagur í aðventu er fyrsti dagur kirkjuársins. Sá siður var víða viðhafður á íslandi fyrr á tímum að einn heimilismanna skrifaði upp þá gesti sem komu á jólaföstunni. Þeir voru nefndir jólasveinar og jólameyjar ogeigaekkert skylt við hina raunverulega jólasveina, sem yfirleitt voru vondir og hrekkjóttir. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Lengi hefur það verið siður suður um Evrópu að hnýta kransa úr greni eða grænu laufi, binda í borða og setja í fjögur kerti, eitt fyrir hvern sunnudag í aðventu. Þessi kerti tákna hvert sérstakan atburð og eiga sér heiti. Kertið sem kveikt er á fyrsta sunnudag í aðventú nefnist Spádómskerti, annan sunnudag er einnig kveikt á næsta kerti réttsælis, og nefnist það Betlehemskerti, þriðja sunnudaginn er kveikt á þriðja kertinu til viðbótar, en það nefnist Hirðakerti. Fjórða kertið nefist Englakerti. Ekki vandist ég aðventu- krönsum í minni æsku, en sá siður er skemmtilegur, lýsir upp skammdegið og minnir á jólin með kertaljósum og greni- ilm. Ég hnýti ekki bara krans úr greni og set á fjögur kerti, heldur baka ég fjóra aðventu- kransa, oger einn borðaður hvern sunnudag í aðventu. Þeir eru allir svolítið mismunandi, en sömu kertin eru geymd og notuð fyrir alla kransana. Hægt er að baka alla kransana í einu og setja í frysti og má hafa þá alla úr sama deiginu, en breyta til með fyllingu og skreytingu. Þeir kransar sem hér eru uppskriftir af, eru þó mjög mismunandi bæði hvað skreytingu og uppskrift snert- - ir. Kransai nir eru stórir og má hafa hverja uppsrkift í 2 kransa og fletja þá þynnra út. Aðventukrans með búðingi, döðlum og hnetum 525 g hveiti 100 g sykur ‘k tsk. salt 2 msk. þurrger (1 pk.) lOOglint smjörlíki 2 egg +1 eggjahvíta 2dl mjólk 1 pk. kaldur Royalbúðingur eða 1 bréf ölker-búðingur. 3 msk. sherry í búðinginn, ef ykkur sýnist svo. lOOgdöðlur 1 eggjarauða + xk msk. vatn 200 g marsipan lk dl flórsykur rauður og gulur ávaxtalitur 4 lítil álmót + álpappír í kúlur inn í mótin. 1. Sigtið hveiti, setjið í skál ásamt sykri, salti, þurrgeri. 2. Hitið mjólkina þar til þið finnið hvorki hita né kulda, þegar þið stingið litla fingri ofan í hana (35°C). 3. Skerið lint smjörlíkið í smábita og setjið saman við mjölið. Bætið mjólk, eggjum og eggjahvitu út í og hnoðið þar til deigið er jafnt og glansandi. 4. Setjið stykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér í 30—40 mínútur. 5. Búið til búðing skv. leiðbeiningum á pakkanum. Hafið þó helmingi minni vökva. Athugið að draga af vökvanum ef þið notið sherry. 6. Fletjið deigið út í aflangan bút, 60x25 sm. Smyrjið búð- ingnum jafnt yfir deigið, saxið döðlurnar og setjið ofan á búðinginn. Vefjið rúlluna upp, snúið upp á hana og festið síðan saman svo að hún myndi krans. 7. Stingið álmótum á fjórum stöðum niður I kransinn, mótið 4 álkúlur og setjið í mótin. Leggið stykki yfir krans- inn og látið lyfta sér í 30—40 mínútur. 8. Hrærið eggjarauðuna út með vatninu og smyrjið krans- inn vel. 9. Hitið ofninn í 200°C, setjið kransinn í miðjan ofninn og bakið í 25—30 mínútur. 10. Hnoðið marsipanið með flórsykri, setjið rauðan ávaxta- lit í meirihlutann, en gulan í smáhluta. Búið til 4 jóla- stjörnur eins og sýnt er á meðfylgjandi kransi og leggið á kransinn. Stjarnan er gul í miðjunni. f þennan krans er notað valmúafræ „poppy seed“. þetta er gráleitt korn, sem er selt í kryddglösum, algengast frá Schwarts, 47 g i glasi, og frá McCormick, 63 g í glasi. Vel getur verið að þetta sé til frá fleiri framleiðendum. Valmúafræ fæst víða og er mjög ódýrt. Aðventukrans með valmúafræi og rúsínum 500ghveiti 100 g sykur ‘k tsk. salt 2 msk. þurrger (1 pk.) lOOglintsmjörlíki 2 egg 2 dl mjólk rifinn börkur af hálfri sítrónu 'k glas valmúafræ 1 dl rúsínur 'k tsk kanill +1 msk. sykur ‘k tsk. salt saman við valmúafræið 4 lítil álmót og álpappír í kúlur inn í mótin. 1. Sigtið hveiti, setjið í skál ásamt sykri, salti og þurrgeri. 2. Hitið mjólkina þar til þið finnið hvorki hita né kulda, þegar þið stingið litla fingri ofan í hana (35°C). 3. Skerið lint smjörlíkið i smábita og setjið saman við mjölið. Bætið eggjum og rifnum sítrónuberki saman við. Setjið síðan volga mjólkina út í og hnoðið þar til þetta ef jafnt og glansandi deig. 4. Setjið stykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér í 30—40 mínútur. 5. Hellið heitu vatninu á valmúafræið og látið standa meðan deigið er að lyfta sér. Hellið þá á styldri og látið renna vel af því. 6. Fletjið deigið út í aflangan bút, 60x25 sm. Smyrjið valmúafræinu jafnt á lengjuna, stráið síðan rúsínum yfir. 7. Blandið saman salti, kanil og sykri og stráið yfir. 8. Vefjið rúlluna þétt upp og festið saman svo að hún myndi hring. Stingið álmótunum á fjórum stöðum f krans- inn, mótið 4 álkúlur og setjið f mótin. 9. Leggið stykki yfir kransinn og látið lyfta sér í 30—40 mínútur. 10. Hitið ofninn í 200°C, smyrjið kransinn með volgu vatni, setjið í miðjan ofninn og látið bakast í 25—30 mínútur. Glassúr og skraut á kransinn 1 dl flórsykur 1 msk. sítrónusafi 8 kokteilkirsuber, rauð eða græn. 11. Hrærið saman flórsykur og sitrónusafa, smyrjið krans- inn með því meðan hann er volgur. 12. Skerið kirsuberin í tvennt langsum, leggið 4 kirsuberja- helminga í stjörnu milli álmótanna. 13. Takið álpappirinn upp úr mótunum. Aðventukrans með marsipani 500ghveiti 100 g sykur 'k tsk. slt 2 msk. þurrger (1 pk.) 'k tsk. steyttar kardimommur (má nota dropa) 'k tsk. kanill 'A tsk. negull 100 g lint smjörliki 1 lítil ferna eplasafi legg 200 g marsipan 1 dl sykur saman við marsipanið 3 msk. smjör (ekki smjörlfki) til að smyrja kransinn með 20 möndlur 2 rauð eða græn kirsuber 1. Sigtið hveiti, setjið í skál ásamt sykri, salti, þurrgeri kardimommum, kanil, negul og linu smjörlíki. Blandið vel saman. 2. Hitið eplasafann þar til þið finnið hvorki hita né kulda, þegar þið stingið litía fingri ofan í hann (35°C). Setjið egg og eplasafa út í mjölblönduna og hnoðið þar til þetta er jafnt og glansandi deig. 3. Setjið stykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér i 30—40 mínútur. 4. Hnoðið flórsykurinn upp í marsipanið. Myljið það síðan milli handanna og setjið í skál. 5. Fletjið deigið út í aflangan bút, 60x25 sm. Setjið marsipanið jafnt á lengjuna. Vefjið rúlluna þétt upp og festið saman svo að hún myndi krans. 6. Stingið álmótunum á fjórum stöðum í kransinn, mótið 4 álkúlur og setjið í mótin. 7. Leggið stykki yfir kransinn og látið lyfta sér í 30—40 mínútur. 8. Hellið heitu vatni yfir möndlurnar, látið standa f 5—10 mínútur. Afhýðið síðan. 9. Skerið kirsuberin í tvennt þversum. 10. Hitið ofninn í 200°C, setjið kransinn f miðjan ofninn og bakið í 15 mfnútur. 11. Bræðið smjörið, takið kransinn úr ofninum og smyrjið með smjörinu. Raðið síðan möndlunum f stjörnu milli kertamótanna, hafið kirsuber í miðjunni. Setjið kransinn aftur í ofninn og bakið áfram í 5—10 mínútur. Aðventukrans með hunangi, döðlum og hnetum 525 g hveiti 1 'k dl hunang 'k tsk. negull 2 msk. þurrger (1 pk.) 100 g brætt smjörlíki legg 'k flaska maltöl 125gdöðlur lOOgheslihnetur 1 pakki suðusúkkulaði (100 g) 4 lítil álmót + álpappír í kúlur inn f mótin 1. Setjið hveiti, negul og þurrger í skál. Bræðið smjörlíkið og hellið heitu saman við maltölið. Hellið siðan út í mjölið ásamt eggi. Hnoðið þar til þetta er jafnt og samfellt deig. Leggið stykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér f 20 mínútur. 2. Saxið döðlurnar, saxið hneturnar. 3. Fletjið deigið út í aflangan bút 60x25 sm, stráið döðlum og hnetum á deigið og vefjið þétt upp. Snúið upp á krans- inn, festið saman og leggið á smurða bökunarplötu. 4. Stingið fjórum litlum álmótum f kransinn, mótið sfðan álkúlur og setjið ofan í mótin. Leggið stykki yfir kransinn og látið lyfta sér í 30—40 minútur. 5. Hitið ofninn í 200°C, penslið kransinn með volgu vatni og setjið í miðjan ofninn. Bakið í 25—30 mfnútur. 6. Takið kransinn úr ofninum, hafið opna hurðina á ofnin- um og setjið súkkulaðið á eldfastan disk inn f opinn ofn- inn. Það bráðnar á örfáum mínútum. 7. Smyrjið súkkulaðinu jafnt yfir kransinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.