Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11DESEMBER1985 FRAMTÍDIN? JAHÉRNA Skyldu lesendur eiga eftir að rekast á slíkan þjón á Hressingarskálanum eða í Kökuhúsinu? Að minnsta kosti er vélmennið sagt standa sig vel í starfinu, en það var lánað veitingastað nokkrum í París til að sýna gestum og gangandi hvað í gripnum byggi og hvers megnugur hann væri! Sígaunakerlingar f Aðalstrætinu Þessa dagana sitja nemendur framhaldsskóla vítt og breitt um landið með sveitt ennið yfir skólabókunum, enda stutt í prófin. En áður en sest er niður og puðað er ævinlega skvett úr klaufun- um og þessar dömur úr Kvennaskólanum gerðu sér glaðan dag fyrir skömmu og brugðu sér í líki sígaunakvenna. Við tækifærið smellti Emilía ljósmyndari þessari mynd. fyrír20árum „Ef öll lögin í rúðunni hefðu brotnað þá hefði sá sem sat við gluggann eflaust flogið út — sagði Stefán Gíslason flugstjóri Morgunblaðið/RAX Stefán Gíslason flugstjóri og fréttin sem birtist í Morgunblaðinu 28. nóv- ember 1965. etta er í annað skipti á fimm dögum sem slíkt óh'app hendir sömu flugvélategund, í eigu sama flugfélags, á sömu flugleið og á sama stað yfir Atlants- hafinu". Óhappið sem hér um ræðir er að rúða brotnaði í flugstjórnarklefa flugvélar af gerðinni Rolls Royce 400 er hún var á leiðinni frá New York til Lúxemborgar og var stödd 500 mílur frá Keflavík. „Þetta var hálf óhugnanleg tilfinning sagði Stefán Gíslason flugstjóri sem flaug vélinni fyrir tuttugu árum í nóvember 1965 þegar hann rifjaði atburðinn upp. Maður vissi ekki hversu alvar- legt brot þetta var, hvort eitt, tvö að öll þrjú lögin í rúðunni hefðu brotnað. Ef öll lögin hefðu brotn- að og rúðan dottið úr, þá hefði sá sem sat við gluggann eflaust flogið út. Eg man að það heyrðist gífur- legur hvellur, rétt eins og verið væri að skjóta úr riffli við eyrað ámér. Við lækkuðum flugið hið snar- asta úr 21.000 fetum í 6.000 fet og þannig flugum við einnig frá Prestwick til Luxemborgar þvi þegar þrýstingsmunurinn er eins mikill og hann er í rúmlega 2.000 feta hæð, þá tekur maður ekki áhættuna að fljúga svo hátt með brotna rúðu. Einu sinni heyrði ég um tilfelli sem gerðist hjá erlendu flug- félagi á sjötta áratugnum og þá var það kvenmaður sem sat á klósettinu og ventillinn fór úr sem leiddi af sér að konan sogað- ist bara niður.“ — Hefur svona óhapp hent þig aftur í þinni flugstjórnartíð? „Nei, aldrei sem betur fer og þetta gerist reyndar örsjaldan. Ég er búinn að vera í millilanda- flugi síðan 1948 eða í ein 37 ár og hef sloppið svo til skrekklaust hingað til.“ — Ekkert skrítið að svona hlutur skuli hafa gerst tvisvar í sömu vikunni, á sama stað? „Ég hef enga haldbæra skýr- ingu á þessum atburðum en vissulega er þetta einkennilegt. Hvort þetta er tilviljun eða ekki get ég ekki sagt um. Ég hef alla tíð verið afskaplega heppinn í mínu starfi og hvort það er æðri máttarvöldum að þakka eða ekki, veit ég ekki fclk f fréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.