Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 Afmælis- grein 2 Igærdagsgreininni er ég ritaði í tilefni af tuttugu ára afmæli íslenska sjónvarpsins minntist ég aðeins á upphafið og þá miklu þjóðlífsbreytingu er sjónvarpið hafði í for með sér hérlendis og þá fyrst og fremst hversu mjög það rauf einangrun íslenskra byggða, þannig að menn gátu nú horft til umheimsins og þess sem var að gerast í höfðustaðnum, óháð bú- setu. Hin fyrstu ár sjónvarpsins voru eins og séra Emil Bjömsson, fyrrum fréttastjóri sjónvarps, minntist á hér í Lesbók: „ ... ábyggilega ógleymanleg öll- um, sem þá störfuðu þar. Þau getur enginn upplifað nema einu sinni. Að sumu leyti var það eins og að stökkva fram af klettum án þess að vita hvað þeir voru háir og hvað væri undir í þokunni. Nema hvað líftórunni sjálfri var að vísu ekki ógnað.“ Þannig voru fyrstu ár íslenska sjónvarpsins, en ég heyrði í gær í morgunþætti rásar 2 viðtal við fyrstu þulu sjónvarpsins Ásu Finns- dóttur og einnig var rætt þar við Magnús Bjamfreðsson, sem var einn af fyrstu fréttamönnum sjón- varps. Útvarpsmenn spurðu Ásu hvað henni fyndist nú um óskabam- ið. „Að sumu leyti finnst mér það hafa staðnað." En hvað finnst þér Magnús? „Ja miðað við hvað sjón- varpsmenn hafa haft úr að spila þá fínnst mér þetta bara hafa geng- ið nokkuð vel.“ Ég held að ýmsir geti tekið undir með þeim Ásu Finnsdóttur og Magnúsi Bjam- freðssyni að sjónvarpið hafi á vissan hátt staðnað. En ég ætla ekki að fylla dálkinn á þessum afmælisdögum með að- finnslum heldur líta til framtíðar einsog ég lofaði í gærdagsþáttar- kominu. Þannig tel ég að sjónvarpið okkar hafi sinnt bara vel þeim þætti er skiptir hvað mestu máli og það er lífsstríði fólksins í landinu. Máski hefír ein lítil flugvél ráðið hér úrslitum og á ég þá við Frúna hans Ómars sem hefír flengst um landið þvert og endilangt hvenær sem eldur í iðmm hefír brotið hér af sér jarðskorpuna eða menn hafa lent í lífsháska. Og það er einmitt í fótspor Frúarinnar hans Ómars sem ég held að sjónvarpsmenn ættu að feta nú á tímum harðnandi sam- keppni ljósvakafjölmiðlanna. Ifyrir nokkmm dögum var rætt í sjónvarpinu við Ólaf Tómasson nýskipaðan Póst- og símamála- stjóra í tilefni af áttræðisafmæli stofnunarinnar. Ólafur fræddi Helga Helgason fréttamann á því að n'ú gætu sjónvarpsmenn ekið með sjónvarpsbílinn austur fyrir Hellu og átt þar fund með staðar- mönnum og svo bærist myndin með ljóshraða eftir ljósleiðumnum und- urfullkomnu, ekki bara til útvarps- hallarinnar á Fossvogshæðum heldur til allra landsins bama, ef menn kærðu sig um. Lýsing Póst- og símamálastjóra vísar okkur veg- inn til framtíðar. Þannig má búast við því að innan tíðar berist okkur nánast samstundis fréttir af þvf sem er að gerast á landi vom. Og það sem meira er að ekki verða aðeins stórfréttir á skjánum heldur má reikna með því að landsmenn fái að kíkja inná bæjarstjómar- fundi, kvenfélagsfundi, inní skóla- stofumar eða inná æfingar hjá leikfélagi staðarins. Ég held að íslenska ríkissjón- varpið eigi ekki hvað síst að einbeita sér að slíkum beinum samskiptum við fólkið í landinu, ekki síður en við meðbræðuma útí hinum stóra heimi. Leysum ríkissjónvarpið und- an klafa auglýsinganna og gemm það að öflugu samskiptatæki er lýsir okkur til ólíkra menningar- heima og látum svo einkastöðvun- um og myndbandaleigunum eftir hinn vestræna skemmtiiðnað. Til hamingju og gangi ykkur allt í hag- inn' Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP/SJÓNVARP Fimmtudagsumræðan: Hvert stefnir Háskóli íslands? ■■H í Fimmtudags- OO 20 umræðunni í kvöld verður rætt um málefni Haskóla íslands og hvert stefni á 75 ára afmæli hans. Meðal spuminga sem verða til umræðu í þættin- um em t.d. hvort háskólinn hafi uppfyllt þær kröfur sem gera verður til æðstu menntastofnunar landsins, hvað sé brýnast í málefnum hskólans á næstu misser- um og hvort stjómvöld séu reiðubúin til að leggja fram það fjármagn sem nauð- synlegt er til að háskólinn geti mætt auknum kröfum, meðal annars frá atvinnu- lífinu. Meðal þátttakenda f Fimmtudagsumræðunni verða þeir Sverrir Her- mannsson, mennamálaráð- herra, og Sigmundur Guðbjamason, háskóla- rektor. Þátturinn er í beinni út- sendingu á rás 1. Sjónvarpið: Ymsar breytingar í vændum í tengslum við 20 ára afmæli sitt hefur Sjón- varpið endurskoðað ýmsa þætti er varða kynningu, útlit og framsetningu dag- skrárinnar. Kynning dagskrár hefur verið með nær sama sniði þessi 20 ár og því eðlilegt að huga að endurskoðun á þessum tímamótum. Ráðgerð er breyting á hlutverki þula í dagskrá kvöldsins og stefnt að fijálslegri og persónulegri kynningum. Þá er unnið að gerð nýrr- ar stöðvarkynningar í myndum og tónlist, sem markaði upphaf hvers út- sendingardags og tengdi auk þess saman einstaka dagskrárliði. Má ætla að með þessu verði útlit og framvinda dagskrár Sjónvarpsins bæði frísklegri og nútíma- legri án þess þó að hin persónulegu tengsl rofni. Stefnt er að því að þess- ar breytingar komi til framkvæmda frá og með upphafí vetrardagskrár, hinn 25. október næstkom- andi. Rás2: Dyrnar að hinu óþekkta OQOO í kvöld verður á Ci*3~~~ rás 2 þriðji og síðasti þátturinn um Jim Morrison og rokkhljóm- sveitina Doors. Þar segir frá endalokum þessa fræga rokkgoðs sem lést fyrir ald- ur fram af áfengisneyslu. Einnig segir frá ljóðagerð Morrisons, sem vakti víða athygli, einkum mí Frakk- landi, en þaðan kom helsta átrúnaðargoð Morrisons og 68- kynslóðarinnar, Arthur Rimbaud, en honum var sagt frá í síðasta þætti. Umsjónarmaður er Berglind Gunnarsdóttir. TONLiSTARKROSSGATAN NO:6 2 Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2 Hvassaleiti 60 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan I UTVARP FIMMTUDAGUR 2. október 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 9.00 Fréttir 9.03 Morgunstúnd barn- anna: „Litli prinsinn" eftir Antoine de Saint Exupéry. Þórarinn Björnsson þýddi. Erlingur Halldórsson byrjar lesturinn. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesiö úr forystugreinum dagblaöanna. Tónleikar. 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir 10.30 Ég man þá tíö Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Söngleikir á Broadway 1986 Níundi þáttur: „Big River". Árni Blandon kynnir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Efri ár- in. Umsjón: Ásdfs Skúla- dóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Ma- hatma Gandhi og lærisvein- ar hans" eftir Ved Mehta. Haukur Sigurðsson les þýö- ingu sína (26). 14.30 I lagasmiöju Jerome Kerns. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Frá svæöisútvarpi Reykjavíkur og nágrennis. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið Stjórnendur: Kristín Helga- dóttir, Sigurlaug M. Jónas- dóttir og Vernharöur Linnet. 17.00 Fréttir. 17.03 80 ár frá fæðingu Dim- itri Sjostakovitsj Æviágrip og Sinfónía nr. 1. Scottish National hljóm- sveitin leikur undir stjórn Neeme Járvi. Umsjón: Siguröur Einars- son. 17.40 Torgiö Umsjón: Óöinn Jónsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 20.00 „Valið", smásaga eftir Margaret Hamilton. Anna María Þörisdóttir þýddi. Alda Arnardóttir les. 20.30 Tónleikar í íslensku óperunni Siðari hluti. Sigrföur Ella Magnúsdóttir syngur lög eftir Saint-Saéns, Jón Ásgeirsson, Gaetano Donizetti, Pjotr Tsjaíkovski, Johannes Brahms, Benjam- in Britten og F. Obradors. Paul Wynne Griffiths leikur meö á pfanó. (Hljóöritaö 26. mai sl.) 21.20 Á Saurbae á Rauöa- sandi Finnbogi Hermannsson ræöir um sögu staöar og kirkju viö Ara ivarsson á Patreksfiröi. (Áður útvarpaö í þættinum Landpósturinn 17. f.m.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Fimmtudagsumræöan — Hvert stefnir Háskóli is- lands? Stjórnandi: Elías Snæland Jónsson. 23.20 Kammertónlist Pianókvintett í A-dúr op. 81 SJÓNVARP 17.55 Fréttaágrip á táknmáli 18.00 Litlu Prúðuleikararnir (Muppet Babies) Ellefti þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýöandi Guöni Kolbeinsson. 18.25 Grettir Endursýning. Teiknimynd um köttinn Gretti, hundinn Odd og Jón, húsbónda þeirra. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 18.50 Auglýsingar og dagskrá 19.00 Spítalalíf (M*A*S*H) Bandarískur gamanmynda- flokkur sem gerist á neyöar- sjúkrastöö bandaríska hersins f Kóreustrföinu. Aö- alhlutverk: Alan Alda. Framhald fyrri þátta sem FOSTUDAGUR 3. október sýndir voru í Sjónvarpinu 1979 og 1981. Þýöandi Kristmann Eiösson. 19.30 Fréttir og veöur 20.00 Auglýsingar 20.10 Sá gamli (Der Alte) 16. Listaverkarán. Þýskur sakamálamynda- flokkur. Aöalhlutverk Siegfri- ed Lowitz. Þýöandi Veturliöi Guönason. 21.16 Unglingarnir f frumskóg- inum Umsjónarmenn: Gunnar Ár- sælsson og Karólina Porter. Stjórn upptöku: Gunnlaugur Jónasson. 21.45 Flóttamenn '86 4. Fórnarlömb þurrka og ófriðar í Eþiópíu og Erítreu. 22.00 Kastljós Þáttur um innlend málefni. 22.30 Á döfinni Umsjónarmaöur Maríanna Friöjónsdóttir. 22.35 Seinni fréttir 22.40 Ást í meinum (Hanover Street) Bresk bfómynd frá 1979. Leikstjóri Peter Hyams. Aö- alhlutverk: Harrison Ford, Lesley-Anne Down og Chri- stopher Plummer. Myndin gerist á strfðsárunum. Bandarískur flugmaður kemst í kærleika viö gifta konu í Lundúnum. Atvikin haga því svo aö flugmannin- um erfalin hættuleg njósna- för ásamt eiginmanni ástkonunnar. Þýöandi Ingi Karl Jóhannesson. 00.30 Dagskrárlok. eftir Antonfn Dvorák. Pavel Stepan og Smetana-kvart- ettinn leika. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 2. október 9.00 Morgunþáttur í umsjá Gunnlaugs Helgason- ar, Kristjáns Sigurjónssonar og Siguröar Þórs Salvarsson- ar. Guðríöur Haraldsdóttir sér um barnaefni kl. 10.03. 12.00 Létt tónlist 14.00 Andrá Stjórnandi: Ásta R. Jóhannes- dóttir. 15.00 Djass og blús Vernharöur Linnet kynnir. 16.00 Hitt og þetta Stjórnandi: Andrea Guö- mundsdóttir. 17.00 Einu sinni áöur var Bertram Möller kynnir vinsæl FIMMTUDAGUR 2. október 6.00- 7.00 Tónlist i morg- unsárið. Fréttir kl. 7.00. 7.00- 9.00 Á fætur meö Sig- uröi G. Tómassyni. Létt tónlist meö morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blööin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og ræðir viö hlustendur til há- degis. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00-14.00 Á hádegismark- aði meö Jóhönnu Haröar- dóttur. Jóhanna leikur létta rokklög frá árunum 1955-1962. 18.00 Hlé 20.00 Vinsældalisti rásar tvö Gunnlaugur Helgason kynnir tiu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Um náttmál Gestur E. Jónasson sér um þáttinn. (Frá Akureyri.) 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Dyrnar að hinu óþekkta Þriöji og síöasti þátturinn um Jim Morrison og hljómsveitina Doors. Umsjón: Berglind Gunnars- dóttir. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyr- ir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 18.00—19.00 Svæöisútvarp fyr- ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. tónlist, spjallar um neyt- endamál og stýrir flóamark- aöi kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar og spjallar viö hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Hallgrímur Thor- steinsson í Reykjavfk síðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, litur yfir fréttirnar og spjallar viö fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00. 19.00-20.00 Tónlist meö létt um takti. 20.00-21.30 Jónína Leósdóttir á fimmtudegi. Jónína tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist eftir þeirra höföi. 21.30-23.00 Spurningaleikur. Bjarni Ó. Guömundsson stýrir verðlaunagetraun um popptónlist. 23.00-24.00 Vökulok. Frétta- menn Bylgjunnar Ijúka dagskránni meö frétta tengdu efni og Ijúfri tónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.