Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 STÁLVÍRAR GRANNIR - SVERIR - MARGAR GERÐIR KAÐLAR LANDFESTARTÓG FISKIHNÍFAR STÁLBRÝNI FÓTREIPISKEÐJA OG ALLS KONAR KEÐJUR AKKERIOG DREKAR BJARGHRINGIR OG VESTI SKOÐUNARBÚNAÐUR ÍÖLLSKIPOG BÁTA ☆ BRUNATENGI BRUNASLÖNGUR ABA-SLÖNGUKLEMMUR VERKFÆRA- ÚRVALFRÁ 4 FLAGGSTANGIR - 8METRA FLAGGLÍNUR OG HÚNAR ÍSLENSKiR FÁNAR FLESTIR ÞJÓÐFÁNAR ☆ STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI REGNFATNAÐUR KULDAFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR 111-1; I r| /Mcuidin* OLÍUOFNAR BORÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR GASLUKTIR OLÍUHANDLUKTIR OLÍULAMPAR KONGSBERG RECORD MÚRARAVERKFÆRI BORAR ALLSKONAR SMERGELSKÍFUR BRÝNI SMUROLÍUKÖNNUR ÁHELUNGARKÖNNUR TRÉSMÍÐAVERKFÆRI RÖRLAGNA- VERKFÆRI ☆ MÁLNING OG LÖKK ALLIR LITIR OG ÁFERÐIR Á VEGGI, GÓLF, GLUGGA, VINNUVÉLAR OG SKIP. HITAÞOLINN LAKKÚÐI, MARGIR LITIR. BLAKKFERNIS. HRÁTJARA - CARBOLÍN GÚMMÍSLÖNGUR V*—2“ PLASTSLÖNGUR GLÆRARMEÐOGÁN INNLEGGS Vw“-1V«“ SLÖNGUKLEMMUR BRUNASLÖNGUR SLÖNGUTENGI BÓMULLARGARN HVÍTT í RÚLLUM FLEIRISVERLEIKAR NÆLONGARN FLEIRISVERL. SNÚRUR FLÉTTAÐAR • INDVERSKAR KÓKOSDYRA MOTTUR 5 STÆRÐIR GÚMMÍMOTTUR MOTTUGÚMM NETDÚKUR UNDIR MOTTUR POLYFILLA FYLLINGAREFNI MÁLNINGARAHÖLD RÚLLUR, PENSLAR, MÁLNINGARBAKKAR OG SKÖFUR - OG ALLT ANNAÐ SEM TIL ÞARF M.A. ÁLTROPPUR OG STIGAR, MARGAR STÆRÐIR Ánanaustum, GrandagarAi 2, sfmi 28855. Skemmtikraft- ur Kölska eftir Harald Blöndal „Guði sé lof það var bara arsenik. Stjórnin.“ (Halldór Laxness, Guðsgjafaþula). Árni Einarsson heitir starfsmað- ur Áfengisvamaráðs. Hann ritaði grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 23. september um bjór og er þeirri kenningu trúr, að bjór sé sá drykk- ur, sem mestri ógæfu hafi valdið í siðmenntuðum heimi. Ámi má hafa þessa skoðun mín vegna. Ég hef hins vegar aldrei skilið, að mörk gæfu og ógæfu séu fólgin í því að drekka bjór, sem er veikari en 2,25% að styrkleika miðað við rúm- mál. Í þessari grein sinni segir Ámi m.a.: „Saman hefur farið aukin heild- ameysla áfengis, fjölgun fullorð- inna neytenda, aukin og almennari áfengisneysla meðal bama og ungl- inga og aukin neysla annarra vímuefna. En neysla þeirra efna er nátengd áfengisneyslunni og bar- átta gegn þeim er hjóm eitt ef áfengi er undanskilið.“ Hér lýgur Ámi Einarsson og hann veit það vel. Þessi ummæli hans skýra hins vegar vel, af hveiju böm og unglingar líta á Áfengis- vamaráð sem stofnun skrípakalla og vitleysinga, og eru að því leyti til sammála flestu fullorðnu fólki í landinu. Ámi Einarsson heldur fram í til- vitnuðum orðum, að útilokað sé að beijast gegn ávana- og fíkniefnum nema með því að beijast gegn áfengi. Þetta er rangt. Langstærst- ur hluti íslendinga notar áfengi, og áfengi er hluti af neyzluvörum þeirra. Þessu fólki þykir sjálfsagt að nota vín með mat, bjóða kunn- ingjum áfengi, skála fyrir nýju ári. Böm þessa fólks alast upp við, að notkun áfengis áe sjálfsögð og eðli- leg. Ég fullyrði, að það heyrir til hreinna undantekninga, ef böm al- ast upp við það að líta áfengi sömu augum og ávana- og fíkniefni. Afengi er löglegt í landinu og það er öllum refsilaust að drekka það, — þótt það sé refsivert að veita unglingum innan 18 ára aldurs áfengi. Á hinn bóginn er öll meðferð ávana- og fíkniefna bönnuð í landinu. Það er refsivert að hafa slík efni undir höndum og varðar allt að 10 ára fangelsi. Neyzla þess- ara efna er refsiverð með sama hætti. Þannig hefur Alþingi gert skýran greinarmun á áfengi annars Haraldur Blöndal Þannig hefur Alþingi gert skýran greinar- mun á áfengi annars vegar og ávana- og fíkniefnum hins vegar. Þessi sami munur er gerður um allan heim. Engum heilvita manni dettur í hug að leggja neyzlu ávana- og f íkni- efna og áfengisneyzlu aðjöfnu. Sekt — eða sakleysi? eftir Lilju S. Kristjánsdóttur Gamall málsháttur segir að svo megi brýna deigt jám, að það bíti. Svo er mér farið nú. Sjaldan birti ég í blöðum skoðan- ir mínar á hinum ýmsu málefnum þjóðfélagsins. En nú ofbýður mér svo hvemig fjölmiðlar fjalla um Hjálparstofnun kirkjunnar og starfsmenn hennar, að ég get ekki orða bundist. Mér er þó ekki málið skylt að öðru leyti en því að ég er meðlimur þjóðkirkjunnar og hef árlega lagt fram skerf minn til hjálparstarfs- ins. Mig hefur langað að liðsinna meðbræðrum í neyð hvar sem þeir em og hvaða litarhátt sem þeir hafa. Þegar fregnir hafa borist af góðum árangri starfsins, oft björg- un margra mannslífa, hefur það glatt mig að geta verið þátttakandi í slíku verki. Þær góðu fréttir virð- ast víða gleymdar nú. En látum það . liggja milli hluta. Hitt undrar mig meira að §allað er um þetta mál eins og sekt þeirra manna, sem borið hafa ábyrgð á starfi og fjármálum stofnunarinnar, sé sönnuð. í bemsku var mér innrætt að trúa ekki að óreyndu illmælgi um náungann og taka aldrei þátt í slíkum söguburði. Skóli lífsins hefur einnig kennt mér að engan megi dæma sekan fyrr en sekt hans er sönnuð. Mannlegt eðli er þannig, að flestum virðist auðveldara að trúa illum sögum en góðum um náungann. Þó að sakleysi hans komi síðar í ljós, er oft búið að sverta mannorð hans þannig, að margir efast um sannleiksgildið. Skuggi tortiyggni og vantrausts getur þannig fylgt heiðvirðum manni um langa ævi og verið honum sjálfum og vandamönnum hans sífelld þján- ing. Þess vegna vil ég mælast til þess, að þeir Qölmiðlar sem eru hér á heimilinu, heimilisvinir mínir, fjalli um mál Hjálparstofnunar kirkjunn- Lilja S. Kristjánsdóttir ar á hlutlausan hátt uns búið er að rannsaka það til hlítar. Biðtíminn ætti varla að verða mjög langur. En blöðin, sem virðast helst lifa á því að smjatta á ávirðingum ná- ungans, hvort sem þær eru sannar eða lognar, get ég forðast og geri það. Hveijir skyldu annars verða fyrir árás næst? Höfundur er húsmóðir í Reykjavík. Lionsklúbburinn Týr; Kvennakvöld áSögu LIONSKLÚBBURINN Tfyr held- ur árlegt kvennakvöld i Átthaga- sal Hótel Sögu föstudaginn 3. október. Þetta er þriðja árið í röð, sem klúbburinn stendur fyr- ir kvennakvöldi og rennur aUur ágóði af skemmtuninni til grein- ingarstöðvar fyrir fjölfötluð börn I Kjarvalshúsi. í frettatilkynningu frá Lions- klúbbnum segir að gestir á kvenna- kvöldinu muni mæta til leiks kl. 19:00 en borðhald heflist kl. 19:30. Meðal skemmtiatriða verður tísku- sýningu, sem aðstandendur kvenna- kvöldsins fullyrða að verði fremur sérstæð. Ræðumaður kvöldsins er Kristín S. Kvaran, alþingismaður og fóstra. Aðgöngumiðamir gilda einnig sem happdrættismiðar. Seltjamamesi sl. laugardag. Kvöldskemmtunin er opin öllum konum, en talið er vissara að panta borð í tíma. Lionsklúbburinn Týr hefur um árabil aðstoðað við starfsemina í Kjarvalshúsi, m.a með tækjagjöfum og sjálfboðavinnu við lóðafram- kvæmdir o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.