Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 29 Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri: Getum þurft að hýsa þijú þúsund manns BIRGIR ÞORGILSSON ferðamálastjóri hefur verið settur yfir alla skipulagningu gistiþjónustu vegna fundarins í næstu viku. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið f gær að enn væri ekki hægt að segja til um hvernig myndi lánast að mæta gistiþörf þess fjölda sem hingað kæmi. „Það eru smám saman að berast pantanir, og það sem nú liggur þegar fyrir, er að þörfin er meiri en við áttum von á í upphafi," sagði Birgir. Sagði hann að svo gæti far- ið að við þyrftum að hýsa um 3 þúsund manns, en til að byija með hefði í mesta lagi verið talað um 2 þúsund manns. Birgir sagði að gistiiýmið á Kemur Daniloff? HERMT er að bandaríski blaðamaðurinn Nicholas Daniloff komi til íslands fyrir blaðsitt, U.S. WorldandNews Report, vegna Reykjavíkur- fundarins. Morgunblaðið hafði samband við blaðið og spurði fregna. Þessu var hvorki játað né neit- að, en sterklega gefið í skyn, að förin væri í athugun, a.m.k hefði ekki verið samþykkt að Daniloff yrði í blaðamanna- fylgdarlið forsetans. Fréttastof- an AP hafði hins vegar eftir honum að hann hefði hug á að fylgjast með för Reagans til ís- lands. Stór-Reykjavíkursvæðinu væri fyrir liðlega 2 þúsund manns, en það yrði að taka það með í reikninginn, að ekki tækist að tæma öll hótelin aljgörlega fyrir fundinn. Birgir sagði að þá væri það til skoðunar að fá hingað hótelskip, og nefndi Eimskip sérstaklega sem millilið í því sambandi. Birgir kvaðst ekki viss um að hann væri spenntur fyrir því að fá Smyril hingað, en það þyrfti að kanna nánar. Birgir sagði að það væri stórt spursmál, varðandi það að leigja skip hingað, hvort einhver væri tilbúinn til þess að ábyrgjast einhveija ákveðna lág- markstryggingu, til þess að svona skip legði í að koma til íslands. Einhver lágmarksnýting yrði að vera tryggð, til þess að skip fengist til þess að koma. Birgir sagði að það myndi að líkindum skýrast frekar í dag, hvaða aðrar ráðstafanir þyrfti að gera, til þess að útvega nægt gisti- rými. Þá gera skipuleggjendur gisti- þjónustunnar góðar vonir um að fjölda manns verði hægt að koma fyrir á einkaheimilum á meðan á fúndinum stendur, því nú þegar hafa 150 aðilar haft samband við Ferðaskrifstofu ríkisins, og boðið upp á gistingu og morg^unverð. ABC Sjónvarpsstöðin: Vill flytja sína ei g- in jarðstöð hingað Bíða svars Pósts og síma SJÓNVARPSLIÐ og tæknimenn bandarísku sjónvarpsstöðvarínnar ABC komu hingað til lands í fyrrakvöld, til þess að hefja undirbún- ing að fréttasendingum til Bandaríkjanna, þegar fundur leiðtoga stórveldanna hefst hér í Reyiq'avík. í samtali blaðamanns við Kevin Bates, einn tæknimanna ABC í gær, kom fram að stöðin hefur þeg- ar lagt inn beiðni hjá Pósti og síma um leyfi til þess að flytja sína eigin jarðstöð hingað tíl lands „Við höfum farið fram á það við Póst og síma að fá leyfi til þess að koma hingað með okkar eigin jarð- stöð, en við bíðum svars frá stofn- uninni," sagði Bates. Hann var spurður hvort þeir hjá ABC teldu að Skyggnir myndi ekki fullnægja þörfum stöðvarinnar: „Jú, auðvitað gæti Skyggnir fullnægt þörfum okkar, en málið er einfaldlega það, að það stefnir allt í það að mikill fijöldi sjónvarpsstöðva muni vilja senda beinar sendingar í gegnum stöðina á sama tíma, þannig að ein- hveijir verða augljóslega út undan,“ sagði Bates. Bates sagði að svara frá Pósti Morgunblaðið/Rax Frá fundi forsætisráðherra með forráðamönnum Flugleiða og ferðamálastjóra í gær. Frá vinstri: Sigf- ús Erlingsson framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða, Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjórí forsætisráðuneytisins, Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri og Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra. Sigxirður Helgason forstjóri Flugleiða: Búumst við milli eitt til tvö þúsund manns og síma væri að vænta seinnihluta dagsins í dag. Það mun jafnvel koma til greina, að ABC í samvinnu við eina aðra, eða fleiri sjónvarpsstöðvar leigi skip og komi með það hingað og noti síðan sendistöð skipsins fyrir út- sendingar sínar. Bates sagði að þeir starfsmenn ABC sem væru hingað komnir myndu dveljast hér á landi, þar til að fundinum væri lokið. Von væri á í næstu viku mun fleirri starfs- manna stöðvarinnar, og kvaðst hann allt eins eiga von á að hópur- inn frá ABC yrði um samtals um 75 manns. STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra hélt i gærmorgun fund með æðstu mönnum Flugleiða og Birgi Þorgilssyni, ferðamála- stjóra, þar sem rætt var með hvaða hætti öllum þeim gestum sem koma hingað til lands, í tengslum við ieiðtogafund stórveldanna, þann 11. og 12. þessa mánaðar, og hvernig muni ganga að flytja þá til og frá landinu. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða sat þennan fund hjá for- sætisráðherra og eftir fundinn sagði hann m.a. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins: „Við vitum ekki hversu margir koma hingað ennþá, en við getum búist við á milli eitt og tvö þúsund manns. Flutningur þessara gesta verður mikiu minna vandamál, heldur en það að útvega nægt hótelrými. Við verðum að tæma hótelin til þess að þetta reyn- ist mögulegt." Sigurður sagði að öll hótel frá Borgamesi og austur í sveitir yrðu notuð. Hótel Valhöll á Þingvöllum yrrði opnað á nýjan leik, og þannig yrði vonandi hægt að veita öllum þeim sem kæmu á vegum banda- rískra og sovéskra stjómvalda gistingu. Enn væru margir óvissu- þættir, svo sem hvað varðar fjölda frá öðmm löndum, fréttamanna og annarra. Sigurður var spurður hvort hann liti á fyrirhugaðan fund leiðtoganna hér í Reykjavík, sem hvalreka fyrir Flugleiðin „Ég lít fyrst og fremst á þennan fiind sem hvalreka fyrir ísland í heild. Við höfum auglýst ísland mjög vel í Bandaríkjunum og Evrópu undanfarin ár, og von- umst til þess að það verði ennþá fleiri sem leggja leið sína hingað, eftir þennan fund.“ Flugleiðir ákváðu vegna mikillar eftirspumar eftir flugi vegna fund- ar þeirra Reagans og Gorbachevs að bæta við flugferðum í áætlunar- flugi sínu, frá gærdeginum og fram yfir fundinn. I gær var farin ein aukaferð til Lundúna og aftur til Keflavíkur. Þá hafa verið ákveðnar aukaferðir til Lundúna þann 8. og 9. október. Aukaferð verður til Kaupmannahafnar þann 8 október, til Bandaríkjanna 6. og 7. október, þann 8. október verður aukaferð frá Luxemborg með viðkomu í Lundún- um og þann 13. október verður aukaflug til New York. Flugleiðir greindu frá því í gær, að enn gæti farið svo að fleiri ferðum yrði bætt inn fram til miðs októbers, og lögðu áherslu á að hér væri ekki um end- anlega áætlun að ræða. Bjarga hótélskip og einkaheimili gistivandanum? Eimskip og fleiri kanna leigu á skemmtiferðaskipi 150 einkaaðilar hafa haft samband við Ferða- skrifstofu ríkisins til þess að bjóða gistirými EIMSKIP kannar nú möguleikann á þvi að leigja hótelskip og fá það til þess að vera sem fljótandi hótei á Reykjavíkurhöfn á meðan á fundi þeirra Reagans og Gorbachevs stendur. Morgunblaðið/Einar Falur Þegar i gær urðu farþegar á leið inn í landið varir við stórhert eftirlit með hingaðkomum, þvi tollverðir fóru mjög gaumgæfílega í gegnum allan farangur, beittu málmleitartækjum á farþega og rannsökuðu skilriki nákvæmlega. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær að „Eimskip hefur kannað möguleika á því hvort hægt væri að útvega hótelskip sem gæti verið hér í nokkra daga, á meðan á fundi leið- toganna stendur og þær frumat- huganir sem farið hafa fram hafa leitt ljós að við getum fengið skip til þess að vera hér í nokkra daga og kæmi hingað í tæka tíð.“ Hörður sagði að það skip sem hér um ræddi, gæti rúmað um 400 manns í gistingu, mest í tveggja manna klefum. Ef til kæmi, þá kæmi þetta skip með þjónustuliði. Hörður sagði að Eimskip hefði rætt þennan möguleika við ferðamála- stjóra framkvæmdastjóra Ferða- skrifstofu ríkisins og kynnt þeim þessa hugmynd. Hann sagði að Eimskip væri reiðubúið til sam- starfs við þessa aðila um fram- kvæmd þessarar hugmyndar, ef þeim litist þannig á hana og niður- staðan yrði sú að talið væri að grundvöllur væri fyrir slíku. Póstur og sími: Tekst von- andi að upp- fylla þarfir allra aðila -segir Jóhann Hjálm- arsson blaðafulltrúi Pósts og síma „Við gerum okkur góðar vonir um að okkur muni takast að uppfylla þarfir aUra þessara að- ila, sem hafa sent inn beiðnir til okkar,“ sagði Jóhann Hjálmars- son, blaðafulltrúi Pósts og sfma er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvort stofnunin sæi fram á að geta annað þörfum þeirra fjölmiðla sem á þjónustu hennar þurfa að halda, á meðan á fundi leiðtoga rísaveldanna hér í Reykjavík stendur. Jóhann sagði að reiknað væri með því að tvær sjónvarpsrásir yrðu í gangi, og að margir aðilar hefðu sýnt áhuga á að fá að nýta sér þær. Meðal þeirra væru fréttastofur í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Hann sagði að 210 til 215 línur væru f jarðstöðinni Skyggni, en það væri mögulegt án mikilla breytinga að bæta þar við línum. „Eins og málin standa í dag, þá gerum við okkur góðar vonir um að geta komið til móts við þær óskir sem stofnuninni hafa borist," sagði Jóhann, en hann sagði að á þessu stigi væri enn ekki séð fyrir endann á því hversu margar óskimar yrðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.