Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 Afmæliskveðja: Arsæll Jónas- son forstjóri Ársæll Jónasson, forstjóri í Reykjavík, er hálfníræður í dag. Af því tilefni eru honum sendar hlýjar ámaðaróskir með þessum línum. Ársæll Jónasson er fæddur 2. október 1901 í vesturbænum Reykjavík, hinu gamla býli Hlíðar- húsum. Foreldrar hans voru Jónas M Jónasson, trésmiður frá Rútsstöð- um í Flóa, og kona hans, Þuriður Markúsdóttir bónda í Flögu í Flóa. Þegar faðir hans lézt, árið 1915, fór Ársæll að vinna hjá Magnúsi Guðmundssyni skipasmið, einkum við reiða- og seglagerð og nam _þá iðn síðar. Að því loknu sneri Ár- sæll inn á þann vettvang, sem hann átti eftir að starfa á næsta hálfan annan áratuginn, 1918—1933, við björgunar- og köfunarstörf. Þau lærði hann hjá E.Z. Svitzers Bjergn- ing- og Entreprise í Kaupmanna- höfn. Hann starfaði á vegum þess fyrirtækis víða, einkum í Frakk- landi, Norður-Áfríku og Tyrklandi, og vann við björgun og viðgerðir á miklum fjölda skipa. í Tyrklandi hafði Ársæll aðsetur í Konstantínópel (Istanbul) og Chanak Chaly f Dardanellasundi, þar sem hann vann m.a. að björgun þýzks farþegaskips; köfuðu þeir stöðugt á hveijum degi í sjö vikur til að þétta skipið og gera það sjó- fært. Síðar vann Ársæll hjá Svitzer í Qögur ár með föstu aðsetri í Mar- seille í Frakklandi. Björgunarsvæð- ið var vesturhluti Miðjarðarhafs við strönd Frakklands og Norður- Afríku, einnig við strönd Spánar og Gibraltar, og þar tók hann þátt í mörgum sögulegum björgunum. Af þessu má gera sér í hugar- lund, að Ársæll hefur marga hildi háð neðansjávar á sínum fyrri dög- um; allt gekk þó yfirleitt snurðu- laust, enda maðurinn óragur og djarfhuga. Eftir 15 ára útivist fluttist Ár- sæll alfarinn heim til Reykjavíkur vorið 1933 með konu sinni, Guð- rúnu, dóttur Geislers vélstjóra hjá Svitzer, sem hann kvæntist 1931; hún lézt langt um aldur fram árið 1960. Störf Ársæls Jónassonar eftir að hann kom heim eru flest tengd sjón- um. Hann setti á stofn í Reykjavík kafara- og björgunarfyrirtæki, enn- fremur reiða- og seglagerð og var þar forstjóri alla tíð; vann fyrirtæki hans að björgunarstörfum víða um land. Einnig kenndi Ársæll í 18 ár við Stýrimannaskólann verkléga sjóvinnu og miðlaði þannig hinni yngri sjómannakynslóð af sinni víðtæku reynslu. í sambandi við kennslu sína samdi Ársæll, ásamt Henrik Thorlacius, ritið „Verklega sjó- vinnu" I,—II., sem út kom 1952—53. Um það rit hefur nem- andi hans í Stýrimannaskólanum, Jónas heitinn Guðmundsson, rithöf- undur og stýrimaður, sagt eftirfar- andi í grein, þegar ný útgáfa birtist: „Bókin var vægast sagt mjög nauðsynleg og í eðli sínu brautryðj- andastarf, því þótt Stýrimannaskól- inn kenndi svonefnda skipagerð og stöðugleikareikning, þá voru það Nú geta áskrifendur og aug- lýsendur greitt reikninga sína með greiðslukortum frá VISA eða EURO. VERIÐ VELKOMIN í GREIÐSLUKORTA VIÐSKIPTI. Auglýsingadeild, Áskrift Afgreiðsla, sími 22480. 691140 — 691141 sími 83033 Góðan daginn! einkum farmenn, sem þann skóla hlutu. í bókinni var fjallað um alla þætti skipsins, en auk þess var merkur kafli um köfun og nauðsyn- legar töflur til að fara eftir við köfun á dýpi. Verkleg sjóvinna var því þýðing- armikið rit og innlegg í siglingalist íslendinga á þeirri tíð. Hún gerði íslenskum sjómönnum fært að nema ýmis fræði um stöðugleik skipa og annað, sem þeir höfðu ekki áður getað, nema þeir er erlend mál gátu lesið. Og um 2000 ný íslensk orð voru lögð í þessa bók. Flest auðskilin eða orðí nýju samhengi. Bók þeirra Ársæls kafara og Henriks Thorlacius gaf á þeim tíma í engu eftir sambærilegum eriend- um bókum um skipagerð og stöðug- leikareikning. Hún var prýdd hundruðum skýringamynda sæför- um til glöggvunar, enda mæltist útgáfan vel fyrir." (DV 15. des. 1984.) Ársæll Jónasson lá ekki á liði sínu í störfum að björgunarmálum, því að um 16 ára skeið var hann i forystu Slysavamafélags íslands, sat þar í stjóm og var fyrsti formað- ur björgunarsveitar félagsins í Reykavík 1944; voru honum að makleikum þökkuð störf í þágu slysavama er hann var gerður heið- ursfélagi Slysavamafélagsins 1972. Löng kynni Ársæls af Frökkum leiddu til þátttöku hans í starfí All- iance Francaise þar sem hann lagði fram sinn skerf til samvinnu íslands og Frakklands; fyrir starf sitt við frönsk skip við ísland var hann sæmdur frönsku heiðursmerki, „Merité Maritime" 1958. Eitt mikið áhugamál Ársæls hef- ur verið stofnun Sjóvinnuskóla íslands, sem hann hefur barizt fyr- ir í ræðu og riti, m.a. sett fram ýtarlegar tillögur um það efni í Mbl. (11. júní 1972). Hugmyndir, sem þar komu fram, bám vitni um ríkan metnað hans fyrir hönd sjó- mannastéttarinnar og sjávarút- vegsins. „ísland þarfnast fyrst og fremst vel menntaðrar sjómannastéttar. Vel menntaða sjálfs sín vejgna og allra landsmanna," ritaði Arsæll í fyrmefndri grein. Hér á ekki að vera nein úttekt á starfí Ársæls Jónassonar, til þess þyrfti miklu lengra mál, því að maðurinn hefur víða markað spor. Enn er hann ungur í anda og ber sig með reisn, segir skoðun sína umbúðalaust á mönnum og málefh- um, er áhugasamur um bjargræðis- vegina, jafnt sem menninguna. Fyrir einkar góð kynni, hlýhug og vinsemd á undanfömum ámm, sendi ég hinum aldna heiðursmanni kveðjur og heillaóskir á 85 ára af- mælinu. Megi hann lengi lifa. E.L. Afmæliskveðja: Yaldimar Stefáns- son fv. vörubílstjóri Valdimar Stefánsson, fyrrver- andi vörubflstjóri, áður til heimilis að Leifsgötu 11 hér í borg, er níræð- ur í dag 2. október. Valdimar er af sunnlenskum ætt- um, fæddur að Kotleysu í Flóa, en ólst upp á Kumbaravogi við Stokks- eyri. Hann fæddist í tjaldi jarð- skjálftaárið 1896 þegar Suður- landsskjálftin gekk yfír og lagði mörg hús og mannvirki í rúst. Foreldrar hans voru hjónin Sess- elja Sveinbjömsdóttir frá Kluftum, Jónssonar frá Tungufelli í Hmna- mannahreppi og konu hans Guð- rúnar Ögmundardóttur, og Stefán Ólafsson, Jónssonar bónda að Syðri Steinsmýri í Landbroti Vestur- Skaftafeilssýslu og konu hans Margrétar Gissurardóttur. Valdimar ólst upp við almenn sveitastörf og sjómennsku. Hann flutti til Reylgavíkur haustið 1919 og hóf fljótlega störf hjá Reykjavík- urbæ við vömbflaakstur, enda hafði hann lært á bíl hjá Magnúsi Skaft- feld, sem annaðist þá helst öku- kennslu. Valdimar er því einn elsti núlif- andi starfsmaður borgarinnar og hans fyrsta verk var að aka hest- húshaug á Austurvöll. Til em margar myndir og minn- ingar frá þessum ámm þegar Valdimar ók litlum 1 tonns húslaus- um Ford vömbfl RE-12 sem var fyrsti bfllinn sem bærinn eignaðist og notaður var við gatnagerð og stundum hejrflutninga austan úr Ölfusi og af Rangárvöllum, jafnvel vom sóttar álftir austur í Flóa til að setja á Tjömina. Þá átti Reykjavíkurbær stórt hesthús, 30 hesta og tiiheyrandi vagna til að nota við hreinsun og gatnagerð og hestvagnaöldin var enn við lýði. Seinna varð Valdimar verkstæð- ismaður og verkstjóri, og telur hann að sínir bestu húsbændur hafí verið Valgeir Bjömsson bæjarverkfræð- ingur, síðar hafnarstjóri, og Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri og al- þingismaður síðar ráðherra. Hann segist hafa átt gott samstarf við þessa menn og mat þá öðmm frem- ur. Valdimar var einn af stofnendum og fyrsti formaður Félags bifvéla- virlq'a sem var stofnað 17. janúar 1935. Á strfðsámnum eftir 1940 fór hann að aka eigin vömbfl á Vöm- bflastöð Þróttar. Þá var oft unnið nótt sem dag við hitaveitufram- kvæmdir að deginum, en flutninga- ferðir, hálfgerðar kaupstaðaferðir austur um sveitir að nóttuni og oft lá leiðin í Þykkvabæinn, enda byggði Valdimar sér þar sumarbú- stað. í einni þessara ferða austur um sveitir varð hann sfðasti bíll sem komst vestur yfír Ölfusárbrú áður en brúin hmndi 6. september 1944. Valdimar kvæntist sinum góða lífsfömnaut Ástu Eiríksdóttur frá Litlu Háeyri á Eyrarbakka 24. okt- óber 1919 og bjó hún honum fallegt heimili sem lengst stóð á Leifsgötu 11. Þau Valdimar og Ásta eignuðust 6 mannvænleg böm, dætumar Guðrúnu, Sesselju og Guðbjörgu og synina Guðmund Birgi, Erling og Stefán Gylfa, og bamabömin em orðin mörg. Sonurinn Guðmundur Birgir og dóttirin Sesselja dóu _ fyrir aldur fram og eiginkonan Ásta féll frá fyrir nokkmm ámm, var þetta þungur missir. En Valdimar lét ekki bugast. Þó á hann sæktu þá mikil veikindi sem hann hefur nú yfírstigið. Ég sem þessar línur rita áma frænda mfnum hjartanlega til hamingju á níræðisafmælinu og óska að ævikvöld þessa heiðurs- manns megi vera eins fagurt og líf hans hefur verið til þessa dags. Afmælisbamið ætlar að taka á móti gestum laugardaginn 4. októ- ber kl. 15—18 í Domus Medica, Egilsgötu 3. Pétur Hannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.