Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 65
Hjólhestaspyrna Platinis yljaði áhorfendum í nepjunni HJÓLHESTASPYRNA Platinis er hann skoraði fjórða mark Juvent- us yljaði áhorfendum óneitanlega í nepjunni í Laugardalnum f gœr- kvöldi er Valsmenn máttu þola 0:4 tap gegn fyrrum Evrópumeist- urum Juventus f seinni leik þessara liða f Evrópukeppni meistaraliða í knattapyrnu. Þrátt fyrir þessi úrslit fengu Valsmenn mörg góð marktœkifœri f leiknum en það var eins og þeir gœtu ekki skorað gegn Juventus - kannski hafa þeir borið of mikla virðingu fyrir þeim upp við mark- ið og hreinlega ekki trúað þvf að þeir gætu skorað. Veðrið meðan á leiknum stóð var ekki eíns og knattspyrnuveður gerast best, hiti um frostmark, norðan gola og völlurinn mjög blautur og þungur eftir slydduél fyrr um dag- inn. Michel Platini, sem var fyrirliði Juventus í þessum leik, gaf tóninn er hann skoraði fyrsta markið strax á 10. mínútu. Hann fékk þá knött- inn einn og óvaldaður fyrir mark Vals, eftir varnarmistök, og skoraði af öryggi efst í bláhornið, óverjandi fyrir Guðmund, markvörð. Vals- menn fengu síðan kjörið marktæki- færi til að jafna leikinn á 25. mínútu er Valur Valsson lék laglega upp að endamörkum, gaf fyrir markið og þar kom Jón Grétar á fullri ferð en Tacconi, markvörður, bjargaði með úthlaupi á síðustu stundu. • Michael Laudrup skoraðl tvö mörk fyrir Juventus gegn Val f gœrkvöldl. Hér skorar hann fyrra mark sitt f leiknum. Magni Pétursson (nr. 4) og Bergþór Magnússon reyna að koma vömum við og Hllmar Sighvatsson fylgist með fyrir aftan Laudrup. Þáttur Laudrups Michael Laudrup fékk svo tvívegis dauðafæri áður en hann skoraði annað markið. Fyrst bjarg- aði Þorgrímur Þráinsson og síðan Hilmar Sighvatsson á línu. En Laudrup átti eftir að koma knettin- um í netiö og það gerði hann á 31. mínútu. Solda lék þá upp að endamörkum, gaf fyrir á Briachi sem framlengdi hann fyrir markið og þar stóö Laudrup á markteig og sendi knöttinn rakfeiðis upp í þaknetið. Laudrup var svo aftur á ferðinni er hann skoraði laglegt mark eftir glæsilega stungusend- ingu frá Platini sem var við miövallarlínu hægra megin og staöan orðin 0:3. Besta marktækifæri Valsmanna „ÉG ER ánægður með leikinn, en óánægður með veðrið. Sérstak- lega vindinn sem gerði okkur mjög erfitt um vik,u sagði hinn stórsnjalli sóknarmaður Michael Laudrup er blaðamaður Morgun- blaðsins hitti hann að máli í búningsklefum Juventus-manna að lelkslokum. í þessum tveimur leikjum hefur Laudrup komið boltanum fimm sinnum í net Valsmanna, en hvaða mark skyldi honum þykja best af „fimmunni"? „Fyrsta markið í fyrri leiknum," svarar hann að bragði. „Það var eitt af skemmtilegustu mörkum sem óg hef skorað. Fyrri leikurinn var að mínu mati betri en þessi, enda segja úrslitin sitt í því sam- bandi. Ég held að kuldinn og vindurinn hafi haft mikil áhrif á leik okkar, enda er alltaf erfitt að leika í roki, rigningu, kulda og snjó. Þeg- ar leikið er í slæmri veðráttu er leikurinn alltaf erfiður og ekki eins skemmtilegur. Við gerðum samt okkar besta og ég er ánægður með sigurinn." Hvaða leikmaður Vals þótti þér bestur í þessum leik? í hálfleiknum fékk Sigurjón Krist- jánsson er hann fékk knöttinn einn við vítateig Juventus og Tacconi, markvörður, varði vel skot hans. Seinni hálfleikurinn var slakari að hálfu Juventus sem virtust gera sig ánægða með þessi þrjú mörk og Valsmenn komust þá meira inn í leikinn. Bæði Valur Valsson og Sigurjón áttu skot í upphafi seinni hálfleiks sem Bodini, varamark- vörður, sem kom inná í hálfleik, átti auðvelt með að verja. Hilmar fékk svo sannkallað dauðafæri og besta marktækifæri Vals á 61. mínútu. Jón Grétar þjarmaöi þá að varnarmanni Juventus upp við markteig, sem sá sig knúinn til að gefa á markvörðinn en þar komst Amundi á milli og gaf út á Hilmar „Sigurjón Kristjánsson, Valur Valsson og Jón Grétar Jónsson. Einnig fannst mér Guðni Bergsson leika mjög vel í kvöld." Er eitthvað sérstakt sem hefur vakið sérstaka athygli þína hér á landi? „[ heild finnst mér ísland skemmtilegt land, en ég hef því miður ekki séð mikið af landinu og því get ég ekki gert upp á milli þess sem ég hef séð," sagði hinn viðkunnanlegi danski leikmaður að lokum og gekk út í mannþröngina sem beið með blað og penna í von um eiginhandaráritun eins snjall- asta leikmannsins um þessar mundir. Btom. sem var einn og óvaldaður á víta- punkti, en hitti ekki knöttinn. Guðmundur varði víti Vítaspyrna var dæmd á Vals- menn á 78. mín. er brotiö var á Massimo Briachi innan vítateigs. Hann tók vítið sjálfur en Guðmund- ur gerði sér lítið fyrir og varði meistaralega fast skot hans. Franski landsliðsmaðurinn Platini átti svo síðasta orðið er hann skor- aði fjórða markið með hjólhesta- spyrnu. Vignola hafði þá átt hörkuskot að marki sem Guð- mundur varði en missti boltann frá sér og þar fylgdi Platini vel á eftir, snéri sér við er hann sá að Guð- mundur hélt ekki knettinum og vippaði knettinum laglega í hornið fjær með hjólhestaspyrnu. Platini sagði eftir leikinn að þetta hafi verið í fyrsta skiptið sem hann hafi skorað mark með hjólhesta- spyrnu. Liðin Valsmenn léku mjög vel út á vellinum en er nálgaðist vítateig andstæðinganna þá var eins og allur vindur væri úr þeim og var þeim fyrirmunað að skora þrátt fyrir mörg hættuleg marktækifæri. Þeir báru greinilega of mikla virð- ingu fyrir ítölsku meisturunum og skorti sjálfstraust. Valur Valsson og Sigurjón Kristjánsson stóðu sig best Valsmanna og gáfu Juventus- leikmönnunum lítið eftir. Guð- mundur Hreiðarsson verður ekki sakaður um mörkin og varði hann oft vel. Vörnin var taugaóstyrk í fyrri hálfleik en óx ásmegin í seinni. Jón Grétar og Ámundi börðust vel í framiínunni en hefðu getað nýtt færin betur. Juventusliðið lék vel í fyrri hálf- leik og sýndi þá oft sínar bestu hliðar. í seinni hálfleik léku þeir á hálfri ferð og hóldu fengnum hlut án þess að taka neina áhættu. Platini sýndi ekki sínar bestu hliöar en það sem hann gerði var vel hugsað, mörkin og sendingarnar. Laudrup náði sér ekki vel á strik en það dylst engum að hann er knattspyrnumaður í fremstu röð. Það var helst að leikmennirnir, Pi- oli (nr.3), Soldda (nr.6), Mauro (nr.7) og Briachi (nr.9), sem hafa ekki verið fastamenn í liðinu, reyndu að sýna sitt besta. Llðln voru þannlg sklpuð: Valun Guömudnur Hreiðarsson, Bergþór Magnússon, Þorgrimur Þráinsson, Guðni Bergsson, Magni Pótursson, Sigurjón Krist- jánsson, Hilmar Sighvatsson, Valur Valsson, Jón Grétar Jónsson og Ámundi Sigmundsson, vm Anthony Karl Gregory. Juventus: Tacconi, Caricola, Pioli, Manfredon- ia, Favero, Solda, Mauro, Bonetti, Briachi, Platini og Laudrup. Vm. Bodlni og Vignola. Áhorfendun 6.055. Valur- Juventus 0:4 Þjálfari óskast til 2. deildar liðs í Færeyjum keppnistímabilið 1987. Þarf að geta spilað með. Upplýsingar í síma 71604, Sveinbjörn. Pllii' Jogginggallar með endurskinsmerkjum Litir: grátt/rautt, blátt/rautt Stærðir: 3—8 Verð kr. •Sendunií• PÓSTKRÖFU SP0RTV0WERSLUN JNGOIFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 40. Á nom KlAPmsnGS og mmsGöTu S.117S3 Michael Laudrup: Kuldinn hafði áhrif á leik okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.