Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2, OKTÓBER 1986 Lágt verð á ferskum karfa VERÐ á ísfiski hcfur verið frem- ur lágt eriendis í þessari viku, einkum verð á karfa í Þýzkal- andi vegna mikils framboðs. Á hinn bóginn hefur framboð á ísfiski héðan í Bretlandi verið Menntaskólinn í Reykjavík: Starfað í Reykjavík í 140 ár með minna móti. Alls hafa verið seldar um 500 lestir af fiski héð- an úr gámum í Bretlandi i vikunni og fiskiskip hafa landað um 665 lestum, mest karfa í Þýzkalandi. Tvö skip selja afla sinn í Bretlandi í dag og eitt í Þýzkalandi. Á mánudag seldi Dagrún ÍS 204 lestir, mest karfa í Bremerhaven. Heildarverð var 8.156.000 krónur, meðalverð 39,98. Á mánudag og þriðjudag seldi Júlíus Geirmundsson IS 220,4 lestir af karfa í Cux- haven. Heildarverð var 7.940.300 krónur, meðalverð 36,03. Loks seldi Viðey RE 240,3 lestir af karfa í Bremerhaven á þriðjudag og mið- vikudag. Heildarverð var 10.039. 000 krónur, meðalverð 41,78. LIÐIN eru 140 ár frá því að Menntaskólinn í Reykjavík flutti frá Bessastöðum tíl borg- arinnar, 1. október 1846. Skólinn er elsti starfandi skóli í Reykjavík. Fyrsti rektor Menntaskólans eftir að hann flutti til Reykjavíkur var Sveinbjöm Egilsson skáld, en hann hafði verið kennari Bessa- staðarskóla. Sveinbjöm var rektor fyrstu fímm árin eða fram til 1851 og voru sextíu nemendur við skól- ann fyrsta árið, fímm fastakennar- ar og einn stundakennari. Á þeim fímm árum sem Sveinbjöm var rektor útskrifuðust fjörtíu og þrír stúdentar. Nemendur skólans í vetur eru rúmlega átta hundruð að sögn Guðna Guðmundssonar rektors og kennarar vel yfír sextíu. Á mánudag vom seldar 353 lest- ir af físki úr gámum, mest þorskur. Heildarverð var 20.934.800 krónur, meðalverð 59,31. Á þriðjudag var seld 97,1 lest úr gámum. Heildar- verð var 5.844.200 krónur, meðal- verð 60,19. Á miðvikudag vom svo seldar 74 lestir úr gámum. Heildar- verð var 3.916.300 krónur, meðal- verð 53,10. Morgunblaðið/ Amór Ragnarsson Áreksturinn á Reykjanesbraut í gœr var mjög harður, eins og sést á þessari mynd af fólksbifreiðinni. Reykjanesbraut: Þrír í slysadeild HARÐUR árekstur varð á Reykjanesbraut um 4 kílómetra innan við Vogaafleggjara í gærmorgun. Voru þrir fluttir á slysadeild og munu meiðsli tveggja vera alvarleg. Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning um slysið klukkan 7:30 í gær. Varð áreksturinn með þeim hætti að jeppabifreið, sem var ekið í átt til Reykjavíkur, snerist á brautinni vegna mikillar hálku. Fólksbifreið, sem kom úr gagn- stæðri átt, skall á jeppanum, sem valt út af veginum. Ökumenn beggja bifreiðanna og farþegi í jeppanum vom fluttir á slysadeild. Lögreglan í Keflavík beinir þeim tilmælum til ökumanna að þeir aki varlega um Reykjanes- braut, nú þegar frysta tekur. Arðsemi hlutabréfa allt að 25% umfram verðbólgu r Morgunblaðið/Július Flaggað var við Menntaskólann í Reykjavík í gær í tilefni þess að 140 ár voru liðin frá þvi skól- inn var fyrst settur í Reykjavík. EIGIÐ fé allra hlutafélagabanka hér á landi jókst á árunum 1983 til 1985. Þetta kemur fram í tímaritinu Vísbendingsem kom út í gær, en þar er að finna nýja samantekt um hag nokkurra hlutafélaga. í sama hefti tíma- ritsins er bent á að arðsemi hlutabréfa geti orðið allt að 25% umfram verðbólgu. Hlutafélögin sem Vísbending flallar um em 14 að tölu og flest uppfylla nú þegar skilyrði ríkis- skattsstjóra til að einstaklingar megi draga kaup á hlutabréfum þeirra í ár frá skatti á næsta ári. í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er birt yfírlit yfír afkomu og helstu kennitölur úr ársreikningi. Það kemur fram að afkoma fyrir- tækjanna var yfírleitt góð og hafa þau skilað arði auk þess sem gefín hafa verið út jöfnunarhlutabréf. Þannig ættu kaup á hlutabréfum fyrirtælq'anna að vera góður kost- ur, sérstaklega fyrir þá einstaklinga sem greiða skatt í hæsta þrepi og geta nýtt sér skattfrádráttinn. í yfírliti sem birtist í sama hefti Vísbendingar er bent á að ávöxtun á hlutabréfum getur orðið allt frá 8,1% til 15,2% á ári umfram verð- bólgu, eftir því hvaða verðbólgufor- sendur em gefnar. Þá er reiknað með að skattfrádráttur nýtist að fullu, greiddur sé 5% arður af hlut- afé og söluverð sé 75% af kaupverði með fullum verðbótum. Sé hins veg- ar miðað við að söluverð sé 100% af kaupverði með verðbótum, getur arðsemi hlutabréfa verið allt að SEXTÁN flugmenn Amarflugs hættu störfum S gær. Þá átti að 25%. Yfírlit yfír arðsemi hlutabréfa er birt á blaðsíðu 2 í viðskiptablaði. Sjá einnig B-6 greiða þeim laun samkvæmt samningi Félags Sslenskra at- vinnuflugmanna við félagið frá 20 júli sl., en af þvi varð ekki. Að sögn Skúla Guðjónssonar formanns Félags Islenskra atvinnu- flugmanna, kærði félagið Amarflug til rannsóknarlögreglunnar fyrir fjárdrátt sl. vor. Eftir að samkomu- lag tókst við félagið 20. júlí um lausn á ágreiningnum, þ.e. að gert yrði upp við þá starfsmenn sem létu af störfum hjá félaginu, var fallið frá kærunni. Ekki hefur verið staðið við samkomulagið til þessa en á fundi sem haldinn var með stjómarformanni og framkvæmda- stjóra félagsins sl. þriðjudag, var á ný undirritaður samningur um fyrra samkomulag frá því I júlí. „í dag reyndi á samninginn þeg- ar 16 flugmenn létu af störfum. Þá virtist samkomulag sem fram- kvæmdastjóri og stjómarformaður undirrituðu tólf tímum áður ekki vera pappírsins virði. Það er ekkert á þessa menn að treysta," sagði Skúli. „Þessi deila gæti endað með því að við bönnum öllum félögum I Félagi íslenskra atvinnuflug- manna að fljúga fyrir félagið." Edward J. Derwinski, aðalsamningamaður Bandaríkjastjómar: Engir baksamningar gerð- ir við Rainbow Navigation BÚIST er við því, að utanríkis- málanefnd öldungadeildar Bandarikjaþings afgreiði f dag lagafrumvarpið til lausnar Ra- inbow Navigation-deilunni. Það verður síðan hlutskipti for- manna þingfiokka demókrata og repúblikana í deildinni, að ákveða hvenær umræður og atkvæðagreiðsla um frumvarp- ið fara fram. Þetta kom fram á símafundi íslenskra blaða- manna með Edward J. Derw- inski, aðalsamningamanni Bandaríkjastjórnar f málinu, f gær. Derwinski sagði, að frumvarpið nyti stuðnings helstu áhrífamanna I báðum flokkunum og taldi að ekki yrði um neina markverða andstöðu gegn því að ræða. And- staða hefði heldur ekki komið frá hagsmunaðilum. Forráðamenn Rainbow Navigation-skipafélags- ins styddu samninginn og gerðu sér grein fyrir því, að hann væri allra hagur. Derwinski kvaðst ekki geta svarað því, hvort það mat Mark Younge, forstjóra Rainbow Nav- igation, að félagið hefði sömu tekjur af siglingunum til fslands eftir samkomulagið og fyrir það, væri rétt. Hann kvaðst eingöngu hafa haft með samninginn við íslendinga að gera og I honum væri ekkert um þetta atriði að fínna. Hann neitaði því hins vegar eindregið, að gerðir hefðu verið baksamningur við fyrirtækið. Hið eina, sem samið hefði verið um, væri að finna I lagafrumvarpinu og viðaukum þess og þar væri skipafélagið sjálft ekki einu sinni neftit á nafn. Arnarflug: 16 flugrnenn hættu í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.