Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 63 Ljótur munnsöfnuður í barnatíma Lesandi skrifar: Nýlega byijaði ný saga í morgun- stund bamanna i ríkisútvarpinu. Því miður kváðu við leiðinleg fuk- yrði og jafnvel blótsyrði í þessum fyrsta lestri sögunnar. Mér verður oft á að spytja hvort ekki séu nein- ar reglur í útvarpinu um vandvirkni og siðsemi varðandi efni sem út- varpað er handa bömum (og sömu reglur ættu auðvitað að gilda fyrir fullorðna). Annað hvort em slíkar reglur ekki til eða þær em brotnar aftur og aftur. Það er ekki nýtt að heyra ljótan munnsöfnuð í bama- tímum útvarpsins. Eg vil alls ekki segja að efnið sé gróft í heild en blótsyrði eiga ekki að heyrast í bamatímum (eða endranær). Ég skora á útvarps- menn að gera bragarbót. Mig langar í leiðinni að vekja athygli á „Reykjavíkurbréfi" í Morgunblaðinu sunnudaginn 21. september. Þama er á ferðinni stór- merk og vönduð grein um böm, bamauppeldi og stefnur og strauma sem geta haft mikil áhrif á framtíð bamanna og þar með okkar allra. Þetta er vissulega þarfur pistill. Ritsjóramir eiga þakkir skildar fyr- Tilefni þessara skrifa minna er orðsending sem mér barst í hend- umar núna nýverið frá tímaritinu Mannlífi. Ég hef verið áskrifandi að blað- inu allt frá byijun og líkað það mjög vel. Það var því með nokkurri eftirsjá að ég sagði blaðinu upp og er ástæðan fyrmefnd orðsending. Þar stendur m.a. orðrétt: „Mannlíf gengur því vel og áskrifendum að blaðinu fjölgar jafnt og þétt. Aðeins einn galli er á allri þessari út- breiðslu, en hann er sá, að alltaf eru nokkrir áskrifendur sem trassa að greiða áskriftargjaldið. Sam- ir að taka á þessu efni á þann hátt sem raun ber vitni. Onnur grein í blaðinu var ein- staklega fróðleg. íslendingur segir frá því hvemig vemleiki kommún- JG skrifar: Ágæti Velvakandi Ég er kannski ákaflega leiðinleg að senda svona bréf, en það er líka gert til þess að lappa svolítið upp á sálina. Ég fór nefnilega í krabba- meinsskoðun um daginn, hrædd og viðkvæm, af því að þetta var í fyrsta skiptið. Skoðunin sjálf var ekkert mál eins og svo margir höfðu sagt mér fyrir. Það sem sló mig alveg út af laginu var viðmót aðstoðarmann- eskjunnar. Mér fannst hún hreint út sagt ókurteis. Þetta var fyrir skoðunina og ég e.t.v. dálítið móð- ursjúk. En þrátt fyrir það, þá hefur maður nú kynnst því alls staðar þar sem maður kaupir þjónustu að manni sé sýnd fyllsta kurteisi. Við- skiptavinurinn er nr. 1, 2 og 3. kvæmt bókhaldi okkar ert þú einn þeirra". Undir þessa orðsendingu skrifar Hjördís Ólafsdóttir skrif- stjóri f.h. Mannlífs. Það hlýtur að vera kappsmál útgefanda blaðsins að halda áskrif- endum sínum til frambúðar og því finnst mér þetta vera óhönduglega til orða tekið. Með fullri virðingu fyrir Hjördísi Ólafsdóttur vona ég að hún beri gæfu til að gæta orða- lags síns betur í framtíðinni - a.m.k. hvað þetta varðar. Að lokum vil ég senda hinum „trassasömu áskrifendum" mínar samúðarkveðjur. ismans opnaði augu hans þegar hann dvaldist í Kína og hver áhrif það hafði á skoðanir hans. Ég vildi benda lesendum á að láta þá grein ekki heldur fara fram hjá sér. Kannski átti í þessu tilviki að lækna mig alveg af móðursýkinni, en ekki tókst það nú sem skyldi. En þar sem maður neyðist til að fara aftur eftir 2-3 ár þá vona ég að ég mæti aðeins öðruvísi viðmóti þá og mér sé sagt kurteisislega frá því sem á að fara að gera og til hvers. Skrifið eða hringið til Velvak- anda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvað- eina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilis- föng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Mannlífsáskrifandi Krabbameinsskoðun Þessir hringdu . . . Hjóli stolið Nýlegu hjóli af gerðinni BARON- IA var stolið f neðra Breiðholti fyrir nokkru. Sást til drengja fara með hjólið upp í efra Breiðholt.Hjólið er rautt og gult. Ef einhver kynni að afa séð hjólið er hann vinsamlegast beðin um að hafa samband í síma 76096. Fundarlaunum heitið. Ekki hægt að vera heimavinnandi húsmóðir 4 bama móðir hringdi: Ég vil þakka Páli Kristjánssyni sérstaklega fyrir grein sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag. Þetta eru orð í tíma tölu. Það er svo mikið til af konum, sem vilja vera heima en geta það ekki. Og ef maður er heima líður ekki sá dagur að maður sé ekki með nag- andi samvaiskubit, þó svo maður vilji vera heima. Þjóðfélagið er þannig í dag að einn maður getur ekki séð fyrir fjölskyldu sjálfur. Það er líka hrikalegt að það sé óhag- stæðara skattalega séð að annar aðilinn sé heimamavinnandi. Ég hef verið dagmamma og veit hversu illa konum er við að fara að heiman frá bömunum sínum. Það eru ekki allar mæður sem vilja eiga lyklaböm Gleraugu töpuðust Jonas Jónsson hringdi: Tapast hafa gleraugu í ljósdrapp- lituðu hulstri. Glerin em af gerð sem dökknar við sólbirtu og em fyrir sérstaka sjón. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 32894. Lýsi frati á happdrætti KSI og Olís Sigurður Pétursson hringdi: Síðastliðin fimmtudag átti að draga í happdrætti KSI og Olís, samkvæmt því sem stendur á mið- anum. En nú er svo komið að allir fara huldu höfði sem koma þessu máli eitthvað nálægt. Það svarar ekki í símanum sem gefinn er upp og fólk á bensínstöðum færist und- an því að svara. Sú skýring hefur heyrst að þetta sé vegna þess, að illa hefur skilast inn utan að landi, ég efast um að það hefði verið tek- ið til greina ef ég hefði gleymt að greiða miðann áður en var dregið. Eg vil leyfa mér að lýsa frati á happdrættið, þetta er léleg auglýs- ing fyrir Olís. BMX-hjól hvarf Elinborg Pétursdóttir hringdi: BMX-hjól hvarf síðastliðin föstu- dag úr Torfafelli 35. Hjólið er rautt með gulum dekkjum, gulum púðum og silfurlituðum brettum. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 72415 Samdi ekki Whiter Shade of Pale Bobby Harrison hringdi: Kæri Halldór, það er rétt hjá þér að ég er ekki höfundur lagsins „Whiter Shade of Pale“, heldur þeir Booker og Reed. Aftur á móti er það rangt hjá þér að ég hafi haldið hinu gagnstaeða fram í við- tali nú nýlega. Mér hefur verið sagt að þessu hafí verið haldið fram af þuli einhverrar útvarpsstöðvarinn- ar. Ef svo er hefur útvarpsþulur þessi haft rangt fyrir sér. Þeir Boo- ker og Reed eru mjög góðir vinir mínir og mér djrtti ekki í hug að eigna mér eitthvað af þeirra verk- um. Það er einnig rangt hjá þér að ég hafi ekki einu sinni tekið þátt I upptöku plötunnar. Það gerði ég og þú ert velkominn hvenær sem er til að líta á útgáfuréttarsamninga mína varðandi þessa plötu. Síma- númer mitt og heimilisfang finnur þú í símaskránni. Alþýðubandalag en ekki Alþýðu- flokkur í grein „Húsmóður" s.l. laugar- dag misritaðist setning. Hún á rétt að vera á þessa leið: „Til marks um dálæti kommúnistanna hér á landi á hryðjuverkum er skemmst að minnast stúdentakosninga, þar sem heilli sfðu var varíð til þess að sanna ágæti Rauðu herdeildanna og í út- varpinu tók talsmaður Alþýðu- bandalagsins upp hanskann fyrir Baader-Meinhof hópnum í Vestur- Þýskalandi". ns Ungir og aldnir njóta þess að borða köldu Royal búðingana. Bragðtegundir: — Súkkulaði, karamellu, vanillu og jaröarberja. 1/2 SVÍIM NÝTTEÐA REYKT Napoleon Minni fita Betra eldi Lægra verð gæði 235 kr. kg. Tilbúið í kistuna. Y KJÖTMIÐSTÖÐIN S.mi 686511 Markmið námskeiðsins: • Kynna meginreglur stjórnunarfræðanna • Vekja stjórnendur til Mmhugsunar um þann fjölbreytileika sem rfkir f stjórnun • Veita stjórnendum innsýn f eigin stjórn- unaraðferöir og samskpti þeirra við starfsmenn Efni: • Hvað er stjómun • Stjómskipulag og tegundir • Einstakiingurinn og vinnan • Starfshvatning • Upplýsingastreymi • Veikefnastjómun • Skipulagsbreytingar Leiðbeinandi: Höskuldur Frlmannsson, rekstrarhagfræðingur. Forstööumaður rekstraráðgjafardeildar Skýrsluvéla rlkisins og Reykjavfkurborgar. Tími: 13.—16. október, kl. 8.30—12.30. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 -Simi: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.