Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 ^■1 LEIÐTOGAFUNDURINN í REYKJAVÍK Viðbrögðin í Svíþjóð: Anægja með norrænt land sem fundarstað Stokkhólmi, frá Erík Liden, fréttarítara Morgunblaösins. INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, lét í gær í ljós mikla ánægju með, að væntan- legan fund þeirra Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, og Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sovétríkianna, skyldi eiga að halda á Islandi. „Það er mjög ánægjulegt, að leið- togar stórveldanna skuli hafa vajið norrænt land fyrir fund sinn. Ég vil bara láta í ljós von um, að á fundinum í Reykjavík verði stigið skref í átt til afvopnunar og friðar á jörðu," sagði Carlsson. Öll stærstu blöðin í Svíþjóð helga leiðara sína fundinum í Reykjavík. Expressen, sem er stærsta dagblað Vladimir Ashkenazy: Fundirnir koma Sovétmönnum vel Ziirich, frá önnu Bjaraadóttur, fréttarítara Morgunblaðsins „Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég heyrði að leið- togar risaveldanna hefðu valið ísland sem fundarstað," sagði Vladimir Ashkenazy, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í Tessín í Sviss á miðvikudag. „Landið er lítið og rólegt og tilvalið fyrir þá að hittast þar miðja vegu milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna." „Landfræðilegir þættir hafa ávallt haft áhrif á hugsunarhátt Sovétmanna, en ég tel að þeir líti einnig á íslendinga sem vinaþjóð. Þeir ógna engum og landið á sér því sess í hópi hlutlausra þjóða, þótt það sé í Atlantshafsbandalag- inu.“ Ashkenazy kom á óvart að hann skyldi spurður álits á leiðtogafund- inum. „Eg er ekki pólitískur frétta- skýrandi," sagði hann, „en hef auðvitað mínar skoðanir sem al- mennur borgari. Ég er persónulega sammála þeim sem telja að leið- togafundir þjóni litlum tilgangi nema þeir séu mjög vel undirbúnir og leiðtogamir komist að samkomu- lagi um ákveðna hluti og skrifí undir. Annars eru fundimir lítið annað en innantóm sýning. Ég veit af eigin reynslu að fund- ir sem þessir skipta miklu máli fyrir sovéskan almenning, eða gerðu það þegar ég bjó þar fyrir tæpum 25 ámm. Almenningur verður upp- veðraður af því einu að leiðtogar tveggja stærstu þjóðanna hittast en hugsar ekki út í hvaða gagn er af fundunum. Sovéska stjómin og kommúnistaflokkurinn hafa gagn af svona fundum. Auðvitað em margir á sama máli og ég og sjá í gegnum sýninguna en þeirra raddir heyrast ekki opinberlega." Vladimir Ashkenasy Norsku dagblöðin: „Næsta handaband verður í Reykjavík" Óaló, frá Jan Erík Laure, fréttarítara Morgunblaðsins. NORSKU dagblöðin gerðu í gær mikið úr hinni óvæntu tilkynn- ingu um fund þeirra Reagans og Gorbachevs og voru ýmsar bolla- leggingar um Reykjavíkurfund- inn og afleiðingar hans. Aftenposten, stærsta morgun- blaðið í Noregi, er með fyrirsögnina „Næsta handaband verður í Reykjavík" yfír þvera forsíðu og litmynd af þeim leiðtogunum þar sem þeir takast í hendur á fundinum í Genf. Inni í blaðinu var einnig mikið gert úr fundinum. I stærsta blaðinu Noregs, síðdeg- isblaðinu Verdens Gang, reyndist ekki pláss fyrir fréttina á forsíðu og hún helguð æsifrétt. Inni í blað- inu var þó sagt frá leiðtogafundin- um. I Dagbladet, helsta keppinauti Verdens Gang, var fréttinni hins vegar gerð góð skil á forsíðunni undir fyrirsögninni „fsinn brotinn" og þannig var það einnig með flest önnur blöð í Noregi. Nú þegar em norskir blaðamenn teknir að streyma til íslands og má ætla að þeim fari ört fjölgandi á næstunni. Leiðtogafundur? Hártoganir og orðaleikir í samskiptum stórveldanna MANNKYNSAGAN mun að öll- um líkindum fjalla um Reykjavikurfundinn sem ieið- togafund, en stjómarerindrek- ar Bandaríkjanna og Sovétrílq- anna eru síst sáttir um hvað kalla beri fundinn. Helst er deilt um orðið „summit“, sem þýðir ekkert annað en „fundur þjóðhöfðingja“, en af pólítísk- um ástæðum hafa báðir aðilar forðast að nota það orð. Sagt er að Gorbachev hafi viljað millispil til að þurfa ekki að fara beint til Bandaríkjanna eftir Daniloff-deiluna og brott- rekstur sovéskra starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Hvað er leiðtogafundur? Winst- on Churchill notaði orðið fyrstur manna í núverandi merkingu, þegar hann reyndi að fá leiðtoga stórveldanna til þess að hittast, svo binda mætti enda á kalda stríðið. Embættismönnum ber hins vegar ekki alveg sama um hvað sé leiðtogafundur og hvað ekki. Shultz hélt því t.a.m. fram á þriðjudag að ekki væri endilega um leiðtogafund að ræða þó að tveir þjóðhöfðingjar kæmu saman til skrafs og ráðagerða. Einnig má minna á að Robert McFarl- ane, þáverandi öryggismálafull- trúi Reagan, sagði á sínum tíma að leiðtogafundurinn í Genf væri ekki leiðtogafundur, heldur ein- ungis „fundur". Varaforseti Bandaríkjanna, George Bush, sagði í sjónvarps- viðtali fyrir Genfarfundinn að Reagan hefði gert Gorbachev það ljóst að hann vildi eiga með honum venjulegan fund, ekki leiðtoga- fund. Leiðtogafundur þyrfti mikinn undirbúning og fæli í sér að í raun væri búið að ganga frá flestum endum fyrir fundinn. En þegar leiðtogamir hittust í Genf í nóvember sl. kölluðu nær allir það ieiðtogafund. Loks má benda á að þegar fréttamenn spurðu Shultz nánar um fundinn kallaði einn þeirra til hans: „en þrátt fyrir allt og allt er þetta leiðtogafundur". „Mig minnir að forsetinn hafí kallað þetta fund“, sagði Shultz, „en það eruð þið sem gefíð hlutunum nöfíi. Sé eitthvert mark takandi á mannkynssögunni, þá munu flest- ir [ykkar] kalla atburðina á íslandi hinn 11. og 12. október leiðtoga- fund“. Og svo mörg voru þau orð. Þá má benda á það að á banda- rísku sjónvarpsstöðinni ABC, var tekin sú ákvörðun að ætíð skyldi rætt um „leiðtogafund" og ekkert annað. á Norðurlöndum, segir t.d., að fund- urinn í Reykjavík sé til marks um góðan vilja leiðtoganna og að gleði- legast sé, að allur aðdragandinn bendi til þess, að þeir hafí ekki ta- lið sig geta undan honum vikist. I leiðara Svenska Dagbladet er því fagnað, að ísland skuli hafa orðið fyrir valinu og sagt, að vonandi muni vingjamlegt viðmót lands- manna og landsins sjálfs verða gott vegamesti fyrir fundinn í Banda- ríkjunum. Aftonbladet segir undir fyrir- sögninni „Leiðtogafundur eftir fangaskipti", að Reykjavík, höfuð- staður norræns lands, hafí fengið þann heiður að vera gestgjafí leið- toga stórveldanna. Er því spáð, að til tíðinda kunni að draga í af- vopnunarmálunum þvf að ella hefðu hvorki Reagan né Gorbachev kært sig um fund á þessum tíma. Leiðtogar sænsku stjómmála- fíokkanna hafa allir tekið undir með Ingvari Carlsson, forsætisráðherra, og lýst mikilli ánægju með fundinn í Reykjavík. Gro Harlem Brundtland Fréttiniii fagnað um allan heim Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbladsins. NORSKIR stjóramálamenn hafa fagnað væntanlegum leiðtoga- fundi í Reykjavík og kemur það fram hjá þeim öllum, að vonandi muni hann ryðja brautina fyrir samningum og bæta samskiptin milli stórveldanna. „Fréttinni um fund Reagans og Gorbachevs í Reykjavík hefur verið tekið með fögnuði og vongleði um allan heim,“ sagði Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra. „Einlægar viðræður em skilyrði fyrir auknu trausti milli austurs og vesturs og sambúð stórveldanna hefur áhrif á öryggi og framtíð okkar og allra þjóða. Efnahagsmál- in, samskipti norðurs og suðurs, verslunarviðskipti og umhverfísmál koma hér öll við sögu." Brundtland kvaðst vona, að fundurinn í Reykjavík ýrði árangursríkur og sérstaklega hvað varðaði afvopnun- armálin. Káre Willoch, fyrrum forsætis- ráðherra, sagði, að hann hefði orðið feginn fréttinni um leiðtogafundinn og kvaðst hann vona, að í Reykjavík yrðu stigin skref til nýrra samninga um afvopnunarmál og annarra deilumála stórþjóðanna í milli. Anatoly Scharansky Antatoly Shcharansky: Gorbachev valdi einu borgina án gyðinga London, AP. „SEM kunnugt er, þá ætluð- um við gyðingar að efna til mikils mótmælaf undar í Washington, þegar Gorb- achev kæmi. Hann valdi hins vegar einu höfuðborgina á Vesturlöndum, þar sem eng- ir gyðingar eru. Hann valdi einnig laugardag og Yom Kippur-hátíðina, en þá er ókleift fyrir gyðinga að ferðast." Þetta var haft eft- ir sovézka andófsmanninum og gyðingnum Anatoly Scharansky í Hollandi í gær. „Ég hef alltaf sagt, að Gorbachev þekkti Vesturlönd vel. En ég vanmat það, að hann hefði jafn góða ráðgjafa, sem þekkja almanak gyðinga jafnvel. Engu að síður vona ég, að við gyðingar eigum eft- ir að gera þeim Reagan og Gorbachev það ljóst, hver af- staða okkar er og að Reagan muni vetja mannréttindi af mikilli einurð," sagði Shchar- ansky ennfremur. Laugardagar eru helgidag- ar gyðinga og Yom Kippur, sem er dagur friðþægingarinn- ar, er mesta trúarhátíð ársins hjá gyðingum. Shcharansky kvaðst hins vegar fagna því mjög, að sovézki andófsmaðurinn Yuri Orlov fengi senn að fara fíjáls ferða sinna frá Sovétríkjunum. Hann lét hins vegar í ljós kvíða yfír því, að svo virtist, sem það samkomulag, sem Bandaríkja- stjóm hefði gert við Sovét- stjómina, léti þeirri síðar- nefndu í té nýtt vopn til að vemda njósnara sína. Með því að „hagnýta sér aðferðir hryðjuverkamanna og ræna gíslum, með þvf að nota bandaríska blaðamenn sem gísla, getur Sovétstjómin vemdað njósnara sína,“ sagði Shcharansky.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.