Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 16
16 ___________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2, OKTÓBER 1986 Sögnlegt flokksþing eftir Jón Baldvin Hannibalsson Hvers vegna hefur Alþýðu- flokkurinn styrkt svo mjög stöðu sína, í samanburði við aðra flokka, á sl. tveimur árum? Er það vegna þess, að flokkurinn hafi rekið óábyrga hentistefnupólitík í syómaraðstöðu? Hvers vegna famaðist flokknum þá svo illa í stjómarandstöðu 1978—80? Og sérstaklega: Hvers vegna tapaði flokkurinn stöðugt fylgi og áhrifum í stjómarandstöðu 1980—83? Og fyrsta árið eftir valda- töku núv. ríkisstjómar? Eða er eitthvað hæft í því að Al- þýðuflokkurinn hafi rekið yfirborðs- pólitík í stjómarandstöðu sl. tvö ár? Hveiju þakka stjómarliðar batn- andi horfur í íslenskum þjóðarbú- skap? Mokafla, hækkandi markaðs- verði erlendis og snarlækkandi olíuverði — að sjálfsögðu. Að öðru ieyti leggja þeir áherslu á, að kjara- samningamir 28. feb. sl. hafi skipt sköpum um, að enn sem komið er hefur tekist að halda verðbólgu í skefjum. Hvaða stjómmáiaflokkur var það, sem beitti sér afdráttarlaust fyrir því, að þessi leið væri farin í kjarasamningum, og studdi þá ein- dregið á Alþingi? Svar: Alþýðuflokkurinn. Henti- steftia og yfirborð? Nei, þvert á móti steftiufesta í stjómarandstöðu, sem lýsir sér í því, að menn eru reiðubún- ir að taka á sig stundaróvinsældir, í krafti sannfæringar um að árangur- inn skili sér — þótt seinna verði. Fylgisþróun Lítum á nokkrar staðreyndir um fylgisþróun Alþýðuflokksins frá 1978 til dagsins í dag: ★ 1978: 22% og 14 þm. ★ 1979: 17,5% og 10 þm. ★ 1983: 11,7% og 6 þm. í seinustu skoðanakönnun DV fyr- ir flokksþing í nóv. 1984, var Alþýðuflokknum spáð 6,2% fylgi og 3 þm. Niðurstaðan: Á 6 árum hafði flokkurinn tapað þremur af hverjum fjórum kjósendum sínum frá ánnu 1978. Líf flokksins virtist vera að fjara út, um það leyti sem jafnaðarmenn bjuggust til að halda uppá 70 ára afmæli Alþýðuflokksins og Alþýðu- sambandsins. Nú 2 ámm seinna talar enginn um það að Alþýðuflokkurinn sé á útleið í íslenskum stjómmálum. Á sama tíma og valdakerfi FVamsókn- arflokksins er við að bresta og Alþýðubandalagið er í upplausn, hef- ur Alþýðuflokkurinn snúið vöm í sókn. Miðað við úrslit seinustu sveitar- stjómakosninga og skoðanakannanir (DV og HP) síðan, má áætla fylgi flokksins á bilinu ftá 17—20%. Frá því að vera talinn fylgisminnstur 6 flokka í nóv. ’84 telst Alþýðuflokkur- inn nú vera næststærsti flokkur þjóðarinnar. Og frá því að hafa verið kallaður Faxaflóaflokkur, sem væri rúinn trausti á landsbyggðinni (eng- inn þm. frá Holtavörðuheiði til Hellisheiðar) reyndist Alþýðuflokkur- inn vera næststærsti flokkur þjóðar- innar á landsbyggðinni (utan Reykjavíkur og Reylqaness) f sein- ustu sveitarstjómarkosningum, með 22,5% atkvæða. Þetta er nær ótrúleg breyting á högum eins stjómmálaflokks á svo skömmum tíma. Ef til vill er þó stærsta breytingin sú, sem ekki verð- ur í tölum talin. Vanmetakenndin gagnvart andstæðingum, sem setti mark sitt á margan kratann hér áður fyrr, er strokinn burt af ásýnd þeirra og finnst hvergi lengur. Nú eru menn stoltir af því að vera jafnaðarmenn. Sögulegur sættir Þegar litið er fram í tímann ber flestum skynsömum mönnum saman um að sóknarfæri Alþýðuflokksins í næstu kosningum beri ekki að van- meta. Ástæðumar eru margar. Ég nefni nokkrar ★Fylgi okkar jafnaðarmanna í boig- arstjómarkosningunum í Reykjavík gefur ranga mynd. Astæðan er sú, að u.þ.b. helming- ur þeirra, sem kváðust ætla að kjósa Alþýðuflokkinn í þingkosn- ingum, gerðu það ekki í borgar- sijómarkosningum. Þeir vildu ekki setja Aiþýðuflokkinn í þá aðstöðu, að þurfa að vera í meirihlutasam- starfi um borgarstjóm Reykjavíkur með fjórum smáflokkum þrátt fyr- ir glæsilegt framboð. Þetta fylgi verður endurheimt með raunvöxt- um að vori. ★Fýlgi Alþýðuflokksins á lands- byggðinni var vanmetið, vegna þess að Aiþýðuflokksmenn stóðu víðar að óflokksbundnum og óháð- um listum, en annarra flokka menn. ★í næstu þingkosningum munu birt- ast undir okkar merkjum og í fremstu vígiínu nýir frambjóðend- ur, sem vekja munu þjóðarathygli, og efla trú manna á hæfni þing- flokks Alþýðuflokksins til að hrinda fram umbótamálum sínum í verki. Þá er ótalin seinasta ástæðan og ekki sú veigaminnsta: Okkur hefur um síðir tekist að ná sáttum og sam- einingu við Bandalagjafnaðarmanna. Þeir bandalagsmenn hafa nú þegar gengið til liðs við Alþýðuflokkinn. í upphafi þings munu þingflokkamir sameinast. Þar með er það bitamun- ur en ekki íjár á þingflokki Alþýðu- flokksins og AB — fyrir kosningar. Eftir kosningar verðum við næst- stærsti þingflokkurinn. Tímaspursmál Þetta eru söguleg tíðindi í íslenskri pólitík. Á liðinni tíð hefur Alþýðu- flokkurinn orðið fyrir þungbærum áföllum, vegna þess að hann hefur klofnað oftar en aðrir flokkar. Það gerðist 1922, 1930, 1938, 1954 og 1983. Nú hefur þessari óheillaþróun verið snúið við. Þar með hefur náðst stór áfangi að því marki, að sameina á ný alla lýðræðissinnaða jaftiaðar- menn undir merkjum Alþýðuflokks- ins. Samstarfið við þau öfl innan Alþýðubandalagsins, sem kenna má við sósíaldemókrata og verkalýðs- sinna, hefur ekki í annan tíma verið betra. Ifyrr en síðar getur dregið til tíðinda í Alþýðubandalaginu. í reynd er það aðeins tímaspursmál, hversu lengi verkalýðsarminum verður vært þar innan dyra. Allt þýðir þetta að Alþýðuflokkur- inn byijar nú kosningabaráttuna með blásandi byr undir þöndum segium. Hvers vegna? Ég spurði áðan: Hvers vegna hef- ur Alþýðuflokknum tekist að snúa svo tæpri vöm upp í svo skriðþunga sókn, á jafnskömmum tíma? Skýringamar eru einkum þijár. ★Á seinasta flokksþingi 1984 náðist öflugur meirihluti fyrir því, að marka Alþýðuflokknum afdráttar- lausa stefnu, um leið og staða flokksins gagnvart öðmm stjóm- málaöflum var skilmerkilega skilgreind. Með stefnuyfirlýsingu flokksþingsins: „Hveijir eiga Is- land?“ skar Alþýðuflokkurinn upp herör gegn vaxandi misskiptingu auðs og tekna í hinu spillta verð- bólguþjóðfélagi. Jaftiframt var kveðið uppiír um það, að Alþýðuflokkurinn væri ekki gamaldags kerfisflokkur, heldur róttækur umbótaflokkur, sem vildi breyta þjóðfélaginu í átt til valddreifingar og virkara lýð- ræðis. Flokkurinn kvað upp úr um það að hann fylgdi ótrauður ábyrgri stefnu íöryggis- og vamarmálum, sem byggir á sameiginlegu öiygg- iskerfi lýðræðisríkjanna sem grundvallarforsendu. Þetta er steftia, sem nýtur stuðnings yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Og skiptir sköpum. ★ Veikleiki Alþýðuflokksins varð- Jón Baldvin Hannibalsson „Ef til vill er þó stærsta breytingin sú, sem ekki verður í töium talin. Vanmetakenndin gagn- vart andstæðingum, sem setti mark sitt á margan kratann hér áður fyrr, er strokinn burt af ásýnd þeirra og finnst hvergi lengur. Nú eru menn stoltir af því að verajafnaðarmenn.“ andi Ijölmiðlun og almannatengsl var yfirunninn með einföldum en áhrifaríkum hætti. Formaður flokksins lagði upp í langferð: Á 8 mánuðum hélt hann, ásamt þing- mönnum flokksins í hveiju kjör- dæmi, 100 fundi, þar sem hinn nýi boðskapur var fluttur við met- aðsókn, milliliðalaust til fólksins í landinu. Þetta bar árangur. Þetta sýnir um leið, að þótt yfirburðir fjár- magns og fjölmiðlunar séu mildir geta þeir ekki hindrað hugsjóna- hreyfingu í að hasla sér völl, ef vilji er fyrir hendi. ★í framhaldi af þessu var barið í ýmsa bresti f innra starfí flokks- ins. Fjármálum flokksins, sem verið höfðu í kaldakoli, var kippt í lag. Leitað var í stórauknum mæli til sérfróðra flokksmanna og stuðningsmanna um þátttöku í málefnastarfí. Flokksstjóm og þingflokkur héldu fundi víða úti um land. Málflutningur flokksins á þingi varð markvissari og í meira samræmi við markaða stefnu. Sérstaða Staða Alþýðuflokksins í hinu íslenska flokkakerfi og „prófill" hans í vitund kjósenda, hafði verið býsna óljós. Var Alþýðuflokkurinn „vinstri- sinnaður félagshyggjuflokkur", sem átti þá að vinna með AB og Fram- sókn? Hver var þá munurinn á þessum flokkum? Átti Alþýðuflokk- urinn kannske að renna inn í „regnhlífarsamtök" allaballanna? Hvers vegna var reynslan af stjómar- samstarfi Alþýðuflokks með AB og Framsókn jafnhörmuleg og raun bar vitni? Hvers vegna var Alþýðuflokk- urinn búinn að vera í stjómarand- stöðu, undantekningarlítið, á annan áratug? Þorði hann kannske hvorki að starfa til hægri né vinstri? Hvert átti Alþýðuflokkurinn einkum að sækja sér fylgi? Frá AB og Fram- sókn? Hvemig gat svo átakalítill flokkur gert sér vonir um að skírskota til hugsjónaeldmóðs ungs fólks? Aðrir flokkar höfðu greinilega „áróðurslínu" — en Alþýðuflokkurinn virtist enga hafa. Nefnum dæmi: AB boðaði sameiningu vinstri afla undir sinni forystu og byggði valdakerfi sitt á fámennisstjómun í verkaiýðs- hreyfíngunni. Kvennalistinn rejmdi að afla fylgis hjá konum og ungu fólki. BJ reyndi að sækja fylgi í þéttbýliskjördæmum og meðal ungs fólks (andkerfísflokk- ur) og meðal óánægðra sjálfstæðis- manna (neytendapólitík). Ér eitthvað rangt við það? Framsókn byggði valdaaðstöðu sína á hagsmunagæslu atvinnurek- endavalds, tengdri SÍS og misráðinni atvinnurekendapólitík. Sjálfstæðisflokkurinn taldi sig vera brimbijót borgaralegra afla gegn „ríkisforsjárflokkunum" til vinstri. í rejmd var hann og er bandalag ger- ólíkra hópa, sem skírskota til ólikra kjósendahópa og hagsmuna, þar sem hvað rekur sig á annars hom. í þessum kór virtist Alþýðuflokk- urinn utangátta. Hver var munurinn á honum og AB? Hvort var hann ríkisforsjárflokkur eða valddreifíng- arflokkur? Hvort var hann kerfís- flokkur (í verkalýðshrejrfingu og á ríkisstofnunum) eða umbótafíokkur? Með hvaða flokkum var líklegast að Alþýðuflokkurinn næði fram stefnu- máium í ríkisstjóm? Var hægt að treysta Alþýðuflokknum í utanríkis- málum? Hver var jrfirleitt sérstaða Alþýðuflokksins? Það virtist vanta allt í senn: Stefnufestu, stíl ogreisn. Sóknarf ormúla Ifyrir formannskjör á flokksþingi Alþýðuflokksins 1984 birti undirrit- aður stefnuyfírlýsingu, sem er for- vitnilegt að rifja nú upp, í ljósi þess sem gerst hefur sl. tvö ár. Þar segir m.a.: l. Alþýðuflokkurinn á að hasla sér völl afdráttarlaust vinstra megin við miðju í hinu íslenska flokka- kerfi. 2. Undir minni forystu mun Al- þýðuflokkurinn taka af tvímæli um, að við erum ekki gamaldags kerfisflokkur, heldur róttækur umbótaflokkur, sem vill breyta þóðfélaginu í átt til valddreifingar og virkara lýðræðis, — gegn mið- stjómarvaldi og ríkisforsjá. Alþýðuflokkurinn mun lýsa sig reiðubúinn til samstarfs um stjóm landsins með þeim öflum, sem vilja leggja þesari stefnu lið. 3. Við eigum að vera íhaldssamir á farsæla og ábyiga stefnu í örygg- is- og vamarmálum, steftiu, sem forystumenn flokksins frá fyrri tíð áttu dijúgan hlut í að móta og nýtur stuðnings jrfiignæfandi meirihluta þjóðarinnar. 4. Undir minni forystu mun Al- þýðuflokkurinn vísa á bug öllum kenningum um Alþýðubandalagið sem sameiningar- eða forystuafl vinstri manna, þó ekki væri nema vegna hörmulegrar reynslu þjóð- arinnar af ríkisstjómarþátttöku þess flokks, ámm saman. 5. Undir minni forystu mun Al- þýðuflokkurinn leita samstarfs um að mynda forystuafí jafnaðar- manna og frjálslyndra afía vinstra megin við miðju í íslenskum stjómmálum. Markmiðið er að auka áhrif jafnaðarsteftiunnar og jafnaðarmanna á stjóm landsins. “ Vinstra megin viö miðju í framhaldi af þessu birti Alþýðu- blaðið viðtal við undirritaðan, þar sem m. a. var spurt, hvað þessi sóknar- formúla, vinstra megin við miðju, þýddi. Þar segir m.a. orðrétt: „Vinstra megin" við okkur em tveir flokkar Kvennalistinn, sem er lengst til vinstri (hann er í rejmd stjómleysingjasamtök vinstra megin við Alþýðubandalagið). Alþýðu- bandalagið er næstlengst til vinstri. Það á hins vegar eftir að giiðna í sundur á næstu árum: Róttæklinga- hópar eiga eftir að hrökklast út um vinstri dymar, en verkalýðssirmar og raunsæismenn munu um síðir koma til okkar. Hægra megin við okkur er Sjálf- stæðisflokkurinn. Hann er í svipinn margir flokkar. Harkalið ftjáls- hyggjusafnaðarins, hagsmunaverðir stórfyrirtælqa, sem sækjast eftir end- urtryggingu ríkisvaldsins, framsókn- armenn, sem leiðist í Framsókn og ftjálslyndir sósíaldemókratar úr röð- um launþega. Valdataka fijálshyggjudrengjanna á eftir að splundra Sjálfstæðisflokkn- um og smækka hann. Sósíaídemó- kratamir koma til okkar, ef við höldum rétt á málum. Vinstra megin við miðju: Það er sóknarformúla jafnaðarmanna og þýðir að lokum, að Aiþýðufíokkurinn, Bandalag jafnaðarmanna og sósíal- demókratísk öfí úr Sjálfstæðisflokkn- um og Alþýðubandalaginu munu mynda eina fylkingu, sem verður ráðandi afl í ríkisstjóm íslands á næstu áratugum. Æ, ég gleymdi Framsókn. Hún er hvort eð er tímaskekkja og passar ekki inn í mjmstrið. í rejmd er hún bara atvinnurekendahagsmunir eins auðhrings, sem gerir Framsóknar- flokkinn út á ríkissjóð. Til þess að þessi formúla gangi upp verður að gera þá kröfu til Al- þýðuflokksins að hann rejmist stað- fastur í þeirri utanríkispólitík, sem meirihluti þjóðarinnar hefur náð sam- stöðu um. Undir minni forystu verður hann það.“ Miðtaflið Allt hefur þetta gengið eftir, sýn- ist mér. Við höfum náð sáttum og sameiningu við Bandalag jafnaðar- manna Alþýðubandalagið er í upp- lausn. Samstarf okkar við sósíal- demókrataarminn er gott. Valdakerfi Framsóknar er að bresta. Alþýðu- flokkurinn er í skriðþungri sókn. Ég þekki engan mann, sem velkist lengur í vafa um stefnu Alþýðu- flokksins og stöðu hans í núverandi flokkakerfi. Áður var Alþýðuflokkur- inn því sem næst týndur í stjóm- málaumræðunni. Nú snýst umraeðan um næstu ríkisstjóm, að loknum kosningum, fyrst og fremst um Al- þýðufíokkinn. Framsóknarmenn lýsa því jrfir hver um annan þveran, að samstarf við Alþýðuflokkinn, undir minni for- ystu, komi ekki til greina. Hitt er merkilegra, að ungir framsóknar- menn eftia til sérstaks þings til að lýsa því jrfir, að samstarf þeirra við núverandi. þingflokk Framsóknar komi tæpast ti greina. Og að í fram- tíðinni hljóti Framsóknarflokkurinn, með hliðq'ón af sögu hans og upp- runa, að stefna að samstarfí með jafnaðarmörmum. Til þess þurfi bara nýja menn í forystu. Þeir fáu menn í forystuliði Fram- sóknar, sem eitthvað hugsa í pólitík lengra en nef þeirra nær, eins og t.d. Ingvar Gíslason, hafa tekið undir með mér um nauðsyn þess að senda beri Framsókn í andlega endurhæf- ingu. Aðalatriðið er þó, hvaða afstöðu kjósendur taka í næstu kosningum. Seinasta hálmstrá Framsóknarfor- ystunnar er að hrun Framsóknar í næstu kosningum verði ekki meira en svo, að hún geti enn léð Sjálfstæð- isflokknum „duluna sína til að dansa í“. Þyki Sjálfstæðisflokknum öflugur Alþýðuflokkur verða of kröfuharður um framgang umbótamála sinna, verði enn hægt að grípa til Fram- sóknarhækjunnar. Það verður eitt meginmál umbótasinnaðra lqósenda í næstu kosningum að koma í veg fyrir þennan möguleika. Það gerist aðeins með því að tryggja Alþýðu- flokknum stórsigur í kosningunum. íuppnámi Foiystumenn Sjálfstæðisflokksins velta vöngum jrfir stjómarmjmdunar- kostum Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar. Það sem upp úr þeim stendur er þettæ Meirihluti kjósenda Sjálfetæðisflokksins vill „Viðreisn". En kjósi þeir áfram Sjálfstaeðisflokk- inn er allt eins líklegt að þeir hreppi óbreytt framsóknarstjómarfar. Framsóknarliðið í þingflokki- Sjálf- stæðisflokksins er nefnilega dauð- hrætt við að þurfa að ganga að kröfum okkar jafnaðarmanna um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.