Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 35 Komið & fyrsta fundinn á Kjarvalsstöðum. Landhelgin í brennipunkti (íoð jjekking Banda- I » ríkjaforseta á málinu segir forsa'tisráðh. V.'i * *■'**"•- K*>it Soir, ‘vagdí í’ompidou og **>■«<• *T inn .>..v ... ur kuldanurn Forsfða Morgunblaðsins fimmtudaginn 31. maí. Texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Ljósmyndir tóku Ijósm. Morgun- blaðsins KR.BEN. og SVEINN ÞORMÓÐSSON lgU við i fæða að festa dráttarvír í skrúfu Árvak- urs og naut til þess aðstoðar brezks togara og freigátu. Engu að síður tókst áhöfn Árvakurs að skera á togvír togarans og brugðust Bret- arnir þá hart við. Tveir togarar og dráttarbáturinn sigldu á Árvakur og urðu skemmdir talsverðar, en engin slys urðu á mönnum. Þegar fréttin barst um þetta inn á Kjarvalsstaði, þar sem blaðamenn biðu frétta af ftmdum forsetanna, varð mikið uppnám. Það bætti ekki úr skák, að í fyrstu mun þáverandi blaðafulltrúi ríkisstjómarinnar hafa sagt fréttina þannig að ijöldi togara og herskipa Breta hefði ráðist að varðskipinu og væri það að sökkva. Sem betur fer kom í ljós, að svo alvarlegt var það ekki. En óneitan- lega kom þetta róti á hugi manna. Erlendu fréttamennimir hneyksluð- ust mikið á því hvemig opinberir aðilar skýrðu frá þessu atviki og virðist þetta óneitanlega hafa varp- að nokkmm skugga á okkur ( augum útlendu kolleganna. Nixon þóttí vingjamlegur og glaðlegur í framkomu. okkar mælikvarða að minnsta kosti, vegna komu þjóðarleiðtoganna. Langtum var strangari gæzla Bandaríkjamanna en Frakka. Mér er f minni að ég var á Keflavíkur- flugvelli, þegar flugvél Pompidous kom. Andrúmsloftið var ósköp af- slappað. Forsetinn var dúðaður og (stórum frakka. Útlit hans var þrút- ið og veikindalegt. Þegar flugvél Nixons Ienti skömmu síðar var allt á annan veg. Verðimir sem undir- bjuggu gæzluna eftir að bandaríska vélin lenti og gættu þess að blaða- menn héldu sig í hæfilegri Qarlægð vom bæði stressaðir og hranalegir í viðmóti. Aftur á móti reyndist Nixon sjálfur vera hinn vingjamleg- asti og dr. Kristján Eldjám lét svo um mælt við mig nokkm eftir að Bandaríkjaforseti kom, að Nixon virtist f góðu formi og hinn glað- beittasti. Fræg varð síðar kvöldganga Nix- ons um Reykjavík. Hann brá sér sum sé í göngu um miðborgina kvöldið sem hann kom, öryggis- vörðum sinum til óblandinnar hrellingar, en gestum og gangandi til undmnar og ánægju. Hann var í fylgd tveggja íslenzkra lögreglu- þjóna og nokkurra öryggisvarða. Spásseraði Nixon niður að Tjöm og spurði um nágrenni og það sem fyrir augu bar og lét mikið af því hversu allt væri friðsælt. Erlendu blaðamennimir sögðu að ekki væri vitað til að Nixon gerði mikið af því að fara í slíka labbitúra á ferð- um sínum. ★ Síðdegis fyrsta júní, að loknum þríðja og sfðasta fundi héldu þeir svo hvor til síns heima. Eftir því sem bezt verður lesið í Morgun- blaðinu virðist framkvæmd heim- sóknarínnar hafa tekizt vel. Veðrið var bjart og sól skein f heiði þessa daga. Báðir lofuðu gestrísni og gott viðmót og vom vongóðir um að betri tíð færi í hönd f samskipt- um þeirra í milli og þjóða þeirra. En samskipti þeirra urðu ekki ýkja löng. Rúmu ári síðar vom þeir báðir horfnir. Nixon varð loks að láta undan æ háværarí kröfum um að segja af sér vegna Watergate- málsins. Georges Pompidou hafði virzt sárveikur maður í júníbyijun 1973. Það reyndist svo. Hann lézt í apríl 1974. og þægileg stemmning hafi ríkt. Pompidou gaf ekki yfirlýsingu eftir fundinn fyrri daginn, en tals- maður hans Baudouin sagði um landhelgismálið, að Frakklands- forseti hefði samúð með málstað íslendinga og skilning á þvf, hve Islendingar væm háðir fiskveiðum. En forsetinn myndi ekki geta haft bein afskipti af því máli. ★ Þeir héldu svo á ný fund á föstu- dagsmorgun, en kvöldið áður áttu íslenzkir ráðamenn þess kost að ræða meira við forsetana í kvöld- verðarboði dr. Kristjáns Eldjáms á Bessastöðum. Þar fluttu forsetamir þrír ávörp og dr. Kristján sagði m.a.: „Oss íslendingum er ljóst að fundur yðar hér á landi sætir tíðind- um um allan heim. Hans vegna beinist athygli heimsins nú að landi vom með sérstökum hætti. Það er oss vel að skapi, því að vér viljum kynna land vort, auka þekkingu á þjóð vorri, lífsbaráttu hennar og þjóðfélagslegu og menningarlegu stefnumarki og sögulegum og nátt- úrlegum rétti vomm til þessa lands, með gögnum þess og gæðum.“ I sínum orðum lögðu báðir er- lendu gestimir áherzlu á mikilvægi íslands, í menningarlegu og land- fræðilegu tilliti. Ræða Pompidous var á allan hátt persónulegri, vék hann að sögu landsins og riQaði upp vem Sæmundar fróða í Frakk- landi, för Leifs heppna til Vínlands og tengdi þetta saman á viðfelldinn og snöfurlegan hátt. „Við höfum því báðir þrætt leiðir Leifs og Sæ- mundar, þótt í öfuga átt sé í báðum tilvikunum farið, til að hittast í Reykjavík. Ég býst við að það sé góðs viti um árangur í viðræðun- um.“ ★ Eins og varla þarf að endurtaka vom miklar öryggisráðstafanir, á aðbúa það“ ★ Á blaðamannafundi Kissingers, sem áður er vikið að, sagði hann í svari við fyrirspum blaðamanns Morgunblaðsins, að Bandarílqa- stjóm gerði sér grein fyrir þeim viðsjám, sem væm milli Bretlands og Islands og hefði Nixon forseta gefist færi á að ræða málið vð for- seta íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Kissinger kvaðst ekki telja viðeigandi að Bandaríkin tælqu formlega afstöðu til deilunn- ar, að svo stöddu, en tók fram, að Bandaríkjamenn tæki sárt að sjá tvær góðar vinaþjóðir sínar eiga í þessari deilu og þeir vonuðu að hana yrði hægt að leysa í bróðemi. Sagði hann Bandarílqastjóm myndi gera sitt bezta til þess að stuðla að jákvæðri lausn. Kissinger gerði síðan í megin- dráttum grein fyrir viðræðunum. Fyrir lá að þeir væm sammála um að beita sér fyrir endumýjun Atl- antshafsbandalagsins til þess að gera það færara að mæta breyttum þörfum þessa áratugar. Áþreifan- legt samkomulag tókst ekki, enda var það ekki ætlunin að gera neitt samkomulag. Forsetamir bundust fastmælum að reyna að koma á ráðstefnu æðstu manna N-Ameríku og Evrópu. Þá þykir ástæða til að taka fram í frásögnum að persónu- leg skipti þeirra hafi verið hlýlegri á þessum fundum en áður og létt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.