Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 47 Eru þeir að fá 'ann "? ■ Þessi litlu dæmi lýsa sumrinu sv Stóru mæta vel. Hún gaf ekki einu sinni 20 punda fisk eins og venju- lega, stærsti fískurinn var 18 pund. Samansafn... Leirvogsá gaf 321 lax og eru menn ánægðir með það miðað við léleg skilyrði mikinn hluta veiðitím- ans. Áin hefur oft verð betri oT kannski hefði hún gefíð betur í betra vatni. Heyrst hefur að stöng- um verði fækkað þar næsta sumar, þriðja stöngin verði slegin af. Það vantar lokatölu úr Gljúfurá, en f ágústlok var veðin komin í 246 laxa og átti þá eftir að veiða til 20. september. Áin var vatnslítil og því ekki rosaveiði að vænta, en samt ’ hefur veiðibatinn náð ágætlega til Gljúfurár því áin gaf ekki nema 138 laxa í fyrra. Breiðdalsá gaf 158 laxa og var full af físki f lok vertíðar. Þa»-' minnsta vatn sem menn muna í ánni stóð betri veiði fyrir þrifum, en þetta var samt allt í áttina, því áin gaf 78 laxa í fyrra og heila 4 laxa sumarið þar á undan. Breið- dalsá gaf yfír 20 punda físk í fyrsta sinn í mörg ár, 20,5 pundara. Lokatölur úr Elliðaánum urðu 1.082 laxar sem er lakara en í fyrra, en þá veiddust 1.157 laxar, 1.331 1984 og 1.508 1983. RABVW3NSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT34 SÍMI686222 Aflabrestur í Stóru_______ Hrikalega slöpp veiði var í Stóru-Laxá í Hreppum í sumar, annað árið í röð sem hún svíkur stangveiðimenn. í fyrra kom þó "N enna- vinir Sænsk kona, sem safnar póst- kortum og vill eignast pennavini á öllum aldri. Hún getur ekki eigin aldurs: Ulla Hágglund, Smáltvágen 32, S-81600 Ockelbo, Sverige. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á frímerkjum: Kaori Kuwahara, 32-17 Shakusonzicho, Hirakata City, Osaka, 573 Japan. Frá Ghana skrifar 22 ára stúlka með áhuga á íþróttum, ferðalögum, tónlist, erlendum málefnum auk þess sem hún safnar póstkortum: Vivian Jackson, P.O.Box 1597, Tema, Ghana. Sænskur frímerkjasafnari vill komast í bréfasamband við íslend- inga, sem vildu skiptast við hann á frímerkjum: March Laumer, Pl&tslagarevágen 4 E 1, 22230 Lund, Sweden. er ekki óþrjótandi nema... Sum lífsþægindi eru svo samtvinnuð daglegu lífi okkar að við tökum naumast eftir þeim. Þannig finnst okkur heita vatnið ósköp hversdags- legt og lítilvægt, nánast jafn- sjálfsagt og andrúmsloftið. Ekkert er t.d. eðlilegra en að geta skotist í heitt og notalegt bað hvenær sem er nema... nema ef lokað er fyrir heita vatnið. Þá vekur köld gusan okkur til umhugsunar og skyndilega er smáatriðið orðið að aðalatriði. Allt í einu jafnast ekkert á við heitt vatn. Heitt vatn úr iðrum jarðar er auðlind sem mikilvægt er að nýta. Hitaveita Reykjavíkur kappkostar að miðia þessari verðmætu orku skilvíslega og hnökralaust til notenda. Til að það sé unnt verða orkukaup- endur að greiða skilvíslega fyrir þjónustuna. Hafðu hug- fast að heita vatnið er ekki óþrjótandi nema þú greiðir orkureikninginn. Láttu orkureikninginn hafa forgang. Besta veiðin í Soginu síðan 1978 Alls veiddust 489 laxar í Soginu á nýlokinni vertíð og er það betri veiði en ætla mátti, því mjög litlum fregnum fór af veiðinni lengst af og það litla sem fréttist var um aflabrestinn í Syðri-Brú. Annars staðar var veiðin góð, sérstaklega í Alviðru þar sem 210 laxar komu á land. Í Bíldsfelli veiddust 132 lax- ar og 126 stykki í Ásgarði. Aðeins 30 laxar í Syðri-Brú. Svona vel hefur ekki veiðst í Soginu í þó nokk- ur ár, síðast þegar veiddist meira var árið 1978, en þá veiddust 620 laxar og sumrin tvö þar á undan veiddust 537 og 589 laxar, en síðan hefur verið nokkur deyfð yfír Sog- inu sem virðist vera að linna nú. í fyrra veiddust 425 laxar og var það góður bati frá sumrunum öllum síðan 1978 að sumrinu 1979 undan- skildu, en þá veiddust 439 laxar. Tveir 22 punda laxar voru stærstir, Hrafnkell Kjartansson veiddi annan á flugu á Klöppinni í landi Alviðru, en Jens Clausen dró hinn í Kofastreng í landi Bfldsfells og notaði fluguna Black Labrador. Sigurður Bjamason veiddi 21,5 punda lax við „Tunnuna" í landi Alviðru og svo veiddist einn 20 punda að auki, í Lækjarvík f Al- viðru. Slatti af 15—19 punda laxi kom á land. en þeir stærstu létu sig vanta í Ásgarði og Syðri-Brú, stærstu laxamir á báðum svæðum voru 18 punda. Nær öll veiðin í Soginu er tekin á flugu og spón, sáralítið á maðkinn. mikill lax í hana eftir veiðitíma og vonandi verður það sama uppi á teningnum nú þó ekki komi það veiðimönnum til góða. Bráðabirgða- tala úr Stóm er 151 lax. Er veitt á 10 stangir, en nýtingin í ánni var léleg sökum laxleysis og hás verðs á veiðileyfum. Alls veiddust 80 lax- ar á efsta svæðinu, 30 á miðsvæðinu og 41 á tveimur neðstu svæðunum. Lítið af laxi var í ánni, nokkur stykki í Hólmahyl, Iðunni, Kálf- hagahyl og Bergsnös, en leit að fískum á stangli annars staðar. Harðsnúið holl átti fímm neðstu stangimar í þrjá daga undir lok veiðitímans og hvfldi ána tvo fyrri dagana til að standa vel að vígi síðasta daginn. Það kom einn 4 punda putti á land. Á sama tíma vom flórir vanir menn á efsta svæð- inu með fjórar stangir af fimm í tvo daga. Þeir fengu einn álíka „bolta". Það er á færi fleiri en fullorðinna að veiða lax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.