Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 Sigurjón og Valur bestir sögðu Bonetti og Caricola Það var glatt á hjalla í búnings- klefum Juventus-manna að leikn- um loknum. Þeir gerðu að gamni sínu, sögðu brandara og virtust Italskir áhorfendur: Valsmenn betri nú en ITorínó Rösklega tvöhundruð ítalir fylgdust með leik Juventus og Vals í gærkvöldi, en íslendingarn- ir kæfðu auðveldlega hvatningar- hróp ítalanna, sem reyndu eftir bestu getu að hvetja lið sitt til dáða. Það var samróma álit þeirra ftala sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við eftir leikinn, að Valsarar hefðu leikið mun betur í gærkvöldi en íTórínó. „Þeir voru nákvæmari og ákveðn- arí en úti, og kannski ófeimnari á heimavelli," sagði Angelo Car- , oli fþróttafréttarítarí rtalska dagblaðsins La Stampa. Þess má geta að Caroli lék með Juventus hér fyrr á árum á sama tíma og Boniperti núverandi forseti liðs- ins. „Það er ótrúlegt hversu vel þessir menn leika, sérstaklega með tilliti tii þess að þeir vinna fullan vinnu- dag og hafa knattspyrnuna að áhugamáli," sagði ítalskur Juvent- us-aðdáandi um Valsmenn og leik þeirra í gærkvöld. Angelo Caroli, sem getið er hér að ofan, sagði Valsmenn hafa átt tvö stórgóð tækifæri. „Hefðu þeir verið nákvæmari er ég þess full- viss að þeir hefðu skorað tvö mörk. Annars vil ég nota tækifærið til að koma því á framfæri að ítalski hóp- urinn sem er hér, er afskaplega ánægður með heimsóknina til þessa stórkostlega lands." Btom ánægðir með leikinn. Við hittum fyrst fyrir þá Nicola Caricola og Ivano Bonetti, sem sögðust afar hrifnir af veðráttunni hér. „Mér fannst skemmtilegast að kynnast svona kulda,“ sagði Caricola og Bonetti tók f sama streng. Svo veltust þeir um af hlátri. „í alvöru talað held ég að mér hafi aldrei orðið eins kalt á ævinni eins og hér á íslandi," sagði Bon- etti er hann hafði jafnað sig eftir hláturskastið. Hvaða leikmenn Vals þóttu ykk- ur bestir? „Sigurjón Kristjánsson og Valur Valsson," segir Bonetti. „Já, Valur er góður, en hann lét mig aldrei í friði," bætir Caricola við. Báðir eru þeir félagar sammála um að leikur- inn hafi verið skemmtilegur. „En þó svolítið strembinn vegna vinds- ins, sem við erum óvanir." Btom Lékum á góðum hraða — sagði Rino Marchesi þjálfari „Við lékum vel í kvöld og tókum leikinn alvarlega, þótt sumir hafi kannski búist við öðru vegna úr- slitanna í fyrri leiknum," sagði Rino Marchesi þjálfari Juventus eftir leikinn f gærkvöldi. „Strákarnir léku á góðum hraða og þessir tveir leikir á móti Val hafa verið okkur skemmtileg reynsla sem er mikils virði," sagði Marchesi. „Helstu erfiðleikar okk- ar í þessum leik var hin óhagstæða veðrátta og fyrst og fremst vindur- inn sem skekkti stefnu knattarins." Marchesi kvaðst ánægður með yngri leikmenn liðsins í gærkvöld og þar á meðal Ivano Bonetti. „Hann lék mjög vel í kvöld en verð- ur þó að læra að einbeita sér betur meðan á leiknum stendur. Af leikmönnum Vals fannst Marchesi þeir Valur Valsson og Sigurjón Kristjánsson bera af, en í heild sagði hann liðið hafa leikið betur en í Tórínó. Hvað finnst þér athyglisverðast af því sem þú hefur séð hér á landi? „Mér fannst mjög gaman að fara í ferðina til Bessastaða, Grindavíkur og Bláa lónsins. Það var alveg ný lífsreynsla að kynnast Grindavík, þessu litla sjávarþorpi sem byggir afkomu sína nær ein- göngu á fiskveiðum. Höfnin þar virðist afskaplega erfið aðkomu og brimið þótti mér stórfenglegt, þó ég verði að viðurkenna að ég hafi fengið hálfgerðan hroll við til- hugsunina um íslensku sjómenn- ina sem þurfa að koma þarna að hvernig sem viðrar. Þessi ferð hefur verið mjög skemmtileg og lærdómsrík, bæði fyrir mig per- sónulega og eins fyrir liðið," sagði Rino Marchesi, þjálfari Juventus að lokum. Btom Moraunblaðið/Biarni • Massimo Bríachi lét Guðmund Hreiðarsson verja frá sér vfta- spymu í leiknum. Hélt að fóturinn á mér mundi f rjósa Michel Platini, án efa frægasti og vinsælasti knattspyrnumaður okkar tfma var ánægður að leikn- um loknum, er blaðamaður íslendingar einstak- lega skemmtilegt fólk — sagði GianPiero Boniperti forseti Juventus „Mér fannst leikurinn f heild flóður, þrátt fyrír að það hafi ver- ið fremur katt í veðri og vindurinn hafi gert okkur erfitt um vík. Ég Morgunblaðiö/Bjarni Fyrirliðar nfu af tfu tiðum sem leika f 1. deild f vetur við hina veglegu verðlaunagrípi sem nú er keppt um. 1. deild í handknattleik: Fyrirliðar og þjálfarar spá Stjörnunni sigri STJARNAN, Garðabæ, verður is- landsmeistari í meistaraflokki karla í handknattleik að loknu keppnistímabiiinu, sem hefst á miðvikudaginn í næstu viku, sam- kvæmt spá fyririiða og þjálfara liðanna f 1. deild. Á blaðamannafundi í Veitinga- ^höllinni í gær, sem félögin í 1. deild stóðu fyrir, var íslandsmótið kynnt og leikjaskrá lögð fram. Fjölgað var í 1. deild og leika því 10 lið tvöfalda umferð í deildinni í vetur og verður ekki sérstök úr- slitakeppni eins og undanfarin ár. Reykjavíkurborg hefur gefið sér- lega veglegan bikar til keppninnar í tilefni 200 ára afmælis borgarinn- ar og auk þess gefur Eimskipafélag (slands fagra bikara, sem veittir verða besta markverðinum, besta sóknarleikmanninum og besta varnarmanninum, en þeir verða valdir af 12 leikjahæstu leikmönn- um hvers félags. Þá veitir Hummel-umboðið gullskóinn besta alhliða leikmanninum. Fyrirliðar og þjálfarar liðanna spáðu um endanlega röð liðanna og var mest hægt að fá 260 stig. Reykjanesmeistarar Stjörnunnar fengu langflest atkvæði, en liðið hafnaði í 3. sæti í fyrra, sem er besti árangur liðsins í 1. deild. Stigin í spánni urðu annars þessi: Stjarnan Valur FH KR Vfkingur Fram UBK KA Haukar Ármann 253 stig 229 197 185 182 143 114 108 82 69 er ekki frá þvf aö Valsmenn hafi leikið betur hér en í Tórínó," sagði GianPiero Boniperti forseti Juventus að leiknum loknum í gærkvöldi. Boniperti kvaðst ákaflega ánægður með ferðina hingað til íslands, en með honum hingað kom eiginkona hans og tveir synir. „Þau hafa skoðað sig meira um en ég og eru afar ánægð yfir því að hafa kynnst íslandi. Fjölskyldan fylgir mér yfirleitt alltaf er liðið keppir erlendis og það er mér mik- ils virði að þau skuli taka þátt í þessu með mér." - Hvað vakti mesta athygli þína hér á íslandi? „Fólkið hér," svarar Boniperti að bragði. „Mér finnast íslending- ar einstaklega skemmtilegt fólk og gestrisið. Við höfum fengið geysi- lega góðar viðtökur og ég held aö ég tali fyrir munn allra Juventus- manna er ég segi að við munum aldrei gleyma Islandi og fólkinu sem byggir landið," sagði GianPi- ero Boniperti að endingu Btom Morgunblaðsins ræddi við hann. „Mér fannst þetta mjög skemmti- legur leikur f heild, en hápunktur- inn fannst mór sfðara markið mitt. Þetta er f fyrsta sinn sem ég skora mark með hjólhesta- spymu og því má segja að óg sé kominn með „fullt hús“ eins og pókerspilarar segja gjarnan. En ég hélt að fóturinn á mér mundi frjósa um leið og ég sparkaði boltanum inn, slíkur var kuldinn," sagði Platini stoltur af nýjasta afkvæmi sfnu. „Ég var sérstaklega ánægður með ungu mennina í okkar liði. Þeir léku mjög vel og stóðu sig eins og hetjur í þessum leik." Að- spurður um það hvor leikurinn honum fyndist betri sagði Platini að það væri erfitt að segja, því aðstæður hefðu verið mjög ólíkar. „Við lékum vel á heimavelli og einnig hér í kvöld og það er aðalat- riðið." — Hvað finnst þér athyglisverð- ast við ísland? „Hvað ajlir eru rólegir og af- slappaðir. íslendingar koma mér fyrir sjónir sem yfirvegað og rólegt fólk og það má segja að það hafi komið mér á óvart." — Hvaða leikmaður Vals fannst þér standa sig best? „Ég fylgist fyrst og fremst með leikmönnunum í mínu liði, en ekki andstæðingunum . . .“ — En þú kemst varla hjá því að taka eftir andstæðingunum, eða hvað? „Þeir reyna allir að leika vel, eins og við gerum og allir sem leika knattspyrnu. Annars finnst mér Þorgrímur Þráinsson leika vel og einnig Sigurjón Kristjánsson," sagði Michel Platini markakóngur- inn franski að lokum. Btom Albert Guðmundsson: Sýnikennsla „Mér fannst leikurinn jafn og skemmtilegur. Platini sýndi það hér og sannaði að hann er sann- kallaður listamaður þessarar íþróttagreinar. Sfðara mark hans var stórkostlegt," sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra er blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann að máli að leiknum loknum. Albert Guðmundsson sagði Valsmenn hafa leikið góðan leik, þrátt fyrir að þetta hafi verið „nokkurskonar sýnikennsla í knatt- spyrnu," eins og ráðherrann komst að orði. Btom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.