Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 17 róttækar kerSsbreytingar á stjóm landsins. Þessir menn reyna nú að hræða óánægða lq'ósendur Sjálfetæðis- flokksins frá því að veita Alþýðu- flokknum brautargengi. Það gera þeir með því að fullyrða, að við stefii- um að einhvers konar framsóknar- vinstri stjóm að loknum kosningum. Þetta er rangt, enda sagt gegn betri vitund. Hið rétta er, að óánægðir sjálfetæðismenn geta því aðeins losað flokkinn sinn úr framsóknarfaðmlag- inu, að þeir leggi Alþýðuflokknum öflugt lið í kosningunum. Ástæðumar fyrir því eru einfald- ar. Viðreisnarsyóm er aðeins möguleg að uppfylltum tveimur skil- yrðum: 1. að styrkur Alþýðuflokksins verði nægur til þess að geta samið við Sjálfetæðisflokkinn á jafnréttis- grundvelli, 2. að samkomulag takist með flokk- unum um að tryggja stærstu baráttumálum Alþýðuflokksins framgang, en þau beinast einmitt öll að því að bijóta á bak aftur hagsmunakerG Framsóknar- flokksins í íslenzku stjómarfari. Með—eðamóti Hver eru þessi stóm baráttumál? Viti menn það ekki þegar, þá ættu þeir hinir sömu að fylgjast vel með málabúnaði flokksþings Alþýðu- flokksins, sem haldið verður í Hótel Örk, í vikunni fyrir setningu Al- þingis. Stærstu málin, sem þar em til afgreiðslu, era tiUögur Alþýðu- flokksins um: 1. Nýtt og réttlátt skattakerfi og upprætingu skattsvika. 2. Nýtt húsnæðislánakerfi. 3. Einn sameiginlegan Iífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. 4. Valdatilfærslu frá ríkis- og emb- ættismannavaldi til sveitarstjóma og landsbyggðar. 5. Nýja atvinnustefnu, bæði í Iand- búnaði, sjávarútvegi og Gsk- vinnslu. 6. Samræmda launastefhu, sem tryggi minni launamun, jafnari tekjuskiptingu og aukinn kaup- mátt, án verðbólgu. Þetta em stóm málin, sem hafa verið þungamiðjan í málflutningi okkar jafnaðarmanna s.l. tvö ár. Næstu kosningar munu snúast um þessi mál: Eru menn með þeim — eða mótí þeim. Það er þetta sem ég á við þegar ég segi, að Alþýðuflokk- urinn hafi náð málefnalegu frum- kvæði í íslenskum stjómmálum. Það var t.d. rækilega staðfest við afgreiðslu seinustu flárlaga. Þá fluttu þingmenn Alþýðuflokksins tillögur um „ný fjárlög". í þeim fólst m.a. uppstokkun á tekjuöflunarkerfí rflds- g'óðs, niðurskurður á millifærslum til atvinnurekenda, kerfisbreyting á op- inberri sijómsýslu, t.d. með því að þjónustustofnanir rfldsins við at- vinnuvegi selji þjónustu sína á sannvirði, o.s.frv. Sama máli gegnir um einarða andstöðu okkar við framsóknarkerfið í landbúnaði og sjávarútvegi; and- stöðu okkar við pólitíska stýringu á flármagns- og bankakerfí; og tillögur okkar um nýskipan sveitarsljómar- mála, sem fela í sér valddreifingu til landsbyggðarinnar, í stað betlistafs- byggðastefnu Framsóknar. Sögulegt flokksþing Flokksþing Alþýðuflokksins, hið flölmennasta í 70 ára sögu flokksins, XJöfðar til XI fólks í öllum starfsgreinum! Börnin í sumarferðinni. Morgunbiaðið/Ámi Barnastúkuferðin sumarið 1986 sem haldið verður innan fárra daga í Hótel Örk í Hveragerði, verður ekki aðeins fréttnæmt Það verður sögu- legt Heiðursgestir þingsins verða tveir fyrrverandi formenn flokksins, þeir Hannibal Valdimarsson og GylG Þ. Gylfason. Þeir hófii stjómmálaferil sinn sem pólitískir fóstbræður. Seinna skildi leiðir svo sem alþjóð er kunnugt. Það hafði afdrifaríkar og öndverðar afleiðingar í för með sér, fyrir Alþýðuflokkinn og einingu jafnaðarmanna. Á þeirri stundu, þegar þessir tveir mikilhæfu leiðtogar jafnaðarmanna takast í hendur á flokksþinginu, og þingfulltrúar rísa úr sætum og hylla þá, hafa náðst sögulegar sættir f Alþýðuflokknum. Það verður stór stund. Handtak þeirra gefur okkur fyrirheit um traustara samstarf innan Alþýðuflokksins í framtíðinni. Það verður síðan staðfest þegar Guðmundur Einarsson formaður Bandalags jafnaðarmanna, tilkynnir þingfulltrúum, að þeir Bandalags- menn hafí gengið til liðs við Al- þýðuflokkinn. Og jafnframt, að í upphafí þings muni þingflokkamir sameinast. Og þar • með ljúka kjörtímabilinu með því að ögra AB sem forystuflokkur stjómarandstöð- unnar. Þar með verður að fullu bætt fyr- ir þau alvarlegu mistök, sem leiddu til þess að Vilmundur Gylfason sagði sig úr lögum við Alþýðuflokkinn, eft- ir að hafa lagt fram alla sína miklu krafta til að gera hann að stórveldi, á árunum 1976—80. Þessir atburðir gerbreyta í einu vetvangi hinu pólitíska landslagi. Við byijuðum þessa sókn með því að spyijæ „Hveijir eiga ísland?" Nú höldum við afrnælis- og sigurhátíð undir kjöroiðinu: „ísland fyrir alla“. Það vekur upp hugmyndatengsl við kjörorð aldamótakynslóðarinnar sem sagði: „fslandi allt“. Undir þeim kjör- orðum mun sameinaður jafnaðar- mannaflokkur nú sækja fram, til sigurs. Höfundur er fommður Alþýðu- flokksins og5. þingmaður Reyk- vfkingra. Stykkishóimi. BARNASTÚKAN Björk nr. 94 í Stykkishólmi hefir senn starfað óslitið f Hólminum f 60 ár. Hún var stofnuð 19. nóv. 1927 af þá- verandi skólastjóra, Stefáni Jónssyni, sem lengi var forstöðu- maður barnskólans í Stykkis- hólmi. Honum til aðstoðar var Sesselja Konráðsdóttir kennari og sfðar skólastjóri, enda tók hún við forstöðu bamastúkunnar þegar Stefán hætti sem, skóla- stjóri. Fyrsti æðsti templar stúkunnar var Guðrún MöUer. Á hveiju sumri hefir stúkan farið með félaga sína í ferðalag bæði um Borgaifyörð, Dali, Snæfellsnes og víðar og hafa þessar ferðir verið mjög fjölmennar og tekist með ágætum. Mér telst svo til að 45. ferðin hafí verið farin í þessum mánuði og var þá farið um Borgar- ijörð með viðkomu í Borgamesi, Reykholti og Hreðavatni. Umhverfi þessara staða skoðað og dvalið þar um hríð. Þá var farið um Bröttu- brekku og Dali. Farið yfir hina nýju brú sem leyst hefir gamla og slitna brú af hólmi. Um nokkurt skeið hefir þessi leið verið teppt langferðabílum og var þetta þvf vel þegið tækifæri að fara þama um. Það var komið við f Búðardal og á Skógarströndinni á heimleið. Nesti var auðvitað með og óspart gripið til þess og það sem á vantaði bætt upp með verslun í söluskálum og var þá mikið að gera. Jafnframt því að ferðast, fræðast bömin um staðina sem ekið er um og má segja að þetta sé nokkurskonar landa- fræðitími. Farið var á tveim stærstu og veglegustu langferðabifreiðum Hópferða HP og veitti ekki af því yfir 100 félagar vora S ferðinni ásamt úrvals bílstjórum sem jafnan' fylgja félögum vel eftir og gæta þess að allir haldi hópinn þegar um dvöl er að ræða. Talið í bflana og svo ríkir fjör og ánægja í ferðinni og þreytt og glöð koma bömin heim. Söngur er mikill í rútunum og það mun vera svo í ferðum bæði ungra og gamalla. Veður var ágætt og gaf ferðinni sinn blæ. Fréttaritari Morgunblaðsins sem hefir í 35 ár verið gæslumaður stúk- unnar og jafnan farið með félögum þessar ferðir, hafði myndavélina með og smellti af þegar honum fannst kjörið að taka mynd og eiga til minningar um þessa ágætu ferð. Hún var skemmtileg enda allir sem vom samtaka um að auka á ánægjuna. Nú er barnatími í Habitat. Viö eigum góöan lager af stórskemmtilegum barnarúmum úr furu. ■■■■■■■■■I Og hér er ekki tjaldaö til einnar nætur: Rúmiö er 194 cm á lengd, 94 cm á breidd og hæöin er 110 cm enda eru undir því ekki færri en 7 hillur, 3 skúffur og skrifborð. Meö í kaupunum fylgir svo önduð springdýna og stigi til þess “rnin komist snemma í rúmiö. m einnig á gott úrval svefnsófum, glösum og öörum leymdum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.