Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 HVAÐA SKUGGI PASSAR? Horfðu vel á hundinn sem situr við hlið húsbónda sins. Hvaða skugga heldur þú að hann eigi? MYNDAGÁTAN 13 Það bárust engin rétt svör við síðustu myndagátu. Ég trúi ekki að enginn hafí séð að þetta var fílma. í dag fáum við aðra myndagátu og ættu þið öll að geta hana ef þið skoðið vel hvað er á henni. Þetta er hlutur sem allir þekkja. Bréf frá ykkur krakkar eru mjög skemmtileg. Sendið svör við myndagát- unni og skrifð bréf með og segið mér frá sjálfum ykkur og einhveiju fleiru skemmtilegu. Heimilisfang- ið er: Barnasíðan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Smárabreidan Fjögurralaufa smáramir á smárabreiðunni hennar Huppu á síðustu bamasíðu voru 6. Ágústa V. Sverris- dóttir í Hafnarfírði hafði rétt svar. ivS\ ';%i. . 0 ' ' '* D Um allan heim eru töluð tungumál og skrifað á hinn margvíslegasta hátt. MERKI OG TÁKN Það er komið haust og skólinn er bytjaður. Það er margt skemmtilegt og gagnlegt sem kennt er í skólanum. Flestir byija á því að læra stafína, að skrifa þá og lesa. Við lærum stafrófíð, a, b, c, d, e, f, g,... og svo fram- vegis. í gömlu Gagn og gaman bókinni sem kennd var í mínu ungdæmi voru myndir þar sem sýnt var hvemig við gátum sjálf eitt eða tvö búið til þessa stafi standandi eða_ sitjandi. Þetta var skemmtilegt. í afmælum er hægt að fara í heilu stafagátumar með þessu móti, það er að segja ef nógu mörgum er boðið í afmælið! Seinna þegar við höfum lært að lesa og undraheimur bókanna hefur opnast fyrir okkur komumst við að raun um að það em til fleiri og önnur stafróf. Gríska stafrófíð er ekki eins og okkar. Sumir nota myndmál eins og Kínveijar og Japanir og þar þurfa bömin að læra miklu fleiri tákn en við. í heiminum tala menn jrfir 200 aðaltungumál, en auk þeirra er ótölulegur fjöldi alls konar mállýska sem menn tala. Það er ekki einu sinni til bókmál fyrir allar þessar mállýskur. Það em líka til hópar fólks sem ekki geta séð stafina sem við flest notum. Búið var til sérstakt blindraletur. Það samanstendur af upphleyptum punktum sem raðað er saman á mismunandi hátt. Hinn blindi þreifar á þeim með fingurgómunum og getur þannig lesið bækur og blöð. Þeir sem ekki heyra og geta ekki lært að segja hljóðin sem stafimir standa fyrir nota hend- urnar til að tala. Þeir eiga ákveðna handahreyfingu fýrir hvem staf og geta því stafað það sem þau vilja segja. Þetta er að vísu sein- legt svo að fyrir ákveðin orð og hugtök eiga þau ákveðin tákn og geta notað þau. Margir sem em heymarskertir lesa líka af vömm og geta þannig skilið það sem við segjum. Menn hafa reynt að hafa sam- band sín á milli með alls konar hætti. Indíánar sendu reykmerki á milli staða eða börðu bumbur og komu þannig skilaboðum á milli. Mors var líka lengi notað bæði í hljóð- og ljósmerkjum. Og margir kunna að morsa þó sími og alls konar samskiptatæki hafí leyst morsið af hólmi að mestu. Við notum alls konar merki og reglur sem við fömm eftir dags daglega. Umferðarljósin em dæmi um þetta. Rautt ljós þýðir stopp, og græna ljósið af stað. Það yrði ljóta bendan ef við fæmm ekki eftir þessum merkingum ljósanna. Sama gildir um seprabrautimar, þessar sem við notum sem gang- brautir yfir akbrautir og við setjum merki með gangandi veg- faranda á nokkum spöl frá þessum gangbrautum til að minna bflstjóra á að nú sé þetta framund- an. Svona getum við lengi talað og skrifað um alls konar merki og tákn sem við notum. Ef þér kem- ur eitthvað skemmtilegt í hug í þessu sambandi láttu barnasíðuna þá vita. Sendu bréf! Brosum Sigurbjörg Ingadóttir í Kópa- vogi sendi þessa brandara um daginn. Konni: Ég var með tannpínu svo ég fór til augnlæknis til að láta taka tönnina. Baldur: Af hveiju til augn- læknis? Konni: Þetta var nefnilega augntönn. Hún frú Jóna talar svo mikið — þegar hún fór til Mallorca í sumar sólbrann hún á tung- unni. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.