Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 68
SEGÐU tFmRHÓLL ^ÞEGAR W FERÐ ÚTAÐ BORÐA Sim 18833----- STERKT KORT <ra_ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Krónan hækkar ERLENDIR gjaldmiðlar lækkuðu að meðaltali um 0,69% frá 1. september til 1. jnoktóber. Vísitala meðalgengis var 174,71 í byijun september sl. og í gær, 1. október hafði hún lækkað í 173,51. Helstu gjald- miðlar breyttust lítið eða ekkert í verði nema pundið sem lækk- aði um 2,9%. Hins vegar hefur meðalverð erlendra gjaldmiðla hækkað um 4,56% frá ársbyijun, en þá var gengisvísitalan 165,94. ECU hefur hækkað 11,89% en dollar lækkað um 3,9%. Síldarútvegsnefnd: Rússar flýta f ör sinni til -Islands „ÞAÐ varð samkomulag um það í morgun á milli Prodint- org og Sfldarútvegsnefndar að fulltrúar Prodintorg komi hingað til Reykjavíkur til samni ngaviðræðna þann 8. þessa mánaðar," sagði Gunnar Flovenz framkvæmdastjóri Sfldarútvegsnefndar er blaða- maður Morgunblaðsins spurði hann í gær, hvort það stæði óbreytt hvað Rússa varðar, að samningaviðræður um sölu á saltsfld til Sovétríkjanna hefj- ist ekki fyrr en um miðjan Wknánuð. Gunnar var spurður hvers vegna hann teldi að Sovétmenn hefðu nú ákveðið að flýta för sinni hingað til lands: „Auðvitað höfum við ýtt mikið á þetta og ítrekað óskað eftir því að þessum viðræð- um verði flýtt, vegna þess hversu stutt er í vertíð," sagði Gunnar. Hann var spurður hvort einhver vísbending væri um jákvæðari afstöðu Rússa, hvað varðar samn- ingaviðræðumar. „Málin eru alveg óbreytt frá því sem hefur verið, og það skýrist ekki frekar fyrr en sest er að samninga- borði," sagði Gunnar. ■ --------------------- Morgunblaðið/RAX Víkingasveitin í viðbragðsstöðu Þeir voru mikilúðlegir kapparair i Víkingasveit lögreglunnar í Reykjavík í gær, er þeir voru við æfíngar, vegna undirbúnings fyrir komu leiðtoga risaveldanna tveggja. Smygl í Fjallfossi og Hofsjökli: Verðmæti varningsins 1,4 milljónir TOLLVERÐIR fundu mikið magn smyglvarnings um borð i Fjallfossi, sem kom til Vest- mannaeyja frá Bretlandi á laugardag. Verðmæti varn- ingsins hér á landi er um 800 þúsund krónur. Þá fannst smygl um borð í Hofsjökli á föstudag og er verðmæti þess um 550 þúsund krónur. Þegar Fjallfoss kom til Eyja á laugardag var hafist handa við að leita í skipinu. Fannst fljótlega töluvert magn af smyglvamingi og lauk leit ekki fyrr en í gær. Höfðu tollverðir þá lagt hald á 158 kassa af bjór, 355 kíló af skinku, 8 myndbandstæki, 3 las- er-plötuspilara, 1 sjónvarpstæki, 1 ferðaútvarpstæki og 1 hljóm- tæki í bifreið. Vamingurinn var að mestu. í sérstökum felustað í vélarúmi skipsins og hluti hans í gámi, sem einn skipveija hafði innsiglað. Ekki er endanlega upplýst hve margir skipverja eiga vaminginn, en ljóst er að í hópi þeirra em yfirmenn á skipinu. Um borð í Hofsjökli í Hafnar- Qarðarhöfn á föstudag fannst áfengi í plastbrúsum og samsvar- ar magn þess 558 flöskum. Einnig fundust tólf talstöðvar og var smyglið falið milli þilja í lest- um skipsins. Sex skipverjar áttu áfengið og einn talstöðvamar. Yfirmenn skipsins munu vera við- riðnir smyglið, líkt og í Fjallfossi. Undirbúningur leiðtogafundarins í Reykjavík: Aðaláhersla verður lögð á að tryggja öryggi leiðtoganna ÞAÐ ER LJÓST mál að augu ráðamanna sem nú undirbúa fund þeirra Reagans og Gorbac- hevs hér í Reykjavík í næstu viku, beinast fyrst og fremst að því að tryggja öryggi leiðtoganna. Þorsteinn Geirsson ráðuneytis- stjóri dómsmálaráðuneytisins sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins i gærkveldi að allt lögreglulið Stór-Reykjavík- ursvæðisins yrði meira og minna nýtt til öryggisvörslu, auk þess sem leiðtogamir koma að likind- um með eitthvað á annað hundrað öryggisverði hingað til lands. „Okkar verkefni er að sjálfsögðu það að tiyggja öryggi þessara tveggja þjóðarleiðtoga sem allra l)est,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að lögregluliðið í Reykjavík, samtals um 250 manns, ásamt lög- regluliði Kópavogs, Hafnarfiarðar, Byggðastofnun: Tekur 8 milljón dollara lán hjá Búnaðarbanka Islands J£Y GGÐ ASTOFNUN hefur áJkveðið að taka rúmlega 8 millj- ón dollara lán hjá Búnaðarbanka íslands. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, sagði að í ár hafi ekki þótt ástæða til leita beint á erlenda lánamarkaði. „Byggða- stofnun er dálítið sérstök stofnun, því þótt eigið fé sé mikið, eða 1000 milljónir, þá er ekki þar með sagt að erlendir bankar skilji okkar lög og okkar hlutverk," sagði Guð- mundur. „Við erum heldur ekki með beina ríkisábyrgð eða sjálfskuldar- ábyrgð. Við höfðum samband við Norræna fjárfestingarbankann til að kanna hvort unnt væri að fá lán þar, af svokölluðum byggðalánum, en kjör á þeim eru mjög hagstæð. Þá kom í ljós að búið var að veita slík lán til Islands í ár og ekki veitt meira til landsins. Þá leituðum við til Framkvæmdasjóðs og einnig víðar. Búnaðarbankinn sýndi áhuga á lánveitingu og gerði okkur ágætt tilboð. Bankinn mun lána okkur það fé sem við höfum heimild til að taka á þessu árí samkvæmt láns- fjárlögum, 335 milljónir króna, en það er um 8 milljónir og 375 þús- und dollarar. Byggðastofnun greiðir bankanum 0,41% yfir millibank- avöxtum og 0,8% lántökugjald," sagði Guðmundur Malmquist að lokum. Keflavíkur, Keflavíkurflugvallar og Selfoss yrðu viðriðin öryggisvörsl- una, og hugsanlega fleiri. Það er því ljóst að íslenskir öryggisverðir munu skipta hundruðum á meðan á fundinum stendur. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði að íslensk stjómvöld myndu ekki heimila að hingað yrðu flutt stórvirk vopn, ef farið yrði fram á það. Hins vegar yrði mikil áhersla lögð á náið og gott samstarf íslenskra og erlendra öryggisvarða. Tala þeirra sem búist er við að komi hingað vegna fundarins fer stöðugt hækkandi, og er nú talað um allt að þijú þúsund manns. Flug- leiðir hafa ákveðið fjölda aukaferða, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna, leitað er eftir öllu gistiiými sem kemur til greina á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, hugleiddir eru mögu- leikar á leigu sérstakra hótelskipa, sem lægju í Reykjavíkurhöfn og Póstur og sími er í viðbragðsstöðu hvað varðar leigu á auknum tækja- búnaði vegna mikils fiarskiptaálags sem fyrirsjáanlegt er á þessum tíma. Sjá bls. 28-31.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.